Alþýðublaðið - 27.03.1975, Síða 5

Alþýðublaðið - 27.03.1975, Síða 5
Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiöslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. URSLITIN AÐ RAÐAST Páskahelgin er nú framundan. Hér á landi hafa páskarnir löngum verið einn af fyrirboðum vorkomunnar. Þá hefur mönnum fundist, að vetur væri i þann veginn að kveðja og vorið biði rétt hinum megin við hornið. Páskadagana hafa fslendingar oft notað sér til upplyftingar — til þess að hvila hugann frá dagsins önn og amstri, til þess að bregða sér bæjarleið heimsækja vini og kunningja eða leita út i náttúruna. Páskadagarnir hafa þvi oft verið áhyggjulitlir dagar — dagar helgi og hvildar. En að þessu sinni er ekki laust við að nokkurs kviða gæti hjá almenningi fyrir þeim dögum, sem nú fara i hönd. Vegna þess, að einmitt nú um páskana og á allra næstu dögum þar á eftir verður úr þvi skorið, hvort samningar takast milli aðila vinnumarkaðarins — eða hvort boðuð vinnustöðvun kemur til framkvæmda þann 7. april n.k. Viðræður verkalýðshreyfingarinnar við at- vinnurekendur og rikisvaldið hafa staðið lengi. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt mikla þolin- mæði og mikið langlundargeð. Siðast liðið ár hefur reynst launafólki erfitt ár. Verðbólgu- vöxturinn i landinu hefur slegið öll fyrri met og verkafólk verið svift þeirri vörn gegn verðlags- þróuninni, sem það hafði reynt að tryggja sér með frjálsum samningum við atvinnurekendur. Afleiðingarnar hafa orðið geigvænleg kjara- skerðing, sem hefur leikið láglaunafólkið i þjóð- félaginu svo grátt, að fjöldi fólks veit ekki lengur hvernig það á að sjá sér og sihum far- borða. Þrátt fyrir þetta ástand, sem orðið er hreint neyðarástand fyrir suma, hefur skilningur rikisvaldsins og atvinnurekenda á högum verkafólks verið næsta takmarkaður. í viðræð- um aðila hefur i raun og veru litið sem ekkert gerst. Allar fréttir, sem verkafólk til þessa hef- ur fengið, hafa verið slæmar fréttir — ýmist um samningstregðu atvinnurekenda eða nýjar og nýjar kjaraskerðingarráðstafanir frá stjórn- völdum. Verður ekki hjá þvi komist að álykta sem svo, að athafnir ihaldsstjórnarinnar og at- vinnurekenda hafi mjög mótast af þeirri vitneskju, að almenningur er kviðinn og vill ekki gripa til verkfallsvopnsins fyrr en i allra siðustu lög. Vegna þessa hafa atvinnurekendur og rikis- vald farið sér hægt i sakirnar og sýnt litinn vilja til samkomulags við verkalýðshreyfinguna. En nú hefur verkalýðshreyfingin gefið sina siðustu viðvörun. Verði ekki orðið við þeirri sjálfsögðu kröfu að veita láglaunafólki kjara- bætur þannig, að það geti haft fyrir brýnustu lifsnauðsynjum, þá hef jast átök á vinnumarkað- inum eftir nokkra daga. Úr þvi verður skorið nú um páskana hvort svo fer, en verði sú raunin á, þá lýsir Alþýðublaðið ábyrgðinni á hendur við- semjenda verkalýðshreyfingarinnar og þá fyrst og fremst rikisstjórnarinnar, sem reynst hefur úrræðalaus og hikandi einmitt á þeim tima, þegar mest hefur á riðið að stjórnendur landsins væri ákveðnir og framsýnir og skilningsrikir á vandamál heimilanna i landinu. Alþýðublaðið vonar það einlæglega, að þær fréttir, sem almenningur fær af samningamál- ,\xV unum á næstu dögum verði góðar fréttir. Að loksins verði lát á hinum slæmu fréttum undan- farinna mánaða. 1 trausti þess að svo muni verða árnar Alþýðublaðið landsmönnum öllum gleðilegra páska. i h i i Síöustu Lon Nol — hanná enaa miskunn ivændum. Sigurvegararnir: Khieu Sampan (t.v.) — hinn sterki maður Khmer Rouge — og Sihanouk fursti. Til er gamalt orðtak, sem segir: „Vietnamarnir gróður- setja hrfsplöntuna. Laosmenn hlusta á hana vaxa. Kambódiu- menn standa hjá og horfa á það gerast.” Ef sannleikur er fólginn I þessu gamla máltæki, þá skilst betur með hvilikri ró og spekt Ibúar höfuðborgar Kambódiu biða nú eftir þvi, að borgarastyrj- öldin helli sér yfir þá. Ef bandariska þingið ekki fellst á auknar fjárveitingar til aðstoðar við stjóm Lon Nols, þá ættu loftflutningar Bandarikja- manna á birgðum og skotfærum til Phnompenh að stöðvast nú um mánaðamótin og þá félli borgin innan fárra klukkustunda. I borginni eru nú tvær milljónir manna, þar af u.þ.b. helmingur flóttafólk úr öðrum héruðum landsins, og er fólkinu þjappaö saman i borginni eins og sildum i tunnu. örlög þessa hartnær þriðja hluta þjóðarinnar i Kambódiu ráðast þvi um leið og örlög stjórnar Lon Nols. Meðal ibúanna rikir hörð gagn- rýni gegn liðsforingjaklikunni I her Lon Nols, sem opinskátt hugsar aðeins um eigin hag. Spill- ingin eykst stöðugt i öfugu hlut- falli við siðferðisþrek stjórnarinnar. Rikisstjórnin virðistekkert hafa gert til þess að reyna að efla varnirnar. Fjöldi óeinkennisklæddra ungra manna er á ferli i höfuðborginni. Astæðan er m.a. sú, að fyrir smá- upphæð geta menn keypt sér fölsuð stúdentaskilriki og þar með sloppið við herkvaðningu. Og hinir 20 þúsund raunverulegu stúdentar eru einnig „ósnertan- legir”. En það er ekki aðeins rikis- stjómin, sem ekkert aðhefst. Einnig ibúar Hnomph virðast sannfærðir um að það sé fyrirfram vonlaust verk að gripa til vopna til þess að verja stjórn Lon Nols falli. Stúdentaráð háskólans i Hnomph hefur lýst þvi opinberlega yfir, að Lon Lon eigi að steypa af stalli og að „Rauðir Khmerar” hljóti að taka við stjórn landsins. Nú nýlega skipti Lon Nol „mar- skálkur” um mann i æðstu her- foringjastöðunni — vék Sostene Femandez frá, en setti Saksut Sakhan, hershöfðingja i staðinn, og menn biða enn eftir þvi, hvort þeim mannaskiptum muni fylgja aukinn agi I hernum og aukið barátturek. A þvi hefur þó ekk ékki bólað. Og á meðan rignir sprengjunum yfir borgina og flugvöllinn — siðustu lifæð stjómar Lon Nols. Að visu hafa þessar sprengjuárásir ekki ýkja mikil áhrif, og Ibúarnir hafa sannast sagna næstum þvi gelymt þeim og lita á sprengjuregnið sem þátt I daglegu lifi. Menn ganga til og frá vinnu eins og ekkert hafi i skorist. „Kambódiu- menn standa hjá og horfa á risinn spretta”. Með skömmu millibili ýmist lenda flugvélar eða taka sig á loft frá Pochentong-velli. Hér er um að ræða bandariskar flutninga- vélar, sem koma með hrisgrjón, skotfæri og bensin frá Thailandi og Suður-Vietnam. ■psð-er einkafiugMag, svonefnt Bird Air, sem sér uOT*fkitningana og notar til þess flugvélar^sem Bandarikin hafa lagt til og auð- kenndar eru með einkennis- stöfum Kambódiu. Enda þótt sprengjubrot hafi einstaka sinnum hæft þessar flugvélar — einkanlega á meðan verið er að afferma þær — þá hafa enn engin alvarleg slys átt sér stað og flutn- ingarnir hafa gengið nokkurn veginn eftir áætlun, þótt nokkrum sinnum hafi þurft að gera hlé á. Spumingin er sú, hvað Banda- rlkjamenn muni gera ef flug- völlurinn sjálfur virðist vera að falla i hendur skæruliða, en enn hefur stjórnarhernum tekist að koma I veg fyrir það. bað var á sjálfa nýársnótt, sem Rauðu Khmerarnir hófu sókn sina og náðu á sitt vald hverri herstöð stjórnarinnar á fætur annari við Mekongfljót. Loks tókst skaruliðum að stöðva alla flutninga um fljótið og nú ráða þeir þar öllu. I apríl byrja svo monsúnrign- ingarnar og þegar komið er fram I júli rignir svo mikið, að árnar flæöa yfir bakka sina og Mekong- fljótið flæðir yfir mikil landflæmi. Þetta hefur áður orðið Phenh til bjargar, þvi skæruliðar hafa þá neyðst til þess að hörfa. En nú er liklegt, að Rauðir Khmerar geti einnig haft stjórn á flóða- svæöunum bæði með þvi að leggja tundurdufl i ána og eins með vopnuðum fljótabátum, sem þeir hafa náð frá stjórnarhernum. Ef svo verður, þá geta þeir tint Pnompenh eins og fullþroskaðan ávöxt i haust, eins og Sihanouk prins hefur komist að orði. Spurningin er þó sú, hvort Hnompenh muni falla eftir fram- sókn skæruliða eða, hvort mörgu- leiki kann að vera á'þwLað ná friðsamlegu samkomulagi um lok styrjaldarinnar. Það hefur lengi verið ljóst, að engir samningar fást svo lengi sem Lon Nol og kllka hans eru við völd. En þótt svo kunni að fara, að aðrir taki við stjórnartaumunum i Phomp- enh, þá telja menn, að litlar líkur séu á friðarsamningunum. Þvi hvað hafa Pnompenh-menn að bjóða? Þvi er það, að menn ræða nú frekar um „skilyrðisbundnan uppgjöf” — þ.e.a.s. að Phomph gefist upp gegn þeirri einu trygg- ingu, að borgin verði ekki skotin i tætlur i leifturárás Rauðra Khmera. Stefna Bandarikjanna i Kambódiu liggur nú lifvana á jörðinni og það er áreiðanlega litið skemmtilegt fyrir þá að horfast f augu við staðreyndirnar. Stjóm Lon Nols heyr nú styrj- öldina króuð af upp við vegg og þetta er síðasta orrusta hins ráð- rika og sérhyggjufulla marskálks. Fyrir skömmu var fullyrt, að marskálkurinn hefði flúið land. Menn höfðu tekið eftir, að heilum flota af lúxusbifreiðum var ekið frá forsetahöllinni. En daginn eftir var blaðamönnum boðið til forsetahallarinnar til þess aðræða við forsetann og fjöl- skyldu hans. Blaðamennirnir gengu um hallargarðana ásamt litla marskálkinum, sem tiplaði um milli kalkúna og svana i litla dýragarðinum sinum. Fyrir skömmu fékk hann heilablæðingu og hlaut nokkra lömun af. Hann hefur en ekki náð sér af lömun- inni, gangur hans er reikull og stundum þurfa aðstoðarmenn hans að styðja hahh. Það er allsendis vist, að risinn sprettur nú i Kambódiu. Menn geta bæði séð það og heyrt. Timi Lon Nols marskálks er að liða. Sigurvegararnir biða fyrir utan borgarhliðin. Það er ekki lengur spurt um hvort, heldur hvenær þeir haldi innréið sina i borgina. Fimmtudagur 27. marz 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.