Alþýðublaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 2
JOHN MILES SET Þegar Brambolt hlýddi á leik John Miles og félaga voru þeir að leika fyrir dansi hjá Menntaskólanum við Tjörnina ásamt Júdas inní Sigtúni. Það var reglu- lega gaman að heyra hversu hressir John Miles Set voru, en það er einmitt í því atriði sem munurinn á breskum eða erlendum popphljómsveitum yfirleitt og íslenskum er fólginn. Islenskar popphljómsveitir eru alltof næmar fyrir þvi umhverfi sem þær eru staddar i hverju sinni, og þar af leiðandi mjög mis- jafnt hvernig þeim tekst upp, og hvort þær eru yfir- leitt í stuði til aðspila það kvöldið. John Miles spiluðu þarna af feiknakrafti lög bæði eftir sjálfa sig og svo ýmsa þekkta listamenn, svo sem Janis Joplin (Move over).Þarna er á ferðinni áberandi efnileg hljóm- sveit, sem á það skilið að þeim verði sýndur sá heiður sem þeim ber, enda mun að öllum líkindum stutt i það að þeir verði f rægir um alla Evrópu, eftir síðustu fréttumaðdæma. Þær eru á þá leið, að búið er að biðja þá um að fara í hljómleikaferðalag með Neil Diamond í janúar, og koma framáundan honum á hverjum konsert. Hafa þeir þekkst þetta boð, og munu koma fram undir nafninu Miles (mílur). Brambolt óskar þeim alls góðs og vonar að þeir standi sig. BPiflMBQLT UM5JQW: GJ5LJ 5VEIWW LQFTSSQtt Lónlí blú bois gan9a aftur MT I OG Sinfóníupopp Hljómsveitin Change, sem gert hefur garöinn frægan i Englandi nii um skeið, hefur i hyggju að koma heim um jól- in, og halda hér hljómleika. Munu þeir verða I Háskólabiói og hafa þeir fengiö til liðs viö sig Sinfóniuhljómsveit ts- lands, svo að búast má viö þvi að hér verði um merkisatburð að ræöa i okkar annars frekar snauða tónlistarlifi. Odetfa kemur Þá er það komið á hreint að bandariska þjóölagasöngkonan Odetta, kemur hingað til lands, og þá at) öllum likindum i mars á næsta ári. Er Brambolt hafði samband við ömar Valdimars- son hjá Umboðsskrifstofu Amunda, sagði hann Odettu hafa haft samband við sig og veriö óðfús til farinnar. Um Odettu og hennar feril veit Brambolt ekki mikið, en þó það að hún mun hafa byrjað að troða upp um svipað leyti og Joan Baes og starfað svo til óslitið siðan. Slade og með því. . . Þetta var furðulegt nafn atarna, og skýtur skökku við þá annars ánægjulegu stefnu sem rlkt hefur að undanförnu í is- lensku popp-tónlistarlifi, sem felur I sér að hafa hljómsveita nöfn uppá islenska tungu. Mikill leyndarhjúpur umlykur hljóm- sveitina, það mikill, að erfitt gamia að ræða, það gamla að þeir munu hafa troðið upp i Vetrargarðinum þegar hann var og hét, en mjög langt er um liðið siðan hann leið undir lok. A þessari plötu þeirra fáum við að heyra velþekktan bandariskan ,,bluegrass”-slagara, „Diggy- Liggy-ló” með islenskum texta, — u:---------er Kurrjóða- reyndist að afla haldgóðra upp- lýsinga um strákana þó svo að þjarmað væri að útgefendum, hvar sem til þeirra náðist, og þeirra væri tæplega getið hér, ef ekki kæmi til nýútkomin tveggja-laga plata þeirra, sem er að mörgu leyti áheyrileg. Þaö fékkst þó uppgefið, að hér er um þaulreynda hljómlistarmenn og glyðra” forvitnilegtlag. Þessari plötu er greinilega ekki ætlaö að risa mjög hátt tónlistarlega séð, en það má ekki einblina svo á það atriði að maður verði blind- ur fyrir öðrum, og þessi plata er áreiðanlega aufúsugestur á fón- inn hjá mörgum, fyrir næsta samkvæmi. ;§' Tapið á tónleikum Slade mun verða tilfinnanlegt, eða sem nemur 2-300000 kr. En Slade þurfa engar áhyggjur af þvi aö hafa, og halda áfram ferð sinni um norðurlönd i leit að stuði, vini og vif, og við birtum hér til gamans mynd sem tekin er niður I höll fyrir hijómieikana, og sýnir matar- og drykkjarföng þau sem samkvæmt samning- um skyldu vera til staðar til að hressa upp á sálartetrið i þeim félögum. 'SWIMIE'GTS | wsémÆOBS j.sx tqtibí' Smller/ Rod Stewart Mercuri Pussy Cats/Harry Ntlsson Rca Walls and Bridges/John Lennon Apple Stormbringer/ Deep Purple Purple McGear/Mtke McGear WB Rod Stewart hefur gefiö út mjög góðar plötur upp á eigin spýtur siöustu árin, en ekki all- ar jafngóðar. Þannig er þessi nýja plata hans alls ekki sú besta, þó að hún sé að mörgu leyti góð. Þeir sem fylgst hafa með ferli hans, held ég að hljóti að vera sammála mér þegar ég lýsti þvi yfir að hann gæti gert margfallt betur. Eflaust munu aðdáendur hans fagna þessari nýju plötu hans, en hún er ekki likleg til að afla honum nýrra aðdáenda, þar sem hún er oflfk þvi sem hann hefur gert að und- anförnu. Hljóðfæraleikur allur og söngur er eins og best veröur á kosið og auðheyrilega vandaö mikið til alls, enda Rod ekki vanur aö hlaupa frá neinu hálf- kláruöu. Þó er eins og þaö vanti broddinn i hana sem myndi lyfta henni upp. „Sweet Little Rock’n roller”, eftirChuck Berry, Girl from the north country” eftir Dylan og lögin eftir Elton John og Paul McCartney eru þarna mjög skemmtilega flutt. A þessari plötu leiða þeir • saman hesta sina, þeir Harry Nilsson og John Lennon, en einnig koma þarna við sögu Ringo Starr, Keith Moon, Jim Keltner, Klaus Voorman og Bobby Keys. Útkoman úr þess- ari sambræðslu er að minum dómi frábær, og þessi plata svikur engan. Hér getur aö heyra mjög skemmtilega útgáfu á hinu gamla lagi Bili Haileys „Rock around the Clock” og einnig ágæta útfærslu á „Subterranean Homesick blues”. Þá eru þarna einnig lög eftir Lennon, t.d. „Mucho Mungo” og „Mount Elga” bæði mjög góð. Það er alls ekki alltaf sem það heppnast, þegar svona margir færir tónlistarmenn leiða saman hesta sina, en I þetta skiptið hefur þeim svo sannarlega tekist vel til, og er það vafalaust góðri stjórn Lenn- ons á hlutunum að þakka, ásamt þvi aö Harry Nilsson er sannur listamaöur. Þaö er ánægjulegt að heyra hér hversu vel virðist liggja á Lennon þessa dagana, og er vonandi að hann sjái ekki á- stæðu til að fara langt niöur á næstunni. Platan hefur öll yfir sér mun léttara yfirbragð en fyrri plötur hans og er mjög góð. Það háir henni að visu nokkuð, að hennar veröur ekki notiö til fullnustu nema I góðum tækjum, sökum mikils hljóöfærafjölda, og henni er áreiðanlega ekki ætlað að slá 1 gegn I útvarpi. Spila verður hana töluvert hátt til að ná sem mestu út úr henni og einnig ættu menn aö hlusta á hana nokkrum sinnum, áður en menn leggja dóm sinn yfir hana. Lennon er meistari I aö flétta saman i eitt lag ólikar melódiur og kemur þetta oft skemmtilega út svo sem i „What ever gets you through the night”. Annars eru lögin öll hvert öðru betra. Þá má geta þess, að Elton John lætur heyra I sér á plötunni, svona til bragðbætis. Þá eru Deep Purple komnir með nýja plötu, en þeir eru iönir viö kolann, þaö er tiltölulega stutt siðan þeir gáfu út Burn. Þetta hefur þó engin áhrif á gæöin, þetta nýjasta framtak þeirra er eins og viö mátti bú- ast, pottþétt, og mikill hval- reki fyrir aðdáendur þeirra. Þó að þeir hafi misst mikið þegar Ian Gillan hætti söng sinum með þeim, þá hefur þeim þó tekist merkilega vel aö fylla i skaröið, og er það ekki hvaö sist að þakka fullkomnari og betri röddun heldur en áður var. Það hefur svo aftur þau áhrif á tónlistina, að hún verður mýkri, án þess þó að glata upphafieg- um einkennum sinum. Þau lög sem virka einna best á mann við fyrstu heyrn, eru „Hold on, Lady Double Dealer” og You can’t do it right”. Stormbringer er jafnvel betri en tvær siðustu plötur þeirra Deep Purple. Einhverra hluta vegna hættir manni til að verða neikvæður gagnvart þeim sem gefa út plöt- ur, og eru nátengdir heimsfræg- um tónlistarmönnum. Þannig er McGear sá sem hér um ræðir bróðir Paul nokkurs McCartney (breytti um nafn þegar stóri bróðir varð frægur) og hefur hann fengið Paul sér til aðstoöar við þessa plötu I einu og öllu. Þaö er samt alveg óhætt að láta öll neikvæð áhrif lönd og leiö i þessu tilfelli, þvi að hér er á ferðinni mjög góð plata og skemmtileg. Það er mjög létt yfir henni, og áhrifá Pauls koma einna helst i ljós i útsendingum og upptöku, enda hvort tveggja pottþétt hér. Aberandi góö eru lögin „Sea Breezes” eftir Brian Ferry, „Norton”, „Rainbow Lady” og „Simply love you”. Lögin eru flest eftir þá bræður, og eru mörg hver þrælgóð, og þessi plata lofar góðu um fram- tið Mike McGear sem tónlistar- manns. Ofangreindar plötur eru fengnar að láni í Karnabæ, hljómplötudeild Sunnudagur 24. nóvember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.