Alþýðublaðið - 02.04.1975, Qupperneq 5
Ctgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sighvatur Björgvinsson
Fréttastjóri: Helgi E. Helgason
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson
Ritstjórn: Slðumúla 11, slmi 81866
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, slmi 14900
Prentun: Blaðaprent hf.
ÁNÆGJULEG TÍÐINDI
Það er vissulega ánægjulegt, að samningar
skyldu hafa tekist milli vinnuveitenda og þorra
launþega innan ASl um páskana. í siðustu for-
ystugrein Alþýðublaðsins fyrir páska var látin i
ljós einlæg von um að svo yrði og munu flestir
launþegar hafa tekið undir þá ósk.
Að visu eru þessir samningar ekkert til þess
að hrópa húrra fyrir enda aðeins á þá litið af
samninganefnd verkalýðsfélaganna sem
skammtimalausn. Miðað er við það, að
samningarnir—ef samþykktir verða — gildi að-
eins til 1. júni n.k. og að fyrir þann tima verði
búið að ganga frá ýmsum þeim atriðum, sem
ekki var samið um nú og þá fyrst og fremst um
verðlagsbætur á kaup, sem hljóta að vera eitt
meginatriði nýrra heildarsamninga i augum
verkalýðshreyfingarinnar i ljósi þeirrar verð-
lagsþróunar, sem verið hefur i landinu. Þó er
sérstaklega ánægjulegt við þá skammtima-
samninga, sem náðust um páskana, að þar er
fyrst og fremst ráð fyrir þvi gert að leiðrétta
hlut hinna lægst launuðu. Sú hefur verið stefna
verkalýðshreyfingarinnar i samningaviðræðun-
um og þá stefnu hefur Alþýðuflokkurinn stutt.
Þessa stefnu verður lika umfram allt að varð-
veita. Eins og efnahagsmálum þjóðarinnar er
nú komið er ekki unnt að forðast einhverja
kjaraskerðingu, en sú kjaraskerðing á fyrst og
fremst að koma niður á þeim, sem það þola, en
vernda ber kjör hinna, sem minna mega sin.
Þetta er rauði þráðurinn i hinum nýju skamm-
timasamningum og þótt vissulega megi segja,
að láglaunafólkið þurfi að fá meiri leiðréttingu á
kjörum sinum en samið var um — og að þvi
verði að sjálfsögðu stefnt af hálfu verkalýðs-
hreyfingarinnar — þá hefur þó nokkuð áunnist i
þá átt og það sem mestu varðar sú stefna verið
mótuð og staðfest af aðilum vinnumarkaðarins
að bæta þeim fyrst, sem brýnasta hafa þörfina.
LOFORD OM SKATTALÆKKUN
Ýmislegt i hinum nýju kjarasamningum
byggist á pólitiskum aðgerðum, sem rikis-
stjórnin hefur lofað að beita sér fyrir. Eitthvert
þýðingarmesta atriði i þvi sambandi eru fyrir-
heit stjórnvalda um ráðstafanir i skattamálum
— m.a. um nokkra lækkun skatta. Raunar varð
ekki hjá þvi komist að gripa til þess úrræðis, þvi
að öllu óbreyttu stefndi i áttina að mikilli þyng-
ingu skattbyrðar — m.a. sökum rýrnandi at-
vinnutekna hjá mörgum.
Rikisstjórnin hefur gefið ákveðið loforð i
þessu sambandi og engin ástæða er til þess að
ætla, að hún muni ekki við þau standa. En það
skiptir launafólk talsvert miklu hvernig hún
gerir það. Alþýðuflokkurinn hefur t.d. verið
þeirrar skoðunar, að skattalækkunin eigi að
framkvæma með lækkun á tekjuskatti þvi að-
eins þannig er hægt að stjórna þvi, að skatta-
lækkunin komi fyrst og fremst láglaunafólkinu
til góða. Foringjar Alþýðubandalagsins hafa
hins vegar frekar rætt um lækkun á söluskatti,
en lækkun á honum kemur öllum til góða, há-
tekjufólki, ekkert siður en lágtekjumönnum og
þeim mest, sem mestu eyða. Alþýðublaðið legg-
ur áherslu á, að endanlega ákvörðun sina i þessu
efni taki rikisstjórnin i samvinnu við verkalýðs-
hreyfinguna, sem auðvitað hlýtur að hafa
skoðun á máli sem þessu.
i r. i i
SAGAN ENDORIEKUR SIG
MARGT ER SKYLT MEÐ STJÓRNMÁLAKENNDUM SAMTÍMANS
OG ÁSTANDINU í ÞÝSKALANDIFYRIR VALDATÖKU HITLERS
Astæðurnar fyrir herforingja-
byltingunni i Chile árið 1973 verða
skýrari og skýrari. 1 ljós hefur
komið að fyrstu röksemdirnar
um, að Allende hafi ekki getað við
neitt ráðið fá ekki staðist. En þvi
skýrar, sem baksvið atburðanna
kemur i ljós, þeim mun betur
kemur i ljós, að valdataka nasista
i Þýskalandi og valdarán fasista i
Chile minna mjög hvort á annað.
Við skulum lita á nokkur atriði,
sem eru nákvæmlega eins að öllu
öðru leyti en þvi, að i siðara til-
vikinu er um að ræða aðra heims-
álfu og annan tima.
Það fyrsta, sem maður veitir
athygli er, að báðar fasistastjórn-
irnar náðu völdum eftir að mál-
svarar þeirra höfðu sáð rikri
óánægju i brjóst landsmanna. I
bók sinni „Mein Kampf” sagði
Adolf Hitler, að tilgangurinn með
áróðri hans ætti að vera sá að
grafa undan rikisvaldinu og til
þess að ná þvi markmiði yrði
—þegar tillit væri tekið til
heimsku múgsins — að einbeita
sér að fáum, einföldum og auð-
skiljanlegum slagorðum og þau
ætti að endurtaka i sibylju uns
jafnvel hinn heimskasti allra
manna skildi þau og tryði að þau
væru sönn. Tilgangurinn með
þessum áróðri átti að vera sá að
nlða skipulega niður allar aðgerð-
ir rikisvaldsins og stofnana þess
jafnframt þvi sem skefjalausar
árásir væru gerðar á hvern þann,
sem starfaði i þágu kerfisins —
allt frá forsetanum og til borgar-
stjórans I minnsta kaupstað
iandsins.
Herforingjarnir og þeir aðrir,
sem stóðu á bak við valdaránið i
Chile, notuðu nákvæmlega sams
konar aðferðir. Þeirkomu m.a. af
stað illyrmislegum gróusögum
um Allende forseta og mennina i
stjórn hans. Þessi hópur ásamt
vinum þeirra og kunningjum i
fjármálaheiminum réðu yfir
blöðunum ásamt útvarpi og sjón-
varpi i Chile (Allende var
lýðræðissinni fram i fingurgóma
og gerði þvi ekkert til þess að ná
valdi á fjölmiðlunum) Þar sem
andstæðingar Allendes réðu fjöl-
miölunum i landinu var þeim þvi
hægt um hönd að reka þessa nið-
herferð. Jafnframt var hafin bar-
átta um pólitiska innrætingu sem
m.a. lýsti sér i þvi, aðforeldrar
voru hvattir til þess að neita þvi,
að vinstri sinnaðir kennarar
kenndu börnum þeirra, gersam-
lega án tillits til þess, að hvort
umræddir kennarar uppfylltu
skilyrði um þekkingu og kennslu-
hæfni.
Annað, sem var likt á komið
með I Chile árið 1973 og i Þýska-
landi millistriðsáranna, voru hin
miklu áhrif auðmagns og auð-
manna. Flestir muna enn hin ill-
ræmdu nöfn frá árunum i kring
FLOKKSSTARFIÐ
HVERT STEFNIR?
Stjórnmálafundur á Akureyri næst-
komandi laugardag kl. 2.00 e.h.
Alþýðuflokksfélögin á Akureyri efna til stjórnmálafundar n.k.
laugardag kl. 2 e.h. i fundarsalnum að Strandgötu9.
Frummælendur verða:
Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður
Garðar Sveinn Árnason, formaður SUJ
Bárður Halldórsson, menntaskólakennari
Að framsöguræðum loknum hefjast almennar umræður og fyrir-
spurnir.
Mætum vel og timanlega.
Alþýðuflokksfélögin á Akureyri.
um 1930, sem studdu Hitler með
miklum fjárfúlgum. Tökum t.d.
Fritz Thyssen. Efnahagur Chile
laut stjórn 10—15 alþjóðlegra auð-
hringa, og nokkrir þeirra unnu
með bandarisku leyniþjónustunni
CIA. Það er nú ekki lengur aðeins
fullyrðing, heldur viðtekin stað-
reynd, að CIA með hjálp m.a. al-
þjóðlega simaauðhringsins ITT
steypti stjórn Allendes.
Þessi og fjölmörg önnur atriði,
sem áþekk voru i Chile 1973 og i
Þýskalandi 1930 vekja menn til
umhugsunar. Eru ekki svipaðir
atburðir að gerast i ýmsum öðr-
um löndum — m.a. löndum, sem
eru miklu gamalgrónari lýð-
ræðislönd, en Chile var?
Fjölmargir aðilar eru að verki
til þess að reyna að grafa undan
lýðræðislegum stjórnarháttum á
vorum timum. Reynt er að koma
inn hjá fólki tortryggni i garð
samfélagsins og stofnana þess og
skapa óánægju og upplausn.
öfgaöfl til vinstri hafa lengi
stundað þessa iðju, en nú upp á
siðkastið hafa hægri öfgaöflin —
tekið upp þessa sömu niðurrifs-
baráttu. Markmið þeirra er að
stöðva þá þróun til aukins félags-
legs og efnahagslegs jafnréttis,
sem auðkennt hefur hin svo-
nefndu velferðarþjóðfélög —
koma i veg fyrir, að gæðunum
verði jafnar skipt meðal þegn-
anna en nú á sér stað. Þessi fjár-
magnsöfl eru sterk, og þau sigla
undir fölsku flaggi — þykjast vera
að verja frelsi einstaklingsins- en
eru i raun réttri að vernda rétt
fárra einstaklinga til þess að
hagnast á kostnað margra. Þessi
öfl eru að verki i öllum þjóðfélög-
um samtímans — einnig i hinum
vestrænu lýðræðisrikjum — og
efnahagskreppan er vatn á myllu
þeirra.
En við getum einnig lært ýmis-
legt annað af sögunni, en það,
sem þegar hefur verið sagt. Það
var einkennandi fyrir stjórn
Hitlers, sem einnig er einkenn-
andi fyrir fasistastjórnina i Chile
— að þeir, sem með völdin fara
byggja ekki völd sin, áhrif og að-
stöðu á neinni pólitiskri hugsun
eða stefnu. Þvert á móti er reynt
með valdbeitingu að drepa alla
pólitiska hugsun i dróma. Til-
gangurinn er aðeins sá að búa til
umgerð fyrir þann aga, sem
krefjast á af sérhverjum þjóðfé-
lagsþegni til þess að geta stjórnað
hugsunum hans.
An þess þó að við eigum að vera
að mála fjandann á vegginn ætt-
um við samt að veita athygli þvi,
sem likt er á komið með atburð-
um og hneigðum, sem nú eiga sér
stað, og þvi, sem við þekkjum af
sögunni. Ekkert er nýtt undir sól-
inni og flest það, sem nú er að
gerast i stjórnmálum, hefur áður
gerst. Þær stjórnmálahneigðir,
sem nú ógna frelsi og lýöræði,
hafa áður látið á sér kræla i sama
tilgangi — t.d. i Þýskalandi á
þriðja og fjórða áratug þessarar
aldar.
Miövikudagur 2. apríl 1975,