Alþýðublaðið - 05.04.1975, Side 1

Alþýðublaðið - 05.04.1975, Side 1
(H)ROS! SJA BAKSIÐU alþýðu LAUGARDAGUR 5. apríl 1975 — 78. tbl. 56. árg. ÖRYQGI FLUGVALLA UNDIR SMASJANNI! FÆSTAR BUDIR MYNDU LQKA „Verkfall það, sem við höfum boðað til, frá og með 10. april, nær aðeins til þeirra verslana og kaup- manna sem eru i Félagi is- lenskra stórkaupmanna, Kaupmannasamtökunum og Verslunarráðinu, en eiga ekki aðild að Vinnu- veitendasambandinu, og það eru um 15—20% af okk- ar félagsm önnum, sem starfa hjá þeim aðilum,” sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavikur, i viðtali við Alþýðublaðið i gær, en fyrsti samninga- fundurinn milli þessara deiluaðila var haldinn á miðvikudag og þokaðist þá ekkert i samkomulagsátt. Kaupmenn fóru þá fram á frest til dagsins i gær, en þá var fundur boðaður klukk- an 17.00. 1 millitiðinni ætl- uðu kaupmenn að kanna hvað rikisstjórnin gæti fyrir þá gert og gengu full- trúar þeirra á hennar fund gærmorgun. „Þetta fólk er allt lág- launafólk, sem samkvæmt samningunum við Vinnu- veitendasambandið, Sam- vinnufélögin og KRON, ætti að fá láglaunabætur,” sagði Magnús ennfremur, „og ég trúi þvi ekki fyrr en á reynir, að það eigi að sitja eftirnú, i stað þess að búa við sömu kjör og aðrir. Eins og er hefur ekkert þokað i áttina, en ég vona að það gerist eitthvað á Margir árekstrar lítil slys Mjög mikið var um árekstra og slys i Reykja- vik i gær, en i flestum til- vikum var um minnihátt- ar óhöpp að ræða og slys á mönnum óveruleg. Flest- ir urðu árekstrarnir stuttu eftir hádegi. Þá var ekið aftan á nýjan bil i Ananaustum og hann stórskemmdur. þeim fundum sem fram- undan eru, þannig að ekki þurfi að koma til verk- falla.” Nú stendur yfir ail vifttæk úttekt á öryggismálum alira fiugvalla á tslandi, og hefur flugmálastjóri, Agnar Kofoed Hansen, umsjón með þvi verki. Sagði fiugmálastjóri I samtali við Alþýðublaðið i gær, að hann vonaðist til að geta skilað áliti i siðari hluta maimánaðar. Flugmálastjóra var falið að gera úttekt þessa fyrir um það bil mán- uði, og hefur hann siðan haft sam- vinnu við ýmsa aðila, sem koma nærri flugmálum. Meðal þeirra er flugöryggisnefnd flugmanna, og sagði flugmálastjóri, að þeir hafi þegar lagt margt mjög nytsamlegt til málanna varðandi flugöryggi á landinu. Þá sagði flugmálastjóri, að m.a. verði höfð samráð við full- trúa flugfélaganna um öruyggis- mál, sem varðar starfsemi þeirra. Að öllum likindum á eftir að koma i ljós ýmislegt varðandi öryggi á flugvöllum landsins, og má i þvi sambandi nefna, að at- vinnuflugmaður einn lét þau orð falla við blaðamann Alþýðublaðs- ins um Reykjavikurflugvöll, að hann vari varla ílugvöllur, — m.a. væru ýms tæki á vellinum oft biluð. Aöflugstækin komu fyrir þremur árum — hafa enn ekki verið tekin í notkun Flugmenn á islensku millilandavélunum er farið að lengja æði mikið eftir að settur verði upp lendingar- búnaður við Keflavikur- flugvöll, sem kom til lands- ins á árunum 1971 og 1972, en hefur enn ekki verið tek- inn i notkun. „Þarna er um að ræða blindlendingarkerfi að- flugshallaljós og aðflugs- ljós, og við erum búnir að biða lengi eftir þvi, að það verði tekið i notkun,” sagði Gunnlaugur P. Helgason flugmaður og formaður flugöryggisnefndar flug- manna, þegar Alþýðublað- ið ræddi við hann i gær. „Það, að þessi tæki starfa ekki gerir aðflug að vellin- um erfiðara en það þyrfti að vera, en þau eru flest við þverbrautina, sem var lengd,” sagði Gunnlaugur. „Tafirnar eru af mörg- um ástæðum,” sagði Leifur Magnússon hjá flugörygg- isþjónustunni, þegar Al- þýðublaðið ræddi við hann. ,,Um blindlendingarkerfið er það að segja, að það er komið á sinn stað, en fram- kvæmdirnar við brautar- lenginguna töfðu það verk. Sama er uppi á teningnum hvað varðar aðflugsljósin, þar hafa orðið afgreiðslu- tafir, en Aðalverktakar hafa séð um þá fram- kvæmd á vegum hersins og eftir því sem mér skilst ætluðu þeir að ljúka við uppsetningu ljósanna i fyrra, en líklega verður þeim lokið i þessum mán- uði,” sagði Leifur Magnús- son að lokum. HÆTTUM VIÐ STUÐNINGI VIÐ KÚRDA AF ÖnA VIÐ HEFND ARABARÍKJA? „Hingað hafa komið tvær sendinefndir frá Kúrdum til þess að leita eftir stuðningi Islendinga við sinn málstað á vett- vangi Sameinuðu þjóð- anna. Siðari sendinefnd- ina ræddi Einar Agústs- son, þáverandi og núver- andi utanrikisráðherra, og var hann þeim ákaf- lega hliðhollur og vin- veittur i orði. Lofaði hann þeim að leggja málið fyr- ir rikisstjórnina, sem þá var vinstri stjórnin sáluga, en þegar Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna var svo sett, þá næst á eftir, minntist hann ekki einu orði á Kúrda i ræðu sinni, hvernig sem á þvi stóð”, sagði Erlendur Haralds- son, sálfræðingur, i við- tali við Alþýðublaðið i gær, en hann er einn af meðlimum Kúrda- nefndarinnar svonefndu og hefur dvalið nokkrum sinnum meðal þessa þjóðabrots, sem nú er verið að ganga milli bols og höfuðs á i Irak. „Hvers vegna utan- rikisráðherra gugnaði á þvi að hefja máls á þessu vandamál, þegar að Alls- herjarþingi kom”, sagði Erlendur ennfremur , „er ekki gott að segja. Mér segir þó svo hugur um, að það hafi stafað af hræðslu um að ef við tækjum upp málstað Kúrda opin- berlega, gæti það snúið Aröbum gegn okkar mál- stað á Hafréttarráðstefn- unni. Við vorum ekki bundin oliukaupum frá þeim, og höfðum ekki einu sinni stjórnmála- samband við neitt rikja þeirra nema Egyptaland á þessum tima, svo að þetta virðist eina senni- lega skýringin. Kúrda skipti það mjög miklu máli, að fá okkur til að hefja máls á vanda sinum innan S.Þ.” sagði Erlendur að lokum, „þar sem þeir voru búnir að fá loforð hjá nokkuð mörg- um rikisstjórnum, um að þær tækju vinsamlega undir málstað þeirra, en vantaði einhvern aðila, sem þyrði að vekja fyrst máls á þessu. Það voru þvi mikil vonbrigði, eftir fyrri undirtektir utan- riksiráðherra, að hann skyldi ekki minnast einu orði á þá, þegar til kom.” Alþýðublaðið hafði samband við tvo af ráð- herrum vinstri stjórnar- innar, sem sat á þessum tima, þá Magnús Kjarta- son og Magnús Torfa Ólafsson, til þess að graf- ast fyrir um afgreiðslu þessa máls hjá rikis- stjórninni. Reynt var að ná sambandi við aðra ráöherra, þar á meðal ráðherra Framsóknar- flokksins, en það reyndist ekki unnt. Magnús Kjartansson minntist þess ekki, að Kúrdar eða þeirra málefni hefðu nokkru sinni verið til um- ræðu á rikisstjórnarfundi. Orðrétt sagði Magnús: „Ég minnist þess ekki að utanrikisráðherra hafi orðað þessi mál á rikis- stjórnarfundi.” Magnús Torfi svaraði fyrirspurn blaðsins á þennan veg: „Eg man það, að sendinefnd Kúrda átti vðræður með utan- rikisráðherra, en hvort þeirra mál voru rædd inn- an stjórnarinnar, þori ég ekki aðsegja um. Hitt veit ég, að þar kom engin til- laga fram til afgreiðslu um þá eða þeirra málefni.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.