Alþýðublaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 2
HALLDÓR VALDIMARSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR
STIÓRNMAL
Þjóðviljablaöa-
mennska
Eitt það fyrsta, sem frétta-
menn læra nú til dags, er að
láta einkaskoðanir sinar á
mönnum og málefnum ekki
koma fram i almennum
fréttaskrifum. Slikt á heima
i fréttaskýringum, greinum
og öðru af þvi tagi þar sem
greinilega kemur fram, að
blaðamaðurinn er að setja
fram skoðanir en ekki að
skýra sem réttast og hlut-
drægnislaust frá atburðum,
eins og er aðall frétta-
mennskunnar.
Flestöll islensk blöð hafa
þessa sjálfsögðu siðvenju
blaðamennskunnar i heiðri
— að einu blaði undanteknu:
Þjóðviljanum. Fréttamenn
þjóðviljans skrifa fréttir sin-
ar oftar en ekki þannig, að
jafnframt atburðalýsingunni
setja þeir fram i fréttinni sitt
einkamat á mönnum og mál-
efnum. Gera þeir það gjarna
þannig, að þeir annað hvort
uppnefna menn i „fréttun-
um”, velja þeim samsafn af
kersknisorðum eða sletta úr
klaufunum á þá með öðrum
hætti. Myndabirtingar af
pólitiskum andstæðingum er
sérstakur kafli þessarar
sögu, en þeir Þjóðviljamenn
virðast leggja sig eftir þvi að
ná sem ófrýnilegustum
myndum af andstæðingum
sinum i stjórnmálum, sem
þeir birta svo seint og
snemma. Er það i senn bros-
legt og grátlegt að gera sér i
hugarlund þá fullvaxta og
vel greindu menn, sem flest-
ir blaðamenn Þjóðviljans
eru, þar sem þeir skrikja og
hvia eins og stóðhestar.auðn-
ist þeim að koma höndum
yfir ljósmynd af pólitiskum
andstæðingi, þar sem honum
hefur orðið það á að hnerra,
hiksta, geyspa, gjóa augun-
um, klóra sér i nefinu eða
eitthvað áþekkt.
Umskrifa erlendar
fréttir
Það er i sjálfu sér ekkert
við þvi að segja, ef þeim
Þjóðviljamönnum hefur ekki
skilist það enn, að komist
þeir yfir frétt, sem þeir telja
að kunni að geta komið við
kaunin á einhverjum and-
stæðingum, þá er hún áhrifa-
meiri ef hún er sögð á lát-
lausan og eðlilegan hátt en
lesendum ekki jafnframt
gefin gusa af skammaryrð-
um með, sem fær allt venju-
legt fólk til þess að taka
sjálfri fréttinni með varúð.
Hitt er mun alvarlegra, þeg-
ar þeir Þjóðviljamenn um-
skrifa fréttir frá erlendum
fréttastofum á þann veg að
bæta inn i þær vömmum og
skömmum og auökenna þær
svo með nafni hinnar erlendu
fréttastofu likt og illyrðin
væru frá henni komin. Þetta
henti Þjóðviljann t.d. i gær,
þegar hann sagði frá töku
Þjóðfrelsisfylkingarinnar á
bænum Phuoc Binh i S.-Viet-
nam i frétt á baksiðu. I frétt-
inni segir m.a., að Thieu for-
seti hafi „skipaö hyski sinu”
Framhald á bls. 4
Hafnarfjaröar Apótek
Af greiðslutími:
Virka daga kl. 9-18.30
Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsingasími 51600.
• • NÝJA BÍÓ:
SÖGULEG
BRÚÐKAU PSFERÐ
Stjórnandi:
Neil Simon
Aðalhlutverk:
Charles Grodin
Cybil Sheperd
Það hlýtur að vera feikn
óþægilegt að verða ástfanginn
meðan á eigin brúðkaupsferð
stendur — að minnsta kosti ef sú
sem hugann heillar er ekki
eiginkonan. Ekki er heldur vist
að allir kæmust jafn ódýrt frá
þvi og Leonard gerir á tjaldinu i
Nýja Bió, eða kemst hann ef til
vill ekki ódýrt milli hjóna-
banda?
Söguþráður myndarinnar er
hreint ekki svo vitlaus og býður
hann aðstandendum hennar upp
á nokkuð fjölbreytilega mögu-
leika til útrásar fyrir kimnigáfu
sina. Þessa möguleika nýta þeir
einnig vel þokkalega á köflum —
en aðeins á köflum. Ekki verður
þvi neitað, að ýmislegt i mynd-
inni minnir á Frú Robinson,
sem hér var sýnd i Tónabiói
fyrir nokkrum árum, einkum þó
Charles Grodin, i hlutverki
Leonards, en honum svipar um
margt til Dustin Hoffmans i
téðri mynd. Ekki er nema gott
eitt um það að segja, að menn
taki aðra, sér færari menn til
fyrirmyndar, en þvi verður þó
ávallt að stilla mjög i hóf, sem
Grodin gerir ekki I þessari
mynd.
Þess utan er myndin hin
þokkalegasta skemmtan og
stendur nokkurn veginn undir
andvirði miðans. Munar þar ef
til vill mestu um þann boðskap
sem lokasenur hennar hafa
fram að færa: Hversu ákveðinn
og öruggur sem þú ert i fram-
feröi þinu og athöfnum, þá
tekst þér aldrei að flýja sjálfan
þig-
I stuttu máli: Tveir punktar.
Annar fyrir móralinn i boðskap
myndarinnar, hinn fyrir þau
atriði sem hægt var að hlæja að
og sum hver voru hreint bráð-
fyndin.
MINNINGARORÐ
Brynjólfur Björnsson
— prentari
Prentarastéttin hefur
þaö sérstæða hlutverk að
festa á pappír hugmyndir
og hugsmíðar mannanna,
bæði til dreif ingar og varð-
veislu. Þetta á jaf nt við um
verk snillinganna, sem í ró
og næði geta lesið tíu próf-
arkir, og f rarpleiðslu
dagblaðanna, þar sem
blaðamenn stóðu í prent-
smiðjunum við hlið prent-
aranna, er þeir gengu frá
siðum í kapphlaupi um út-
komu.
Siðara tilvikið átti
sannarlega við Alþýðu-
blaðið fyrir tæplega fjór-
um áratugum, er ég kynnt-
ist Brynjólfi Björnssyni
fyrst í ys og þys, en allt
snerist um að koma blað-
inu ,,á götuna" á undan
Vísi.
Brynjólfur er nú látinn
fyrir aldur fram, og þykir
manni höggvið óþægilega
nærri, er svo til jafnaldra
starfsfélagi hverfur
skyndilega af sjónarsvið-
inu.
Brynjólfur byrjaði sem
sendill á Alþýðublaðinu, en
hóf síðan prentnám í
smiðju blaðsins, starfaði
þar áfram fullnuma, flutt-
ist úr handsetningu að
setjaravéf og hélt tryggð
við blaðið, þar til gamla
prentsmiðjan okkar varð
að víkja fyrir hinni nýju
offsetttækni. Hann var af-
burðagóður starfsmaður,
trúr og dyggur, og mikill
afkastamaður, þegar á
reyndi. Hvað sem á gekk,
var hann rólegur og bros-
andi.
Það var gaman að ræða
við Brynjólf um landsins
gagn og málefni, þegar
blaðið var komið í press-
una eða annað smáhlé varð,
til dæmis i kaffistofunni.
Hann var frá upphafi
dyggur stuðningsmaður
jafnaðarstefnunnar og
Alþýðuf lokksins, áhuga-
samur um framgang
stefnu og flokks, og góður
Framhald á bls. 4
• • • • FRÁBÆR
• • • • MJÖG GÓÐ
• • • GÓÐ
• • ÞOKKALEG
• LÉLEG
Tónabíó Fiðlarinn á þakinu
Stjörnubíó
Hættustörf lögreglunnar
Laugarásbíó The Sting
Hafnarbíó Trafic
Háskólabió The great Gatsby
Gamla bíó Sú göldrótta
Austurbæjarbió í klóm drekans
í hreinskilni
sagt
eftir Odd A. Sigurjónsson
Kvennaár
Já, eftir á að hyggja. Nú
hefur kvennaárið hafið göngu
sína hér á voru landi svo sem
annarsstaðar um vfða veröld.
Þegar alls er gætt, liggur við
að manni verði á, að segja
svipað og lausamanninum,
sem sí og æ hékk á hestbaki og
hugsaði um litið annað en
hross: „Ég man nú ekki eftir
að hafa átt annað en reiðföt”.
Ég man nú ekki eftir öðru en
kvennaárum, svo rækilega
þykir mér sem samofin séu ár
kvenna og karla á minni æfi,
og hlutur kvenna þar sizt
minni.
En nú á þetta ár að verða
mikið baráttuár fyrir réttind-
um kvenna, eftir þvi sem okk-
ur skilst á kvenlegum hundr-
aðshöfðingja i rauðsokkahópi.
Ekki hefi ég á móti baráttu
fyrir auknum réttindum eins
eða neins, nema síður sé. En
ég get ekki varizt þess, að
hugleiða og fara nokkrum orð-
um um inntak þeirrar baráttu,
sem nú er boðuð.
Ef rétt er skilið, sýnist mér,
að baráttan eigi að kvislast i
tvo meginstrauma.
önnur kvislin stefnir að bar-
áttu fyiir launajafnrétti i
orðsins fyllstu merkingu, og
vil ég taka undir af heilum
huga, að þar þokist verulega
fram á leið á árinu. Aftur á
móti leyfi ég mér að efast um,
að hin hlið baráttunnar verði
eins áhrifarik, og veit raunar
ekki hversu æskilegt það væri.
Ekki ætti að þurfa að rifja það
upp, hver er munurinn á konu
og karli, likamlega séð, enda
sleppt öðrum en rétt sköpuð-
um og með eðlilegar hneigðir.
Það fer vist ekki milli mála,
að elzta samfélag á þessari
jörö er hjónabandið, eða sam-
band, sem til þess svarar. Ó-
hjákvæmilegt virðist til við-
halds kynslóðanna, að það
haldi áfram i einhverri mynd,
og verður ekki annað séð en að
eðlishneigðir beggja kynja
beinist ákaflega eindregið þar
að. Aldagömul verkaskipting
á heimilinu er ekki alveg út i
bláinn, sem sé, að konan ann-
ist afkvæmin i blautri
bernsku, en karlmaðurinn
annist um öflun nauðþurfta, i
stórum dráttum séð. Sameig-
inlega hefur svo verið notið
þess, sem aflaðist. Matið fer
auðvitað eftir geðslagi. En ég
er ákaflega tregur til að fall-
ast á, að það sé einhver rétt-
indaskerðing fyrir konu, að
annast afkvæmi sin, meðan
þau þurfa þess mest við. Þvert
á móti vil ég telja það bæði
mikil og i alla staði verðskuld-
uð réttindi. Þær sem eru
slegnar annarri eins blindu og
að telja barn betur farið i
höndum óviðkomandi fóstru
en hjá móður ættu ekki að
vera að bisa við að stofna til
þess. Vist má það vera hugg-
un, að þótt það hafi sýnt sig, að
tilgangslitið er að reyna að
lemja „náttúruna” til hlýðni
með lurk, þá hefur nútima
tækni i þeim sökum ýmis ráð
til hindrunar óæsktum getn-
aði. Hitt er meira efamál,
hversu mikil „réttarbót” fyrir
konur væri að lögleiða óheftar
fóstureyðingar. Þar kann að
tapast fullt eins mikið og
vinnst. Ýmisskonar „réttindi”
á þessum sviðum kunna að lita
bærilega út á pappirnum i
augum baráttuglaðra kvenna
sennilega væri þó hyggilegt að
gera sér ljóst, að það mun
reynast örðugt að nota nokkra
tölvutækni við innsta eðli
manneskjunnar, ef menn vilja
fá raunhæfar niðurstöður.
BLÓMABÚÐIN
BLQMASKREYTINEflR
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA f KRON
Dúnn
í GtflEflBflE
/ími 04200
0
Fimmtudagur 9. janúar 1975.