Alþýðublaðið - 12.03.1975, Blaðsíða 12
alþýðu
n M
1'IíisI.osi liF
plastpqkavehksmioja
Sítnar 82639-8265S
Vatnagðrbum 6
Box 4064 — Reykjavík
KÓPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
^SEND/BfL ASTÖO/NHr
„Starfiðhér er mjög einhliða,
en það gerir sjúklingana virka.
Þeir koma úr rúmunum og taka
til við þá vinnu sem hægt er að
hafa I frammi hér.” Þannig
mæltist þeim Guðrúnu Bjarna-
döttur, þroskaþjálfa, og Ragn-
heiði Thorarensen, handavinnu-
kennara, sem starfa að iðju-
þjálfun sjúklinga á geðdeild
Borgarspitalans, i samtali við
Alþýðublaðið i gær.
Iðjuþjálfun er litið þekkt grein
hér á landi. Nafnið tekið yfir þá
starfsgrein að sérmenntað fólk
þjálfar hreyfingargetu og
starfshæfni sjúklinga á marg-
víslegan hátt og tekur þannig
þátt i endurhæfingu þeirra eftir
áföll, hvort sem þau eru likam-
leg eöa andleg, ásamt öðrum
starfshópum eins og læknum,
hjúkrunarkonum, sjúkraþjálf-
urum, talþjálfurum, félagsráð-
gjöfum og fleirum.
Iðjuþjálfarar eru fáir sér-
menntaðirhér á landi. tslenskir
iðjuþjálfarar, semhér starfa eru
teljandi á fingrum annarrar
handar, en auk þeirra eru
nokkrir erlendir iðjuþjálfarar
hér starfandi. Raunar er starfs-
heiti þeirra ekki fastmótað,
þannig að þegar að þvi kemur
að þeir myndi sér félag, þá gæti
svo farið að starfsheitið breytt-
ist.
Nám i iðjuþjálfun fer fram á
háskólagrundvelli, það er að
segja til að komast i nám þarf
stúdentspróf eða sambærilega
menntun. „Móðurskóliiðjuþjálf-
unar á norðurlöndum er i Kaup-
mannahöfn, en i Danmörku eru
fjórir skólar, sem kenna iðju-
þjálfun, tveir eru i Noregi og
fjórir i Sviþjóð, svo nefnd séu
næstu lönd.
Þörfin á tslandi fyrir iðju-
þjálfara er mikil og brýn.
Á Borgarspitalanum hefur
verið sett upp sýning á munum,
sem sjúklingar hafa unnið. Sýn-
ingin var opnuð fyrir nokkrum
dögum, en áætlað er að hún
verði til mánaðarmótanna
næstu. Þetta er fyrsta sýningin
af þessu tagi, sem fer fram á
Borgarspítalanum, en sams
konar sýningar hafa farið fram
á Kleppsspitalanum og i Arnar-
holti.
Þær deildir, sem taka þátt i
þessari sýningu eru geðdeild
Borgarspitalans i Fossvogi, á
Arnarholti og á Hvitabandinu.
Auk þess Endurhæfingar- og
hjúkrunardeildin á Heilsu-
vemdarstöðinni.
Sýningin er á sex hæðum spi-
taans. 1 anddyri eru munir unn-
ir af sjúklingum geðdeildar i
Fossvogi. Þar eru sjúklingar
þrjátiuogeinn. Þeim kenna þær
Guörún Bjarnadóttir og Ragn-
heiður Thorarensen.
Hvitabandið er 31 rúma deild
fyrir sjúklinga, sem áðurhafa
verið á Geðdeild Borgarspital-
ans i Fossvogi. Þar kennir
Grethe Bendtsen og sýnir hún 55
muni eftir sjúklinga á aldrinum
16-80 ára i skálum á 6. og 7. hæð.
Deildin á Arnarh’olti telur 60
sjúklinga, sem eru andlega og
likamlega fatlaðir langdvalar-
sjúklingar af báðum kynjum. A
iðjuþjálfunarstofu vinna að
jafnaði um 40 sjúklingar ein-
hvem hluta dags. önnur störf i
þágu heimilisins — en þau má
einnig telja þátt i iðjuþjálfun —
stunda um 30 sjúklingar, en
segja má, aðlangflestir sjúk-
lingar deildarinnar taki að
meira eða minna þátt f gerð
þeirra muna, sem fara siðan á
árlega sölusýningu deildarinn-
ar. Aðeins fimm sjúklingar eru
óvirkir. Iðjuþjálfun á Arnarholti
er stjórnað af Huldu Þorgrims-
dóttur og með henni starfa Guð-
ríður Þorvaldsdóttir og Sigrún
Lára Shanka. Sölusýning Arn-
arholts á þessu ári verður
sunnudaginn 6. april i Fólkvangi
á Kjalarnesi. Andvirði sölu
gengur aftur til efniskaua og
sjúklingar deildarinnar fá
nokkra greiðslu fyrir þá vinnu,
sem þeir inna af hendi i þágu
' deildarinnar og i iðjuþjálfun.
Munir Arnarholts eru sýndir á
3., 4. og 5. hæð spftalans.
A Endurhæfingar- og hjúkr-
unardeild á Heilsuverndarstöð
eru 35 sjúklingar, langdvalar-
sjúklingar, fatlaöir eftir sjúk-
dóma og slys. Flestir hafa mjög
skerta hreyfigetu og aðeins aðra
hendi virka. Kennari á deildinni
er Hallfriður E. Pétursdóttir.
Munir sjúklinga eru sýndir á
stigavegg á 5. hæð.
Blaðamaður og ljósmyndari
Alþýðublaðsins litu við á sýn-
ingunni á Borgarspitalanum i
gær. Þar kennir vissulega
margra grasa. Hnýttir munir,
saumaðir, skornir, málaðir,
listilega unnir að almennu mati.
Við byggingu þess mikla
mannvirkis, Borgarspitalans
virðist þó ekki hafa verið gert
ráðfyrir þessum þætti starfsins.
Tekinn hefur verið hluti af setu-
stofu annarrar hæðar og gerður
að föndurstofu. Þar var það,
sem við ræddum við þær Guð-
rúnu og Ragnheiði. Þær tjáðu
okkur að verkefnamöguleikar
og verkefnaval takmarkaðist
mjög af aðstöðunni. Þvi fer
þama helst fram „hin hefð-
bundna handavinna’.’Aðstaða er
tæpast til smíða, þannig að þær
„karlmannagreinar,” sem hægt
er með góðu móti að vinna við
eru leðurvinna og horna-
vinna.Raunar eru karlmenn
gjarnan tregari til að hefja
Guðrún Bjarnadóttir og Ragnheiöur Thorarensen,
þannig starf. Starfsskipting er
þannig i okkar þjóðfélagi og
starfsálag, að fæstir karlmenn
hafa tima til að gefa sig i fönd-
urvinnu heima fyrir og þvi
erfiðara að koma sér af stað
annars staðar. Byrjun karl-
manna er þvi gjarnan að gripa
spil eða tafl.Þá er aðstaða ákaf-
lega takmörkuð til leikja, þótt
reynt hafi verið með borðtennis.
Þá er kvöldvaka á hverju
fimmtudagskvöldi og sjá sjúk-
lingar um dagskrá hennar að
miklu leyti svo og undirbúning
eftir þvi sem hægt er. Þá er far-
ið út eftir þvi, sem ástæður
leyfa, en þvi miður er ekki nein
aðstaða til útileikja i nágrenni
spitalans.
Grundvelli þessa starfs er
best lýst með orðum þeirra
sjálfra: „Tilgangurinn er að
sjúklingarnir finni lifi sinu ein-
hvem tilgang. Það næst best
með hreyfingu.”