Alþýðublaðið - 04.12.1974, Blaðsíða 12
alþýðu
hiRlilTn
Bókhaldsaðstoð
með tékka-
færslum
BÚNAÐAR-
BANKINN
KOPAVOGS APÓTEK
Opifl öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
SENDI8IL ASTÖOIN Hf
ALÞÝÐUBLADID HEIM-
SÆKIR VINNUSTADI
AÐBUNADUR
r
A
VINNUSTAD
í dag áttum við leið
fram hjá ísbirninum hf. á
Seltjarnarnesi/ og Lýsi
hf. Þegar við komum að
ísbirninum, var þar æði
tómlegt um að litast, og
fáir á ferii. Inni i að-
gerðarsalnum var hvergi
að sjá það kvenfólk, sem
venjulega er þar við
vinnu.
Viðspurðumst fyrir um
það, hver j u þetta sætti, og
var okkur þá tjáð að eng-
inn fiskur væri í dag. Þá
fórum við þar að,þar sem
líf virtist vera á staðnum,
og kom í Ijós, að hér voru
menn að vinna ef ni i nýtt
hús ísbjarnarins, sem á
að rísa út í Örfirisey með
tíð og tíma.
Voru þarna nokkrir að
bera gríðarstóra glugga-
karma, sem nýlokið hafði
verið smfði á. Við tókum
þar tali Guðmund Guð-
mundsson, og sagði hann
eftirfarandi.
„Við fáum vinnu við
þetta þegar enginn fiskur
er, þá er upplagt að nota
mannskapinn í þetta. Við
verðum að gera eitthvað
við fólkið, það þýðir ekki
að láta það standa að-
gerðarlaust". Þátöluðum
við við eina stúlkuna, sem
við sáum þarna vera að
bora göt i timbur. Hún
sagði. „Við tökum bara
hverju sem er, við eigum
að vera í fiski, en það er
bara frekar litið um hann
núna. Við erum auðvitað
vanastar því að vinna í
fiski en það er gott að
geta gert eitthvað." Og
með það skildum við, við
isbjörninn og fisk-
verkunarstúlkurnar, sem
skyndilega voru komnar í
trésmíði, á verkstæði,
sem slegið hafði verið
upp í óupphituðu
geymsluhúsnæði.
Þegar við gengum inn í
húsnæði Lýsis hf. lagði á
móti okkur fnyk mikinn,
og það svo sterkan að við
tókum andköf. Þar inni
hittum við fyrir verk-
stjórann í fóðurblendi-
verksmiðjunni, og
töluðum lítillega við
hann. Hann sagði.
„Jú við vinnum alltaf í
þessu ólof ti, það er ekkert
hægt að gera við því.
Maður fann mikið fyrir
þessu fyrst þegar maður
var að byrja, en þetta
venst eins og allt annað.
Aðstaða öll gæti verið
betri, en þetta er þó all-
þokkalegt eins og það er.
Að vísu vill mjölið rjúka
töluvertútí loftið, en við
því er ekkert að gera."
Það má eiginlega segja
að þetta sé tómt ryk og
drulla, og þegar það
bætist við hávaðann, þá
geta menn sjálfir dregið
sínar ályktanir, hvort það
sé þægilegt að vinna í
sliku umhverfi". Og með
það Ijúkum við frásögn
okkar af heimsókn á
vinnustaði í dag, en þeir
eru fleiri sem við eigum
eftir að heimsækja, og
mun nánar greint frá
árangri á næstu bak-
síðum.
FIMM a förnum vegi
Hefurðu athugað hve mikið landbúnaðarvör urnar hækka, og gerirðu
þér grein fyrir því hvað mikla hækkun er hér um að ræða?
Guörún Jónsdúttir, húsmóöir:
„Auövitaö er þetta slæmt, en ég
hef. þó heyrt, aö búvörur séu
mun dýrari i öörum Evrópu-
löndum. Þaðer aö minnsta kosti
ekkert betra að fara I verkföll,
þaö hefst ekkert meö þvi”.
Erna Marinósdóttir, húsmóöir:
„Þetta er alveg geysileg hækk-
un, og ég skil hreinlega ekki
hvernig mannmörg heimili eiga
aö komast af, þegar allar nauð-
synjar hækka, en kaupið ekki
neitt. Sjálf er ég svo heppin, að
viö erum ekki nema tvö i heim-
ili”.
Lára óskarsdóttir, húsmóöir:
Hér er eflaust um mikla hækkun
aö ræða, en hversu mikiö veit ég
ekki”.
Siguröur Jónsson, úrsmiöur:
Hefur þetta nokkuö aöra þýö-
ingu, en að loka bara augunum
á meðan eitthvaö er til i vesk-
inu. Er þetta ekki þaö sem viö
má búast, fastir liðir eins og
venjulega.
Helga Siguröardóttir, húsmóö-
ir: Mér finnst þetta alveg of-
boöslegt, hvað þetta hækkar
mikiö. Þetta kemur auövitað
illa út fyrir heimilishaldiö, og
engar launahækkanir, sem
koma i staöinn. Það er komiö
nóg af svo góðu.