Alþýðublaðið - 27.03.1975, Síða 7
í hreinskilni
sagt
eftir Odd A. Sigurjónsson
I HRINGEKJUNNI IV.
Þáttaskil.
Um þessar mundir tóku aö
gerast margir hlutir i yfirstjórn
fræðslumála hér, og má þó frá
einum segja aðeins i einu.
Hreyfing komst á að sameina
Fræðslumálaskrifstofuna og
menntamálaráðneytið á þann
hátt, að Fræðslumálastjóri yrði
aðeins deildarstjóri i ráðuneyt-
inu, og þá undir beinni yfir-
stjórn ráðuneytisstjóra.
Hér var, að minu viti, stigið al-
varlegt spor afturábak.
Samkvæmt eðli málsins var
Fræðslustjóri i senn yfirmaður
og tengiliður skóla landsins,
sem undir hann heyrðu. Þess-
vegna var eðlilegt, að hann og
skrifstofa hans væru miklu
kunnugri breytilegum og marg-
slungnum aðstæðum i skólum
landsins, en hreinir stjórnsýslu-
menn að mestu án slikrar yfir-
sýnar.
1 annan stað má segja, að ekki
væri eðlilegra að draga fræðslu-
málin inn i ráðneyti, heldur en
t.d. landlæknis- eða biskups-
embættin inn i tilheyrandi ráðu-
neyti, sem engum hefur vist til
hugar komið, sizt i alvöru. Eru
þau embætti þó bæði stórum
umfangsminni.
1 þetta kjölfar voru svo ýmis
önnur afskipti en hreint fræði-
legs eðlis likleg að koma.
Umrót i kennslumálum, sem
hingað barst og áður er getið,
skapaði nokkra óvissu. Sjálf-
sagt er að hafa i huga, að nokk-
urrar uppstökkunar var þörf.
Hinsvegar má ætið deila um
hversu róttæk ætti að vera og
snögg.
Fræðslumál eru þvi næmari
enmörg önnur mál, að nauðsyn
er á að byggja á lifandi reynslu.
Þau verða að þróast, og um-
fram allt verður starfsemin að
vera samstiga við aðstæður
hverju sinni. Af þessu leiðir, að
tilgangslaust er að setja dæmið
upp eftir öðrum forsendum en
fyrir liggja, ef varnta á viðhlit-
andi árangurs.
Ágætt er að hafa auga á, hvað
grannþjóðir gera i slikum mál-
um. En þó mundi vera enn
heillavænlegra að doka við og
skoða, hvernig breytingar
gefast þar, áður en hrapað er að
þvi að feta i slóðina. Enn verður
að hafa i huga, að þótt þjóðir
séu skyldar, eru bæði viðhorf og
aðstæður breytilegar, sem getur
gert allan glórumun.
Ég hygg, að islenzkir skóla-
menn séu siður en svo lokaðir
fyrir gagnlegum nýjungum og
breytingum, en skólamenn ann-
arra landa. Hinsvegar vita þeir
mæta vel, að umgerðin um starf
þeirra, aðstæðurnar, hljóta að
skera stakk, sem ekki er unnt úr
að brjótast, eigi þráðurinn að
haldast óslitinn.
Hvort sem það er nú i beinu
sambandi við þjóðareðli, eða
alda uppeldi, eða hvorttveggja,
hefur hugur landsmanna beinzt
meira að öðru en s.n. raungrein-
um i námi. t þeim vorum við
sannarlega nokkuð á eftir öðr-
um. Þar þurfti þvi að gera
myndarlegt átak, sem hófst
með rannsóknum kunnáttu-
manna. Á þeim grundvelli var
svo tekið til við umsköpun á
eðlisfræðikennslu.
Jafnframt var þess gætt, að
hafa nokkurn umþóftunartima
fyrir skólana. Flestir munu þó
hafa rekið sig fljótlega á þann
þröskuld, að ekki var yfrinn
kostur færra kennara i grein-
inni, þótt þegar væri nokkur
kostur tækja. Fræðilegt uppeldi
kennslukrafta tekur eðlilega
sinn tima og hlaut að verða að
horfast raunsætt i augu við það.
Mestu máli skipti að freista þess
að byggja eins traustan grunn
og fært var, án þess að ætla sér
um of.
frammi fyrir litt reyndum
nýjungum.
En þótt skynsamlegt sé, að við-
hafa rannsóknir i höndum kunn-
áttumanna, eins og hér var gert,
og reisa svo aðgerðir á þeirra
tillögum, þarf það ekki endilega
að eiga við, að sama sé, hver
rannsóknirnar gerir. Þó að
menn hafi aflað sér einhverrar
kunnáttu og jafnvel hlotið
gráður og góðan námsframa,
geta þeir eðlilega verið algerir
viðvaningar i öðru en nám
þeirra beinist að.
Barnaleg oftrú á lærdómsstig er
ekki alveg óþekkt fyrirbæri hér
á landi. Hefur þá ekki ætið verið
gætt að þvi, hvert er hið raun-
verulega inntak kunnáttunnar.
Bakari fyrir smið hefur oft verið
hagnýtt til fleira en hengingar.
Svo nefnd skólarannsóknadeild
var nú sett á laggirnar og for-
staða hennar falin sálfræðingi.
Ætla hefði mátt, að eitt fyrsta
verkefnið væri, að rannsaka
gaumgæfilega, hvers islenzkir
skólar væru megnugir og sniða
verkefnaval þar við. Hér var, að
sjálfsögðu, gengið inn á eðlilegt
verksvið fræðslumáladeildar.
Af þessum og máske fleiri or-
sökum mun sambandið milli ,
rannsóknanna” og deildarinnar
ekki hafa verið nánara en hófi
gegndi, að ekki se mikið sagt.
Brátt hófst nú útgáfa allskonar
doðranta, undir nafninu
námsskrár. Fengu skólamenn
þar margt forvitnilegt að vita,
s.s. um hvert væri markmið
námsins i hverri grein. Nú var
vitað hvorttveggja, að um
markmið námsins töldu menn
sig hafa áður nokkurn grun, og
eins hitt, að þó ymprað væri á
„nýjum leiðum”, var ekki sýnt,
að markvisar ynnist eftir þeim,
þrátt fyrir tugi blaðsiðna um
allskonar fimbulfam sem hellt-
ist yfir kennara og skólastjóra.
Þá tóku að berast allskonar
fyrirmæli, sem ekki voru ætið i
réttu samræmi við möguleika á
framkvæmdum. Eru til um það
æði brosleg dæmi, þótt ekki
verði hér rakin að sinni.
f öllu þessu umfangi kom oft i
ljos þverbresturinn, aðhafábyrj
að á öfugum enda i rannsóknun-
um. Er það raunar ekki á einn
eða neinn hátt furðulegt, ef við-
vaningum eru fengin verkefni,
sem eru ekki meira en svo á
færi, þótt skortur á sjálfsrýni
geti þar nokkuð um bætt i þeirra
eigin hugmyndaheimi.
Hinsvegar eru mál sem þessi of
örlagarik, til þess að mega vera
tilraunasvið fyrir Pétur eða Pál,
nema þá i örlitlum mæli og á út-
jöðrum. Og eitt er vist, að skól-
um eða fræðslustarfi verður
ekki stjórnað, svo vel sé, með
dagskipunum ofanfrá, þótt slik-
ir starfshættir geti hafa heppn-
ast við Stalingrad.
Sameiginlegt
takmark
Sú var tíðin að þjóðin átti tilveru sína beinlínis
undir samgöngum við umheiminn. Svo er að
vissu leyti enn í dag.
En jafnvel þótt þjóðin gætí lifað hér sjálfri sér
nóg, þá hefur hún aldrei ætlað sér það hlut-
skipti að búa við einangrun, um það vitnar sagan.
Takmark þjóðarinnar hefur ætíd verið að sækja
allt það besta sem umheimurinn hefur boöið
upp á, og einnig að miðla öðrum því besta sem
hún hefur getað boðið.
Þess vegna markaði tilkoma flugsins þáttaskil í
samgöngumálum (slendinga, þar opnaðist ný
samgönguleið, sem þjóðin fagnaði, og þegar
reglubundið áætlunarflug til útlanda hófst, varð
bylting í samgöngumálunum.
Það varð hlutverk félaganna beggja að hafa á
hendi forystu í þróun flugmálanna. Hvernig til
hefur tekist skal látið ósagt, en eitt er víst að
aldrei hefur skort á stuðning landsmanna sjálfra.
Nú hafa félögin verið sameinuð.
Það er gert til þess að styrkja þennan þátt
samgöngumála. Með sameiningunni aukast
möguleikar á þjónustu við landsmenn og
hagræðing í rekstri verður meiri. Þannig þjónar
sameiningin því takmarki sem þjóðin hefur sett
sér að hafa á hverjum tíma öruggar og greiðar
samgöngur til þess að geta átt samskipti við
umheiminn.
Það er sameiginlegt takmark félaganna og
allrar þjóðarinnar.
wgfélag LOFTLEIDIR
/SLA/VDS
Félög sem byggðu upp flugsamgöngur þjóðannnar
„Flýttu þér hægt” er gamalt
spakmæli, sem oftast er hollt að
hafa i huga, þegar menn standa
Fimmtudagur 27. marz 1975.