Alþýðublaðið - 20.03.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.03.1975, Blaðsíða 7
HALLDÓR VALDIMARSSON SKRIFAR UM KVIKAÁYNDIR að austan" ur ekki felldur yfir henni punktadómur, en tekið skal þó fram, að hún stenst fyllilega samanburð við flestar þær myndir sem ég hef punktað und- anfarna mánuði. Ef bera á hana saman við einhverja vestræna kvikmynd, yrði einna helst fyrir valinu ,,Space .odyssey — 2001”, en sá samanburður er ó- raunhæfur að mörgu leyti, þar sem myndirnar eiga ekki margt sameiginlegt, þegar allt kemur til alls. Það hefur oft verið varpað fram spurningum um það, hvers vegna ís- lensk kvikmyndahús sýna svo líiið af austantjalds- myndum sem raun ber vitni. Hingað hafa jafnan borist sýnishorn af verk- um Rússa, Tékka og Pól- verja öðru hvoru, en fæstar þeirra hafa verið sýndar á almennum sýn- ingartíma kvikmynda- húsa. Það þykir manni viðburður ef hér er sýnd austantjaldskvikmynd aðra daga en mánudaga og hygg ég þó fáum blandist hugur um að margir af bestu kvik- myndagerðarmönnum okkar samtíðar ástunda iðju sina einmitt fyrir austan þetta voðatjald. Getur það hugsast að pólitískar grýlur villi mönnum enn svo sýn, að roðinn í austri sé fyrir- fram dæmdur? Er ef til vill landafræðileg þekk- ing kvikmyndahúseig- enda of takmörkuð til að ná út fyrir áhrifasvæði NATO? Það gæti verið fróðlegt að fá svör frá þeim, blessuðum mönn- unum, mig rekur nefni- lega ekki minni til að hafa séð skynsamlega skýringu á þessu fyrir- brigði í íslensku menn- ingarlif i. 1 Háskólabiói var kynnt kvik- mynd Andrei Tarkovski „Solar- is”. Mynd þessi gerist i ókom- inni framtið — enda gerð eftir visindaskáldsögu pólska rithöf- undarins Stanislas Lem. Þrátt fyrir þá spásagnaumgerð sina, ber myndin litinn keim tækni- og visindahugleiðinga og getur alls ekki talist fylla hóp tölvu- sinfónia. Nær myndi hún til- einkuð mannlegu tilfinninga- og hugarlifi, með siðferðisspurn- ingar i fyrirrúmi. Hvað leyfist manninum að ganga langt i þekkingarleit sinni? Hvernig bregst hann við gagnvart ver- um, sem ekki eru háðar hans eigin herra og yfirboðara — dauðanum? Hvernig brjótast draumar mannsins út og, ef til vill fyrst og fremst, hvernig verður manninum við, þégar hann stendur frammi fyrir lík- amningi eigin hugarfóstra? bær eru margar spurningarn- ar, sem Lem og Tarkovski varpa fram, og misjafnlega komast þær til skila, en heildar- árangur verður þó að teljast á- hugaverður og það mæta fólk sem hafði aðgöngumiða á sýn- ingu þessa undir höndum, en kaus að láta sæti sin auð, má gjarna vita, að skyssan var þess eigin — það var af nokkru að missa. Ekki getur það farið fram hjá þeim, sem á Solaris horfa, að leikendur eru vel menntaðir og leiktækni þeirra mjög mikil. Mikil segi ég, þvi mér þótti hún nánast um of á stundum og er ekki með öllu grunlaus um, að leið þeirra liggi tiðar á svið en tjald. Þar i blandast þó önnur og óskyld atriði, svo sem lundar- farssmismunur vestrænna þjóða og austrænna. Tilfinn- ingasveiflur i myndinni eru á- kaflega rikar, á stundum svo að kaldgeðja Islendingi þykir öfg- ar, og vafalitið á það sinn þátt i að gera leikinn framandi. Bæði eru aðalleikendur myndarinnar meðal fremstu leikara Sovét- rikjanna og hlutverki sinu vel vaxin, en engu að siður þykir mér frjórri túlkun nokkuð mikið fórnað á altari tækninnar. Söguþráður myndarinnar er enn fjarlægur mannlegum raunveruleika, en auðveldur að melta, ef ofurlitlu hugmynda- flugi er til að dreifa. Hann er i stuttu máli sá, að sálfræðingur einn er sendur til geimstöðvar við reikistjörnuna Solaris til þess að ákveða, hvort starfsemi stöðvarinnar skuli niðurlögð, eða henni haldið áfram. Þegar þangað kemur, reynist ástandið heldur bágborið — vegna undar- legra áhrifa frá Solarishafi, en það er einskonar „hugsandi haf”, sem gerir sér það til dund- urs að gæða hugarfóstur mann- anna á geimstöðinni lifi. Hræðslan við fyrirbrigði þessi — eða gesti, eins og einn af áhöfn- inni nefnir þau — berst hat- rammri baráttu við forvitni og fróðleiksfýsn þremenninganna og geðheilsa þeirra og lif eru að veði. Söguþráðurinn er, sem slikur, nokkuð ævintýralegur, og hvernig sem á þvi stóð, þótti mér hann nokkuð ruglingslegur undir lok myndarinnar og það svo að ég get ekki sagt ég hafi skilið endir hennar. Solaris er góð mynd, sterk, og þung undiralda i henni heldur athygli manns vakandi allan timann — þrátt fyrir að myndin er nokkuð langdregin. Hér verð- FIMM Á FÖRNUM VEGI Er kvikmyndaúrval bíóanna nógu fjölbreytt? Steinþór Skúlason, nemi: ,,Ja, jú, reyndar finnst mér það. Þó mættu þau koma með meira af geimferðamyndum.” Ragnheiöur ólafsdóttir, starfs- stúlka i Alþýðubankanum: „Nei, alls ekki. Þau ættu að vera með meira af vönduðum og þekktum myndum, i stað allra þessara lélegu mynda, sem þau eru alltaf að sýna.” Sveinbjörn Hjálmarsson, offset- ljósmyndari: „Nei, það er allt of einhæft. Bióin. hérna eru með allt of mikið af myndum frá Bretlandi og Bandarikjunum. Þau ættu að koma með meira frá Norðurlöndunum og einnig frá Austantjaldslöndunum. Það eru fleiri lönd til en Bretland og USA.” Gunnar Jónsson, nemi i Stýri- mannaskólanum: „Ég fer svo sjaldan f bió að ég fylgist frekar litið með þvi hvaða myndir er verið að sýna.” Me.vvant Þórólfsson, lager- meistari: „Þau hafa haft það að undanförnu, er það ekki? Reyndar mættu þau vera með nýrri myndir, en það veröur ekki á allt kosið i þessum efnum fremur en öðrum.” Fimmtudagur 20. marz 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.