Alþýðublaðið - 14.04.1975, Blaðsíða 7
Félagsfundur
Verslunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund
í kvöld kl. 20.30
að Hótel Esju.
Fundarefni:
Samningarnir.
Verslunarmannafélag
Reykjavíkur
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
Viðskiptamenn vorir eru beðnir að at-
huga, að frá og með 14. april 1975 verður
simanúmer verkfræðistofunnar
8-44-99
VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR TFIORODDSEN sf
ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499
Sendlar óskast
á afgreiðslu Alþýðublaðsitá JQýgrfisgötu
8—10. f.h.
Hafið samband við afgreiðsluna, simi
14900.
VANGA
FRAGANGI OG MEÐFERÐ
RAFLAGNA ER LIFSHÆTTULEG
Útdráttur úr slysa-
skýrslum
Seljalandsvegur 2,
febr.
isaf., 26.
Sunnudaginn 25. febrúar var
rafmagnseftirlitsmaður Raf-
veitu ísafjarðar kvaddur í húsið
nr. 2 við Seljalandsveg, sökum
þess, að Ibúar hússins töldu raf-
magnsljösin gefa aðeins hálfa
birtu. Við rannsókn kom i ljós,
að annað bræði var fyrir ljósa-
grein var sprungið, og einangr-
unarviðnám greinarinnar til
jarðar aðeins nokkur ohm. En
jafnframt rannsókn á ljósalögn-
inni var inntakskassi húsveit-
unnar athugaður. Vörin i honum
voru „vel styrkt”, þ.e. vartapp-
arnir of stórir. Var skipt um vör
i inntakskassanum, og kom i
ljós, þegar hann var opnaður, aö
eitt og annað þyrfti lagfæringar
við. Daginn eftir, 26. febrúar,
voru sendir menn frá Rafveit-
unni til þess að skipta um búnað
i inntakskassanum og lagfæra
inntakstaugarnar. En um leið
og strengurinn var hreyfður,
varð I honum mikið skamm-
hlaup, hann brann í sundur og
eldur stóð upp um allar þiljur.
Svo heppilega vildi til, að
spennistöðin, sem strengurinn
var tengdur við, var mjög ná-
lægt. Einnig var brunaboði i
næsta nágrenni. Var straumur
þegar rofinn i spennistöð, og
slökkviliðið kvatt út, en starfs-
menn Rafveitunnar höfðu slökkt
eldinn, þegar slökkviliðið kom á
staðinn.
Tjón á húsinu varö litið, og
engin slys á mönnum. Ástæður
fyrir þessu óhappi eru taldar
vera þessar:
Stofnpipa úr járni liggur að
hluta utan einangrunar i út-
vegg, en að hluta i lofti milli
upphitaðra ibúðarhæða. Má þvi
ætla, að töluverð daggarmynd-
un eigi sér stað. 1 öðru lagi náði
einangrun inntakstauga aðeins
rétt upp úr raflakkinu, og raki
átti þvi greiðan aðgang inn i
strenginn. Lagður var nýr stofn,
plaststrengur, og aðrar lagfær-
ingar gerðar.
Gilsárstekkur 7, Rvk., 5. febr.
Bilun i þvottavél olli eldglær-
ingum i vélinni, og skömmu sið-
ar rauf lekastraumsrofi straum
að vélinni. Um aðrar skemmdir
af völdum elds er ekki getið.
Hótel Loftleiðir, Rvk^., 9. mars
Föstudaginn 9. mars að
morgni kviknaði i höfuðdreifi-
töflu fyrir hótelálmu 2 Loft-
leiðahótels. Rannsókn leiddi I
ljós, að öflugt skammhlaup
hafði orðið i töflunni, en könnun
leiddi ekki i ljós af hverju það
stafaði. Engar brunaskemmdir
urðu utan dreifitöflunnar I kjall-
aranum.
Súluholt I Villingaholtshreppi,
Arnessýslu, 18. nóvember,
Hinn 18. nóvember brann i-
búðarhúsið að Súluholti. Húsið
var steypt úr rauðamöl, hæð og
ris. Arið 1960 voru gerð þrjú
svefnherbergi á rishæðinni, og
þar var rafmagnstafla hússins i
afþiljuöum súðarskáp. Þegar
rafmagnseftirlitsmaður Raf-
veitu Selfoss kom á staðinn dag-
inn eftir brunann, var allt
brunnið á rishæðinni, enda bæði
loft og þiljur úr timbri, og varð
rishæðin alelda á fáum minút-
um. Jafnframt barst eldurinn
niður stigann og læstist um stof-
urnar og eldhúsið, og varð sára-
litlu bjargað af húsmunum.
Ekki var unnt aö benda á neina
ákveðna brunaorsök, en þó talið
sennilegast að ikviknun hafi
orðið I rafmagnstöflu hússins
eða i námunda við hana, þrátt
fyrir það, að frágangur og bún-
aður var góður, eftir þvi sem
gerist.
Maður fær alvarlegt raflost frá
rafknúnum hljómtækjum
(hljóðnema og gitarstrengjum)
Sunnudaginn 7. janúar varð
hljómsveitarmaður, Páll Rúnar
Elisson að nafni, fyrir raflosti,
er hann á hljómsveitaræfingu
snerti samtimis hljóðnema og
gitarstrengi. Hann hélt á hljóð-
nemanum i annarri hendi og
þegar hann greip um gitarinn og
snerti strengina, varð hann
fastur við bæði tækin og gat ekki
losað sig. Ástæðan fyrir þessu
slysi var hættulegur og vita-
verður frágangur á tengingum
hljómtækjanna, sem olli þvi, að
maðurinn, við það að gripa
samtimis um hljóðnemann og
gitarstrengina, fékk gegnum sig
(frá hönd til handar), rafstraum
af stærðargráðunni 100 mA.
Talið er að liðið hafi um 10 sek-
úndur frá þvi að Páll Rúnar
festist við tækin, þangað til tekið
var úr sambandi i tengli. Hann
missti strax takið á tækjunum,
þegar rafstraumurinn rofnaði
og datt á hnén. Bað hann um að
sér yrði hjálpað út, og var það
gert, en á leiðinni átti hann erf-
itt með gang og hrasaði oft.
Þegar út kom fékk hann
krampa, og varð að halda hon-
um, en siðan leið yfir hann.
Hann var siðan fluttur i sjúkra-
bil á Slysavarðstofuna. Ekki
angarnir
kemur fram i skýrslum hve
lengi hann dvaldi þar, en hann
fékk brátt að fara heim til sin og
jafnaði sig furðu fljótt.
Atta kýr drepast af völdum raf-
magns I fjósinu að Snærings-
stöðum I Vatnsdal
Að morgni dags 10. október,
þegar bóndinn að Snæringsstöð-
um i Vatnsdal, A.-Hún., Jón
Þorbjörnsson, kom út i fjósið
lágu 7 kýr dauðar á básum sin-
um. Fékk hann nágranna sinn,
Lárus Blöndal bónda á Brúsa-
stöðum, til aðstoðar við sig að
koma dauðu kúnum út úr fjós-
inu. Meðan þeir voru að þvi,
stóð laus kýr i flórnum. Allt i
einu rak hún upp öskur og datt
niður dauð. Fórust þannig 8 kýr
á þessum bæ af völdum raf-
magns. Athugun á staðnum
leiddi i ljós, að raflögn í fjósinu
var mjög ábótavant, og lögnin
ótilkynnt. Eftir slysið lagfærðu
rafvirkjar það sem bilað var,
streng, tengil og tengilkló, og
var siðan settur lekastraumsliði
fyrir lögnina.
Starfsmaður Rafmagnsveitna
rikisins, Sigurfinnur Jónsson,
fékk rafstraum gegnum sig og
hlaut af alvarlega áverka
Fyrri hluta dags 30. mai hóf
Sigurfinnur Jónsson verkstjóri
hjá Rafmagnsveitum rikisins
vinnu við að færa til stag við
stauraspennistöð, 20 kVA,
11/0,22 kV, fyrir bæinn Mel og
félagsheimilið Melgil i Staðar-
hreppi, Skagafjarðarsýslu.
Hann klifraði upp i spenni-
stöövarstaur i stauraskóm, og
hafði um sig lifbelti, sem brugð-
ið var um staurinn, og tók til við
að losa staglykkjur, sem voru
negldar i staurinn, en spenna
hafði ekki verið tekin af há-
spennulinunni, og heldur ekki af
lágspennulinunni, en hann
þurfti þá eitthvað að færa sig til
á staurnum og skrikaði þá og
missti fótfestu. Ósjálfrátt greip
hann þá I háspennuvirtenging-
una milli 11 kilóvolta linunnar
og spennisins, og jafnframt mun
hann hafa snert vir lágspennu-
megin með vinstra fæti ofan við
hné. Spennumunur milli snerti-
punktanna er talið að hafi verið
um 6000 volt.
Aðstoðarmaður Sigurfinns
var við holugröft örskammt frá
spennistöðinni, og heyrði hann
hvisshljóð ofan úr staurnum, og
þegar hann leit upp, sá hann
Sigurfinn stjarfan uppi i staurn-
um, og þóttist vita, að hann
hefði fengið i sig rafmagn. Þreif
SLYS OG
ELDS-
n m
AF RAF-
MAGNS-
VÖLDUM
aðstoðarmaðurinn stagtein,
sem lá á jörðunni, og kastaði
honum upp á lágspennulinuna,
og rétt i sama mund, að þvi er
virtist, losnaði um Sigurfinn og
hékk hann i lifbeltinu. Aðstoðar-
maðurinn klifraði i skyndi upp i
staurinn (i stauraskóm) og
hjálpaði Sigurfinni við að kom-
ast niður. Sigurfinnur gekk ó-
studdur að bil þeirra félaga,
sem stóð nálægt, en aðstoðar-
maður hans hjálpaði honum inn
I bilinn. ók hann siðan af stað á-
leiöis til Sauðárkróks, en kallaði
fyrsteftir hjálp i talstöð bilsins,
og kom sjúkrabill á móti þeim
og flutti Sigurfinn á sjúkrahús-
ið. Þaðan var hann siðan fluttur
til Reykjavikur og lagður inn á
Landsspitalann, og lá hann þar
rúmfastur á sjöttu viku, en fór
aftur heim til sin eftir rúmlega 6
vikur.
Taka varð af honum vinstri
handlegg fyrir neðan olnboga.
Stórt stykki var brunnið úr fæt-
inum ofan við hné, svo að sást i
bertbeinið. Þótt þetta hafi verið
grætt, er vafasamt að fóturinn
nái aftur fullum styrk,
Maður biöur bana af raflosti frá
háspennulinu, 30kV, viö Selfoss
Föstudaginn 24. ágúst var
kranabil ekið að dælustöð Hita-
veitu Selfoss. Skyldi lyfta svo-
kölluðum hitaveitubrunni,
steinsteyptu keri, upp á bilpall.
30 kilóvolta loftlinan frá Sogi að
tengivirkjunum austanvert við
Selfoss liggur þarna yfir, og var
bóma kranans undir linunni. Á
endanum á kranavirnum var
stór krókur, sem krækt var i
stroffu, sem fest var i fram-
höggvara kranabílsins, og
þurfti að krækja króknum úr
stroffunni. Fór starfsmaður
Hitaveitunnar, Hjörtur
Kristinsson, 38 ára gamall, að
fást við það, en við það mun
bóman, sem að sögn sjónar-
votta, er komu á staðinn eftir að
slysið varð, var um það bil eitt
fet fyrir neðan linuna, hafa
sveiflast til og lent upp i lfnuna
eöa svo nálægt henni, að neisti
hljóp á milli og bóman varð
spennuhafa. Skipti það engum
togum, að Hjörtur féll til jarðar.
Voru þegar hafnar lifgunartil-
raunir með blástursaðferð.
Hinn slasaði var fluttur i
sjúkrabil á sjúkrahúsið á Sel-
fossi, og var lifgunartilraunum
haldið áfram á leið I sjúkrahúsið
og þar áfram góða stund, þar til
sjúkrahúslæknirinn úrskurðaði
hann látinn.
Maöur veröur fyrir raflosti og
hlýtur alvarleg brunasár af
völdum rafmagns i 20 kV virkj-
un Andakilsárvirkjunar
18. júli var kranabil ekið eftir
vegi heim að Andakilsárvirkj-
un. Lenti kraninn i 20kV loftlinu
(Borgarnesslinu) skammt frá
útivirkjum stöðvarinnar og sleit
hana. Starfsmaður Andakilsár-
virkjunarinnar, Bjarni Skarp-
héðinsson, kom þarna að i sömu
svifum og þetta gerðist Reyndi
hann að opna skilrofa fyrir lin-
una, en tókst ekki. Tók hann þá
að tengja vira línunnar til jarð-
ar með jarðbinditæki og hafði
lokið viö að tengja tvo fasa til
jarðar, og stóð uppi á járngrind-
inni, sem linurofinn hvildi á. En
er hann skyldi tengja þriðja fas-
ann til jarðar, kom hann i snert-
ingu við spennuhafa hluta 20 kV
linurofans. Féll hann við það til
jarðar en missti ekki meðvit-
und. Var strax hlúð að honum
eftir föngum og honum siðan ek-
ið á sjúkrahúsið á Akranesi.
H'ann hafði hlotið brunasár á
handlegg og viðar, og lá á
sjúkrahúsi i nokkrar vikur.
NIu ára drengur veröur fyrir
raflosti við að klifra upp eftir
stagvfr I 380/220 V ioftlinu
Fimmtudaginn 30. ágúst varð
9ára drengur, Sigurður Bjarna-
son, Snælandi 8, Reykjavik, fyr-
ir slysi, er hann var að klifra
upp stag á raflinustaur i 380/220
V loftlinu. Slysið varð með þeim
hætti, að drengurinn klifraði
upp stagvirinn, en þegar hann
greip um virinn ofan við stag-
einangrarann (I um það bil 3,7
m hæð), fékk hann rafstraum i
sig og féll til jarðar. Hann
brenndist á höndum og var
fluttur á Slysavarðstofuna.
Svo hagar til við þennan
staur, að mjög litið horn er á lin-
unni, og til þess að koma i veg
fyrir að staurinn hallaðist, hefur
verið sett stag á hann. Siðar hef-
ur verið ýtt moldarjarðvegi að
staginu, sem við það hefur lagst
nær staurnum. Bil milli stag-
vfrsins ofan við stageinangrar-
ann og næsta spennuhafa virs
mældist 2 cm. Við þunga
drengsins, þegar hann klifraði
upp stagið, hefur stagvirinn
lagst að loftlinuvirnum, og efri
hluti stagsins orðið spennuhafa.
Brunablöðrur komu i lófa
drengsinsog handleggirnir urðu
rauðflekkóttir upp að öxlum.
Eftir fimm vikur voru bruna-
sárin gróin, og engin ör að sjá á
lófum drengsins.
Maður verður fyrir raflosti frá
handborvél
2. nóvember var Guðni
Guðmundsson, Kársnesbraut
91, Kópavogi, 35 ára gamall, að
bora með handborvél göt fyrir
festingar á þakplötum i Sildar-
og fiskim jölsverksmiðjunni
Kletti, Reykjavik, er hann
skyndilega varð fastur við bor-
vélina. Hann blánaði i andliti og
átti erfitt með andardrátt.
Menn, sem voru að vinna nálægt
Guðna komu honum til aðstoðar
og losuðu hann frá borvélinni.
Hann féll niður og átti erfitt með
að standa upp.
Athugun leiddi i ljós, að ein-
angrunarbilun var i borvélinni
og hún var tengd við tengil án
jarðtengingar, en að sögn
þeirra, sem voru að vinna ná-
lægt Guðna, mun hann hafa gef-
ið jarðsamband með þvi að
snerta stálsperrur þaksins með
höfðinu. Hann byrjaði að vinna
aftur um tveimur sólarhringum
eftir að slysið varð.
Er það nokkur skynsemi, að halda sífellt áfram reyking-
um, þrátt fyrir allar vísindalegar sannanir á því, að reyk-
ingar valdi alvarlegum hjarta- og lungnasjúkdómum, sem
geta dregið menn til dauða?
Nei, að sjálfsögðu ekki. En það er undarlegt, hve margir
berja höfðinu við steininn.
Er heilbrigt að vaða þannig reyk og láta sem öllu sé óhætt?
Láttu heilbrigða skynsemi stjórna gerðum þínum:
HÆTTU AÐ MENGA LUNGU ÞÍN OG ÞRENGJA ÆÐARNAR
TIL HJARTANS ÁÐUR EN ÞAÐ ER ORÐIÐ OF SEINT.
SAMSTARFSNEFND
€F
Þriöjudagur 15. apríl 1975.
Þriðjudagur 15. apríl 1975.
UM REYKINGAVARNIR