Alþýðublaðið - 02.04.1975, Síða 6

Alþýðublaðið - 02.04.1975, Síða 6
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið H. Montgomery Hyde í þýðingu Hersteins Pálssonar DULARFULL118 KANADAMAÐURINN gegnt kirkju heilags Patreks. I fyrstu var þarna starfað í skjóli brezka vegabréfaeftirlitsins, og þar var þá vitanlega fátt manna, en stofnunin óx óðfluga, eftir því sem þörf krafði og tækifæri gáfust. Þegar undanskildir eru aðstoðarvegabréfaeftirlitsmaður og háttsettur S.I.S.-foringi, sem send- ur hafði verið frá London og veitti mjög mikilvæga aðstoð, störfuðu þar eingöngu karlar og konur, sem Stephenson réð sjálfur. Með einni eða tveim undantekningum hafði ekkert af þessu fólki fengizt við leyni- þjónustustörf áður, og var það valið, af því að það hafði verið í ábyrgðar- stöðum, eða af því að það bjó yfir sérstakri þekkingu, sem gerði því fært að taka að sér ýmis verkefni, sem vinna þurfti. Margir yfirmannanna og nær allt skrifstofufólkið var ráðið í Kanada. Á sama tíma voru ráðnir menrr, sem áttu að starfa úti um allt, því að þeim var ætlað að komast inn í fyrirtæki í eigu eða undir stjórn fjandmannanna, áróðurshópa og sendiráðs- og ræðismannsskrifstofur, og Stephenson sendi fulltrúa til mikilvægra borga eins og Washington, Los Angeles, San Fransiskó og Seattle. En hann var fljótur að átta sig á, að engin rök hnigu að því, að leynistarfsemi hans einskorðaðist við Banda- ríkin, því að til að hindra sem víðast, að Bretar gætu notið aðstoðar Bandaríkjanna, varð fjandmaðurinn að láta til skarar skríða annars staðar í Vesturheimi, og þá yrði einnig að ráðast á hann annars staðar. Þar af leiðandi kom Stephenson á sem nánustu sambandi við brezku ritskoðunina, sem hafði einmitt sent deild frá Englandi til Bermuda, þar sem Liipper-flugveiar og skip Bandaríkjanna, sem fluttu póst, komu nú við á leið sinni til og frá Evrópu, og þar sem athugun á öllum þessum pósti átti að veita hinar mikilvægustu upplýsingar um athafnir fjand- mannanna af öllu tagi hvarvetna í Ameríku. Edwin Herbert, röskur lögfræðingur, hafði fyrir skemmstu verið útnefndur ritskoðunarstjóri pósts og síma, og hann flýtti sér að heim- sækja Stephenson í New York. Fullkominn trúnaður komst á með þeim, og sama varð upp á teningnum skömmu síðar í viðskiptum Stephensons við tvo reyndustu embættismenn ritskoðunarinnar, Charles des Graz, stjómarformann Southeby’s, og aðstoðarmann hans, William Hill-Wood, sem starfaði í Morgan Grenfellbankanum í London, þegar þeir tóku við stjóm allrar brezkrar ritskoðunar í Vesturheimi fyrir tilstilli Herberts og settu á laggir höfuðstöðvar sínar í New York. Sams konar tengslum var komið á við öryggisyfirvöld Kanada, einkum riddaralögregluna. Loks setti London Steplienson í beint samband við leyniþjónustu Breta í Suður- Ameríku, að svo miklu leyti sem hún var til þar. En hann varð þess fljót- lega áskynja, að fæstir starfsmannanna þar vom betur búnir til starfa en skrifstofa vegabréfaeftirlitsins í New York hafði verið við komu hans. Stephenson hófst því handa um að styrkja Suður-Ameríkudeildina með því að senda fulltrúa sína til allra mikilvægra miðstöðva í Mexíkó og Mið-Ameríku. Á þessum fyrstu dögum samvinnu þeirra hefði Edgar Hoover og F.B.I. ekki getað verið samvinnuliprari. Augljóst var, að vaxandi starf- semi Stephensons, sem notaði ekki aðeins eigin leyniumboðsmenn heldur einnig það, sem var í rauninni einkalögregla, til sérstakrar verndar á brezkum eigum, var augljós ógnun við hlutleysi Bandaríkjanna og hefði alls ekki getað átt sér stað án þegjandi samþykkis F.B.I. En Hoover var meira en sá, sem veitti leyfið. Hann var í rauninni vemdari þessarar starfsemi. Hann stakk upp á dulnefni hennar, British Security Co-ordina- tion. Auk þess heimilaði hann afnot af loftskeytastöð F.B.I., sem var B.S.C. mánuðum saman eina örugga leiðin til að hafa samband við aðal- stöðvamar í London. Persónulega hafði hann mjög náið samstarf við Stephenson í þágu hins algerlega „óhlutlausa“ tilgangs að vemda brezka hagsmuni og vinna þeim gagn í styrjöldinni gegn Þjóðverjum og Itöl- um, og hann fól foringjum sínum að aðstoða B.S.C. á allan hátt, sem þeim var unnt. I stuttu máli, Hoover lét F.B.I. hefja hið algera bandalag við brezku leyniþjónustuna, sem forsetinn hafði hvatt til. Árangri þess bandalags er lýst öllu nánar síðar í þessari bók. Til að byrja með er hentugt að geta hér eins eða tveggja dæma, sem gerðust snemma í sam- vinnu Hoovers við Stephenson. 1 október 1940 hafði Hoover frétt lijá starfsmönnum sínum, að ítalska sendiráðið í Washington hafði tekið úr bönkum í Bandaríkjun- um 3.850.000 dollara af ítölskum innistæðum, og átti að senda féð til Suður-Ameríku í ítölskum stjórnartöskum. Hann ræddi þessar upplýs- ingar við Stephenson, og urðu þeir ásáttar um, að þótt þama kynni að- eins að vera um að ræða öryggisráðstöfun ítölsku stjómarinnar gegn mögulegum „frystingarfyrirmælum“ af hálfu ríkisstjórnar Bandaríkjanna, væru líkur fyrir því, að féð mundi notað til greiðslu á kostnaði við undir- róðursstörf, einkum af því að teknir höfðu verið út litlir seðlar. Þeir ákváðu því sameiginlegar gagnráðstafanir. Hoover lét hafa gæt- ur á starfsliði ítalska sendiráðsisn, og þegar sendimennimir lögðu af stað flugleiðis, lét hann F.B.I.-menn fylgjast með þeim. Þarna var um þrjá sendimenn að ræða, tvo ræðismenn og að auki sendiráðsritara. Þeir ferð- uðust saman allt suður til Brownsville í Texas, en þar skildu leiðir. Ræðis- mennirnir, sem höfðu 2.450.000 dollara meðferðis, héldu áfram til New Orleans, en sendiráðsritarinn — með afganginn í fórum sínum — fór með lest til Mexico City. Stephenson símaði tafarlaust upplýsingar til fulltrúa síns í Mexico City, svo að hann hæfist þegar handa. Fulltrúinn gat komið því svo fyrir, að taska ritarans var opnuð samkvæmt heimild yfirmanns mexi- könsku leynilögreglimnar, og var féð í henni gert upptækt. Þetta var vit- anlega skerðing á réttindum opinbers sendimanns. Þegar ítalski sendi- herrann mótmælti, og það gerði hann all-kröftuglega, bað Mexíkóstjórn kurteislega afsökunar á heimskulegu og óheppilegu athæfi „nýs og óreynds skrifara“. En féð setti hún í lokaðan reikning, svo að ekki var hægt að nota það til undirróðursstarfa. Þetta atvik var síðan notað, bæði í Mexíkó og síðar í Bandaríkjunum, til opinbers áróðurs gegn nazistum. Því miður náðist ekki til fjárins, sem ræðismennirnir höfðu með- ferðis, svo að það varð ekki sett undir eftirlit. Brezkir leyniþjónustumenn höfðu gert flóknar ráðstafanir til að taka það traustataki í Pernambuco, en af því varð ekki, þegar skipið, sem sendimennimir höfðu farið með frá New Orleans, sigldi áfram til Rio de Janeiro. Þar hafði utanríkis- ráðherra Brazilíu, sem fengið hafði tilkynningu um komu fjárins, fallizt á að veita því sérstaka vemd sína, og þrátt fyrir síðari fullyrðingar gagn- vart áhrifamiklum, brezkum fulltrúa í Rio, að eftirlit mundi verða haft með fénu, stóð hann við heit sín gagnvart ítölum, með því að tryggja öragga afhendingu þess í sendiráðið. Þessar sameiginlegu aðgerðir manna Hoovers og Stephensons bám því aðeins árangur að nokkra leyti. En þær vora nægilega áhrifaríkar til að letja Itali frekari tilrauna til að flytja fjármuni fyrir opnum tjöldum til Suður-Ameríku. Það er ljós vottur um hugrekki Hoovers og framsýni, að hann skyldi fást til svo einlægrar samvinnu. við Stephenson. Sú staðreynd, að liann | TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS P.O. BOX 320 ■ REYKJAVÍK . Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að ■ Alþýðublaðinu. I Nafn: ................................... I Illeimili:............................................. . KLIPPIÐ ÚT OG SENDID o Miðvikudagur 2. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.