Alþýðublaðið - 27.03.1975, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 27.03.1975, Qupperneq 10
Kynlegasta samfélag heimsins Getur þú gert þér í hugarlund þjöðfélag nú á timum, þar sem skatturinn er 4%, tollar og sölu- skattur öþekkt fyrirbrigði, þar sem ibúarnir borga 420 kr. fyrir húsnæði, mat, ljós og hita á dag- eða húsaleigan fyrir nýtisku Ibúð (ef þú færð hana) er 5.600 kr. á mánuði með hita, ljósi og vatni? Þar sem bensinlitrinn kostaði 21 kr. 1974, þar sem sim- inn kostar ekkert innanbæjar og strætisvagnaferðir eru ókeypis. Þjóðfélag þar sem einkafyrir- tæki á húsin, gerir og heldur við vegum og strætum, kostar og rekur þjónustufyrirtæki — sjúkrahús og skólar meðtalin- og þar sem sama einkafyrirtæki prentar sjálft peningaseðlana? Geturðu ennfremur gert þér þetta þjóðfélag i hugarlund sem bæ með þúsund ibúum inni i endalausri eyðimörk þar sem villt hreindýr eru á beit milli húsanna — þar sem feitur moskusuxi gæti varnað ykkur útgöngu með þvi að leggjast fyrir framan útidyrnar og þú yrðir að hringja i dráttavél til að láta draga hann á brott, eða þar sem unnt er að rekast á isbjörn á gönguferð á götunum. Næst- um ótakmarkaðir möguleikar eru á veiðum og fiskveiðum fyr- ir utan dyrnar og þó að náttúran virðist kuldaleg er hún óvenju fögur og tær? Þannig bær er til. Og hann erinnan landamæra Noregs. Hann heitir Longyearbærinn og er á Svalbarða, á 78 gr. 13’ norðl. og litlar 140 milur frá Norðurpólnum. Þetta hefur verið kallað kyn- legasta þjóðfélag heimsins, og það er ef til vill rétt, ef aðeins hinn siðmenntaði heimur er tek- inn með i reikninginn. Þetta hefur verið kallaður nyrsti bær heimsins, en það er ekki rétt. Rússneski námubærinn Pira- midinn er nokkrum kilómetrum norðar og hefur nær þvi jafn- marga ibúa. Bandariskt námufélag Longyearbærinn er frá árinu 1900 en þá var stofnað félag i Þrándheimi, sem bar nafnið Kolafélagið Þránd- heimur-Spitsbergen og tilgangurinn var aæ rannsaka og notfæra sér kolalög á Sval- barða. Sama ár var leiðangur sendur norður eftir. Þeir grófu upp töluvert af kolum og svæði við Boheman-nesið og vestur- strönd Adventfjarðar voru numin. Kolasýnin voru athuguð og reyndust mjög góð. Næstu ár sendi félagiðleiðangra á staðinn og það voru grafin kol úr jörðu og gerðar athuganir. Það kom I ljós, að það voru mikil kolalög við Adventfjörð, en tilraunir til að útvega fjármagn til að reka reksturinn i stórum stil mistók- ust. Þá var ákveðið að reyna að selja námurnar og eftir viðræð- ur við mörg erlend félög fengu Bandarikjamenn áhugann 1906. The Arctic Coal Company með aðsetur I Boston, Bandarikjun- um var stofnað með Frderic Ayer og John M. Longyear sem aðalhluthafa. Bandarikjamennirnir stækkuðu námurnar og héldu starfseminni áfram til 1915. A þessum tima voru allmiklir árekstrar og verkföll, og það var meira að segja rætt um að fá kinverska námumenn til Svalbarða — til að fá „viðmæl- andi” starfsfólk. Samt var framleiðslan um 40-50 þúsund tonn af kolum árlega. 1916 seldu Bandarikjamenn námurnar hinu nýstofnaða norska félagi Store Norske Spitsbergen Kulkompani A/S, en það félag tók við öllum hinum miklu og verðmætu námum á Spitsbergen. Kaupverðið var 980 milljónir og þar af voru 560 milljónir i mynd hlutabréfa i nýja félaginu. Margar aðrar þjóðir komu til greina sem kaupendur og við megum prisa okkur sæla fyrir, að það voru Norðmenn, sem fengu Svalbarða. Það er vafa- samt, að Noregur hefði fengið Svalbarða skv. Parisar-sátt- málanum 1920, ef ensk, rúss- nesk, þýsk eða sænsk félög hefðu hreppt hnossið. En þessi tiltölulega stutta starfsemi Bandarikjamanna á Svalbarða varð til þess, að nyrsti bær i Noregi hlaut nafn eftir þeim dugmeiri af banda- risku námueigendunum. öldungurinn Harald Strand Það reyndist ómögulegt að hafa upp á nokkrum þeim, sem unnu I kolanámunum á Sval- barða og bjuggu i námubæjun- umþar á frumbýlingsárunum fyrir fyrri heimsstyrjöld, en Harald Strand, 81 árs, frá Rödöy var þar upp úr 1920. Hann vann að visu ekki hjá norska félaginu heldur hjá ensk- rússneksafélaginu Anglo Russian Grumant i námum þeirra i Colesbukta. Hann man ekki ártalið nákvæmlega, en heldur að það hafi verið 1924 eða 1922. Eftir þvi sem hann best man voru verkamennirnir um 1100 og það stemmir við tölur félagsins frá 1924. 1923 unnu nefnilega aðeins 20 manns við námugröftinn og 1922 40 manns. Harald Strand hefur lent I þrælavinnu og mörgu drama- tisku dagana við Ishafið. I Colesbukta vann hann frá vor- byrjun til hausts og það er auð- séð, að hann man eftir þessu sumri sem góðu og skemmti- legu. Griffjöðurin I þessu félagi og yfirmaður verksins á Svalbarða var Nachimson námuverk- fræðingur. Hann var fæddur i Latviu, en fékk verkfræði- menntun sina i Þýskalandi. Nokkrir norskir verkamenn og þeirra á meðal Harald Strand ferðuðust þangað á skipi Nachimsons, skemmtisnekkju þar sem allt glóði af lúxus og fáguðum messing. Aðstæður hjá verkamönnum Anglo Russian Grumant voru sennilega töluvert betri en hjá verkamönnum Store Norske þá. Harlad Strand fór I heimsókntil Logyearbæjarins og hafði þvi tækifæri til að gera samanburð. 1 Colesbukta voru bæði rúss- neskir, skoskir og norskir námuverkamenn. Það var — eftir aðstæðum þeirra tima — óvenju góð samvinna milli stjórnar og verkamanna, segir Harald Strand og hann hrósar rússnesku verkamönnunum og segir, að þeir hafi verið einstak- lega góðir félagar. Rússarnir voru I meirihluta við vinnuna. Nachimson var óvenju góður yfirmaður og hann talaði góða norsku. Það var lika annað áberandi við hann og það var, að hann var svo feitlaginn, að hann get ekki beygt sig til að hnýta skóreimarnar sinar. Þetta sumar fékk Harald Strand það virðulega starf og þeim hef- ur vist samið vel. Nachimson vildi endilega fá Norðmanninn með sér til Englands til að láta hann læra á bil, svo að hann gæti orðið einkabilstjóri hans og hann varð fyrir miklum von- brigðum, þegar Harald tók ekki þessu góða tilboði hans. Launin i námunum fóru eftir afköstum. Þeir fengu 168 kr. á tonnið og 2 tonn þóttu gott dags- verk. Fæði, húsnæði, tóbak og annað sem þeir þurftu til vinn unnar var ókeypis og á hverjum laugardegi fengu þeir 1/2 flösku af áfengi á mann. Maturinn var góður og yfirmenn og verka- menn borðuðu i sama matsal. Það var auðvelt að vinna i námunni, þvi að kolalögin lágu svo hátt, að þeir gátu gengið uppréttir i göngunum. Það kom heldur ekkert slys fyrir þann tima, sem Harald Strand vann þar. Flutningar frá námunum voru með hestum. Siðan voru kolin send með brattri renni- braut um borð til að auðveldara væri að flytja þau yfir á flutningapramma, sem lágu fyrir akkeri við ströndina. Þeg- ar prammarnir fylltust voru þeir dregnir að flutningaskip- inu, sem lá fyrir akkeri úti á firðinum. Þar var engin höfn þá. Aðstæður hjá Anglo Russian Grumant eins og Harald Strand lýsir þeim er vist einn af ljósgeislunum frá bernsku námugraftar á Svalbarða, séð frá sjónarhóli verkamannanna. Frá öðrum námum höfum við heyrt sögur um verkfræðinga og verkstjóra, sem gengu með hlaðna skammbyssu við hlið sér, um brennivinsflóð og þræt- ur, sem enduðu með blóðugum slagsmálum. En endirinn á sögu Harald Strands segir samt ögn frá hin- um „erfiðu dögum”. Hann segir frá ungum Rússa, sem fór til Noregs með sama báti og hann eftir sumarið. Rússinn hafði verið um veturinn og hann hafði verið svo lengi við námugröft, að hann hafði safnað saman 840 þúsund krónum —- sem var stór- fé þá. I Tromsö hélt hann veislu og eignaðist fljótt nýja félaga. Morguninn eftir vaknaði Rússinn auralaus. Lifandi Alfræðiorðabók Longyearbæjar Einn af elstu ibúum á Svalbarða heitir Torgny Knutsen. Hann minnist þess, þegar hann kom sem strákur til Svalbarða 9. des. 1924. Hann hefur búið þar siðan að tveimur árum undanskildum og svo auð- vitað striðsárunum. Hann er lif- andi alfræðiorðabók Longyear- bæjar og hann getur sagt frá þróun hans og miklum breyting- um á þessu timabili. Faðir Torgny Knutsens var frá Röros og hann var verk- stjóri. Mamma hans var frá Kongsberg. Þau ferðuðust mikið um á námusvæðum i Noregi og öll fjölskyldan var al- in upp I þvi umhverfi. Systkinin voru ellefu svo að eitthvað þurfti til að útvega þeim öllum fæði og skæði. Börnin urðu að fara ung að vinna og Torgny var ekki nema hálfs tólfta árs, þeg- ar hann varð að skipta sér milli skólans og vinnunnar. Hann var VETRARVERTÍÐIN Þorskanet Japönsk „Clear" (hálfgirni) no. 210 d/15 — no. 210 d/12 — no. 210 d/9 7" — 7 1/2" möskvi. Japönsk (girni) 6" — 7 1/4" möskvi — nylon T — 700 þorskanet frá Formósu no. 210 d/12 7 1/4" — 32 möskva. Netahringir á þroska- og grásleppunef Steina- og hringjahankar úr gerfiefni og sísal. Teinatóg á þorskanet. Færatóg. Plastbelgir og baujur. Bambusstangir og glögg Viögeröarefni í loðnunætur. Garn 210 d/12 — 210 d/15 210 d/18 — 210 d/21 — 210d/24 — 210 d/36 — 210 d/48 — 210 d/60. Uppsettar lóðir og ábót. . v fiska sem róa met Þe,r ' veiðarfæn fra Skagfjörð! KRISTJÁN QSKAGFJÖRÐ HF Hólmsgötu 4 - Reyk|avík - P.O. Box 906 - Sími 24120 - 24125 m Fimmtudagur 27. marz 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.