Alþýðublaðið - 27.03.1975, Síða 13

Alþýðublaðið - 27.03.1975, Síða 13
ÍÞKOTTIR Um helgina fór fram bikar- keppnin i sundi og voru þá sett tvö Islandsmet og eitt jafnaB. Það var Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi, sem setti íslandsmetin, i 800 metra skriðsundi fékk hún tim- ann 10:03,3 min og i 400 metra fjórsundi timann 5:40,1 min. Þá jafnaði Vilborg Sverrisdótt- ir, SH, Islandsmetið f 100 metra skriðsundi 1:03,3 min. og var það besta afrekið i kvennasundinu á mótinu. Besta afreki karla náði Guð- mundur Ólafsson i 200 m bringu- sundi, fékk timann 2:32,1 min. Þá fékk Guðmundur einnig mjög góðan tima i' 100 m bringusund- inu, 1:09,5 min. Það var sundfélagið Ægir sem sigraði með nokkrum yfirburðum ikeppninni, fékk 233stig. Armann varð i 2. sæti með 150 stig og i þriðja sæti varð HSK með 125, 5 stig. Glíma Landsflokkagliman fór fram 22. mars i iþróttahúsi Kennarahá- skólans. úrslit urðu þessi: Yfirþyngd (yfir 84 kg) 1. Pétur Ingvason, Vikv. 3v 2. Guðmundur ólafss., Árm. 2+2v 3. Ingi Ingvason, HSÞ 2+lv Milliþyngd (75 að 84kg) 1. Gunnar Ingvarss. Vikv. 2 1/2+1 2. Kristján Ingvason, HSÞ 2 l/2v 3. Pétur Sigurðsson, Árm. lv Léttþyngd (undir 75 kg) 1. Guðmundur Halldórss., Árm 2+11/2 +1 v 2. Rögnvaldur Ólafss. KR 2+1 1/2+1 3. Halldór Konráðsson, Vikv. 2v Unglingaflokkur 1. Eyþór Pétursson, HSÞ. 51/2v 2. Haukur Valtýsson, HSÞ. 4 l/2v 3. Hjörleifur Sigurðsson, HSÞ. 4v Drengjaflokkur. 1. Auðunn Gunnarsson, UIA. 2v 2. Marinó Marinósson, UIA. 1 3. Kári Þorgrimsson, HSÞ Ov. Sveinaflokkur. 1. Helgi Bjarnason, KR. 2v 2. Skúli Birgisson, UtA. lv 3. Þorvaldur Ingason, KR. Ov Judo Á sunnudaginn fór fram ts- landsmeistaramótið i Júdó og var keppnin oft hörð og spennandi, sérstaklega var viðureign þeirra Sigurjóns Kristjánssonar og Við- ars Guðjohnsen i millivigt tvísýn. Keppt var i 5 flokkum karla og 2 flokkum kvenna og urðu úrslit mótsins þessi: Þungavigt: 1. Svavar Karlsen, JR. Léttþungavigt: 1. Benedikt Pálsson, JR. Millivigt: 1. Sigurjón Kristjánsson, JR. Léttmillivigt: 1. Halldór Guðbj.&,'nsson, JR. Léttvigt: 1. Jóhannes Haraldsson, UMFG. KONUR Þyngri flokkur: 1. Sigurveig Pétursdóttir, Á. Léttari flokkur: 1. Ólafia Jensdóttir, UMFG. í Iok handknattleíksvertíðar Stefán Gunnarsson fékk loksins náð I landsliðinu i leikjunum gegn Dönum og var einn besti maður liðsins. Hann var i hópnum 1972 og 1974 og myndaði þann kjarna. Þá er handknattleikskeppnis- timabilinu þvi sem næst lokið og á nú aðeins eftir að ljúka bikar- keppni HSt. 1. deildarkeppnin i ár var mjög spennandi og ekki séð fyrr en I lokin hvaða lið færi með sig- ur af hólmi. Flestir spáðu að FH og Valur myndu bera sigur úr býtum, en öllum á óvart voru það Víkingar sem sigruðu að lokum. Þeir höfðu þó sjaldnast forystuna, heldur fylgdu efstu liðunum eins og skugginn allt mótið en I lokin kom góður endasprettur sem hin liðin réðu ekki við. Ekki var neinn glæsibragur yfir leik liðanna i þessu móti og kom slök frammistaða FH mörgum á óvart. Þeir tóku þátt i Evrópukeppninni og stóðu sig þar með miklum ágætum og hefur þátttaka þeirra þar ör- ugglega dregið nokkuð úr ár- angri liðsins i tslandsmótinu. Valsmenn byrjuðu mjög illa i mótinu, en tóku svo mikinn kipp eða þar til i lokin að liðið tapaði mikilvægustu lcikjunum. Árangur Fram var ekki meiri en búist var við, eftir að Axels naut ekki lengur við i liðinu bjóst enginn við að það yrði meðal hinna stóru. En öllum á óvart stóð liðið sig með prýði framanaf, eða þar til Björgvin Björgvinsson hætti að leika með þvi. Eftir það gekk ekki eins vel, en góð byrjun i mótinu tryggði samt 4. sætið. Lið Hauka virtist framanaf ætla að blanda sér i toppbarátt- una, en i lokin átti liðið afar slaka leiki sem bundu enda á allar slikar vonir. Armannsliðið kom ef til vill mest á óvart, ef frá er talið lið isiandsmeistaranna. Liðið vann góða sigra á öllum liðunum og var það fyrst og fremst góður varnarleikur samfara góðri markvörslu að þakka, hversu góðum árangri liðið náði. Grótta, nýliðarnir í 1. deild komu lika talsvert á óvart með þvi að halda sæti sinu i deild- inni. Liðið byrjaði nokkuð vel I mótinu og munaði oft litlu að stóru félögin fengju skell. En reynsluleysi og litil breidd hjá leikmönnum kom þá i vcg fyrir að liðinu tækist að láta kné fylgja kviði. En i mikilvægustu leikjunum tókst liðinu að sigra og það gerði gæfumuninn. Fæstir hefðu trúað þvi i upp- hafi keppnistimabilsins að það ætti eftir að verða hlutskipti ÍR- inga að leika i 2. deild á næsta keppnistimabili. i fyrstu leikj- unum voru ÍR-ingar eins og leikmenn Gróttu stundum ó- heppnir og vantaði þá herslu- muninn hjá þeim. En þegar lfða tók á mótið virt- ist vcra hálfgerð sundrung inn- an liðsins og slikt er ekki væn- legt til árangurs i flokkaíþrótt- um og gerði það útslagið hjá lið- inu öðru fremur. Allir eru sammála að lið Vlk- ings hafi borið mestan heildar- svipinn af öllum liðunum. Liðið var mjög vel samæft, hvort heldur var i sókn eða vörn og samvinna leikmanna til fyrir- myndar. Hjá Víkingum sást nokkuð sem er afar sjaldgæft hjá islenskum handknattleiks- liðum, en það voru hraðaupp- hlaup. Voru þau oft mjög vel útfærð hjá liðinu sem skoraði mörg mörk úr þeim. Þá er vert að minnast á lands- liðið og framtið þess. Það er enginn vafi á þvi að núverandi stjórn HSÍ er mjög dugleg og ef til vill sú duglegasta sem setið liefur. Hún hefur nú i nokkurn tima verið að leita fyrir sér að er- lendum þjálfara og hefur mark- mið hennar verið að fá tékk- neska þjálfarann Marez hingað. En fram að þessu hafa þær til- raunir ekki borið þann árangur sem i upphafi var reiknað með. Er nú svo komið að við erum á siðasta snúning með að undir- búa lið okkar fyrir undankeppni Oly mpiuleikanna sem fara fram á næsta ári i Kanada. Núna verður stjórn HSÍ að gera eitthvað róttækt og hefja leit að öörum þjálfara þegar i stað ef ekki á illa að fara. Vert er að minnast á það spor sem stjórn HSÍ ætlar að stiga i undirbúningi landsliðsins, en það eru launagreiðslur til leik- manna. Um það framtak er ekkert nema gott að segja, enda óliklegt að við náum mikið lengra við þær aðstæður sem landsliðið býr nú við. Á næsta vetri verðum við að sniða handknattleiksmótin hjá okkur eftir þeim landsleikjum sem landsliðið mun koma til með að leika, en ekki öfugt eins og nú tíðkast. Þetta er vissulega erfitt i vöfum, vegna húsnæðis- skortsins sem liáir okkur svo mjög en það skref sem stjórn HSI ætlar að stiga verður að fylgja eftir. Aðrar þjóðir sem taka þátt i undankeppninni fyrir ólympiu- leikana hika ckki við að breyta keppnisfyrirkomulaginu hjá sér vegna landsliðsins og spara ekkert til að gera landslið sin sem best úr garði. Þá er vert að geta um þjálfun og val á landsliði okkar i vetur. I upphafi var sagt að Birgir Björnsson yrði aðeins með landsliðið til bráðabirgða, eða þar til erlendur þjálfari fengist. Það dröst þó á langinn og hefur Birgir stjornað liðinu I allan jvetur. Starf Birgis hefur verið erfitt, þvi er ekki að neita og hefur hann ekki haft mikinn tima til æfinga með liðiö. Samt verður ekki komist hjá þvi að deila á hann um valið á landsliðinu. Birgir hefur verið með allskonar tilraunastarf- semi á liðinu. Til hvers? Ekki var það og er hlutverk Birgis að undirbúa liðið fyrir væntanleg átök vegna þátttöku okkar i ólympiuleikunum. Þvi bar honum að tefla fram okkar sterkasta liði hverju sinni, en ekki standa i allskonar tilraun- um eins og raun hefur orðið á. Við eigum mjög góðan lands- liðskjarna sem var uppistaðan i liðinu sem tók þátt i ólympiu- leikunum 1972 og HM 1974. Allir þeir sem voru i landsliðinu i þessum keppnum eru á besta aldri og okkar sterkustu hand- knattleiksmenn i dag. Að visu falla alltaf einhverjir úr, en kjarninn úr þessum liðum er fyrir hendi og hann átti Birgir að nota og byggja siðan landslið upp frá honum. En nú er það framtiðin sem skiptir máli og hefur tækninefnd HSt þegar hafið mikinn undir- búning á uppfræðslu i hand- knattleik og er þar byrjað á réttum enda, það er þeim yngstu. Hefur þegar verið gefin út kennslubók i þjálfun mark- varða, en það hefur verið okkar aðalhöfuðverkur I gegnum árin, slök markvarsla. Ýmislegt fleira er þar á döf- inni og má þar nefna handknatt- leiksskóla sem verður starf- ræktur á Laugarvatni í sumar og er ætlaöur afreksfólki meðal þeirra yngri. Takist þessi áform HSÍ sem á prjónunum eru þurfum við engu að kviða i framtiðinni i viðskipt- um okkar við aðrar þjóðir i handknattleik. Búast má svo við að næsta keppnistimabil geti orðið hið skemmtilgasta, þvi nú má reikna með að félögin muni leggja meiri áherslu á sumar- æfingar en gert hefur verið til þessa og ættu þvi handknatt- leiksmenn okkar að verða betur þjálfaðir á næsta keppnistima- bili, en verið hefur fram til þessa. —BB Smá von hjá Luton Strandamaðurinn sterki er með ólíkindum sterkur A þriðjudagskvöldið léku Leeds og Ipswich sinn þriðja leik i ensku bikarkeppninni og var þá leikið á heimavelli Leicester, Filbert Street. Lauk leiknum með jafntefli 0-0, eftir framlengdan leik og hafa þá félögin leikið i 330 minútur i keppninni. Á þriðjudaginn reyna svo liðin með sér aftur á sama velli, en sig- urvegarinn i þeim leik mætir svo West Ham i undanúrslitum. En úrslit i leikjunum á þriðju- daginn urðu þessi: Bikarkeppnin: Ipswich — Leeds 0-0 1. deild. Birmingham —Carlisle 1-0 Liverpool — Newcastle 4-0 Luton — Arsenal 2-0 2. deild. Notts Conty —Notth. For. 2-2 Sunderland — Oldham 2-2 Þar með fóru siðustu vonir Car- lisle um að halda sæti sinu i 1. deild og getur ekkert bjargað lið- inu úr þessu. Aftur á móti öðlaðist Luton smá' von með góðum sigri á Arsenal og er liðið nú með 26 stig. Carlisle er á botninum með 21 stig og þá kemur Tottenham með 24 stig. Það var fyrrum leikmaður Man. Utd. Jym Ryan sem kom Luton á bragðið með marki úr viti, en áður hafði Rimmer i marki Arsenal sýnt frábæran leik. En leikmenn Luton áttu leikinn ogengum kom á óvart þegar ann- ar tviburinn i liði Lu^on Ron Futcher bætti öðru markinu við. Á Anfield vann Liverpool öruggansigur á Newcastle og lék liðið sinn besta leik á keppnis- timabilinu. Það voru Keegan og Cormack sem skoruðu i fyrri hálfleik, Toshack bætti við þriðja markinu og engum kom á óvart þegar McDermott skoraði fjórða mark Liverpool A föstudagskvöldið fór fram seinni hlut i: Meistaramóts ís- lands i lyftingum og var þá keppt i þyngri þyngdarflokkunum. Eins og við var búist var Hreinn Halldórsson, Strandamaðurinn sterki, maður mótsins og eru kraftar hans með ólikindum, enda bætti hann Islandsmetið i yfirþungavigt um 85 kg. Þá voru þeir óskar Sigurpáls- son og Guðmundur Sigurðsson ekki langt frá þvi að setja met i sinum þyngdarflokki. Crslitin á mótinu urðu þessi: Yfirþungavigt: Hreinn Halldórsson., USS, 325 (150-175) Þungavigt: Óskar Sigurpálsson, Á, 320 (130- 190) Milliþungavigt: Guðmundur Sigurðsson, A, 320 (140-180) Léttþungavigt: Árni Þ. Helgason, KR, 245 (105- 140) A þriðjudagskvöldið tryggði lið IS sér Islandsmeistaratitilinn i blaki, þegarliðið sigraði Þrótt 3-0 i Laugardalshöllinni. Vikingar urðu i 2. sæti, en Þróttarar i þriðja sæti i keppn- inni. Fimmtudagur 27. marz 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.