Alþýðublaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 6
A þessari mynd sést þýski læknaprófessorinn Schultis ásamt Bal'a við sjúkrabeð sjúklingsins, sem fékk læknislyfið. stofur og fær niðurstöð- urnar áður en hann byrj- ar að reyna að lækna. Hann telur, að sérstaka áherslu eigi að leggja á blóðflokk sjúklingsins, en krabbaly fslækningin er mjög einföld i raun: Sprautu stungið í æð sjúk- lingsins með læknislyf- inu. Seinna fær sjúkling- urinn blóðgjöf í allt milli tveggja og sex klukku- stunda, því að það fer allt eftir líðan sjúklingsins eftir því, hvað læknirinn ákveður hve mikla blóð- gjöf þurfi. Það er bæði erfitt og kostnaðarsamt að vinna læknislyf við krabba- meini og því getur læknir- inn aðeins hjálpað fáein- um sem stendur og marg- ir eru á biðlista i Beirút. Dr. Bal'a hefur enga aðstoðarmenn og vinnur auk þess fullan vinnu- tíma sem læknir frá sex að morgni til miðnættis. Það er víst aðeins óskilj- anlegur áhugi, sem fær hann til að stunda hugð- arefni sitt i aukatíma eða hvað finnst íslenskum læknum? Þýskir læknar hafa gert sér f erð til að aðgæta árangur Bal'a á krabba- meinslækningum, banda- rískir buðu honum í fyrir- lestraferð, en hann er víst einn af þeim, sem vill vinna allan sólarhringinn að hugðarefni sínu — lækningum á daginn og rannsóknum, þegar aðrir sofa. Hann óttast vonandi ekki, að siminn kynni að hringja á óheppilegum tíma. Þýski prófessorinn Klaus Schultid sagði eftir heimsókn sína til dr. Bal'as: „Ég sá með eigin aug- um æxli — og það illkynja æxli tvímælalaust — minnka eftir lyfjagjafir hans. Fleiri læknar, sem komu með mér frá Þýskalandi til Beirut munu staðfesta þessi orð min. Það er þvi í þágu vísindanna, að öll lækna- stéttin sameinist til að vinna að bóluefni Bal'as gegn krabba". Hvers vegna þarf slikar rannsóknir, ef sannaðer, að læknis- lyf Bal'as læknar krabbasjúklinga? Nú getur dr. Bal'a að- eins sannað, að þrjár tylftir krabbasjúkra hafa læknast með aðferð hans og því geta ábyrgir vís- indamenn ekki treyst því fyllilega, að unnt sé að lækna alla þá sjúklinga, sem þjást af þessum sjúkdómi — enda hefur dr. Bal'a alls ekki séð fyrir nægum gögnum til könnunar á lækningum sínum. Spurningin er því sú, hvort þessir menn hafi liðið af krabba eða aðeins ímynduðu krabba- meini og hvort dr. Bal'a sé einskonar huglæknir. Sjúklingarnir höfðu i rauninni heldur lítið fengið að vita um sjúk- dóm sinn. Dr. Bal'a hefur frá upphafi eindregið æskt þess, að engin einokun yrði á framleiðslu læknis- lyfs hans. Hann hefur heldur aldrei hugsað um frægð og veldi í þvi efni, heldur aðeins um það, að allir þjáðir mættu njóta góðs af uppgötvun hans. Með bólusetningu er hægt að koma í veg fyrir bóluna miklu — eða Stóru bólu eins og hún hefur verið nefnd hér heima — með bólusetningu ung- barna er e.t.v. unnt að koma í veg fyrir krabba- mein eins og dr. Salk tókst með mænuveikis- ef ni sínu, sem notað er nú með góðum árangri bæði hérlendis sem erlendis. Ef Bal'a hefur raun- verulega fundið læknislyf við krabbasýktum ein- staklingi og mótefni við krabbameini er það á valdi vísindamanna og háþróaðra rann- sóknastofnana að endur- bæta og vinna það lyf til þess, að almenningur fái að njóta þess. Það er ekki til neins að leita beint til dr. Bal'a. Hann er önnur kafinn læknir og vísindamaður, sem hefur engan tíma til að sinna fleiri sjúkling- um, en hann hefur nú þegar. Hann er enn að sinna fyrri sjúklingum og þeim, sem þegar eru á mjög löngum biðlista. Það verður hálft annað ár að líða áður en sannað er, hvort læknislyf dr. Bal'a læknar krabbamein eða ekki. Það veit enginn, hvort þessi lækning dr. Bal'as er rétt, en læknar, sem hafa kynnt sér hana undrast og skilja, hvorki upp né niður. Lokaorð læknaráð- stefnu lækna og vísinda- manna frá Bandaríkjun- um, Mexíkó, Búlgaríu, Austurríki, Italíu, Sviss og Vestur-Þýskalandi um þetta efni, hljóða svo: „Visindaleg þróun á krabbameinsrannsókn- um um gjörvalla veröld hljóta að beinast að því eindregið að finna lækn- ingu við þessum banvæna sjúkdómi". Er það því ekki skylda allra, sem eitthvað hugsa, að sá eða sú, sem telur sig að einhverju leyti geta veitt aðstoð til að forða því að milljónir þjáist fái aðstoð, ef sann- að er að einhver raun hef- ur orðið af lækningameð- ferðinni? Það er læknisins eða lækna, ef unnt er. Hippó- kratesareiðurinn, sem hver læknir þurfti að sverja hér áður fyrr (hvort það er enn, veit ég ekki) er þannig, að lækni er skylt að bjarga manns- lífi, hvernig og hvenær sem unnt er. Það á að vernda það. Álitamál er hins vegar, hvort á að halda áf ram að láta „ólæknandi" sjúk- linga þjást endalaust af kvölum vegna átumeins, sem étur þá innan. Er ekki allt reynandi til að bjarga krabbasjúkling- um? Með þessari grein fylgja myndir (eins og raunar með þeirri, sem kom í fyrra sunnudags- blaði). Myndir, sem ekki sýna okkur, hvernig kabbaátan ræðst inn i f rumurnar, heldur hvernig dr. Bal'a tekur við sjúkling- unum og hvernig þeir eru eftir skamma með- ferð. Har.n er ekki einn á myndunum. Það eru með honum þekktir læknar og prófessorar á sumum. Þeir hafa leyft, að nafn sitt væri nefnt. Þeir skilja nefnilega ekki, hvernig þetta lyf hans verkar og vilja að það sé framleitt til reynslu. En við verðum víst að bíða í hálft annað ár. Það getur líka verið eins gott. Enginn veit aukaverkanir slíkra lyf ja, enda talídómíd eitt dæmi þess, þegar lyf voru tekin of snemma í notk- un. En krabbamein í dauðvona fólki ætti þó að lækna, ef unnt er. Það er hvort eð er ekkert eftir nema kvalirnar. Þess vegna vonum við öll, að dr. Bal'a hafi tek- ist að leysa vandann, en eins og áður var getið þá tala myndirnar sínu máli. © Sunnudagur 24. nóvember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.