Alþýðublaðið - 20.03.1975, Blaðsíða 9
ÍÞRÖTTIR
..Geta haft miklu meira en 1.5 millión
ef beir eru duglegir að safna nökkumM
segir samningamaður Winston um þa hugmynd að almenningur leggi fram 1,5
milljón, með því skilyrði að FRI hætti við að safna tómum vindlingapökkum
Miklar deilur hafa risið vegna
þeirrar ákvörðunar stjórnar FRt
að safna tómum vindlingapökk-
um en sambandið fær siðan 3
krónur fyrir pakkann hjá
umboðsmanni tóbaksins hér. Er
nú svo komið að hópur manna
hefur gengist i fjársöfnun meðal
almennings þar sem takmarkið
er að safna 1,5 miljón króna, sem
er sama upphæð og FRl gerði sér
vonir um að fá i sinn hlut. Ætlunin
er svo að greiða FRt þessa 1,5
miljónir og fá sambandið til að
hætta við söfnunina á tómu
vindlingapökkunum.
Ekki tókst okkur i gær að hafa
tal af formanni FRt, Erni Eiðs-
syni, en náðum i gjaldkera FRI,
Svavar Markússon.” Það er gott
að vita að við eigum — hauk i
horni — og ég veit að þetta er vel
meint og reikna ég fastlega með
að stjórnin kalli saman fund
vegna þessa máls.
Við skrifuðum undir samning
við umboðsmann Winston hér á
landi, en hvort við reynum að
rifta honum verður stjórn FRI að
sjálfsögðu að taka ákvörðun um.”
,,Ég verð að segja eins og er að
ég er afskaplega fegin þessu
framtaki og er fús til að greiða
minn skerf verði það til að hætt
verði við þessa söfnun, sagði Ein-
ar Frimannsson sem gekk úr
stjórn FRt vegna þessa máls.
Einar kvaðst vita að félagar
sinir i stjórn FRl hefðu gert þetta
af illri nauðsyn. Fjárskortur
sambandsins væri mikill og sýnir
þetta best hve hið opinbera stæði
illa að málum iþróttahreyfingar-
innar.
Þá höfðum við samband við
David Pitt sem gerði samninginn
við FRt fyrir hönd Winston um-
boðsins. ,,Ég vil ekkert um þetta
mál segja”, sagði Pitt. ,,Þið
verðið að tala við formann FRÍ,
annars á ég ekki von á að þeir
hætti við þessa söfnun þvi verði
þeir duglegir að safna tómum
pökkum geta þeir haft miklu
meira en 1,5 miljón i sinn hlut.”
Söfnun tómra Winston pakka 15. mars - 15. júní 1975
Fjáröflunarnefnd Frjáls-
iþróttasambands tslands mun á
næstu 3 mánuðum gangast fyrir
all-nýstárlegri fjáröflunarher-
ferð um land allt til þess að geta
betur staðið straum af kostnaði
m.a. samfara þvi að bjóða fræg-
um erlendum iþróttaköppum til
þáttöku i REYKJAVtKUR-
LEIKUNUM 1975.
Fjáröflun þessi fer fram á
þann hátt, að F.R.I. safnar tóm-
um WINSTON vindlingapökk-
um á timabilinu 15. mars til 15.
júni n.k. Framleiðandi þess-
arrar vindlingategundar, R.J.
Reynolds Tobacco Company —
Winston-Salem. North Carolina,
hefur boðið F.R.I. að styrkja
REYKJAVIKURLEIKANA
1975 með þvi að greiða þrjár
krónur fyrir hvern tóman
WINSTON pakka, sem F.R.t.
skilar á umræddu timabili.
WINSTON mun nú vera mest
selda vindlingategund á Islandi,
og framléiðandinn þvi tilbúinn
að leggja eitthvað af mörkum til
verðugs málefnis.
Fjáröflunarmöguleikar
F.R.l. i þessarri söfnun eru
mjög miklir, og sést það best á
þvi, að gert er ráð fyrir, að milli
itin í Engiandi
Á þriðjudagskvöldið voru leikn-
ir nokkrir leikir i Englandi og
urðu þá þau óvæntu úrslit að
Everton sem hefur haft örugga
forystu i 1. deild, tapaði fyrir
Middesboro.
Þá vann Arsenal góðan sigur á
Newcastle og komst þar með af
mesta hættusvæðinu á botni 1.
deildar.
Þá skeði það i leik Stoke og ips-
wich að miðvörður Stoke, Dennis
Smith, fótbrotnaði og er hann
fjórði leikmaðurinn hjá Stoke
sem fótbrotnar i vetur. Má þvi
telja að þar með séu vonir félags-
ins með að hljóta enska meistara-
titilinn úr sögunni.
Úrslit leikjanna á þriðjudaginn
urðu þessi:
1. deild
Arsenal —Newcastle 3-0
Birmingham — West Ham t-i
Middlesbro — Everton 2-0
QPR — Chelsea 1-0
Stoke City — Ipswich 1-2
2. deild
Southampton — Oxford 2-1
Sendiherrabikarinn
1 kvöld verður þriðji leikurinn
um sendiherrabikarinn i körfu-
bolta á dagskrá i Laugardalshöll-
inni.
1 hálfleik i kvöld leika Islands-
meistarar FH i handknattleik
1974 og Bikarmeistarar Val i
knattspyrnu 1974 stuttan
körfuboltaleik.
1—1,2 milljón WINSTON pakkar
verði i umferð á umræddu tima-
bili. Árangur söfnunarinnar fer
að visu eftir þvi, hve almenn-
ingurog iþróttafélög eru dugleg
við að safna tómu pökkunum og
koma þeim i söfnunarpoka
F.R.I., sem hafa veriðsettir upp
i allflestum smásöluverslunum
landsins, sem selja tóbaksvör-
ur.
Sú spurning kann ef til vill að
vakna, hvort það sæmi iþrótta-
sambandi að þiggja boð vind-
lingaframleiðanda um fjárfram
lög til framkvæmda sinna, og
kann þar að sýnast sitt hverj-
um.
1 þeirri fjáröflunarherferð,
sem nú er farið út i, ber að geta
þess, að hér er alls ekki um að
ræða hvatningu til aukinna
reykinga. Hér er einungis um
það að ræða, að notfæra sér
opna leið til fjáröflunar, með
aðstoð þeirra er þegar reykja
ákveðna tegund vindlinga.
Einstaklingurinn sem heldur til
haga tómum Winston pakka, á
engra persónulegra hagsmuna
að gæta, og ber það eitt úr být-
um að verða þeirrar ánægju að-
njótandi, að hafa getað styrkt
fjáröflun til REYKJAVIKUR-
LEIKJANNA 1975 og e.t.v. sitt
eigið iþróttafélag.
Jafnframt má benda á, að til-
tæki þetta kann að verða til
þess, að vindlinganotendur yfir-
leitt hugsi sig tvisvar um, áður
en þeir henda frá sér tómum
pökkum á almannafæri eða úti i
náttúrunni. Hvað sem liður Slík-
um jákvæðum hliðarverkunum
söfnunarinnar, er meginmark-
miðið, eins og að ofan getur, að
safna sem allra flestum tómum
WINSTON pökkum, til þess að
fjármögnun megi verða sem
mest.
Til þess að svo megi verða,
hefur F.R.I. sent iþróttafélög-
um og iþróttasamböndum um
allt land hvatningu, til þess að
sem flestir pakkar safnist.
Hvatning þessi er i þvi fólgin, að
iþróttafélögin fái EINA KRÖNU
fyrir hvern tóman pakka sem
þeir hafa skilað i sinu nafni
þegar heildarsöfnunin nemur
200.000 pökkum.
Þessi hvatning getur haft i för
með sér nokkrar tekjur fyrir hin
ýmsu iþróttafélög. Til dæmis
um mögulega fjármögnun skal
til dæmis áætlað, að á þessum
þremur mánuðum safnist
500.000 tómir WINSTON pakk-
ar, og að 400.000 pökkum hafi
verið skilað i nafni iþróttafé-
laga.
Fyrir 500.000 pakka greiðir
R.J. Reynolds kr. 1.500.000 til
F.R.I., sem myndi i þessu tilfelli
endurgreiða til hinna ýmsu
iþróttafélaga kr. 400.000, i þvi
hlutfalli sem þau skiluðu pökk-
unum.
F.R.Í. og umboðsmenn R.J.
Reynolds á Islandi munu fylgast
náið með framvindu söfnunar-
innar, og eftir fyrstu 4 vikurnar
munu söfnunartölur birtar
reglulega og sendar iþrótta-
fréttariturum fjölmiðlanna.
■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
l|1 ÖTBOÐ
Tilboð óskast í skrúfaðan fittings fyrir Ilitaveitu Reykja-
víkur
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 29. april
1975, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGÁR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Garðahreppur — Leikskoli
Fóstra óskast til starfa hálfan daginn frá
1. júni n.k. á leikskólann við Faxatún.
Vinnutimi eftir hádegi. Uppl. i sima 42747.
Félagsmálaráð Garðahrepps.
GETUM AFGREITT
með stuttum fyrirvara
humar- fiski- og
spærlingstroll
Hagkvæmt verð
Netagerðin Ingólfur h.f.
Vestmannaeyjum, sími 1309 - 1235
PLASTTRIX
TRIPLAST
heimilispokar, nestispokar, sorppokar
ávaxtapokar, feröapokar, sjópokar,
garöpokar, laxapokar, laxaslöngur o.s.frv.
Gulir, rauöir, bláir, hvítir og svartir
innkaupapokar í 5 stæröum.
Önnumst áprentun og
hönnun ef óskaö er
VERÐMIÐAPRENTUN
ftui-IET- einkaumboö
á íslandi
heimilisfilma
álpappír
smjörpappir
heimilispokar
sorppokar
Pla.Sf.4KS lll*
VATNAGORDUM 6 REYKJAVIK SIMAR 82655 & 82639
VATNAGARDAR
IRDAR '\
ðV
KLEPPSVEGUR
Fimmtudagur 20. marz 1975.
o