Alþýðublaðið - 05.10.1974, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.10.1974, Blaðsíða 12
alþýðu I n fTfiTfil ldsaóstoó leðtékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN SSBSSBB KOPAVOGS APOTEK Opifi öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 SENDIBIL A STÖÐIN Hf 30 ÁRAHÚMOR Hún var aft segja frá vinkon- um sinum: „Svo er það hún Lóa. Hún er 25 og er þri- gift. Allir mennirnir hennar hafa heitið Villi.” „Hún er sannkölluð Villi- kona.” „Fær hún að ráða öllu i hjú- skapnum?” „Það held ég nú. Hún skrif- ar dagbökina sina viku fyrir- fram.” „Hvað er hún gömul?” „Tuttugu og fimm ára.” „Nú, hálffimmtug!” ■■■■■■■■ „Konan min hefur notaö megrunarrúllu i þrjá mánuði.’ „Ber það tilætlaðan árangur?” „Það veit ég ekki, en það sést munur á rúllunni.” ■■■■■■■■■ „Er hún lagleg?” „Það er hún sannarlega. Þegar hún er i strætisvagni, litur enginn á auglýsingarnar þar.” Vinnustúlka (i vorhrein- gerningum): „Það eru fjórir menn niðri með ryksugur. Þeir segja, að þeir eigi að sýna, hvernig þær starfi.” Húsfreyja: „Látið einn i hverja stofu og segið þeim að byrja.” ,,Má ekki bjóða yður ofur- litið meiri „dessert”?” „Jú, en aðeins einn munn- bita.” „Bella, gjörið svo vel að fylla diskinn hjá frú Hansen!” „Ég er orðin dauðþreytt á honum Steina.” ,,Það er sjálfri þér að kenna. Þú áttir ekki að ganga svona á eftir honum.” „Hefur þú þekkt hana Lillu lengi?” „Já, já, alveg frá þvi að við vorum jafnöldrur.” Malla: „,Ég ætla ekki að giftast, fyrr en ég er orðin þritug.” Milla: Ég ætla ekki að verða þrftug, fyrr en ég er gift.” Dóa: „Hann Goggi er alveg vitlaus I mér.” Lóa: „Taktu það ekki nærri þér. hann var vitlaus áður en hann kynntist þér.” KAKTUS- ORÐAN Viö sjáum ástæðu til þess nú að veita kaktusinn okkar þeim ferðamönnum, sem gist hafa i skálum Ferðafélags Islands og sýnt af sér fádæma sóða- skap og hirðuleysi, sem hefur valdið þvi, að þeir hjá Ferða- félaginu hafa hugleitt að loka skálunum nema fyrir félags- mönnum sinum. En sá, sem nú býðst kaktus- inn til eignar og umhirðu, er fjallkóngur þeirra Biskups- tungnamanna, eða sá sem tók viö af honum eftir að hann var fluttur slasaður til byggða. Við sögðum frá viðskilnaði leitar- manna úr Biskupstungum i viðtali við Einar Guðjohnsen, framkvæmdastjóra Ferðafé- lagsins, á baksiðunni i vik- unni, en þar lýsir hann við- skilnaöi leitarmannanna i Hvitanesskála og segist aldrei muna aðra eins aðkomu og um siðustu helgi. Kaktusinn getur fjallkóng- urinn eða staðgengill hans sótt á ritstjórn Alþýðublaðsins, Skipholti 19, 3. hæð. (H)RÓS í HNAPPA- GATIÐ (H)rós Alþýðublaðsins fellur að þessu sinni i skaut Huldu Viktorsdóttur, formanns Kvennadeildar Slysavarnafé- lags Islands, fyrir hönd hinna ötulu félaga deildarinnar, sem hafa undanfarin ár stutt við bakiðá Slysavarnafélaginu með fjársöfnunum af fádæma dugn- aði. Við gripum tækifærið og af- hentum Huldu (h)rós okkar nú, þegarfélagskonur voru i óðaönn að undirbúa árlega fjársöfnun sina, sem að þessu sinni er það sem þær nefna „happamark- að”, og verður haldinn um helg- ina i húsi Slysavarnafélagsins við Grandagarð, eins og við skýrðum frá i blaðinu i gær. A markaðnum er margt girni- legra muna, bæði föt, bækur og margt fleira, á ótrúlega lágu verði. „Við höfum snikt þetta allt saman”, sagði Hulda, þegar blaðamaður Alþýðublaðsins hafði nælt (h)rósinni i barm hennar, „en það er mjög gaman að fara i fyrirtæki i nafni Slysa- varnafélagsins og snikja, þvi það er eins og öllum finnist þeir eiga eitthvað I félaginu. En það er leiðinlegt,'hvað er skemmt mikið fyrir okkur, I björgunar- skýlum og annars staðar þar sem ekkert eftirlit er. Mér finnst, að fólk eigi að leggja metnað sinn I að hlifa einmitt þessu, sem getur á næstu stundu bjargað mannslifi”. Blað hinna dauðu eða Kirkjugarðurinn Timinn er hlynntur okkur, einkum þeim dauðu, enda framsóknarblað, og safnar i eina syrpu þeim riku og snauðu á svolitið afviknum stað. Og hvar sem er dvalið og drollað að lokinni ævi, þeir dauðu eiga sitt blað og vitnisburð sem er heldur betur við hæfi, við höfum bréf upp á það. Af fágætri snilld er meitlaður minnisvarðinn um menn sem hér hafa gist. Og nú vilja allir komast i KIRKJUGARÐINN og komast þangað sem fyrst. FIMM á förnum vegi---------------------------------------------- Hvaða verðhækkanir hafa komið verst við þig? Benjamln Júliusson, vaktmaö- ur: Það eru ábyggilega verð- hækkanirnar á landbúnaðarvör- um. En svo má auðvitað nefna hækkanirnar á sykri og kaffi og fleiri hækkanir mætti sjálfsagt telja, sem koma illa við mann. Siguröur Friöriksson.starfsmaö- ur á Keflavikurflugvelli: Verð- hækkunin á bilum er tilfinnan- legast fyrir mig persónulega. Sveinn Jónsson, leigubilstjóri: Það er bensinhækkunin tvi- mælalaust og aðrar hækkanir, sem áhrif hafa á afkomu okkj, sem lifum af þvi að gera út bila. Ég er sjálfur leigubilstjóri og hef lifað á þvi i 45 ár. Elin Steindórsdóttir, húsmóöir: Bensinhækkunin er tilfinnanleg- ust að minnsta kosti fyrir at- vinnubilstjóra. En auk þess held ég, að verðið á matvörkni sé orðiö alltof hátt fyrir venjulegt launafólk. Sólveig Svavarsdóttir, skrif- stofustúlka: Allar þessar verð- hækkanir koma illa við mann. Það er orðið alltof dýrt að lifa, að minnsta kosti virðist mér það, meðan eiginmaðurinn er i skóla. ✓

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.