Alþýðublaðið - 05.04.1975, Page 7

Alþýðublaðið - 05.04.1975, Page 7
A sunnudag, klukkan 16.25 er á dagskrá Hljóðvarpsins um- ræðuþáttur um fóstureyðingar og sjálfsákvörðunarrétt kon- unnar i þeim efnum. Stjórnandi þáttarins er Árni Gunnarsson, fréttamaður, en þátttakendur, auk hans eru þau Ellert Schram, alþingismaður, Guð- mundur Jóhannosson, læknir, Vilborg Harðardóttir, blaða- maður og Jón G. Stefánsson, læknir. Undanfarið hafa miklar um- ræður spunnist um fóstur- eyðingar og þau ýmsu mál sem að þeim lúta. Það sem valdið hefur umræðum þessum er frumvarp það sem nú liggur fyrir Alþingi, en það hefur vakið eindæma mikið fjaðrafok. Alls kyns félagasamtök og all- margir einstaklingar hafa látið i sér heyra opinberlega um þetta mál og hefur hver haft þar sina skoðun á. Það sem harðast er um deilt, er þó ekki hvort fóstureyðingar skuli leyfðar, eða ekki, heldur hver skuli hafa úrslitavald um það hvort þær eru framkvæmdar i einstökum tilvikum. Upp hefur komið ákaflega sterk hreyfing, sem heldur fram þeirri kröfu, að hver kona, sem er með barni, skuli sjálf og ein hafa úr- skurðarvald um það hvort fóstri er eytt. Aðrir benda á lækna og jafnvel félagsráðgjafa sem eðlilega ákvarðendur og hafa deilur þessar orðið all miklar. Þátturinn i útvarpinu, ætti þvi að geta orðið ærið at- hyglisverður, þvi þar eru á ferðinni fulltrúar tveggja gagn- stæðra hópa: þeirra sem halda rétti konunnar fram, og þeirra sem vilja halda völdum þessum i höndum lækna. Annað það sem athyglisvert virðist i dagskrá Hljóðvarpsins um helgina, er næsta fátt. Jón Kl. 22.05: Hoffman. Hoffman er bresk gaman- mynd, gerð árið 1971. Með aðal- hlutverk fer hinn bráðsnjalli Peter Sellers, en hann leikur einmana miðaldra mann, sem verður ástfanginn af stúlku, sem hann vinnur með.Hún er heitbundin öðrum og lætur sér fátt um finnast allar tilraunir Benjamins Hoffman til að stiga i vænginn við hana. Hún lætur sér fátt um finnast, þegar Hoff- man býður henni að snæða með sér. Benjamin Hoffman er ekki sú manngerð, sem gefst upp vio fyrstu misheppnaða tilraun. Hann bruggar ráð, sem hann telur að muni duga. Rétt er að geta þess, að mynd þessi var sýnd i' Háskólabiói fyr- ir fáum árum. Aðrir aðalleikar- ar eru Sienad Cusack og Jermy Bulloch. Annað virðist ekki sérlega at- hyglisvert i dagskrá Sjónvarps- ins. Mest ber þar á framhalds- þáttum og föstum liðum, svo sem venja er, enda svo komið að vart er hægt að imynda sér sjónvarpsáhorfendur sem áhugasama neytendur. Sjón- varp opnar fólk liklega meir til þess að fá „skammtinn sinn”, en af forvitni. R. Hjálmarsson, skólastjóri, mun þó flytja okkur erindi um Friðrik mikla, ætt hans og upp- runa, og takist honum upp, gæti þar verið á ferðinni skemmti- legt erindi, fyrir þá sem leggja athygli sina að sögu, eða skyld- um greinum. Þetta er fyrsta er- indi Jóns, en fleiri munu fylgja á eftir. Erindi þessi nefnir hann Einvaldur i Prússlandi og hefur hann flutning þeirra klukkan 21.45 á sunnudagskvöld. STJÖRNUSPÁIN Vatnsberinn 20. janúar—18. febrúar Andstaða gegn hugmyndum þinum er i lágmarki i dag. Vinir þinir verða liklega hjálpsamir og dagurinn er hagstæður til viðræðna við áhrifa- fólk. Fiskarnir 19. febrúar—20. mars Þú verður að sinna heilsu þinni betur. Likamleg streita er nokkuð sem þú verður að forðast. Heimsóknir og ferðalög eru ekki heppileg og fólk verður þér ekki sammála i dag. Hrúturinn 21. mars—20. apríl Þetta verður liklega leiðinlegur dagur og fjöl- skylduvandamál trufla þig og valda áhyggjum. Astarmálin verða viðkvæm og deilur gætu risið af minnsta tilefni. Reyndu að sýna tillitssemi og lagni, en treystu ekki loforðum. Nautið 21. apríl—20. mai Þú gætir orðið fyrir miklum vonbrigðum i dag. Utgjöld þin gætu aukist vegna vandamála ætt- ingja og atvinna veldur þér áhyggjum. Láttu samt ekki hagga rósemi þinni og forðastu likam- lega streitu. Tviburinn 21. mai — 20. júni Góður dagur til viðskipta við lögfræðinga, presta og aðra slika. Einnig góður dagur til einbeiting- ar við nám og skapandi störf. Þinir nánustu verða hjálpsamir og dagurinn i heild ánægjuleg- ur. Krabbinn 21. júni—20. júli Nú er tíminn til að ráðast i þær framkvæmdir sem þú hefur frestað undanfarið. Fjölskyldan verður samvinnufús og þér gæti tekist að leysa gamalt vandamál, sem lengi hefur hrjáð þig. Ljónið 21. júli — 21. ágúst Góður dagur, að þvi er varðar persónuleg sam- bönd þfn. Samvinna og hópvinna geta fært undraverðan árangur og yfirmenn verða auð- veldir viðureignar. Sinntu skapandi störfum. Meyjan 22. ágúst—22. september Hlustaðu á tillögur þinnanánustu og leitaðu eftir álitiþeirra á skapandi verkefnum þinum. Sinntu heimilinu og fjölskyldunni og reyndu að hafa bætandi áhrif á umhverfi þitt. Vogin 23. september—22. október Sérlega góður dagur til þess að koma skapandi störfum og viðfangsefnum á rekspöl. Fjármálin bjóða upp á minni áhættu en verið hefur og ást- armálin lofa góðu. Sporðdrekinn 23. október—22. nóvember Góður dagur til að sinna heimili og fjölskyldu. Þér gefst færi á að tryggja þér stuðning áhrifa- fólks. Hafðu augun opin fyrir ágóðamöguleikum og láttu bjartsýnina rikja. Bogmaðurinn 23. nóvember—20. desember Allt það sem krefst andlegrar áreynslu ætti að ganga sérlega vel i dag. Reyndu að ná upp bréfaskriftum þinum. Vinir og nágrannar ættu að vera hjálpsamir og þægilegir og stutt ferða- lög gætu fært óvæntan hagnað. Steingeitin 21. desember—29. janúar Einkar góður dagur hvað snertir fjármál. Við- skipti ganga vel og skila meiri hagnaði en verið hefur. Astandið heima fyrir er einnig betra og þú skalt notfæra þér þessar aðstæður eins og þú getur. Einnig skapgæði yfirmanna þinna. F RAGGI ROLEGl FJALLA-FÚSI Nú hef ég ekki fleiri' slúðursögur að segja þér i dag Loðvlsa.. Fgev LASSUJE.LI—. J og ég vona aö þér heilsist vel og kvefiö batni fljótt Sveitarstjórnir og menningarmái Akveðið hefur verið að halda ráðstefnu i Reykjavik dagana 6.-8. april á vegum Sambands islenskra sveitar- félaga, og taka til umræðu efnið Sveitarstjórnir og menn- ingarmál. Langt er siðan til orða kom að helga eina ráð- stefnu þessu efni, og margt bendir til, að menningarmál séu sveitarstjórnarmönnum ofarlega I huga um þessar mundir. Setningarathöfn verður i Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 6. april kl. 17.00, en afhending gagna hefst nokkru áður, eða kl. 16.30. Formaður sam- bandsins setur ráðstefnuna, en siðan mun Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamála- ráðherra, flytja erindi um rikisvald og menningarmál. Sýnd verða atriði úr starfi, sem unnið hefur verið á veg- um sveitarfélaga i vetur. Þátttakendum og gestum þeirra verður boðið upp á ó- formlega máltið i leikhúsinu um kl. 13.30, og kl. 20.00 gefst þeim kostur á að sjá leikritið „Hvernig er heilsan?”. Starf- semi Þjóðleikhússins verður kynnt, og tækifæri gefst til að ræða við leikhúsfólk eftir sýn- inguna. Mánudaginn 7. april og þriðjudaginn 3. april fer ráð- stefnan fram i Súlnasal Hótel Sögu. Þá verður nánar fjallað um samstarf rikis og sveitar- félaga á sviði menningar- mála, kynnt verksvið mennta- málaráðs og Listasafns Is- lands. Nokkrir fulltrúar sveit- arstjórna, hver úr sinum landshluta, annast framsögu um hlutverk sveitarstjórna i menningarmálum og tals- menn áhugamannasamtaka og listamanna lýsa viðhorfum sinum til málsins. Rúmur timi er ætlaður til almennra um- ræðna og skoðanaskipta um hina ýmsu þætti menningar- mála. M.a. verður reynt að leita svara við þvi, hverjar séu skyldur sveitarstjórna i menningarmálum, hvert sé eðlilegt hlutverk þeirra á þessu sviði, hvernig ástandið er i raun og veru og hvernig stubningi rikis og sveitarfé- iaga vð menningarmál verði best hagað i framtiðinni. Fyrstu undirtektir gefa til kynna, að sveitarstjórnar- mönnum þyki gagnlegt að bera saman bækur sinar um þessi efni einmitt núna. Auk þess að þetta er 25. ráð- stefnan, sem sambandið held- ur, er nú rétt 10 ár frá þvi að þessi þáttur i starfsemi sam- bandsins hófst og 30 ára af- mæli sambandsins. Stjórninni þykir þvi efni til að hafa nokkru meira við i þetta skipti heldur en titt er á öðrum ráð- stefnum, enda vel við hæfi umræðuefnisins að fella setn- ingarathöfnina inn i kynningu á starfsemi Þjóðleikhússins, en það á 25 ára starfsafmæli i sama mánuði. Laugardagur 5. apríl 1975 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.