Alþýðublaðið - 04.12.1974, Síða 1

Alþýðublaðið - 04.12.1974, Síða 1
HERBERGID BIDUR LÖGREGLULÆKNISINS „Slysahjálp er, svo sem vera ber, töluvert snar þáttur í þjálfun lögreglu- þjóna, en þegar af- skipti þarf að hafa af mörgum mönn- um, sem illa eru á sig komnir og þá jafnvel við ýmsa sjúkdóma að etja, þá er ekki hægt að koma i veg fyrir öll vandamál", sagði Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri, í við- tali við Alþýðublaðið í gær, en á föstudag varð það óhapp að hjartasjúklingur lést eftir að hafa verið í haldi í fanga- geymslu, en lög- regluþjónar og fangaverðir töldu hann aðeins drukk- inn. Tilfelli sem þetta eru, sem betur fer, mjög fá- tiö”, sagöi Sigurjón enn- fremur”, enda er allt gert sem hægt er til þess að koma I veg fyrir þau. Mjög strangar reglur gilda um eftirlit i fanga- geymslum — þar eru farnar minnst ein eftir- litsferð á hverjum hálf- tima — og er rikt eftirlit með þvi að þeim reglum sé framfylgt. Ef eitthvað óeðlilegt virðist vera á seyði, þá eru þegar gerð- ar ráðstafanir til að ná i lækni, eða koma viökom- andi á sjúkrahús. Lög- reglan hefur greiðan að- gang að starfsliði Slysa- varðstofunnar og einnig öllum vakthafandi lækn- um i borginni, en þó væri það vafalaust til bóta og má segja það sé á stefnu- skrá okkar, að hafa fasta læknavakt á vegum lög- reglunnar sjálfrar, og hefur verið innréttað her- bergi i nýju lögreglustöð- inni i þvi augnamiði. SKÓLAMENN VIUA ÓLMIR FÁ AÐSTDfl „Allir vita, hvernig á- standið er hjá atvinnu- - vegunum eins og allir markaðir eru nú”, sagði Jón H. Bergs, formaður Vinnuveitendasam- bands Islands, i samtali við Alþýðublaðið i gær, þegar hann var spurð- ur, hvernig vinnuveit- endur brygðust við ályktun sambands- stjórnarfundar ASI, þar sem sú stefna er mörk- uð, að launþegar endur- heimti aftur það, sem frá þeim hefur verið tekið með lagaboðum. DR. ARNÓRS MIÐVIKUDAGUR 4. des. 1974 - 246. tbl. 55. árg. ,,Dr. Arnór Hanni- balsson hefur unnið á vegum skólahéraðanna við Eyjafjörð”, sagöi Valgarður Haraldsson námsstjóri i samtali við blaðið. „Skólahdrööin hafa annast greiðslu til hans, en ég hefi munnlegt vilyrði ráðherra fyrir þvi, að rikissjóður endurgreiði laun hans að hálfu, þegar gerður verður upp skólakostnaður. Viö höfum mikinn áhuga á þvi, að fá hann aftur norður og margir skólar hafa þegar óskað eftir hans þjónustu. Skóla- stjórar telja skýrslur hans vandlega unnar og bera honum vel söguna. Þetta yrði laus ráðning og timi færi eftir verk- efnum. Hinsvegar vantar okkur fastan starfsmann til rann- sókna og leiðbeininga, en samkvæmt drögum að fjárhagsáætlun fyrir Fræðsluskrifstofu er áætlað mjög sparlega til þessara mála. Rannsóknin á hvarfi Geirfinns Einarssonar heldur enn áfram, af fullum krafti. Að sögn Hauks Guðmundssonar, rannsóknarlögreglu- manns, hefur tekist með afbrigðum vel að virkja almenning og eru upplýsingar enn að berast til lögreglunnar. Unnið hefur verið að úrvinnslu þeirra gagna sem borist hafa og hefur hópur þeirra sem gætu reynst vera huldu- maðurinn, þrengst tölu- vert. Nokkra þeirra hefur þegar veriö haft samband við. Þá hefur verið unnið að rannsóknum á skrám yfir farþega frá landinu og hefur þar ýmislegt komið i ljós sem þarfnast nánari athugunar. Maður, á vegum lögreglunnar, hefur verið austur á landi undan- farið, til þess að fullkanna æviferil Geirfinns og annar maður frá þeim er við Sigöldu og rannsakar þá þræði málsins sem þangað liggja. Lögreglan í Kef la- vík óskar eftir að ná sambandi við mann þann er var á tali við Jón H. Bergs kvaöst ekki geta tjáö sig um kjaramálaályktun Al- þýðusambandsins að svo stöddu, enda hafi hann enn ekki getað kynnt sér hana sem skyldi. Þá óskar lög- reglan í Keflavík eftir að hafa tal af manni þeim er kom á smurstöð Þórs- hamars á Akureyri eftir lokun klukkan 18.20, þriðjudaginn 26. nóvember siðast liðinn. Maður þessi Læstu bílnum faínum! Hún fer þetta léttilega stúlkan, þar sem hún er að sýna listir sínar á fim- leikahátíðinni, sem haldin var í Laugar- dalshöllinni á laugardaginn var, og minnir okkurá, að ennþá er gamla mál- tækið „hraustsál í hraustum líkama" í fullu gildi. Hátíðin þótti heppnast mjög vel, og er talið að i framtíðinni verði slikar hátíðir mikil lyftistöng fyrir fim- leikaíþróttina. Geirfinn Einarsson, um klukkan 24 sunnudaginn 17. nóvember síðast- liðinn í veitinga- húsinu Klúbbnum, Borgartúni 32 í Reykjavík. Samtal þeirra átti sér stað í stiga sem liggur upp á þriðju hæð hússins og sátu þeir í stig- anum. Einnig óskar lögreglan eftir sam- bandi við aðra þá er höfðu tal af Geir- finni þetta kvöld, eða geta veitt upplýsingar um þann sem hann ræddi við í stig- anum. ók Fiat bifreið, rauðri að lit og með G-númeri. Ofangreindir aðilar eru beðnir að hafa tafarlaust samband við lögregluna í Kefla- vík, í síma 3333 (svæðisnúmer 92). 6 „bilaþjófar” voru handsamaðir um helg- ina fyrir árvekni lög- reglunnar á eftirlits- ferðum hennar um borgina. Ekki dregur úr tilraunum til þjófnaða á ýmiss konar verð- mætum úr bifreiðum. Sérstaklega virðast þjófarnir ásælast útvarpstæki og svonefnd kassettutæki, eða segulbandstæki, sem gerð eru fyrir hljómbönd i hylkjum, auk þess sem þeir láta greipar sópa um allt lauslegt verðmæti, sem menn skilja eftir i bilum. Akveðin bilastæði virðast hafa sérstakt aðdráttarafl fyrir þjófana, og er lögreglan ekki hvaö sist vel á verði ár. Er enn brýnt fyrir bileigendum að hafa ekki bila sina ólæsta, jafnvel ekki á meðan þeir bregða sér i bió. alþýðu HVARFS GEIRFINNS EFTIRLÝSTIR VEGNA ALLT BENDIR Á ÍSLÍTINN OG MILDAN VETUR „Haustið hefur veriö milt, alveg i stil við islausu árin og ég get ekki séö annað, af þeim gögnum sem við höfum, en að við getum verið bjartsýn á að veturinn verði islitill”, sagði Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, i viðtali við Al- þýðublaðið i gær, en hann hefur reynt, undanfarin ár, að gera isa og veðúrfarsspár fyrir veturna og oft verið nærri sanni þar um. „Það er auðvitað nokkuð mikil óvissa i svona spám”, sagði Páll ennfremur, „en það virðist þó ekki vera mikill is hér norðanundir. Bretar höfðu að visu spáð okkur mjög slæmu isaári, og byggðu það á köldum sjó fyrir norðan okkur i sumar, en mælingar sem Hafrannsóknarstofnunin hefur látið gera,sýna þó, að hafið muni vera orðið hlýrra aftur og þvi engin ástæða til annars en bjartsýni. Um veðurfar er aftur verra að spá. Að visu er alltaf nokkur fylgni milli issins og hitafars, en fleiri atriði ráða þómiklu um hitann, svo sem vindar og um þá er erfitt að spá. Ef norðlæg átt verður rikjandi, má búast viö kuldum, þrátt fyrir litla isa, en allar spár um þetta eru mjög ó- tryggar”. Aðspurður um þær isaldarspár sem heyrst hafa undan- farið, sagði Páll: „Spár um yfirvofandi isöld hafa gengið i mörg ár og ég fæ ekki séð að það séu meiri likur á isöld nú, en endranær. Það hafa alltaf skipst á isaldir og hlýinda- skeið, i gegnum aldirnar, og það heldur vafalaust áfram. Jörðin er að kólna núna, sem heild, en þaö gæti allt eins veriö smávægilegt frávik sem aftur leitar jafnvægis. Þetta er atriði sem ég treysti mér alls ekki til að spá um”. Að lokum sagði Páll aö þótt spár um hitastig vetrarins væru ekki mjög ábyggilegar, þá mætti benda á að sjór við Spitsbergen hefði verið nokkuð hlýr undanfarin ár og það hefði sýnt sig i gegnum árin, að vera nokkur ábending um hitafar hérlendis. Hefur hitastig sjávarins við Spitsbergen verið alveg til jafns við það sem var á hlýindaskeiöinu upp úr 1920.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.