Alþýðublaðið - 29.01.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.01.1975, Blaðsíða 3
Feröaskrifstofumenn um hugmyndir viöskiptaráðherra „VIÐ ERUM VANTRUAÐIR A AÐ UTANLANDSFERDIR LANDS- MANNA VERÐI SKATTLAGÐAR 11 Alþýtiublaðið leitaði í gær til nokkurra ferðaskrifstofa og leitaði álits þeirra á hug- myndum, sem fram hafa komið um einhvers konar skattlagn- ingu á ferðalög íslendinga til út- landa. Fara svör þeirra hér á eftir. Örn Steinsen, skrifstofu- stjóri hjá Útsýn sagði: „Það hefur ekki verið rætt'neitt um þetta ennþá, en hitt er annað mál, að menn eru mjög óhressir yfir þeim hugmyndum, sem fram hafa komið. Ég veit að þetta stóð til fyrir nokkrum ár- um, en þá var andspyrnan svo mikil, aö hætt var viö fram- kvæmdir. Annars veit ég ekki betur en að þessar aðgerðir séu ólöglegar samkvæmt lögum al- þjóöa gjaldeyrissjóðsins. Ég hef ekki trú á að hugmyndir þessar komist i framkvæmd. Ég býst fremur við þvi, að þeim reglum, sem til eru um gjaldeyriskaup, verði fylgt hart eftir.” Kjartan Helgason, forstjóri feröaskrifstofunnar Landsýn, hafði þetta að segja: „Stjórn- völd hafa ekkert sagt um þessi mál, og þó aö viðskiptaráðherra úttali sig um þessi mál á fund- um út i bæ, þá hefur það ekkert að segia. Ég efast mjög um, að til þess konar aðgerða verði gripið. Ég þekki það vel til þess- ara mála, að ég er viss um, að ferðalög verða ekki skattlögð. Verður trygginga- fyrirkomu- lagi bíla breytt? „Ýmislegt veldur þvi að tjón á farþegum, ökumönnum og bifreiðum er hér mikiö. Er þvi til mikils að vinna, ef unnt reyndist aö draga úr þeim kostnaði eöa gera bifreiöa- tryggingar á annan hátt hag- kvæmari en þær hafa veriö. Sams konar vandamál hafa I öðrum löndum leitt til þess, að fram hafa komið hugmynd- ir um veigamiklar breytingar á tryggingakerfi bifreiða, og hafa þær sérstaklega verið reyndar i Bandarikjunum og Kanada.” Þannig segir i greinargerö þriggja þingmanna Aiþýðu- flokksins, Benedikts Gröndal, Eggerts G. Þorsteinssonar og Sighvatar Björgvinssonar, með þingsályktunartillögu, þar sem þeir vilja fela rfkis- stjórninni að láta fara fram sérsfræðilega rannsókn á þvi, hvort hægt sé að gera bifreiða- tryggingar þjóðinni hag- kvæmari og ódýrari, og verði I þvi sambandi sérstaklega at- huguð þau nýju trygginga- kerfi, sem nú breiðast ört út i Bandarlkjunum og Kanada. Ennfremur segir i greinar- gerðinni um bandarisku kerf- in: að „greiöslur tjóna eru án tillits til sakar og fara fram innan tiltekins tima, sem er allt niður I 30 daga. Sparast við þetta mikil málaferli, enda lögfræðingar andvigir kerfinu, en tryggingafélög yfirleitt hlynnt þvi. Þá er það talin mikil framför, að bótamál fást afgreidd á mun skemmri tima en áöur. Þar að auki hefur reynslan orðið sú, að iögjöld hafa lækkað.” Heita á alla Norölend- inga aö standa saman í orkumálunum „Við höfum auðvitað ýmsar hugmyndir um úrbætur á raf- magnsskortinum”, sagði Bjarni Einarsson bæjarstjóri á Akur- eyri I samtali við blaðið i gær. „Við mundum óska helst eftir smástiflui Laxá, en samkomu- lag þar um er llklega hæpið. Hugsanleg væri bráðabirgöa- túrbina við Kröflu, sem gæti bætt úr bráðasta skortinum. Þá hefur og komiö til greina, að létta á Laxárvirkjun með þvi aö leggja linu til Dalvikur frá Ólafsfirði og tengja þannig Skeiösfossvirkjun við Laxárlin- una. Ég veit ekki enn, hvað mikla orku væri hægt að fá þar, en allt hjálpar”. Um Norður- landsvirkjun fórust honum svo orö: „Þar kemur auövitaö margt til greina: Dettifoss, Skjálf- andafljót, Jökulsárnar og Svartá I Skagafiröi og ennfrem- ur Blanda. Þar mun vera nokk- uö langt komið um athuganir og ég held, að Blönduvirkjun sé talin i röð hagkvæmra stór- virkjana. Auövitað á hagkvæmnis- sjónarmið að ráða og ekkert annað”. Aðspurður um 3. liö til- lögu bæjarstjórnar Akuréyrar, sem hér fer á eftir svaraöi Bjarni þvi til, að rikið hefði aldrei greitt einn eyri til Laxár- virkjunar, enda þótt það teldist eignaraðili. Hinsvegar heföi það lagt fram nokkur vatnsréttindi. Bæjarstjórn Akureyrar geröi á fundi sinum fyrir nokkrum dögum eftirfarandi tillögu um raforkumálin: A. Að leitað veröi allra tiltækra ráða til þess að aukin grunn- orka fáist fyrir orkuveitu- svæöi Laxárvirkjunar, sem dugi fram aö þeim tima, að Kröfluvirkjun tekur til starfa, þannig aö komist verði hjá meiri háttar erfið- leikum næstu vetur. B. Að unnið verði að þvi, að Noröurlandsvirkjun verði stofnuð sem allra fyrst. 1 þvi sambandi heitir bæjarstjórn á Norðlendinga alla að standa heilshugar saman I þessu máli I trausti þess, að sú skipan mála leiði til lausn- ar á yfirstandandi erfiöleik- um I orkumálunum. C. Aö rikisstjórnin gangi nú þegar til samninga um upp- gjör á greiöslum fyrir eign- araðild rikissjóðs að Laxár- virkjun og lögboðnu framlagi til stofnkostnaðar virkjunar Laxár III. B. Aö rlkisstjórnin beiti sér fyr- ir þvi, að Laxárvirkjun fái lánsfé vegna byggingar nýju varastöövarinnar á Akur- eyri, sem reist er samkvæmt sérstakri beiðni Iðnaðar- ráðuneytisins, á lánskjörum, sem hliðstæö séu við sérstök lán Landsvirkjunar. Bæjarstjórn felur fulltrúum sinum I stjórn Laxárvirkjunar að vinna að framgangi framan- greindra atriða”. Ég tel þau skrif sem komið hafa fram I dagblöðunum um þessi mál mjög ábyrgðarlaus og að með þeim sé verið aö leggja ákveðna stétt manna á högg- stokkinn. Ég mun á næstunni tjá mig ýtarlegar um þá hliö máls- ins.” Steinn Lárusson hjá ferða- skrifstofunni Úrval sagði: „Ég held að þessar hugmyndir séu þannig vaxnar, að þaö sé erfitt að framkvæma þær. Ef að far- seölar verða skattlagðir, fer fólk út I þaö að veröa sér úti um þá erlendis, og verði gjaldeyrir takmarkaður eða skattlagður, myndi þaö leiða til þess aö svartamarkaðsbrask ykist meö gjaldeyri. Ég hef ekki trú á að þetta komi til framkvæmda.” Jón Guðnason hjá ferðaskrif- stofunni Sunnu sagði eftirfar- andi: „Ég hef ekki gefið mér tima til þess að kynna mér mál- ið, en við erum mótfallnir svona tillögum eins og öllum höftum. En ég vil helst ekkert láta hafa eftir mér um málið, fyrr en ég hef haft tima til þess að kynna mér það. Annars verður þetta m jög llklega rætt á fundi Félags Islenskra ferðaskrifstofa, sem halda á i kvöld”. Taflfélag Reykjavíkur auglýsir 1. Stofnfundur kvennadeildar T.R. verður haldinn fimmtudaginn 30. janúar n.k. kl. 21 (þegar að lokinni siðustu umferð i kvennaflokki á skákþingi Reykjavikur) 2. Skákkeppni verkalýðsfélaga hefst þriðjudaginn 4. febrúarn.k. kl. 20.00. Þátt- tökutilkynningar berist T.R. fyrir 3. febrúar. 3. Firmakeppni i hraðskák verður haldin dagana 8. og 9. febrúar. 4. Skákkeppni stofnana hefst i A-flokki mánudaginn 10. febrúar og i B flokki miðvikudaginn 12. febrúar. Þátttökutil- kynningar berist T.R. fyrir 7. febrúar. 5. Skákkeppni framhaldsskóla fer fram helgina 14., 15. og 16. febrúar. Þátttökutil- kynningar berist fyrir 13. febrúar. 6. Helgarmót verður dagana 28. febrúar til 2. mars. Taflfélag Reykjavíkur Grensásvegi 46, R. Sími 8-35-40 (á kvöldin) Viðskiptafræðingur óskast Landssamband iðnaðarmanna óskar eftir að ráða viðskiptafræðing. Þrenns konar starfssvið kemur til greina. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri sambandsins aðeins á skrifstofunni, Hallveigarstig 1, frá 27. janúar. Lyfjafræðingur eða aðstoðarlyfjafræðingur óskast til að starfa fyrir lyfjaverðlagsnefnd og lyfja- eftirlit rikisins. Umsóknir sendist fyrir 25. febrúar 1975 til ráðuneytisins, sem veitir frekari upplýs- ingar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 28. janúar 195. Miðvikudagur 29. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.