Alþýðublaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 4
í hreinskilni
sagt
eftir Odd A. Sigurjónsson
Áfangi
Samkomulagið milli samn-
inganefnda verkalýðsfélaganna
og vinnuveitenda nú fyrir
páska, markar væntanlega
þáttaskil. Enda þótt, þegar
þetta er ritað, hafi það enn ekki
verið fullgilt af aðilum, ber að
vona að svo fari þegar timi
vinnst, þótt hefði mátt vera hag-
stæðara.
Enda þó samningar við sjó-
menn, hluta af verzlunarmönn-
um og opinbera starfsmenn séu
enn eftir, mun reyndin sU, að
þegar rakna tekur Ur samninga-
hnUtnum á einum stað i kerfinu,
verður framhaldið nokkru auð-
veldara. Hér skal engu um það
spáð, hversu langan tima tekur
að ná samningum um það, sem
eftir er, aðeins látin i ljós von
um að það dragist ekki lengi og
vinnufriður verði niðurstaðan.
Þvi er ekki að neita, að tals-
vert annar svipur hvilir yfir ný-
gerðum samningum en oftast
áður. Hér virðist freistað að
fara inn á nýjar brautir i
ákvörðun kaup- og kjaramála,
sem auðvitað er óséð enn sem
komið er hvernig gefast.
Að þessu sinni hafa kjör lág-
launafólks notið meiri virktar
en oft áður. Reyndar má óhætt
fullyrða, að vegna taumlauss
dýrtiðarflóðs og visitölubind-
ingar, hafi nU þegar miklu
stærri hluta launamanna verið
þrýst niður á láglaunastig, en
oftast áður. Niðurstaða samn-
inganna hefur þvi orðið nokkur
launajöfnun.
Um launajöfnun hefur oft ver-
ið deilt og þar sýnist oftast sitt
hverjum. Skal það ekki rakið
hér frekar. Hitt liggur á ljósu,
að þegar að kreppir, verður að
teljast fullkomið sanngirnismál,
að rétta þannig hlut þeirra, sem
lakast eru settir um kaup og
kjör, að þeireigi kost á að hafa
sómasamlegt framfæri af vinnu
sinni.
Ekki verður hjá þvi komizt að
lita nokkuð á þátt rikisstjórnar-
innar i þessum samningagerð-
um. Rétt mun það vera, að
fyrirheit forsætisráðherra um
að notaðar verði heimildir um
tolla- og skattalækkanir, sem
felast i feitifrumvarpinu fræga,
hafi endanlega greitt fyrir þvi
samkomulagi, sem gert var.
Auðvitað var engum skyldara
en rikisstjórninni, sem nú um
skeið, já frá þvi hún settist á
stólana, hefur þrengt kosti
launafólks einhliða.
En ef litið er á þann feril og
jöfnum höndum athuguð „rök-
in”, sem hún hefur fram tint
fyrir gerðum sinum, er engu lik-
ara en horft sé ofan i furðuskrin.
Annarsvegar hefur verið viður-
kennt, að verðbólgan, sem geis-
að hefur hér sem eyðandi eldur,
væri þjóðarvoði. Á sama tima
lét stjórnin samþykkja fyrir jól-
in fjárlög, sem allir heilvita
menn máttu sjá, að yrðu um-
fram allt olia i verðbólgueldinn.
Þótt gjaldeyrissjóður okkar
væri á hraðri leið að tæmast,
hélt stjórnin að sér höndum unz
hann var kominn langt niður
fyrir núll. Siðan er lifað á bón-
björgum að þessu leyti, hversu
lengi sem það nú lukkast. Af-
sakanir stjórnarinnar fyrir
hinni fádæma ógætilegu fjár-
lagaafgreiðslu voru helztar, að
fólkið vildi hafa þetta svona!
Já, beinlinis krefðist þess!
Hvaða fólk? Okkur var sagt fyr-
ir jólin, að fjárlögin gætu, sko
ekki lægri verið.
Mundi það svo ekki koma eins
og þruma úr heiðskiru lofti, að
nú, eftir eina þrjá mánuði, skuli
allt i einu vera fært, að draga
saman seglin um 3,5 milljarða?
Allt ber þetta að sama brunni,
sýnir vingulshátt, sem mest
minnir á höfuðsóttarkindur.
Hér hefur áður verið bent á
nokkur einstök atriði i frum-
varpi stjórnarinnar, sem á ,,að
treysta undirstöðu atvinnu og
lifskjara” m.m. Til frekari á-
réttingar þvi, sem þar var sagt,
má benda á skyldusparnaðinn
fyrirhugaða. Trúlegt er, að inn-
heimtu hans fylgi talsverð um-
svif og ærinn kostnaður, og ekki
til ákafleg mikils að slægjast,
ekki einu sinni að dómi höfunda.
Háttalagið um sviptingu
heimilanna á ráðstöfun barna-
bóta er stórum alvarlegra mál.
Þess verður að krefjast af Al-
þingi, að það taki á sig rögg og
geri sér rækilega grein fyrir
þeim alvarlegu afleiðingum,
sem slikar breytingar hlytu að
hafa á ótalinn fjölda heimila i
landinu. Það dugir ekki alltaf að
fljóta sofandi að ósi, sizt undan
straumi frá algerum ráðleys-
ingjum.
Stund milli stríða?
IÐJA,
félag
Félagsfundur verður haldinn fimmtudag-
inn 3. april kl. 5 e.h. i Iðnó.
Fundarefni; samningarnir
Stjórn Iðju
Vantar 6 eða
8 konur eða karla
Fiskvinnslustöð á Patreksfirði vantar 6
eða 8 konur eða karla, helst vant fisk-
vinnu.
Mikil vinna, fæði og húsnæði á staðnum.
Upplýsingar i sima á Patreksfirði 94-1209
eða 1311 og eftir kl. 18 i sima 40885.
t
tJtför eiginmanns mins, föður okkar og afa
BJARNA ÁSGEIRSSONAR
frá ísafirði
Norðurbrún 1
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. aprll ki. 3
e.h.
Unnur Guðmundsdóttir
Ásgerður Bjarnadóttir, Þorsteinn Jakobsson
og börn
.Hjartkær móðir okkar
Rannveig Bjarnadóttir
Stólholti 26
andaðist að Hrafnistu, föstudaginn 28. mars.
Jón R. Ásmundsson
Björn R. Asmundsson, Reynir R. Ásmundsson
Hilmar Sv. Ásmundsson, Sigurður S. Ásmundssson.
VIPPU - BltSKÖRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múropí
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270 sm
Aðrar stærðir. smíðaðar eítir beiðni.
GLUGGASMIÐJAN
Síðumúlo 12 - Sími 38220
SKIPAUTC.CRÐ RÍKISINS
M/s Esja
fer frá Reykjavik föstudag-
inn 4. þ.m. vestur um land I
hringferð.
Vörumóttaka:
þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag til Vestfjarða-
hafna, Norðurfjarðar, Siglu-
fjarðar, ólafsfjarðar, Akur-
eyrar, Húsavikur, Raufar-
hafnar, Þórshafnar, Bakka-
fjarðar, Vopnafjarðar og
Borgarfjarðar eystra.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINáSON
gullsmiður, Bankastr. 12
Barnabókavikan: Fyrirlestrar, bókasýn-
ing, barnaskemmtun.
Miðvikudag, 2. apríl kl. 20:30. Setning
barnabókavikunnar.
Opnunbókasýningar. Erik Skyum-Nielsen
flytur erindi um H. C. Andersen og Sigurð-
ur A. Magnússon les þýðingu sina á ævin-
" týrinu Álfhól eftir Andersen.
Fimmtudagur 3. april kl. 20:30 íslenzkt
barnabókakvöld. Þrir islenzkir rithöfund-
ar (Jenna Jensd., Vilborg Dagbjartsd.,
Guðrún Helgad.) segja frá afstöðu sinni til
barnabókaritunar. Upplestur. Umræður.
Föstudagur4. april kl. 20:30. Barnabækur
og fjölmiðlar. Tordis Örjasæter frá Noregi
flytur erindi. Umræður.
Laugardagur 5. april kl. 16:00 Ole Lund
Kirkegaard frá Danmörku flytur fyrir-
lestur um bækur sinar.
Sunnudagur 6. april kl. 14:00. Barna-
skemmtun. Brúðuleikhús. Leikbrúðuland
sýnir þættina Meistari Jakob gerist barn-
fóstra. Meistari Jakob og pylsusalinn og J.
J. og Djúpsystur syngja.
Aðgangur kostar kr. 150, miðar seldir við
innganginn.
Dagskráin fer fram i fyrirlestrasal Nor-
ræna hússins.
Norræna húsið Félag bókasafnsfræðinga
NORRÆNA
HÚSIÐ
Stúdíó GUÐMUNDAR
Garðastræti 2 er flutt i ■ ■ ■
st5?£i„’ myndatökur
í lit og svart/hvit.
Litpassamyndir tilbúnar samstundis.
Simi 20900.
0
Miðvikudagur 2. apríl 1975.