Alþýðublaðið - 27.03.1975, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 27.03.1975, Qupperneq 11
I skóla á morgnana og vann svo i matsalnum frá kl. 14 til 22. Hann segir,aðþaðhafi nú verið svona og svona með námið. Hann var tvitugur, þegar hann fór að vinna i námunni. Þá hafði hann unnið i fjögur ár sem kyndari og á skrifstofunni i eitt ár. Nú er hann hættur sem námuverkamaður og er hús- vörður i félagsheimilinu — en þar er einnig pósthúsið bióið og bókasafnið. Skólinn hefur til skamms tima verið þar lika til húsa, en nú hafa Longyearbæ- verjar fengið nýtt og nýytisku- legt skólahús. tbúarnir i Longyearbæ voru um að bil 500, þegar Torgny Knudsen kom þangaðog um það bil 400 unnu i námunum. Þá bjuggu lika fáeinar konur og böm i bænum. Knutsen segir, að það sé ekki unnt að likja saman aðstæðum þá og nú. Braggarnir voru lé- legir og tveir til sex menn voru i hverju herbergi. Það var ekki hægt að baða sig nema um helg- ar, — ef vatnið var þá nóg. Annars urðu menn bara að nota fat. Gallinn var hengdur út á ganginn eftir vaktaskipti. t gamla „amerfkanabraggan- um” var kynnt upp með kolavél og kolarykið var allsstaðar. Það var ekki til neins að taka með sér spariföt, þvi þau urðu fljótt ónýt af skitnum. Maturinn var þó verstur. Það var erfitt að geyma matinn lengi og engar birgðir komu um vetrarmánuðina. Það var lika ekki sama, hver sá um flutn- ingana á matvælunum frá Noregi. Kjötskrokkar voru oft bundnir ofan á lestarhlerana og þá gekk yfir þá sjór og regn svo að það var ógeðslegt að sjá þá Þá var heldur ekki unnt að hafa ákveðið hitastig i búrinu og kartöflurnar, sem komu upp á haustin og áttu að endast allan veturinn, frusu fljótlega. Það var stundum spríttlykt af kartöfluhaugunum, þegar þær voru sóttar. Þá var ástæða til að kvarta yfir matnum, segir Torgny Knutsen. — Það er það ekki lengur. Veturinn er bestur Þrátt fyrir aðstæður sem að mörgu leyti voru frumstæðar og erfiðar sögðu bæði Torgny Knutsen og aðrir gamlir Sval- barðingar, aðlifið i gamla daga hefði haft sinar góðu hliðar — sem ekki séu fyrirhendi lengur. Nú er það svo, að menn sjá bemskuárin oft i rósrauðum bjarma, en þó virðist þetta virkilega hafa verið þannig. öllum kom saman um, að veturinn hafi verið bestur. Þetta litla, einangraða samfélag varð svo rólegt, þegar siðasta skip var farið. Þá var ekkert sem hét útvarp og sjónvarp og fólk varð sjálft að sjá um skemmtanirn- ar. Fólk hittist i fristundum, þekktist og varð eins og ein stór fjölskylda. Það voru stofnuð mörg félög og hópar og fólk var iöið viö að finna eitthvað til afþreyingar. Þama var hljómsveit, leikfélag, iþróttafélag o.s.frv. Fyrir strið- iö voru fimm knattspyrnufélög i Longyearbænum, segir Knutsen, en nú er erfitt að ná i eitt lið og það þrátt fyrir, hvað allt er auðveldara núna. Takið eftir þvi, að einu Svalbarðs- söngmennirnir, sem eitthvað er varið i, eru frá þvf fyrir strið! Fólk var félagslyndara og samstæðara þá og hjálpsamara lika — það sást á söfnunum eftir slys t.d. Stundum var j)ó gengið út I öfgar og niðst á fornarlund Svalbarðinga, þvi að það komu söfnunarlistar frá Noregi lika. Það þekktu allir gjafmildina. Hinir „gömlu, góðu dagar” höfðu sina skuggahlið lika. Ein af þeim var spilamennskan, sem varð oft brjálæðisleg. Það var spilaður póker upp á stórfé og sumir unnu i námunum i 10- 11 ár og áttu ekki krónu eftir. Allt fór i spilum. Rauðbrúnar fjallshliðar Veldi Torgny Knutsens er stóra, gula steinsteypta húsið. Það stendur eitt sér nær mitt milli hinna fjögurra bæjarhluta Longyearbæjarins. Það er hlýr ágústdagur og hið sérkennilega heimskautalandslag minnir oft menn á, að þeir eru ekki heima i Noregi. Adventfjörðurinn er himinblár og Hiorthfjöllin gnæfa fyrir handan eins og musteri. Það eru lika háir og brattir „musterisveggir” um- hverfis þröngan dalinn, sem Longyearbærinn er í. Breið og grýtt á rennur um flatan dals- botninn og bæjarhlutarnir eru tveir sitt hvoru megin dalsins. Það er töluvert bil milli þeirra, en vegurinn er góður og hér eru ekki ófáir bilar. Gamli bærinn er niður við hafið og bryggjuna. Þar er kirkja, prestsetur og sýslu- mannsbústaður. Umhverfis gamalt námuop i fjallinu fyrir ofan er fjallshliðin rauðbrún. Það er minning um námu- sprenginguna miklu 3. janúar 1920, sem kostaði 26 menn lifið og kveikti i námunni — sá eldur ' logaði 110 ár. Kirkjugarður með mörgum hvitum trékrossum er þögull vitnisburður um sorgar- leikinn. I Sömu megin dalsins, en innar, er Sverdrupbærinn nær opinu á útgrafinni námu. Þéssi bær stóð af sér hermdarverk striðsins svo til óskemmdur. Sem betur fer eöa þvi miður, eftir þvi sem hver vill hafa það. Beint á móti Sverdrupbæ hin- um megin dalsins er Nýibær og þar er m.a. eina verslun bæjar- ins og stóri matsalurinn. Hátt i fjaílshliðinni fyrir ofan eru gömul námuop og rauðbrúnar fjallshliðarnar umhverfis þau. Þetta er minnismerki um heim- sókn „herraþjóðarinnar” til Svalbarðs 1943, en þá var kveikt I námunum og mestur hluti Longyearbæjar jafnaður við jörðu með sprengjum frá herskipinu „Tirpitz”. Innar í dalnum er gráblár isfláki, sem er einkennilega mó- rauður við ræturnar. Þessi is- breiða hefur hörfað allmikið frá þvi, að Longyeárbæ var byggður. Knutsen segir, að allir skriðjöklar, sem hann viti um, hafi hörfað. Og Thorgny Knut- sen þekkir landið vel. Hann viðurkennir, að það sé eins með hann og flesta aðra, sem ilengst hafa á Svalbarða, að náttúran, veiðarnar og fiskveiðarnar hafi heillað þá. Noregur er heima! Ung kona með tvö smábörn kemur gangandi rólega eftir veginum. Hún leiðir tvo ákafa stráka við hönd sér. — Konan min er heima i Noregi, segir Knutsen. - Heima i Noregi? Finnst þér Svalbarði og Longyearbærinn ekki vera heimili þitt eftir að hafa búið svona lengi hérna? Finnst þér ekki þú næstum hafa Noreg hér? Honum bregður við spurning- una. Nei, Noregur er nú alltaf föðurlandið, segir hann loks. — Gæti ekki ný kynslóð, sem fæðist og elst upp hér, litið á Svalbarða sem föðurland sitt og sem hluta Noregs? — Nei, svarar hann. — Nei„ ég held ekki. Þó er það vist, að settust Torgny Knutsen og kona hans að i Noregi fyrir fullt og allt, myndi hugurinn oft hvarfla til norðurs — heim til Longyearbæjar og Svalbarða. Þyrla flýgur yfir bæinn og býr sig til lendingar og út á Hotell- nesinu heyrist dynur frá stærri vélum, sem vinna við gerð flug- vallarins. Nútiminn er á leið til norðurs- ins. Gamlir Svalbarðingar biða hans I eftirvæntingu. — Eftir- væntingu, sem er óttablandin hjá mörgum. En stóri hreinninn, sem er á beit við ána milli húsanna hefur' engar áhyggjur af morgundeg- inum. Kynlegasta þjóðfélag heimsins. Við bjóðum yður nytsamar vörur til FERMiNGARGJAFA: Skatthol, snyrtikommóður, kommóður í ýmsum stærðum, skrifborð, svefn- bekkir, stakir stólar í mörgum gerðum o. fl. o. fl. VERZLIÐ AAEÐAN VERÐIÐ ER LÁGT Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjöideild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild Fimmtudagur 27. marz 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.