Alþýðublaðið - 27.03.1975, Side 6

Alþýðublaðið - 27.03.1975, Side 6
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið H. Montgomery Hyde í þýðingu Hersteins Pálssonar DULARFULU 17 KANADAMAÐURINN ingsálitið í Bandaríkjunum og stefnu stjómarinnar. Þriðja atriðið var stuðningur kanadískra yfirvalda, sem gátu veitt honum verulega aðstoð, er hann þarfnaðist þess. 1 fjórða lagi var stuðningur sá, sem hann aflaði sér þegar við komuna til Bandaríkjanna hjá brezka sendiherranum, Lothian lávarði, er viðurkenndi fyllilega þörfina á þjónustu, sem væri óháð sendiráðinu en þó í rauninni hulinn þáttur starfa þess. Hann taldi þetta einkum nauðsynlegt eins og á stóð, þegar Bretar voru mjög háðir bandarískri hjálp, en gátu ekkert gert til að afla hennar fyrir opnum tjöldum, án þess að fá einangrunarsinnum vopn í hendur. Philip Kerr, 11. markgreifi af Lothian, sem menntaður Bandaríkja- maður lýsti um þær mundir, þegar hann var útnefndur sendiherra 1939, sem „fyrsta bandaríska sendiherranum síðan á tímum Bryces, sem verið hefur annað og meira en óbreyttur skrifari,“ var geðþekkur og leiftrandi persónuleiki, mjög mælskur og gæddur sannfæringarkrafti, þótt hann væri dálítið reikull í trúmálum — hann var rómversk-kaþólskrar trúar en hafði snúizt til Christian Science-stefnunnar. Raunar var talið, að það hefði orðið hans bani, að hann mátti ekki heyra annað nefnt, en að til sín væri kvaddur andalæknir frá Boston í stað sendiráðslæknisins, er hann þjáðist af tiltölulega smávægilegum kvilla. Snöggt og óvænt and- lát hans í Washington í desembermánuði 1940 var mikið áfall fyrir menn eins og Stephenson, sem höfðu náið samstarf við hann, og var hann mörg- um harmdauði, bæði Bandaríkjamönnum og löndum sínum. Utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Cordell Hull, komst svo að orði, að „ágætir hæfileikar hans, hve hann var fús og reiðubúinn til að skilja sjónarmið okkar og túlka sjónarmið stjórnar sinnar, og þægilegur persónuleiki hana gerðu hann að óviðjafnanlegum meðalgöngumanni til að gæta sambúðar stjórna okkur.“ Bandaríkjastjóm heiðraði hann með því að láta greftra hann í Arlingtonþjóðargrafreitnum, en það var sjaldgæfur sómi, sem aðeins veittist einum Breta að auki á stríðsárunum.1) Eftirmaður Lothians í embætti sendiherra varð eftir nokkra hríð Halifax lávarður, og varð sam- starf þeirra Stephensons vinsamlegt, en hvorki eins innilegt né óform- legt og samstarf hans við Lothian. Maðurinn, sem Stephenson hefði öllum öðrum fremur viljað fá fyrir húsráðanda fallega, rauða múrsteinshússins við Massachusetts Avenue í Washington, sem sir Edwin Lutyens hafði nýlega teiknað sem nýja brezka sendiráðið, var hinn hressilegi landi hans og vinur, Beaverbrook lávarður. Stephenson reyndi meira að segja, svo að lítið bar á, að vinna í þágu vinar síns, og 1941 vann hann ötullega að því í óformlegum samræðum við Averill Harriman, er sendur hafði verið til Lundúna sem sérstakur fulltrúi Roosevelts forseta með ráðherratign, að fá því til vegar komið,' að Beaverbrook væri seltur í embættið, því að Stephenson gerði sér þess fulla grein, eins og Harriman, svo að höfð séu eftir hans eigin orð, að „Max var líklegur til að fá miklu meira framgengt við F.D.R. en Halifax, sem forsetinn taldi hálfgert dauðyfli.“ Stephenson dáði Beaverbrook af meira en venjulegri hrifningu, og hann fordæmdi eindregið alla, sem töluðu niðrandi um hann — og þeir voru margir — er úrðu á vegi hans um þessar mundir. „Little Bill“ var hins vegar heils hugar með þeim, sem liann kallaði „sigurvegarana“, en fremstir í þeim flokki voru í Bretlandi þeir Churchill og Beaverbrook og í Bandaríkjunum Roosevelt og Donovan. Stephenson leit svo á, eins og forsætisráðherrann, að sem ráðherra flugvélaframleiðslu væri Beaver-. brook hin mikla hetja „orustunnar um Bretland“, og nær ofurmannlegt afrek hans, sem fólgið var í að fylla raðir orustuflugsveitanna nýjum og viðgerðum flugvélum, réttlætti fullkomlega þann sess í stríðsstjórninni, sem Churchill hafði fengið honum í ársbyrjun 1940. „Þetta var hans stund,“ eins og forsætisráðherrann skrifaði síðar. Eða eins og Stephenson sagði á svo einkennandi hátt við höfund þessarar bókar, „hver gat sagt !) Sir John Dill marskálki. um það, hvort þær grátlega fáu flugvélar, sem flugfærar voru í lok loftorustunnar, hefðu ekki verið færri en alls engin, ef ekki hefði gætt hins óskaplega eftirreksturs, sem Beaverbrook beitti með óvenjulegu þreki * o 44 smu r Þar sem Stephenson var sjálfur gamall og reyndur orustuflugmaður, hafði hann, eins og Beaverbrook, áhyggjur af öryggi sonar hans, Max Aitkens, í orustunni, og hann fann einnig fyrir stolti föðurins yfir því augljósa hugrekki, sem sonurinn auðsýndi. Einkum kunni hann vel lofi kanadísks blaðs, sem sagði, að þeir feðgar væru önnum kafnir við að jafna muninn á flugherjum Breta og Þjóðverja. „Faðirinn smíðar brezk- ar flugvélar, meðan sonurinn eyðileggur þýzkar,“ eins og Tom Driberg sagði í bók sinni um Beaverbrook, sem kom út 1956. Annað mikið stríðsafrek Beaverbrooks var að dómi Stephensons hinn „persónulegi sigur hans“ í Washington, þegar hann fékk Roosevelt for- seta til að „beita mjög breiðum pensli,“ þegar hergagnaframleiðsluáætlun Bandaríkjanna var samin í upphafi. Stephenson taldi áætlunina jafnvel — að minnsta kosti vegna framtíðaráhrifa hennar — enn mikilvægari en störf hans í ráðuneyti flugvélaframleiðslu í London, og Stephenson átti að vera náið vitni að framkvæmd hennar. „Ég stóð bókstaflega á öndinni“, sagði hann, þegar hann frétti um einstök framleiðslumörk, sem forsetinn hafði sett fyrir árið 1942, að því er varðaði flugvélar, skip, skriðdreka og loft- vamabyssur, fyrir samtals 50 milljarða dollara, sem hann vissi, að mundi reyna til hins ýtrasta á afkastagetu þjóðarinnar. 1 því efni var Stephen- son sammála ævisöguhöfundi og fyrrverandi starfsmanni Beaverbrooks, Tom Driberg þingmanni, sem skrifaði síðar, að „líklega hefði enginn annar með sömu þekkingu á stórframleiðslu Norður-Ameríku — áreiðan- lega enginn venjulegur, íhaldssamur Englendingur — getað fengið harð- drægustu og duglegustu iðjuhölda Bandaríkjanna á sitt mál. Það var afrek, sem mun að eilífu verða honum til lofs.“ Eins og Stephenson vissi vel, hafði forsetinn mætur á Beaverbrook og dáði afdráttarlaus og jákvæð vinnubrögð hans, er aðstaðan virtist von- laus og krafðist slíkra vinnubragða. Roosevelt mundi því hafa fagnað honum einkar innilega, ef hann hefði verið gerður eftirmaður Halifax lávarðs við Massachusetts Avenue. En allar horfur á því urðu að engu, þegar Beaverbrook missti heilsuna og sagði því af sér og hvarf úr stríðs- 8tjóminni brezku snemma árs 1942. Fyrir bragðið gegndi Halifax sendi- herrastörfum til stríðsloka. Auk þess sem Stephenson aðstoðaði við öflun mikilvægra nauðsynja, eins og þegar hefur verið lýst, voru þrjú aðalverkefni hans að rannsaka atliafnir fjandmannanna, koma á liæfilegum öryggisráðstöfunum, til að girða fyrir hættu af spellvirkjum á skipum Breta og öðrum eigum, og hafa áhrif á almenningsálitið í Bandaríkjunum, svo það yrði hlynnt að- stoð við Breta. Það var til að starfa að þessum verkefnum, að höfuðstöðv- um hans var upphaflega komið fyrir á 35. og 36. hæð í Alþjóðabygging- unni, International Building, í Rockefeller Centre (630 Fifth Avenue), TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS P.O. BOX 320 REYKJAVÍK Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu. Nafn: ................................ Heimili:.............................. KLIPPIÐ tJT OG SENDIÐ o Fimmtudagur 27. marz 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.