Alþýðublaðið - 14.09.1974, Page 3
Eigandinn og skipstjórinn ætluðu að drepa hvor annan
Færeyingar misstu vitið þegar
þeir komust í vínið á Seyðisfirði
og sigldu línuveiðaranum í strand
Haldið þið nú bara kjafti,
þrumuðu dauðadrukknir fær-
eyskir sjómenn á björgunar-
sveitarmenn frá Seyðisfirði, er
björgunarsveitarmennirnir
hugðust ræða við færeyingana,
sem siglt höfðu bát sinum i
strand skammt fyrir utan höfn-
ina á Seyðisfirði.
I fyrradag kom færeyskur
linuveiðari inn til Seyðisfjarðar
til að taka vatn og vistir til
heimsiglingarinnar, en báturinn
var þá orðinn fullhlaðinn.
Strax og báturinn iá við
bryggju. þustu allir skipverjar i
land og beint i ,,rikið” á Seyðis-
firði og keyptu sér þar birgðir.
Urðu þeir brátt hyrir og lá þá
ekkert á. Skipstjórinn og tveir
hásetanna brugðu sér i bió, en
hinir þrir fóru um borð, en einn
þeirra er eigandi bátsins.
Eitthvað fannst þeim kvik-
myndin dragast á langinn, svo
þeir leystu frá og hugðust sigla
burt. Það tókst ekki betur til en
svo að þeir sigldu bátnum i
strand eftir svo sem eins kiló-
metra siglingu.
Enda þótt báturinn væri
strandaður og fastur, létu þeir
skrúfuna ganga fyrir fullu afli
fram yfir miðnætti, og sinntu
ekki tilmælum björgunarmanna
úr landi að kúpla henni frá til a
festa bátinn ekki meir, en flóð
var.
Ekki var talin ástæða til að
gera neitt i málinu strax, þar
sem gott veður var og báturinn i
sendinni fjörunni, nema hvað
skipstjórinn var leitaður uppi og
fannst eftir miðnætti, þá mikið
drukkinn.
Hann og hásetarnir fengu inni
á hótelinu um nóttina. t gær-
morgun, þegar fjarað var frá
bátnum, fóru björgunarmenn
um borð, og sváfu þá mennirnir
þrir föstum svefni og voru ekki
vaktir.
Nokkru siðar var svo farið
með litinn bát út að þeim
strandaða til að reyna að ná
honum á flot. Þá höfðu
mennirnir þrir náð að skjótast
aftur i rikið og voru orðnir kóf-
drukknir, og sömuleiðis hafði
skipstjórinn og hásetarnir tveir
farið beint aftur i „rikið” eftir
að þeir vöknuðu á hótelinu, og
voru einnig orðnir drukknir.
Þegar svo skipstjórinn og
bátseigandinn hittust i gær,
ætluðu þeir hvor annan lifandi
að drepa, og varð að flytja þá i
járnum i fangageymslurnar, en
hásetunum var komið fyrir á
hótelinu til að sofa úr sér
vimuna.
Þegar blaðið hafði samband
við Jóhann Grétar Einarsson,
formann björgunarsveitarinnar
á Seyðisfirði, sagði hann að ekki
stæði til að hleypa þeim út fyrr
en eftir lokun „rikisins”, og búið
væri að ganga úr skugga um að
ekkert vin væri um borð.
í gærkvöldi stóð svo til að ná
bátnum út með aðstoð stærri
báta, sem væntanlegir voru úr
róðri þá. — Báturinn er litið eða
ekkert skemmdur, eftir þvi sem
séð varð á fjörunni. —
Könnun á áhuga hjúkrunarkvenna til framhaldsnáms
Hjúkrunarkonur virðast hafa
heldur takmarkaðan áhuga á
framhaldsnámi i grein sinni, ef
marka má niðurstöður kb'nnunar,
sem Hjúkrunarfélag Islands hef-
ur gert að beiðni menntamála-
ráðuneytisins. Aðeins um 10%
allra hjúkrunarkvenna tóku þátt i
könnunni, eða 106 af 934, sem
búist var við svari frá. Ekki var
reiknað með svari frá islenskum
h júkrunarkonum erlendis né
heldur hjúkrunarkonum á eftir-
launum, og auk þess eru 112
hjúkrunarkonur þegar i fram-
haldsnámi.
Meðal þeirra, sem svöruðu, er
mestur áhugi fyrir framhalds-
námi i heilsuvernd og geð-
hjúkrun, eins og kemur fram i
eftirfarandi töflu, sem tekin er úr
áðurnefndu timariti:
Námsgrein C*. I
Heilsuvernd ................. 21
Kennsla ...................... 8
Gcðhjúkrun ................... 6
Stjómun ...................... 6
Barnahjúkrun ................. 4
Ljósmóðurfræði ............... 1
Svæfingar .................... 2
Gjörgæsla ................
Hjúkrun handlæknissjúklinga
—— lyflæknissjúklinga .
---- aldraðra ...........
Almenn endurhæfing.........
óákveðnar um val......... 7
-3
1
co
52
12
21
17
9
6 4 10
10 2 12
6 6
2 2
10 6 16
7 5 19
Samtals 55 78 46 179
HORNIÐ
Gjaldheimtan
innheimtir heira
en henni ber
Maður hringdi i Hornið:
Nú er ég alveg hættur að
skilja i vinnubrögðum Gjald-
heimtunnar. Fyrir nokkru var
ég sjúklingur i rúmt ár og hafði
þarafleiðandi takmarkaða
peninga handa á milli og gat
ekki staðið i fullum skilum við
Gjaldheimtuna. Gerði hún sér
þá litið fyrir og sendi menn upp
á spitala til min til að gera lög-
tak fyrir skuldinni, með vöxtum
og dráttarvöxtum.
Ekki varð þó af lögtakinu þá
og hef ég greitt mina skatta að
fullu siðan. Svo var það um mitt
árið i ár, að ég kemst að þvi að
ég er búinn að greiða 40 þúsund
krónum of mikið til gjaldheimt-
unnar, en viti menn, þegar ég
fer að sækja það, þá er ekki
minnst á vexti né vaxtavexti af
þessum peningum minum, sem
ég hef i rauninni lánað stofnun-
inni i langan tima. Mér er þvi
eðlilega spurn, hversvegna
Gjaldheimtunni liðist að inn-
heimta meira en henni ber, og
liggja svo með þá peninga án
vaxta þar til henni þóknast að
greiða þá út, sæki menn þá
sjálfir.
Erfiðir stigar
Gamall hjartas júklingur
skrifar:
Félagsmálastofnun Reykja-
vikurborgar er sem kunnugt er
til húsa i Vonarstræti 4, og er
þessi þarfa stofnun heldur betur
viggirt gegn okkur, sem þurfum
af og til að leita til hennar. Til
þess að ná sambandi við þá háu
herra, sem þar ráða húsum,
þarf maður að prila upp ein-
hverja erfiðustu stiga, sem ég
hef ennþá komist i kynni við, og
er ég þó ekkert unglamb lengur,
kominn nokkuð á áttræðisaldur-
inn.
Ég átti erindi á skrifstofur
Félagsmálastofnunarinnar á
dögunum, sem i sjálfu sér er
ekki i frásögur færandi, en satt
að segja er það engum öðrum en
Guði almáttugum að þakka, að
þetta varð ekki min siðasta
ganga.
Stigarnir upp á skrifstofur
Félagsmálastofnunarinnar eru
ekki boðlegir þvi fólki, sem helst
á erindi þangað. Borgaryfir-
völdin hljóta að geta gert sér
grein fyrir þvi, að gamalt fólk,
sem oft á erfitt með gang og
aðrar hreyfingar og auk þess oft
veilt fyrir hjarta o.s.frv.,
vevergrar sér við að leggja á sig
þessa erfiðu stigagöngu. Varla
ætlast þeir, sem borginni ráða,
til þess, að stigarnir séu þeim
örugg vörn gegn kvabbi okkar,
sem erum orðnir þreyttir og
lúnir”.
r
I minningu Fleksnes
„Sjónvarpsáhorfandi” skrif-
ar:
„Þá er einni skrautfjöðrinni
færra i hatti sjónvarpsins okkar
og fáar eftir, — ef nokkur.
Fleksnes hinn norski söng sitt
siðasta á skjánum á miðviku-
dagskvöldið, og fór þá á kostum..
Undanfarnar vikur hefur
Fleksnes verið eina sjónvarps-
efnið, sem fólk hefur beðið með
nokkurri eftirvæntingu, og ég
verð að segja fyrir mitt leyti, að
ég ef reynt að stilla svo til, að ég
gæti verið heima, þegar þessi
þáttur hefur verið á dagskrá.
En hvers vegar bar andlát
Fleksnes á sjónvarpsskermin-
um islenska svo skjótt að? Hafa
ekki veriö gerðir fleiri þættir
um þetta efni, — ef ekki þætti
mér vænt um að fá að vita hvers
vegna sýningum á honum hefur
verið hætt (ég er nýbúinn að
standa skil á iðgjaldinu minu til
sjónvarpsins).
Sé ekki um það að ræða að fá
fleiri þætti með Fleksnes bið
ég spenntur eftir að sjá þann,
sem kemur i staðinn. Kannski
hefur Fleksnes verið látinn
vikja fyrir einhverju ennþá
skemmtilegra. Hvað sem þvi
liður hlakka ég til að sjá, hver
kemur i hans stað, miðviku-
dagskvöldið 25. september”.
Kaupfélagið stendur
sig illa í Norðurbæ
„Kona i norðurbænum i Hafn-
arfirði” hringdi i Hornið.
„Ég get ekki lengur á mér
setið að koma þvi á framfæri við
Hornið, hvert ófremdarástand
rikir hér i hverfinu hvað snertir
verslunarþjónustu. Hér er að-
eins ein verslun, kaupfélagið,
sem virðist hafa algjöra einka-
aðstöðu til verslunaraðstöðu, og
þjónustan er vægast sagt engin.
Verslunin er i hálfkláruðu
húsnæði i jarðhæð ibúðarblokk-
ar, sem Kaupfélagið lét byggja,
og þar er ekkert úrval af vörum.
Hillurnar eru hálftómar, svo
iðulega verður fólk að fara niður
i Hafnarfjörð til að kaupa, sem
ekki fæst þar, eða þá til Reykja-
vikur. Auk þess er sóðaskapur á
háu stigi þarna, — afgreiðslu-
fólkið i óhreinum sloppum og
annað eftir þvi. Þarna eru þrir
peningakassar, en yfirleitt er
ekki afgreitt nema við einn
þeirra, og yfirleitt þarf fólk að
biða langa stund eftir afgreiðslu
af þeim sökum. Mjólk er yfir-
leitt ekki komin i verslunina
fyrr en milli tiu og ellefu, og þá
er mjólkurgrindunum staflað
upp á gólfinu, — það er ekki sett
i kæli, sem þó er vist skylda.
Það er margsinnis búið að
kvarta við heilbrigðisyfirvöld
og bæjaryfirvöld, en ekkert er
gert til úrbóta, og það er engin
leið eftir önnur en fá blöðin til
liðsinnis.
Ég veit að annar aðili sótti um
verslunarleyfi i norðurbænum
en fékk ekki. Það er Hraun-
ver, og finnst mér mikill skaöi,
að eigandi hennar skuli ekki
hafa fengið að setja upp verslun
hér. Hraunversverslunin, sem
fyrirer i Hafnarfirði, er mjög til
fyrirmyndar, bæði hvað snertir
þjónustu og vöruúrval”.
Lénharður fógeti:
Raunhæf kostnaðar
áætlun aldrei til
Greidd yfirvinna vegna gerðar
kvikmyndarinnar um Lénharð fó-
geta nam alls hálfri sjöttu mill-
jón, eða 5.458.000. Af þvi var um
það bil ein milljón greidd fyrir að-
keypta vinnu. Mest yfirvinnan fór
fram á timabilinu frá 27. mai til
11. ágúst i ár og á þvi timabili
fékk einn einstaklingur greiddar
rúmar 300 þúsund krónur fyrir
yfirvinnu.
Þetta kom m.a. fram á fundi,
sem útvarpsstjóri, Andrés
Björnsson, efndi til með frétta-
mönnum i gær, þar sem gerð var
grein fyrir kostnaði við gerð
þessarar umræddu kvikmyndar.
Ásamt útvarpsstjóra voru og á
fundinum þeir Gunnar Vagnsson,
fjármálastjóri útvarpsins, og
Magnús Bjarnfreðsson, ráðgjafi
Rikisútvarpsins um áætlanagerð.
— Það sem við vitum sannast,
sagði útvarpsstjóri á fundinum,
— er að heildarkostnaður
myndarinnar verður 17.3 mill-
jónir króna.
Upphafleg áætlun, sem lögð var
fyrir útvarpsráð i júni á siðasta
ári, hljóðaði upp á 4 milljónir 545
þúsund krónur. Siðan fór allt úr
böndum ýmissa^ hluta vegna,
aðallega vegna mikilla hækkana
á vinnu og efni, að sögn þre-
menninganna. Kostnaður skiptist
þannig:
Lista— og skemmtideild: 1.1
milljón; laun leikara: 3.5 mill-
jónir: leikmyndadeild: 5.8 mill-
jónir; kvikmyndataka: 3.3 mill-
jónir; klipping og hljóðsetning:
1.4 milljónir og „ýmis
kostnaður”: 2.2 milljónir króna.
Af þessu er svokallaður fastur
kostnaður (dagvinnukaup starfs-
fólks, tækjaleiga o.þ.h.) 4 mill-
jónir sléttar, en útlagður
kostnaður, sem i er reiknað kaup
fyrir yfirvinnu og aðkeypta
vinnu, laun leikara, leikstjóra,
annarra listamanna, efniskaup
öll, akstur og þess háttar 13.3
milljónir.
— Þaðmá segja, sagði útvarps-
stjóri, — að veiki punkturinn i
okkar stofnun sé skortur á
áætlanagerð. Ef til vill ætti fyrir
löngu að hafa verið komið á stofn
áætlanadeild, en við höfum samt
sem áður sparað á þvi að hafa
ekki slika deild. Nú hefur Magnús
Bjarnfreðsson, sem gjörþekkir
þessi mál orðið eins konar visir að
slikri deild. þar sem hann er ráð-
gjafi okkar um slika áætlanagerð.
Það skal þó skýrt tekið fram, að
Magnús á engan þátt i áætlana-
gerðinni um þetta tiltekna verk.
Breytingar á reglugerð
Háskóiaráð samþykkti fyrir
um það bil hálfum mánuði
breytingu á reglugerð lækna-
deildar Háskóla Islands, sem
felur i sér, að nemendur, sem
falla á prófum, gefst ekki kostur
á að þreyta þau að nýju fyrr en i
fyrsta lagi að ári liðnu.
Guðlaugur Þorvaldsson, há-
skólarektor, sagði i samtali við
Alþýðublaðið i gær, að með
reglugerðarbreytingunni séu
möguleikarnir til áframhald-
andi náms við deildina, eftir að
nemendur hafa fallið á prófum,
greinilega takmarkaðir. Hins
vegar hafi allir háskólanem-
endur rétt samkvæmt háskóla-
lögunum á öðrum möguleika til
próftöku, þó svo að þeir hafi
ekki áður staðist próf. En sam-
kvæmt breyttri reglugerð
læknadeildar verði nemendur,
sem ekki standast próf, að bíða i
eitt ár til að geta haldið áfram,
og myndi breytingin þannig
valda verulegri seinkun i námi
hjá þeim, sem hún kemur til
með að snerta.
1 samtalinu við Alþýðu
blaðið sagði Guðlaugur Þor-
valdsson, háskólarektor, að
ekki væri hægt að lita á reglu-
gerðarbreytinguna sem tak-
mörkun á inntökuskilyrðum i
læknadeildina, þó að hún hafi
takmarkandi áhrif. —
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
VÍFILSTAÐASPÍTALI:
MEINATÆKNIR óskast til starfa
nú þegar eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir yfirlæknir, simi
42800.
LANDSPÍTALINN:
HJÚKRUNARKONUR óskast á
hinar ýmsu deildir. Hlutavinna,
svo og vinna einstaka vaktir, kem-
ur til greina. Upplýsingar veitir
forstöðukona. Simi 24160.
GEÐDEILD BARNASPÍTALA
HRINGSINS:
AÐSTOÐARMAÐUR við meðferð
barna óskast nú þegar. Upplýsing-
ar hjá yfirhjúkrunarkonunni alla
virka daga milli kl. 9 og 17.
Reykjavik, 14. september, 1974.
SKRIFSTOFA
RÍKfSSPtTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765
Laugardagur 14. september 1974.