Alþýðublaðið - 14.04.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.04.1975, Blaðsíða 1
FRIÐRIK VANN RODRIGUES - EN LARSEN HÆTTUR - BAKSÍÐA albýðu c ÞRIÐJUDAGUR apríl 1975 - 86. tbl. 56. árg. „HÚS VERSLUNARINNAR’ VR OG LÍFEYRIS- SJOÐURINN GREIÐA 200 MILLJÚNIR „Efnahagsmálin eru nú komin á það stig, að ráðstöfunarfé líf- eyrissjóða verður að ganga að hluta til út i atvinnureksturinn og athafnalif i landinu, en ekki ein- göngu til sjóðfélaga. Aðild Lifeyr- issjóðs verslunarmanna að húsi verslunarinnar i Reykjavik, svo og eignaraðild hans að fyrirtækj- um, svo sem Eimskipafélaginu, Tollvörugeymslunni og Fjárfest- ingafélaginu, eru tilraun til að uppfylla þá kröfu, enda er al- mennt ekki litið á sjóðinn sem hreina eign launþega, eða sjóðfé- laga. Atvinnurekendur eiga einn- ig aðild að honum,” sagði Hjörtur Jónsson, stjórnarformaður Lif- eyrissjóðs verslunarmanna, en sjóðurinn kemur til með að eiga um 23% af fyrirhugaðri byggingu verslunarinnar i Reykjavik. Þá mun eignarhlutur Verslunar- mannafélags Reykjavikur vera um 12%. Sameiginlega greiða lif- eyrissjóðurinn og VR um 200 millj. kr. i tryggingarkostnaði eða um þriðjung hans. „Hlutur sjóðsins i byggingunni er meiri en við höfum þörf fyrir til skrifstofuhalds næstu fimm eða tiu árin,” sagði Hjörtur ennfrem- ur, „en við vildum hafa eignarað- ildina nægilega mikla til þess að eðlilegt gæti talist að styrkja bygginguna fjárhagslega. Það hefði örugglega verið leitað til sjóðsins um lán til framkvæmd- anna og ef hann hefði veitt þau, án þess að eiga hluta i bygging- unni, hefði það getað skapað ó- ánægju meðal sjóðfélaga, sem myndu vilja veita fénu i eitthvað annað. Auðvitað má lika segja sem svo, að þessu fé hefði verið hægt að veita til lána meðal sjóð- félaga, en þá má lika benda á að verið er að skapa aðstöðu fyrir sjóðfélaga, að vissu marki og enda er þetta svo litill hluti af ráðstöfunarfé sjóðsins, að ég sé ekki að lánastarfsemi hans minnki nokkuð fyrir.” LYKTIN (LÖG- LE6AR UM- BÚDIR Reykháfar á þrjár loðnu bræðslur í undirbúningi Þrjár loðnubræðslur á Faxaflóasvæðinu verða að likindum komnar með „löglega” reykháfa fyrir haustið, en þá rennur út sá frestur, sem heilbrigð- isráðuneytið veitti til að koma menguninni eða „peningalyktinni” niður i það mark, sem sett er i nýju heilbrigð- isreglugerðinni. „Það á að bjóða verkin út i byrjun næstu viku, og við stefn- um að þvi, að reykháfarnir risi næsta sumar”, sagði Þór Þor- steinsson verkfræðingur hjá Hönnun hf., þegar Alþýðublaðið ræddi við hann i gær, en hann hefur haft umsjón með undir- búningi þessa verks fyrir loðnu- bræðslurnar i Keflavik, Hafnar- firði og á Akranesi, en þær standa að þessu máli i samein- ingu. Þór sagði, að komið hefðu til- boð i byggingu reykháfa frá er- lendum aðilum, og sé þar ann- arsvegar um að ræða sænska reykháfa úr stáli, en hinsvegar breska reykháfa úr plasti. Þór sagði, að þessi tilboð verði borin saman við þau tilboð sem fást frá islenskum aðilum i byggingu reykháfanna úr steinsteypu áð- ur en ákvörðun verður tekin um það hvaða byggingaraðferð verður notuö. Verði reykháfarnir reistir úr steinsteypu verða þeir væntan- lega reistir eftir aðferð, sem Þór notaði sjálfur fyrstur manna i Danmörku, en eftir henni voru reistir fimmtán reykháfar þar i landi. Er gerð þeirra þannig, að þeir mjókka upp og þynnast, og eru klæddir innan með einangrandi stálröri, sem veldur þvi, að litið hitatap verður á reyknum á leið sinni i gegnum reykháfinn, og þvi stig- ur hann hærra upp I loftið en ella. Þá sagði Kolbeinn K.G. Jóns- son framkvæmdastjóri Lýsis og mjöls I Hafnarfirði, að fram- kvæmdir þessar hafi enn ekki verið f jármagnaðar, og ekki enn ljóst hvernig það verður gert. HVER Á LANDIÐ? HITfl- VEITflN FLUTT? Risin er mikil deila milli land- eigenda Svartengis og bæjar- stjórnar Grindavikur vegna fyrirhugaðra virkjunarfram- kvæmda þar fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Bæjarstjórnin hefur gert landeigendum tilboð, sem þeir hafa ekki svarað enn, en samkvæmt upplýsingum, sem Al- þýðublaðið aflaði sér I Grindavik i gær er alls ekki talið fullvist, að samningar takist á grundvelli þessa tilboðs. „Deila þessi er þannig vaxin,” sagði heimildarmaður blaðsins I Grindavik, „að fyllilega er taliö að til greina komi að hætta alger- lega við virkjunarframkvæmdir á Svartengissvæðinu, en bora þess i stað i landi rikisins suðvestan við Þorbjörn, við svonefndar Eld- vörpur.” t samtali við Alþýðublaðiö I gær sagði Eirikur Alexandersson, bæjarstjóri: „Við höfum lagt fram ákveðnar óskir I viðræðum við landeigendur. Það er engan veginn svo, að hér sé aðeins um að ræða jarðhitann einan auk landsins, þar sem borað er. Gufan er svo mettuð, að viö þurfum lika að bora eftir fersku vatni til upp- hitunar og það kann að valda raski, sem er ekki vitað um enn. Við eigum von á svari frá land- eigendum innan tveggja vikna og höfum reyndar gert ákveðna kröfu um, að svarið berist um það leyti. Annars tel ég ekki, að land- eigendur hafi dregiö málið neitt um skör fram. Ýmsir aðrir þættir hafa valdið töfum eins og geng- ur.” Ekki vildi bæjarstjórnin gefa efnislegar upplýsingar um tilboð bæjarins og kvaðst lita á þaö — á þessu stigi málsins — sem trún- aðarmál,— Sjómannasamningarnir kolfelldir á Skaga „Sameiginlegur fundur vél- stjóra og sjómannadeildar verka- lýðsfélagsins vildi ekki láta at- kvæði sin um sjómannasamning- ana fara til sameiginlegrar ta.ln- ingar, enda hafi sáttasemjari ekki krafist afgreiðslu með þeim hætti. Aðalástæðan fyrir þessu er óánægja með að talið skuli sam- eiginlega hjá þeim félögum, sem boðað hafa verkfall og hinum, sem ekki hafa gert það, og þeim þótti óeðlilegt, að félög, sem ekki hafa boðað til verkfalls geti ráðið úrslitum i atkvæðagreiðslu sem þessari,” sagði Skúli Þórðarson formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Akraness i simtali við Alþýðublaðið i gær. „At- kvæðagreiðslan um samningana fór þannig, að þeir voru kolfelldir. Þó var samþykkt það ákvæði með, að færi svo að þeir yrðu samþykktir i allsherjaratkvæða- greiðslunni, þá yrði verkfalli frestað um viku og málið þá tekið fyrir aftur.” Framhald á bls. 4 KVIKASILFURSMAGN I ANDRUMS- LOFTI VfÐA YFIR HÆTTUMðRKUM „Það kom fram, að verulega mikið af kvikasilfri væri I and- rúmslofti og jarðvegi einkum I kringum hverasvæði. 1 sumum tilvikum var magnið ofan við hættumörk, en þau eru fræðileg- ar getgátur, en i reynd veit eng- inn, hvað er of mikið og manns- likaminn tekur ekki við kvika- siifri nema I ákveðnum efna- samböndum. Það stendur til I sumar að fara ofan i þessar rannsóknir, þvi magnið þótti ó- trúlega hátt,” sagði Guðmundur Sigvaldason, forstöðumaður Norrænu eldfjallarannsóknar- stöðvarinnar i simtali við AI- þýðublaðið I gær. i skýrslu Rannsóknaráðs rikis ins fyrir 1972 og ’73 er frá þvi greint, að rannsóknarráð hafi staðið straum af kostnaði við at- hugun á kvikasilfri i islensku umhverfi og óvenjumikils kvikasilfurs hafi orðið vart á ýmsum sviðum. „Þessar rannsóknir voru gerðar 1972 I samvinnu við próf- essor Siegcl, frá Hawaii,” sagði Guðmundur Sigvaidason, „is- land varð fyrir valinu vegna þess að það er mikið eldfjalla- land og þvi fræðilegur mögu- leiki á kvikasilfri i verulegu magni. Hann hafði með sér tæki, sem sett voru upp hér og kenndi stúdent á þau, sem fór með honum og var meö við at- huganir og hélt þeim sfðan áfram ut sumarið. Skýrsluna til rannsóknarráðs tók ég siðan saman eftir niður- stöðum þessara mælinga, en staða þessa máls er óútkljáð og engin fuilnaðarsönnun fengin um hvert kvikasilfursmagnið er I umhverfinu.” Um endurskoðun þessara mælinga sagði Guðmundur Sig- valdason: „Við söfnuðum sið- astiiðið sumar gufum beint úr hverumog mældum kvikasilfrið i þeim. Niðurstaðan varð sú, að það væri mjög mikiö, en það verður haidið áfram næsta sum- ar.” Alþýðubiaðið sneri sér einnig til Páis Sigurðssonar, ráöuneyt- isstjóra i heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu og innti hann eftir þessari skýrslu. „Við höfum ekki viljað leggja mikið upp úr henni. Rannsóknin var tæpast nægjaniega undirbúin og á margan hátt óvandlega unnin. Þvi var það að ráðuneytið kost- aði rannsókn nokkurra lækna- nema á kvikasilfri I tslending- um og er skýrsla þeirra nánast okkar svar.” Niðurstöður læknanemanna eru að heildarmagn kvikasilfurs i einstaklingi hérlendis sé vel undir ska ðsem ism örkum .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.