Alþýðublaðið - 14.09.1974, Síða 7

Alþýðublaðið - 14.09.1974, Síða 7
 Frymisstjórnun Er nú kominn tími til að staldra við? Frymisbútur úr bakteriunni og dýraf rumunni blandað ALLAR ERFÐAEININGAR koma fram í genunum og genin stjórna framleiðslu efna, sem stefna beint inn í frumukerfið. Genin tengjastsaman einsog perlur og mynda litninga. I frumu í manninum eru 46 litningar. I E.coli er aðeins einn og hann hringmyndaður. En E.coli og aðrar bakteríur hafa einnig aðrar einingar, sem kallast frymi (1). Gen, sem veita mótstöðu gegn fúkkalyfjum eru yfirleitt frymisfeit. í f rymisstjórnun er f rymi tekið f rá bakteríuf rumunni og hakkað niður í smábita með aðstoð nýf undins efnahvata. Bútarnir geta síðan tengst hver öðrum oq einniq bútum úr öðrum frumum, jafnvel dýrafrumum (2&3) Endurbyqqt f rymi (4), sem inniheldur ókunn gen, má síðan setja í bakteríu (5) og allt þróast á eðlilegan hátt, eða hvað?? Þaðer stóra spurningin. Sir AAacfarlane Burnet, ástralski Nóbels- verðlaunahafinn, sem fyrstur manna var- aði við hættunni fyrir átta árum. Sir John Kendrew, forseti breska vísinda- félagsins. Hann styður það heilshugar, að vísindamenn staldri nú við og leggi málin nákvæmlega niður f yrir sér áður en lengra er haldið. Paul Berg, prófessor, elnn fremsti vís- indamaður á sviði f rymisstjórnunar og nú einn aðalhvatamaðurinn að því, að vís- indamenn fresti öllum tilraunum á því sviði. Árla ársins 1966 birt- ist grein i Lancet eftir hinn þekkta ástralska liffræðing og Nóbels- verðlaunahafa, Sir Macfarlane Burnett þar sem hann hélt þvi fram, að allt hringl við erfðabreytingar á bakterium og veirum, sem starfað væri að á rannsóknastofum um gjörvalla veröld, væri mikið hættuspil. Hann varaði við yfirvofandi hættu þess, að gerfi- sóttkveikjur slyppi úr haldi og þjökuðu mann- kynið. „Það er hætta á ferðum,” lauk Burnet máli sinu á leikrænan hátt, „á þvi, að vita það, sem enginn ætti að vita”. Visindaheimurinn veitti þessari nornaspá litla athygli. Flestir brugðust þannig við, að þeir ypptu öxlum yfir smávegis sérvitrings- kenjum manns, sem var þegar það þekktur visindamaður, að þær skipti engu. Það væri hægt að fyrirgefa Burnet, þó að hann fyndi til sin núna. Þekktir sameindalif- fræðingar i Bandarikj- unum hafa óskað eftir fresti á slikum rann- sóknum um heim allan átta árum eftir að Burnet birti álit sitt. Þeir hafa nú hætt i bili öllum slikum rann- sóknum á rannsókna- stofum sinum, þó að áætlanir séu til um framtiðakannanir i- þessum efnum. Læknaráðið i Bret- landi hefur beðið margar rannsóknastof- ur um að virða þetta „bann” (þó að verði að viðurkenna, að Bretar voru tiltölulega litt komnir á veg með slik- ar rannsóknir). Ráð- gefandi nefnd breska rannsóknaráðsins (sem er þar aðalsjóður visindarannsakanda) hefur stofnað undir- nefnd undir stjórn Ashby lávarðar, skóla- meistara við Clare College, Cambridge, til að meta hættu og gæði fyrirhugaðra rann- sókna. Gert er ráð fyrir, að nefndin birti skýrslu sina fyrir ára- mót. Á fundi i breska vis- indafélaginu fyrir viku sagði forsetinn, Sir John Kendrew, sem sjálfur er Nóbelsverð- launahafi fyrir sam- eindaliffræði, að hann styddi slikan frest á öll- um rannsóknum. Hann lagði til að sérstök nefnd visindamanna yrði skipuð til að kynna sér hættur og gæði fyrirhugaðra rann- sókna og siðan mæla með þvi, hverjar mætti gera og hvernig ör- yggisráðstafanir yrðu að vera. ALDREI HEFUR ÞAÐ GERST ÁÐUR, að visindaheimurinn væri svo einhuga um að takmarka starf sitt. Til þessa liggja tilraunir, sem kallaðar hafa ver- ið „Frymisstjómun”, en i þvi felst það, að framandi erfðaefni eru sett i bakteriur. Þetta hefur verið framkvæmt milli bakteria, veima og jafnvel ávaxta- flugna og froska. (sjá teikningu) Litningamir — eða gena-bandið — er rofið og siðan eru sett inn önnur gen af alls óskyldum uppruna. Paul Berg prófessor við Stanford háskólann i Kaliforniu er einn af frumherjum „Frymis- stjórnunar.” Hann bendir á að slikar rann- sóknir gætu leitt okkur i sannleikann um, hvernig genin starfa. Þær gætu einnig leitt okkur inn á nýjar brautir við framleiðslu læknislyfja, sem hing- að til hefur orðið að vinna úr dýrafmmum. Þessi hugsanlegu gæði yrði þó að setja á voga- skálir móti þeirri hættu sem tilraununum getur fylgt. í mörgum til- raunum hefur bakteria fengið til sin gen sem hefur arfgengt mótefni gegn ákveðnu lyfi. Þetta gerist oft á nátt- úrulegan máta, en rannsóknir gætu orðið til þess, að fram kæmi t.d. bakteria, sem væri miklu ónæmari fyrir fúkkalyfjum, en eðli- legt mætti teljast. Slik- ar tilraunir væru „sér- lega hættulegar.” „Við getum tekið það sem dæmi,” sagði hann, „að streptókokk- ar og pneumkokkar, bakteriur, sem valda alvarlegum veikindum hjá mönnum eru yf- irleitt drepnar með pensillini. Þvi ætti að forðast á rann- sóknastofum að láta þessar bakteriur fá i sig gen, sem eru ómót- tækileg fyrir pensillini. „Það er lika óráðlegt að breyta tiltölulega skaðlausum bakterium með þvi að veita til þeirra efni, sem geta valdið barnaveiki eða kóleru. Þvi á að hætta þessum rannsóknum þangað til við vitum, hver hættan er og hvernig við getum brugðist við henni.” ÞAÐ HEFUR greini- lega orðið mikil breyt- ing á viðhorfi visinda- manna til þjóðfélagsins siðasta áratug. Breyt- ingin hefur komið smátt og smátt, en árið 1974 hafa visindamenn nú stigið fyrsta skrefið til að hefta störf sin og fleira slikt gæti fylgt á eftir. Þrjár ástæður til þessa eru mest áber- andi. 1) Ný læknifræði- siðferði- og þjóðfélags- leg vandamál, sem fylgja nútima liffræði. Sifellt fleiri visinda- menn vakna upp sem miðpunktar hatrammra deilna um gervifrjógun, liffæra- græðslu og frjóvgun konueggs i tilrauna- glasi. Visindamenn vilja lika i sivaxandi mæli nýta visindin til þess að þau komi að þjóðfé- lagslegum notum i stað rannsókna vitneskj- unnar einnar vegna og þar má t.d. nefna breska félagið, sem kallar sig Þjóðfélags- lega-visindaf élagið. Fyrir nokkrum árum héldu ungir, banda- riskir visindamenn blaðamannafund, þeg- ar þeim hafði tekist að einangra hreint gen: Ekki til að skýra, hvernig það hefur verið gert, heldur til að lýsa ótta sinum um, hvemig illviljuð stjórnvöld gætu notað sér árangur rannsóknanna. Almenningsálitið skiptir mestu máli. Æ fleiri em á móti vis- indarannsóknum. Litið er á kjarnorkuvélar sem slysahættu, ekki ódýrt rafmagn: jurtaeitur sem hern- aðarvopn en ekki tæki til að auka fæðu mann- kynsins. VÍSINDAMENN GETA NÚ ÞEGAR gert sér nokkuð ljósa grein fyrir afleiðingum rannsókna á sviði frymisstjórnunar. En það telja þeir ekki nóg. Þvi á nú að fresta al- mennum tilraunum á þessu sviði. Á nokkrum sérstökum rannsókna- stofum verður þeim þó haldið áfram. Þar verða gerðar tilraunir á dýrum og með niður- stöður þessara sérstak- lega leyfðu rannsókna að vegarnesti munu visindamenn safnast saman til alþjóðlegrar ráðstefnu á næsta ári. Ef ekkert alvarlegt kemur upp á i rann- sóknunum fyrir ráð- stefnuna, má búast við, að þar verði settar reglur um framkvæmd rannsókna á sviði frymiskönnunar. Þeg- ar undirbúningsrann- sóknimar hafa verið kmfnar til mergjar og reglumar settar, má gera ráð fyrir þvi, að „friðurinn verði úti” og að teknar verði upp rannsóknir að nýju i öðrum rannsóknastof- um. Ef allt gengur að óskum, getur þetta orð- ið á næsta ári og reynslan sýni þá, hverjar varúðarráð- stafanir em nauðsyn- legar. Fordæmi er til fyrir slikum framgangi mála. Áður en tungl- farar Bandarikja- manna lentu fyrst á tunglinu, var reiknað með, að þar gætu verið til frumstæðar lifverur þó skilyrði séu ekki lif- vænleg á tunglinu. Vis- indamenn álitu, að ef eitthvað gæti lifað á tunglinu, væri ómögu- legt að segja fyrir um, hvernig þvi vegnaði i frjórri jörð okkar hnattar og jafnvel gætu afleiðingar slikra lif- vera i okkar heimi orð- ið óskaplegar og allt að þvi hættulegar. Þess vegna lét geim- ferðastofnun Banda- rikjanna byggja ,, Tunglmóttöku ’ ’ fyrir milljónir dala. Þar var hættulaust hægt að taka á móti tunglförun- um og þeim lifverum, sem þeir kynnu að bera með sér. Nákvæmar rannsóknur leiddu i ljós, að ekkert var að óttast. NÚ MÁ SEGJA, að visindamenn hafi sett rannsóknir sinar á sviði „Frymisstjórn- unar” i eins konar „Tunglmóttöku” með- an beðið er úrskurðar um afleiðingarnar af frekari rannsóknum. Við ættum að geta treyst þvi, að „frestur- inn” verði virtur. Ein- hverjir visindamenn láta sér ef til vill fátt um finnast og halda ótrauðir áfram i von- inni um stóra sigurinn. En aðhaldið, sem vis- indamennirnir veita hver öðrum ætti að tryggja friðinn meðan nauðsynlegt er. En hvort sem frest- urinn verður 80, 90 eða 100% árangursrikur, er það vist, að hannn mun alla vega marka um- talsverð timamót i sögu visindanna. e Laugardagur 14. september 1974. Laugardagur 14. september 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.