Alþýðublaðið - 05.04.1975, Qupperneq 4
(Jtgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson
Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson
Fréttastjóri: Helgi E. Helgason
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson
Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900
Prentun: Blaðaprent hf.
HEIMSKA HLAUPASntAKA
Það leynir sér ekki að i þeim deilum, sem
verið hafa að undanförnu milli menntamanna-
klikunnar i Alþýðubandalaginu og verkalýðs-
arms flokksins tekur Þjóðviljinn eindregna
afstöðu með hvitflibbungunum. Þetta kemur
t.d. glöggt i ljós i sambandi við ágreininginn um
hvernig haga eigi þeirri skattalækkun, sem
rikisstjórnin hefur heitið. Magnús Kjartansson
og menntamannaklika hans vilja, að sú skatt-
lækkun verði látin koma fram með lækkun á
söluskatti — þ.e.a.s. skattalækkun, sem kemur
hátekjumönnum jafnt að gagni og lágtekju-
mönnum og þeim mest, sem mestu eyða.
Alþýðusamband íslands — þ.á m. helstu
foringjar Alþýðubandalagsins i verkalýðshreyf-
ingunni s.s. eins og þeir Snorri Jónsson,
Eðvarð Sigurðsson og Benedikt Daviðsson — er
hins vegar eindregið sömu skoðunar og Alþýðu-
flokkurinn um, að skattalækkunin eigi eingöngu
að koma fram i lækkun á tekjuskatti þvi þá sé
hægt að tryggja það, að skattalækkunin komi
láglaunahópunum i þjóðfélaginu fyrst og fremst
til góða. Hefur ASÍ — þ.á m. þeir Snorri, Eðvarð
og Benedikt — ritað fjárhagsnefndum Alþingis
bréf með eindregnum tilmælum um, að öll hin
boðaða skattalækkun verði framkvæmd á tekju-
sköttum og njóta sjónarmið þessi stuðnings
Þjóðhagsstofnunarinnar, eins og Björn Jónsson,
forseti ASÍ, upplýsti i viðtali við Alþýðublaðið.
Einnig þarna er sem sagt djúpstæður
ágreiningur milli hvitflibbakommanna i
Alþýðubandal og verkalýðsarms flokksins.
Og auðvitað tekur málgagn flokksins,
Þjóðviljinn, afstöðu með menntamannaklikunni
i þessu máli sem öðrum, enda er hópurinn i
kringum Þjóðviljann kjarninn i menntamanna-
kliku Magnúsar Kjartanssonar. í forystugrein
blaðsins i gær er ráðist harkalega að sjónar-
miðum þeirra Eðvarðs Sigurðssonar, Snorra
Jónssonar og Benedikts Daviðssonar i þessum
málum og sagt, að þau sjónarmið, sem þeir
aðhyllast, séu endemisfjarstæða, sem aðeins
hafi áður sést i Morgunblaðinu og Timanum.
M.ö.o. af þvi að verkalýðsleiðtogar Alþýðu-
bandalagsins eru á öðru máli en menntamanna-
klika Magnúsar Kjartanssonar þá lætur Þjóð-
viljinn i það skina, að verkalýðsmennirnir séu
komnir á mála hjá ihaldsblöðunum og segir
skoðanir þeirra vera „endemisfjarstæðu”. Þær
eru farnar að verða kaldar kveðjurnar, sem
Þjóðviljinn er farinn að senda verkalýðs-
leiðtogum Alþýðubandalagsins, þótt enn reyni
leiðarahöfundar blaðsins að orða þær undir rós
með þvi að nefna önnur nöfn i árásarskrifunum
þótt hugurinn snúist allur um höfuðféndur hvit-
flibbaklikunnar — verkalýðsforingjana, flokks-
bræður þeirra.
Heimska hlaupastráka Magnúsar Kjart-
anssonar á Þjóðviljanum kemur svo fram i þvi,
að þeir virðast halda, að Gylfi Þ. Gislason hafi
fundið upp söluskatt! ,,Gylfi Þ. Gislason fann
upp söluskattinn á sinum tima”!, segir Svavar
Gestsson i leiðara Þjóðviljans i gær. ,,Sá vafa-
sami heiður verður ekki af honum tekinn hér”
er svo hið gáfulega framhald
Andstaða Þjóðviljaklikunnar gegn yfirlýstum
vilja verkalýðshreyfingarinnar i skattalækk-
unarmálunum er þá byggð á þvi, að hún heldur,
að Gylfi Þ. Gislason hafi fundið upp söluskatt og
að þeir Eðvarð, Snorri og Benedikt Daviðsson
ætli að láta hjá liða að svipta hann höfundar-
gleðinni. Svona geta menn verið hlægilegir á
prenti.
I K I l
WWJ >ww’ ||||||
^^mmmm^^mmmmm^mmmmmm^^^^^^mmmmmm^^^^^^mmmmmmm^
Ringulreið í Washington kann
að leiða til örvæntingarfullra
aðgerða í Indókína
Flóttamaður frá Danang með látiö barn sitt i fanginu. Barnið, sem hul-
ið er segldúk, var ekki myrt af kommúnistum. Hún var skotin þegar
aginn i Saigonhernum hrundi I rúst og hermenn réðust á óbreytta borg-
ara með skothrið og handsprengjukasti til þess að komast um borð I
siðustu flugvélarnar, sem fluttu flóttafólk til Saigon.
Meö hruninu í Suður-
Vietnam og Kambódiu#
meö uppgjöf samningaum-
leitananna í Miðjarðar-
hafsbotnum og með valda-
skriði kommúnista í Portú-
gal hefur bandarísk utan-
rikisstefna beöið skipbrot
á þremur vettvöngum þar
sem alþjóðlegir hagsmunir
Bandsríkjanna — og að
nokkru leyti Vestur-
Evrópu einnig — voru í
húf i.
1. ) Bandarikin eru nú endan-
lega að yfirgefa Indókina. Upp-
lausnin i Saigon og Kambódiu á
sér enga hliðstæðu ef undan er
skilinn hinn skipulagslausi flótti
Chang Kai-shek frá meginlandi
Kina árið 1949.
2. ) Bandarisk áhrif i araba-
löndunum eru þverrandi eftir að
eyðimerkursandurinn hefur hulið
„skref — fyrir — skref; aðferð
Kissingers. Nú verður að leita þar
að nýju áhrifajafnvægi milli
Bandarikjanna og Sovétrikjanna.
Vera kann, að Vestur-Evrópa eigi
eftir að gegna mikilvægu hlut-
verki i samningaviðræðunum,
sem nú verða hafnar i Genf.
3. ) Raunverulega er varla hægt
að lita lengur á á Portúgal sem
aðildarriki að NATO. Ef
kommúnistum tekst að uppskera
sigur i kosningunum þann 25.
april n.k. er allt óráðið um NATO-
herbækistöðvarnar i Lissabon, á
Azoreyjum og á Madeira.
Hvernig leiknum lyktar i
Portúgal veit enginn enn. Þar
getur brugðið til beggja vona. En
enginn vafi rikir á um hverjar
endalyktirnar verða i Indókina og
hvaða afleiðingar það muni hafa i
för með sér fyrir Bandarikin. Það
eru ekki aðeins bandamennirnir i
Saigon og Phnompenh, sem eru
að falla. Einnig vinur þeirra i
Washington, Henry Kissinger, er
i hættu.
Kissinger verður áreiðanlega
lengi enn i sviðsljósinu sem ein-
staklingur. En áætlun hans um
einn allsherjar heimsfrið hefur
hrunið saman með sókn hinna
indónesisku þjóðfrelsisherja gegn
Nguyen van Thieu og Lon Nol.
Það má svo sem segja, að þótt
ætlun Kissingers sé héðan i frá
dæmd og grafin, þá sé allt ekki
þar með glatað. Hugmyndir Kiss-
ingers um lausn mála i Indókina
voru hvort eð er áferðarfegurri á
pappirnum en hvað þær voru
raunhæfar. 1 raun og veru var hér
um að ræða pólitiska þanka
manns, sem hugsar eins og hugs-
að var i pólitik á 19. öld og skortir
skilning á þeim þjóðfélagslegu og
sterku öflum, er setja svip sinn á
vora tima.
Upplausn
En hinar sviknu og fölsku
draumsýnir geta orsakað örvænt-
ingarfullar athafnir af hálfu
Bandarikjamanna. Bæði Kissing-
er og Ford forseti þrábiðja þessa
dagana bandariska þingið um
leyfi til þess að Bandarikin hraði
sér til hjálpar við hina sigruðu
herkónga i Indókina. Hinsvegar
er ekki ljost, hverju éða hverjum
á að bjarga i Kambódiu eftir að
Lon Nol er flúinn. Á hinn bóginn
er enn timi til þess, að tryggja
van Thieu ófram yfirráð yfir Sai-
gon og nágrannahéröðum með
mikilli bandariskri aðstoð. Suður-
Vietnam yrði þá einskonar borg-
riki, sem næði yfir Saigon sjálfa
og óshólma Mekong.
Ef þetta er i rauninni það, sem
Bandarikjamenn vilja, þá er upp-
lausnin i stjórnarherbúðum
Fords sist minni, en sú, sem rikir
i Saigon og i Pnompenh.
Ford veit auðsjáanlega ekki
hvað hann á til bragðs að taka.
Hann veður i villu og svima.
Opinberlega virðist forsetinn
fylgjast með atburðunum frá
minútu til minútu, en i raun hefur
hann ekkert að segja. Milljónir
Bandarikjamanna urðu aðfara-
nótt s.l. þriðjudags áhorfendur að
næstum ótrúlegum atburðum á
sjónvarpsskerminum. Frétta-
menn flykktust um forsetann til
þess að fá eitthvað að heyra, en
Jerry „tyggjó” Ford stakk af upp
i þyrlu, sem beið hans, segjandi:
„Nei, nei — ekki þetta”!
Hvern fjandann viljið þið, að
hann geri, hrópaði talsmaður for-
setans, Ronald Nessen, svo til
hinna reiðu fréttamanna.
Þegar fréttamennirnir settust
svo að Nessen sagði hann aðra,
enn ótrúlegri setningu: „Þetta er
ekki okkar strið”!
Nokkrum sekúndum áður höfðu
sjónvarpsstöðvarnar sýnt frétta-
myndir frá suður-vietnömskum
hafnarborgum, þar sem hermenn
skutu á óbreytta borgara til þess
að tryggja sér sæti i siðustu flug-
vélinni, sem flutti flóttafólk til
Saigon.
Skelf ilegir
hæfileikar
En enginn getur borið á móti
þvi, að striðið i Indókina er strið
Bandarikjanna, sem hafa um
mafgra ára skeið haldið lifinu i
van Thieu og Lon Nol. Það er
beinlinis hlægilegt fyrir banda-
risk stjórnvöld að ætla að fara að
afneita þvi nú. Að svo er enn þann
dag i dag kemur t.d. i ljós með
þvi, hve illa bandariska stjórnin
tekur tortryggnu þingi, sem ekki
vill lengur senda bandariskt fé og
bandarisk hergögn til Indókina.
Fyrst og siðast er striðið strið
Kissingers. Með Parisarsamn-
ingunum náði hann bandarisku
herliði brott frá Vietnam, en frið-
inn tryggði hann ekki og banda-
risk hergagnaaðstoð við stjórnina
i Saigon varð meiri eftir Parisar-
samningana, en hún hafði nokkru
sinni áður verið. Hæfileikar Kiss-
ingers reyndust vera hæfileikar
til að byggja skýjaborgir — ekki
til þess að finna varanlega lausn
mála.
Það eru þessir hæfileikar, sem
hann svo ákaft hefur notað allt frá
Indókina, til striðs Indverja og
Pakistana, yfir Kýpur og til Mið-
jarðarhafsbotna og Portúgals.
Þau afskipti hans hafa stór-
skaðað það álit, sem hann áður
naut og gert hann að skotskifu
fyrir gagnrýni bandariskra þing-
manna.
Og það sem verra er: Þessir
hæfileikar hafa beinlinis skapað
efasemdirnar um trúverðugleik
Bandarikjanna og gert að engu
vonir manna um, að Washington
undirstjórn Fords myndi reynast
heiðarlegri og hreinni staður, en
hún var undir stjorn forvera hans
i embætti.
Laus staða
Kennarastaöa I eðlisfræði og stærðfræöi viö Menntaskól-
ann á isafiröi er laus til umsóknar. Æskilegt er að kennar-
inn geti einnig annast kennslu I hagnýtri stærðfræði og
forritun.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavlk, fyrir 20. maf n.k. — Umsóknareyöublöð fást I
ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið, 1. april 1975.
0
Laugardagur 5. april 1975