Alþýðublaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 10
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður
af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið
H. Montgomery Hyde
í þýðingu Hersteins Páissonar
DULARFULU 22
KANADAMAÐURINN
sókn og því að fá alla nauðsynlega aðstoð hjá F.B.I. og öðrum opinber-
um stofnunum Bandaríkjanna.
Eftir að fyrirtækið hafði verið athugað og samningur tmdirskrifaður,
var nauðsynlegt að ganga úr skugga um, hvort öryggis væri gætt í verk-
smiðjunni, sem framleiddi hergögnin. Við það notfærðu menn sér skil-
yrði í öllum brezkum samningum við bandarísk fyrirtæki, þar sem gert
var ráð fyrir tæknilegri skoðun varningsins á ýmsum stigum framleiðsl-
unnar, og þegar hann væri fullgerður. Athuganir þessar voru framkvæmd-
ar af eftirlitsnefnd Bandaríkjanna og Kanada, sem bækistöðvar höfðu í
Ottawa, skrifstofu í New York og stóran hóp tæknimenntaðra manna
starfandi á ýmsum stöðum. Guthrie kom á sambandi við þetta dreifða
starfslið og tryggði aðstoð eins stjórnarstarfsmanns nefndarinnar, sem
var síðar settur í öryggisdeildina. Sérstakt starf þessa manns var að heim-
sækja allar verksmiðjur, er störfuðu fyrir Breta, tryggja góðan aðbúnað
eftirlitsmanna á hverjum stað og koma lagi á ýmis vandamál starfs-
mannanna. I samvinnu við hann útbjó öryggisdeildin sérstakt eyðublað
varðandi öryggisástand hverrar verksmiðju, og iitfylltu eftirlitsmennirnir
það. Jafnframt voru óháðar skýrslur gerðar varðandi gagnsemi örvggis-
ráðstafana. öryggisdeildin gat þess vegna samið fullkomið yfirlit yfir
alla brezka samninga, sem gerðir voru við bandarískar verksmiðjur, og
gengið úr skugga um öryggisástand á hverjum stað.
Hafa verður í huga, að B.S.C. hafði enga lagaheimild til að knýja
fram öryggisráðstafanir í bandarískmn verksmiðjum á bandarískri grund,
og fyrir setningu láns- og leigulaganna veittu hernaðaryfirvöld litla eða
enga aðstoð í þessu efni. B.S.C. sneri sér þess vegna til framleiðenda af
eigin hvötum, og þótt bersýnilega þyrfti að auðsýna mikla nærgætni og
háttvísi, tókst öryggisdeildinni með tímanum að lelja nær alla þessa að-
ila á að ganga til samvinnu um að gera allar mögulegar ráðstafanir gegn
8pellvirkjum í verksmiðjum þeirra. Jafnframt féllst Purvis á að taka upp
spellvirkjaákvæði í venjulega samninga innkaupanefndarinnar. I samn-
ingsákvæði þessu féllst framleiðandinn á að viðhafa eðlilegar varúðar-
ráðstafanir gegn spellvirkjum og tilkynna innkaupanefndinni um allt
slíkt athæfi eða tilraunir til þess í viðkomandi verksmiðju. Sér til liag-
ræðis við þetta hafði hann ráðleggingaskrá, sem B.S.C. liafði gefið út
handa öllum bandarískum verksmiðjum, er unnu fyrir brezkan reikning,
og voru þar gefin heilræði um, hvemig girða ætti fyrir, að mögulegir
spellvirkjar gætu komið sér fyrir.
Næstu skrefin voru svo fólgin í að flytja vaminginn örugglega úr
verksmiðju til hafnarbakka og koma honum óskemmdum í skip. Yegna
hins fyrra héldu starfsmenn öryggisdeildar B.S.C. 24 stunda vörð með vit-
und og samþykki lögreglu og slökkviliðs á staðnum, hafnareftirlitsmanna
og strandvarða. Vegna síðara atriðisins, sem krafðist sérstakrar kunnáttu í
að umgangast hafnarverkamenn og sjómenn, sem gátu verið „erfiðir“,
réð Stephenson, samkvæmt ráðleggingum Guthries, menn með mikla
reynslu varðandi kaupskipasiglingar ásamt þekkingu á starfsstaðnum.
Menn þessir, sem kallaðir vom öryggisstarfsmenn ræðismannsskrifstof-
unnar, voru iitnefndir í New York, Boston, Fíladelfíu, San Fransiskó og
tólf öðrum Bandaríkjaliöfnum, þar sem 95 af hverjum 100 brezkum skip-
um komu. Skyldur þeirra voru meðal annars að gæta þess, að á skips-
fjöl kæmust ekki spellvirkjar í dulargerfi gesta, viðgerðarmanna, hleðslu-
stjóra og skipavörukaupmanna; aðgæta tæki til spellvirkjavarna, svo sem
hlífar og net; verndun sjómanna fyTrir ágengni þeirra, er komast vildu
að leyndarmálum þeirra, og kveða niður og halda leyndum fréttum nm
skipsfarma, ferðir skipa og skipalestir. Árið 1941 var þetta kerfi aukið,
svo að það náði til tuttugu og sex aðalhafnarborga Suður-Ameríku.
Að líkindum var ekkert hafnarsvæði eins opið og höfnin í New
York, þar sem flugumaður fjandmannanna þurfti ekki annað en fara
með Stateneyjarferjunni til að sjá, hvar brezk skip lægju og hvenær þau
ættu að láta í haf — eins og slíkur maður bar og fyrir rétti í njósnamáli.
öryggisstjóri ræðismannsskrifstofunnar í New Yoxk, sem hafði tíu að-
stoðarmenn, skipti höfninni í þrjú hverfi. Menn hans voru í verði í öll-
um hverfunum allan sólarhringinn og hringdu þeir á klukkustundar
fresti í sérstakt símanúmer til að gefa skýrslu. Óslitin varzla var einnig
höfð um tvö mikilvægustu, brezku kaupskipin, Queen Mary og Queen
Elizabeth, hvenær sem þau voru í höfn, og skiptust menn um að gæta
þeirra á átta stunda fresti. Að því er þau snerti, og yfirleitt öll brezk
skip í bandarískum höfnum, voru nánastar gætur hafðar á því, að menn
reyktu ekki um borð, svo og að koma í veg fyrir að óviðkomandi menn
eða menn undir áhrifum áfengis kæmust um borð. Vegabréfaskoðun var
framfylgt með festu; leitað var á verkamönnum og skipverjum bæði þeg-
ar þeir fóru um borð og á land; og skoðað var í alla böggla og verkfæra-
kassa.
Þegar styrjöldin stóð sem hæst, hafði B.S.C. í þjónustu sinni þrjátíu
og einn öryggisstjóra í sambandi við ræðismannaskrifstofur auk starfsliðs
þeirra í Bandaríkjunum og fjörutíu og fimm í Suður-Ameríku. Sam-
tals framkvæmdu þeir árlega um 30 þúsund athuganir á brezkum skip-
um til spellvirkjavama. Árangurinn varð sá, að ekkert brezkt skip fórst
eða tafðist alvarlega af völdum spellvirkis í Bandaríkjahöfn öll stríðs-
árin. Eftir að eldur kom upp í franska hafskipinu Normandie og það
lagðist á hliðina í höfninni í New York í febrúar 1942 — af því að neist-
ar frá tækjum logsuðumanns kveiktu í hrúgu af björgunarbeltum, sem
fyllt voru kapok — leiddi rannsókn í ljós, að hvorki meira né minna en
fimm af átta fyrirmælum öryggisdeildarinnar varðandi logsuðuvinnu,
sem hafnarstjórinn hafði fengið eintak af, höfðu verið þverbrotin.
Þegar undanskilið var mikilvægi þess að vernda skip fyrir tortím-
ingu, var ekkert eins nauðsynlegt og sá sparnaður, sem fólginn var í sem
allra skjótastri afgreiðslu skipa í höfn. Hann var að nokkru tryggður af
öryggisstjórunum, sem gátu samið við lögreglu staðar um að flytja drukkna
sjómenn á skipsfjöl frekar en setja þá í svartholið (stundum skipu-
lögðu þeir slíkar aðgerðir sjálfir), og að nokkru af því ágæta sambandi,
sem sir Connop Guthrie hafði komið á við sjómannasamband Breta, því
að fulltrúar þess í Bandaríkjunum hjálpuðu við lausn vinnudeilna og
leituðu uppi óróaseggi meðal skipshafna. Sjómenn kvörtuðu oft, að þeir
væru óvinnufærir, skipin sóðaleg eða ekki haffær, yfirmenn of strangir
og þar fram eftir götunum. Fulltrúi sambandsins rannsakaði málið. Ef
það var ljóst, að menn gerðu sér upp eða ýktu, hafði hann vald til að
synja kvörtunum þeirra sem fulltrúi sambandsins. Ef kvartanir þeirra
voru liins vegar réttmætar, skýrði hann öryggisstjóra frá því, en hann
tilkynnti aðalstöðvum B.S.C., og ráðstafanir voru gerðar til að kippa
þessu í lag. Sú staðreynd, að stríðsflutningaráðherrann í London, Leathers
lávarður, var náinn, persónulegur vinur bæði Stephensons og Guthries
var til mikils hagræðis við framkvæmd alls þessa fyrirkomulags.
Stundum barst kvörtun frá aðila á staðnum, svo að utanríkisráðu-
neytið lagði fram opinber mótmæli. Sumner Welles, varautanríkisráð-
herra, skýrði frá leiðinlegu atviki, sem gerðist í Baltimore í sambandi
við dönsk kaupskip, er leigð höfðu verið stríðsflutningaráðuneyti Breta
eftir að Þjóðverjar tóku Danmörku, en áhafnirnar voru danskar eftir
sem áður. Hann lýsti þessu þannig:
Þegar skipin áttu að láta í haf, kom á daginn, að allmarga danska
sjómenn vantaði. Þeir voru dreifðir um knæpufjöldann við liöfnina
í Baltimore. Einhverjir kappsfullir starfsmenn brezku leyniþjónust-
unnar leigðu fjölda vörubifreiða, fylltu þær hæfilegum fjölda brezkra
flotalögreglumanna og héldu síðan úr einni knæpunni í aðra — án
þess hirða liið minnsta um yfirvöld Bandaríkjanna á staðnum — og
tóku með valdi alla þá ætluðu dönsku liðhlaupa, sem þeir gátu fundið,
settu þá á vörubifreiðarnar og óku þeim til skips. Þegar borgaryfir-
völdin í Baltimore fréttu um þetta, hringdu þau tafarlaust til mín.
Ég lét brezka sendiherrann vita jafn tafarlaust. Óþarft er að geta
Miðvikudagur 9. april 1975.