Alþýðublaðið - 05.10.1974, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.10.1974, Blaðsíða 7
Viðspyrjum 5 þekktar konur: Hvernig ná konur jafnrétti? Alþýðublaðið lagði þessa spurningu fyrir fimm konur, sem með starfi sínu á almennum Vigdis Finnbogadóttir, leikhússtjóri: Að halda vöku okkar allar sem ein vinnumarkaði þjóðfélagsins hafa unnið sig til jafnréttis. Það skal tekið fram, að séra Auður Eir, fyrsti kvenprestur landsins, óskaði eftir því að þurfa ekki að svara. Vilborg Haröardóttir/ Alþýöublaöiö bað VíI- og varö hún viö þeirri blaðamaöur/ hefur mjög borgu að skrifa pistil um beiðni með þessari grein. skrifað um jafnréttismal. jafnréttismál á islandi Svava Jakobsdóttir, al- þingismaður: ...vegna þess að þú sért kona... Engin ein kona getur bariö sér á brjóst og sagt „ég hef öölast jafnrétti”. Jafnrétti er ekki einkamál. Það er félagsmál og næst ekki nema meö einbeittu, samstilltu átaki. Stærstu áfang- arnir i jafnréttismálum hafa náöst á þeim timum, er konur hafa sterka vitund um eigið gildi og kjark til aö gagnrýna rikjandi þjóðskipulag eða þjóð- félagshætti. Um þaö gilda nokk- urn veginn sömu lögmál og i verkalýðsbaráttunni. Kona, sem hefur náö þvi jafn- rétti aö geta barist fyrir jafn- rétti, en lætur það undir höfuö leggjast, hún á þaö á hættu aö vera ekki lengur kona — aðeins undantekning. Ef ég á aö gefa ungum stúlk- um heilræði, þá yröi þaö þetta: Sé reynt að telja þér trú um að þú getir ekki eitthvað vegna þess að þú sért kona, þá trúöu þvi ekki. Meö þvi aö halda vöku okkar sem þjóöfélagsþegnar, allar sem ein, og vænta þess ekki, aö nokkur annar en viö sjálfar komi sjálfsögðu menningarmáli — jafnrétti kynjanna — i höfn. Auður Auðuns/ fyrrv. dómsmálaráðherra: Aðrir gera það ekki fyrir þig Meö þvi að berjast fyrir þvi. Maður getur ekki búist viö, aö aörir geri það fyrir mann. Kristín Halldórsdóttir, ritstjóri Vikunnar: Við verðum að uppraeta rótgróna fyrirlitningu karlmanna ó heimilisstörfum Min kynslóö hefur oröið aö berjast fyrir jafnréttinu meö kjafti og klóm, hreint út sagt, og við erum langt frá þvi að hafa náð þvi. Ef til vill höfum viö byrjað á öfugum enda. Það er nefnilega ekki nóg, að konur troði sér inn á þau starfssvið, sem karlmenn hafa til þessa til- einkað sér. Konur hafa ekki náð jafnrétti fyrr en þær hafa fengið karlmennina til þess að deila með sér þeim störfum, sem hingað til hafa verið stimpluð sem kvennastörf, og á ég þá fyrst og fremst við blessuð heimilisstörfin. Ég þekki fullt af karlmönn- um, sem segja: „Konan min má alveg vinna úti ef hún vill, ,en hún verður þá að fá einhverja aðra konu til að vinna húsverkin fyrir sig, ég snerti ekki á þeim”. Þessi afstaða sýnir einmitt mæta vel misrétti kynjanna. Við verðum að uppræta rót- gróna fyrirlitningu karlmanna á heimilisstörfum. Við verðum að fá það viðurkennt, að konan er ekki endilega réttborin til heimilisstarfa og karlmannin- um á ekki að liðast að geta bara valið úr þeim það, sem honum finnst skást að gera. Meðan það telst til tiðinda, að Einar Agústsson skuli fást til að grilla fyrir konuna sina og Gunnar Thoroddsen skuli vera liðtækur við kaffiuppáhellingar, þá er ennþá langt i jafnréttið. Elin Pálmadóttir, blaöa- maður: Að lóta sömu verðmæti í té Með þvi að krefjast sömu að- stæðna á öllum sviðum og leggja fram nákvæmlega það sama sem karlar til þjóðfélags- ins og starfanna, sem þær sækj- ast eftir. Þar verður að keppa á jafnréttisgrundvelli. Æskilegt væri kannski að þær, sem eru i fararbroddi og fyrstarkoma inn i hefðbundin „karlasamfélög” eöa „karlastörf”, leggi Ivið meira fram, meðan konur eru að sanna þar sinn tilverurétt. Það gæti bæði flýtt fyrir þvi að eyða fordómum og verið for- dæmi fyrir þær, sem á eftir koma, og falla ekki i þá freistni aö létta sér róðurinn i krafti þess að þær séu konur (og halda þar með við fordómunum). Konur og karlar þurfa viða i þjóðfélaginu að sanna hæfi- leika sina og getu og enn þarf konan oft að sýna slika hæfni svo óumdeilanlega, að ekki verði á móti mælt, vilji hún hafa sömu möguleika. Þær sem fyrstar fara eiga þvi mikilvægu hlutverki að gegna. Þær skapa fordæmið. Til að geta staðið karlmönn- um jafnfætis i samkeppninni, þurfa konur að sjálfsögðu að hljóta jafnmikla menntun og samskonar menntun. Nú kjósa margar konur fremur en karlar að taka einn til tvo áratugi af sinu 76 ára meðallifsskeiöi til að ala upp börn. Siðar eiga karlar e.t.v. eftir að óska þess lika að skiptast á við konur um að fórna vinnu um skeið fyrir uppeldi barna sinna. En hvað um það. Nú er augljóst að fleiri konur kjósa að gera þetta á unga aldri. Þvi eru möguleikar til fullorð- innamenntunar konum kannski enn mikilvægari en körlum. Skólakerfið þarf að sveigja i þá átt, að einstaklingur geti aflað sér fræðslu og menntunar hve- nær sem er á ævinni, og þegar hann kýs eða er reiðubúinn. Konum er mjög mikilvægt að lokast ekki frá námi á ákveðnu aldursskeiði, en eiga kost á að bæta við sig, þegar þeim best hentar á ævinni. Og sem betur fer er þetta að færast i það horf og möguleikarnir að opnast. En jöfn samkeppnisaðstaða og jafnrétti hlýtur að hvila á jöfnum hæfileikum, menntun og vilja til að láta sömu verðmæti i té. ,,Pabbi er sterkur, mamma góð Pabbi i er gáfaður, mamma góð Pabbi i er ríkur, mamma góð" Þrátt fyrir jafnrétti kynjanna i lagabókstafnum, er langt frá þvi i raun i þjóðlifinu, og sama hvert litið er, allsstaðar er troð- ið á konum eftir megni. Tökum tam. atvinnulifið. Eftir áratuga baráttu náðist loks fram launajafnrétti að lög- um með tilstyrk mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna, en hvernig varð svo fram- kvæmdin? Jú, atvinnurekendur fengu svokallaðan aðlögunar- tima, launajafnréttið skyldi koma i áföngum. Og aðlögunar- timann kunnu þeir sannarlega að hagnýta sér, bæði hér og i öðrum löndum. Gripið var dauðahaldi i túlkunina „sömu laun fyrir sömu vinnu” i staðinn fyrir „jöfn laun fyrir jafnarð- bær störf” einsog i yfirlýsingu SÞ, og til að komast hjá að borga konum og körlum „sömu” laun var bara passað að þau ynnu ekki „sömu” störf. Störfin voru sumsé kyngreind og haldið er fast i þá kyngrein- ingu einsog sjá má á hverjum einasta vinnustað i landinu og i atvinnuauglýsingum blaðanna. A skrifstofunum er karlinn full- trúi, konan ritari, i búðinni er hann verslunarstjóri, hún af- greiðslustúlka, i skólanum erhann skólastjóri, hún kennari, i frystihúsinu hann vélamaður, hún i snyrtingu og pökkun. Þetta er auðvitað mynd i gróf- um dráttum og undantekningar til, sem betur fer, en þær eru ekki sérlega margar. Alika mynd, nema enn gróf- ari, gefur að lita á stjórnmála- sviðinu. Þar eru konur örlitið brot heildarinnar, svona rétt til að punta uppá og friða sam- visku karlmanna. Nú segir áreiðanlega einhver: Iss, konur geta sjálfum sér um kennt, þær hafa kosningarétt og kjörgengi, þær hafa jafnrétti i lögum, þær hafa jafnan rétt til náms, til starfa og til þátttöku i þjóðlifinu yfirleitt. Þær kæra sig bara ekki um eða nenna ekki að nota þennan rétt. Það eru auðvitað karlmenn, sem tala svona (-fnokkrar heilaþvegnar konur). En gáum að. Hversvegna nota konur ekki þennan „rétt” sinn i karl- mannaþjóðfélaginu? Astæðurn- ar eru margvislegar, en fyrst og fremst þær, að konur eru ekki aldar upp til að gegna sömu hlutverkum og karlar. Strax á unga aldri er börnum beint inná ákveðnar brautir, með við- fangsefnum, með leikfangavali, með námsbókum, með starfs- valsráðgjöf, með uppeldinu yfirleitt: Ekki væla einsog stelpa! Þú skitur þig bara út einsog versti strákur! Umhverfisáhrifin eru lika sterkur þáttur. Það er oftast mamma sem vinnur húsverkin, pabbi vinnur úti. Og vinni mamma úti, annast hún samt húsverkin, hún eldar, hún þjón- ar, hún huggar. Pabbi er sterk- ur, mamma er góð. Pabbi er gáfaður, mamma er góð. Pabbi er rikur, mamma er góð.... Mamma er góð. Hvort sem hún er það eða ekki. Hún skal. Og stelpan/stúlkan/konan á að vera góö. Þvi hlutverki er þröngvað uppá okkur. Helst á hún lika að vera sæt, sexi, geð- góð, iðin, flink i höndunum og klár i kollinum — þó ekki um of („Ég hef tekið stúdentspróf, en enginn sér það á mér”) — vera karlmanninum til skemmtunar, þjónustu og yndisauka. En fyrst og siðast góð. Þegar börn eru „góð” er oft átt við að þau séu hlýðin. Sama gildir um konuna, góð = auðsveip, hún tekur þvi sem höndum ber með brosi á vör og kvartar ekki. Góð kona fer ekki að rifast við atvinnu- rekanda sinn yfir þvi að hafa ekki sama kaup og strákurinn sem situr hinumegin viö skrif- borðið. Góö kona heimtar ekki af eiginmanni sinum að hann deili með henni heimilisverkun- um. Góð kona er lika góð móðir, sem fórnar sér fyrir börnin sin, en hendir þeim ekki á barna- heimili. Tómas frændi i kofanum var góður, mjög góður. En hann hélt áfram aö vera þræll allt sitt lif. Hann þjónaði kúgurunum. Nú vilja svertingjarnir ekki lengur vera góöir, þeir vilja vera frjálsir, þeir vilja njóta al- mennra mannréttinda. Þeir eru voðalega vondir, alger úrþvætti, segir afturhaldið. Nokkrar vondar konur ' eru lika farnar að rifast. Mas. svo hátt, að karlar heyra. Kvenna- hópurinn sem rifst verður æ stærri. Mas. svo stór, að karlar skelfast. En þrátt fyrir alla for- dóma og úreltar hefðir hefur al- menningsálitið breyst dálitið með breyttum þjóðfélagshátt- um og þessvegna þora karl- mennirnir ekki að ganga beint til verks og lemja konurnar nið- ur. önnur ráðerureynd: Þessar konur sem láta svona eru ljótar, hafa ekki sjans hjá karlmönn- um, eru ófullnægðar i kynlifinu hafa verið yfirgefnar af eigin- mönnum sinum, eru lesbiskar, eru ókvenlegar, segja þeir. Eða þá: Það er margt rétt i þessu hjá ykkur, en þið eruð algerlega húmorlausar. Húmor karla er vonda tengdamamman, afbrýðisama eiginkonan, heimska sex- bomban, fallega skrifstofu- stúlkan, sem ekkert kann til verka, svo tekin séu nokkur al- geng dæmi. Er þetta fyndið? Ég held við höfum efni á að vera húmorlausar, ókvenlegar og ófriðar að áliti karlmanna. Og við höfum efni á að hafa allt annað mat á þessum hlutum en þeir. Við erum enginn minni- hlutahópur, sem þarf að sætta sig við ákvarðanir meirihlut- ans. Við erum helmingur mann- kynsins og vel það. Vilji hinn helmingurinn ekki taka tillit til okkar og okkar þarfa i ákvörð- unum fyrir heildina, verðum við sjálfar að ákveða, við verðum að ráða fyrir okkur. Viö verðum að gera uppreisn, sennilega byltingu. Nógu lengi hefur liffræðilegt hlutverk okkar i viðhaldi mann- kynsins verið notað gegn okkur. Ef nokkuð væri, ættum við eig- inlega að njóta sérstakra hlunn- inda og umbunar fyrir það verk að ganga með og fæða börn, þótt við krefjumst aðeins jafnréttis. En nú er okkur mismunað bæði i atvinnulifinu og á heimilunum einmitt vegna þessa. Séum við verkakonur missum við vinnu og þarmeð laun i langan tima ef við verðum barnshafandi, séum við á öðrum vinnustöðum kem- ur ekki til mála að treysta okkur fyrir nokkurri ábyrgðarstöðu vegna þess möguleika að við gætum orðið barnshafandi eða vegna þess að við eigum börn, sem gætu orðið veik. Til að forð- ast samkeppni kvenna á vinnu- stöðunum og viðhalda þægileg- heitunum viö að hafa þræl til að þjóna sér heimafyrir er móð- urhlutverkið lofsungið, konum fyrirmunað að ákveða sjálfar hvenær og hvort þær vilja eign- ast börn og dagheimilisbygg- ingar jafnframt vanræktar af þeim sem ráða, — og þeir sem ráða eru karlkyns. Það er löngu kominn timi til að konur risi gegn kúgunaröfl- unum og berjist fyrir breyttu þjóðfélagi. Það er nefnilega engin von til að frelsi og jafn- rétti náist i þvi þjóðfélagi sem við búum við og karlmenn hafa mótað að sinum geðþótta. Jafn- rétti einsog við sjáum það fyrir okkur getur ekki verið fólgið i að konur og karlar i sömu stétt njóti sömu réttinda og launa á kostnað annarra stétta, einsog margir karlar og sumar konur virðast álita, að við stefnum að. Rétt einsog konur hafa verka- menn kosningarétt, kjörgengi og jafnréttisaðstöðu að lögum. Samt eru laun þeirra og aðstaða öll önnur en þeirra sem ráöa at- vinnutækjunum og framleiðslu- gróðanum. Efnahagsleg staða verkamannsins markar honum sinn bás f þjóðfélaginu. Hið sama gildir um konuna. Undir- okun hennar er lika efnahags- legs eðlis. En þar við bætist kynferðisleg kúgun og til að sigrast á henni er ekki nóg að berjast við kúgarana, það þarf einnig að snúa baráttunni að sjálfum sér, vekja sjálfsvit- undina og slást við bælandi uppeldis- og umhverfisáhrif og gamla fordóma og hefðir, vera stolt af þvi að vera kona. Svo getum við orðið góðar á eðlilegan máta. Kannski getum við öll orðið góð á endanum. Vilborg Harðardóttir 0 Laugardagur 5. október 1974. Laugardagur 5. október 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.