Alþýðublaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 1
alþýðul 20- apríl 1975 - 91. tbl. 56. árg. I n FTiTfil SUNNUDAGUR Viö höfum nú átt þess kost, aö horfa á og dást aö einstakri fimi hinna rússnesku fimleikastúlkna.Enda þótt tekiö sé meö I reikninginn aö þær eru atvinnu fimleikastúlkur, veröur ekki annaö sagt en aö árangur þeirra sé stórkostlegur. En jafnvel þó viö eigum ekki á aö skipa at- vinnufólki I fimleikum, eigum viö þó margar mjög efnilegar leikfimi- konur. Þessi Armannsstúlka er einbeitt á svip og sýniiega ákveöin i aö láta ekki deigan siga. Bragi Sigurðsson seeir frá Ruv Lopez minningamótinu á Las Palmas: I góöu yfirlæti I hótelibúö Friöriks: Friörik og tveir istensku áhorfendanna, Karl Sigurösson og Hallgrimur Oddsson, sem býr á Kanarieyjum. f HITA LEIKSINS Alltof oft er þaö alveg augljóst, aö keppendur á stórmeistaramót- inu i Las Palmas eiga mjög erfitt og jafnvel ómögulegt meö aö ein- beita hugsun sinni, sérstaklega þegar mest á riöur. Þessu móti eins og fleirum, sem hér hafa ver- ið haldin, er ætlaö aö vekja á- huga, ekki sist ungra manna, á hinni göfugu skáklist. Unglingar og jafnvel börn eru hvött til þess aö sækja mótið og horfa á viður- eign margra fremstu skákmeist- ara heimsins. Aðgangseyri er i hóf stillt og er hann 5 pesetar fyrir ungt fólk og 15 fyrir fulloröna. Mótið er haldið i salarkynnum Hotel Santa Catalina, sem var áö- ur höll, reist af enskum auömanni um 1880. Umhverfis höllina er griöarstór pálmagaröur, svo aö þar heyrist naumast ys og umferö þessarar miklu hafnarborgar, Las Palmas. Þegar keppni hefst, kl. 4 dag- lega, er fjöldi prúöbúinna barna meöal áhorfenda, sem eru nær alltaf um eða yfir 300. Blessuö börnin rápa talsvert um og ekki hvað sist nærri keppendum. Milli stórmeistaranna og áhorfenda er kaðall tæplega einn metra frá skákborðunum. Enginn keppndi er eins vinsæll hjá unga fólkinu og Friörik Olafs- son, ekki einu sinni spánsku meistararnir. Ef Friörik bregö- ur sér út fyrir keppnissvæðið, er hann þegar i stað umkringdur af unglingum, sem biöja hann um aö rita nafn sitt á mótsskrána. Þegar liður á skákirnar tinast unglingarnir út, og þegar komiö er aö siöustu hinna 40 leikja, sem tefla þarf á 5 klukkustundum, er mikill meirihluti áhorfenda harð- snúiö áhugamannaliö. Þessi hóp- ur hvarflar á milli þeirra skáka, sem mesta athygli vekja, og þá er nú ekki veriö aö nota stólana. Þeir eru bara fyrir og heyrast si- felldir skellir, þegar á þá er rekist i hita áhugans. Þessir áhorfendur raöa sér i hnapp við kaðalinn, svo að segja yfir keppnisborðunum, og ræða ósleitilega stöðu skákar- innar og þá leiki, sem hver og einn telur rétta. Lögreglumaður gætir dyra, sem liggja aö stórri marmara- verönd, sem menn geta farið út á. Oftast eru dyrnar opnar og heyr- ast þá ærsl og leikir barna á leik- velli þarna skammt frá og yfir allt gnæfir hvell rödd lögreglu- mannins, sem er að þagga niöur I börnunum. Honum verður svo heitt I hamsi, þegar hann er aö ræöa óhlýöni æskunnar, aö starfs- menn mótsins veröa aö skerast f leikinn. Aö ööru leyti viröast þeir ónæmir fyrir hávaöa og átroön- ingi. Stundum er gripiö til þess ráös aö loka dyrunum, þegar menn ganga um, en þá hriktir svo i henni hvert skipti, sem hún er opnuð, aö þaö er eins og veriö sé að berja harðfisk á trommu. Einstaka áhorfanda liggur viö aö missa stjórn á skapi sinu i þessum gauragangi, en þaö er ekkert vafamál, að keppendur eru stórlega truflaðir, meðan þeir einbeita sér að skákum sinum. Sumir geta ekki leynt þvi, aörir þola þessar raunir svipbrigðalitið og enn aörir viröast kunna ágæt- lega við þetta. Cardoso, Mecking og Visier sitja löngum viö skákina. Tal keöjureykir og gengurhratt um og fylgist meö flestum skákanna. Petrosjan er hæglátari en gefur einstökum skákum sérstakt auga. Friörik og Tatai rétta úr sér og liðka sig um leiö og þeir gefa öðr- um keppendum mótsins gaum. Þeir eru áberandi myndarlegustu mennirnir á mótinu. Lubojevic bókstaflega æðir um án þess þó að valda nokkru ónæði. Anderson, sem er 24 ára gamall, er likari þvi að vera 17-18 ára, snaggaralegur en prúður og á þaö til að sitja i Yoga-stellingum I stólnum, án þess aö menn taki nokkuö yfirleitt eftir þvi. Hort er eins og myndar- legur togaraskipstjóri i brúnni, afar geöþekkur maöur. Pomar hinn spánski er lágvaxinn og þybbinn, hægur aö sjá og á- reitnislaus. Debarnot frá Argen- tínu er hár og grannur og eins og kæruleysið uppmálaö, þrátt fyrir sin töp i þessu móti og hann geisp- ar syfjulega meira en aðrir kepp- endur, ekki þó eins og maöur, sem á bágt meö svefn. Hvaö sem þessu liöur er and- rúmsloftið hlaðiö spennu og það er auðfundið, að hér fara fram ó- skapleg átök, sem rafmagna loft- ið. Meira aö segja undirritaöur, sem kann varla mannganginn I þessum hildarleik mannlegrar hugsunar, er útkeyrður eftir hverja umferð. Friörik Ólafsson er — eins og alltaf — landi sinu og þjóö til sóma meö hæfni sinni og prúö- mannlegri reisn. Til gamans má geta þess, aö fyrsta fridaginn, var Friörik boö- inn i saltfisk frá Sveinbirni i Kot- húsum hjá Kristjáni Sigurðssyni og hans konu, sem hér eru stödd, en siöan fór Hallgrimur Oddsson, sannkölluö hjálparhella og kon- súll ts'.ands án útnefningar, með Friðrik I ökuferð á sinum ágæta Mercedes-Benz. En áfram heldur þetta feikilega sterka stórmeistaramót og ekki minnkar spennan, þegar nær dregur leikslokum. Að laera að þekkja sjálfan sig Þjóðleikhús Islendinga er 25 ára. Leiklist á Islandi á sér hins vegar lengri sögu. Þegar Þjóð- leikhúsiö var stofnað, hafði Leikfélag Reykjavikur haldið uppi leiksýningum i hálfa öld. Þótt þar væru að verki menn, sem ekki höfðu leikstörf að aöalstarfi, heldur sinntu list sinni i hjáverkum, höfðu þeir náö ótrúlegum árangri. Leik- sýningar i gömlu timburhúsi við Tjömina I Reykjavlk voru oft sambærilegar við það, sem bezt geröist i nálægum löndum. Þjóðin hafði eignazt stétt leik- SUNNUDAGS- LEIÐARINN ara, sem höfðu mikla hæfileika, voru vel menntir og höfðu öðlazt starfsreynslu. Þegar Þjóðleik- húsið hóf starf sitt fyrir aldar- fjórðungi, þurfti það þvi ekki að vinna erfitt brautryðjendastarf og ekki að hrasa á þeim grýtta vegi, sem brautryðjandi verður allajafna að ganga. Það gat reist hús sitt á gömlum og traustum grunni. Og það var gert. Auðvitað var stofnun þjóð- arleikhúss, þar sem leikarar helguðu sig eingöngu leiklist- inni, löngu orðin nauðsyn. Þess vegna var stofnun Þjóöleikhúss- ins mjög fagnað á sinum tima. Þegar litið er yfir farinn veg Þjóðleikhússins i 25 ár, gegnir furðu, hversu miklu það hefur fengið áorkað. Það hefur kynnt íslendingum ótrúlegan fjölda helztu verka á sviði leikbók- mennta heimsins. Hitt er ekki siður ánægjuefni, hversu mörg — og hversu góð — islenzk leik- rit hafa verið sýnd. Fyrir þá, sem átt hafa þess kost að fylgj- ast með starfi leikhússins öll þessi ár, hlýtur þó að vera ánægjulegast að minnast þess, hversu vel hefur verið unnið, hversu góðar hinar beztu sýn- ingar hafa verið frá listrænu sjónarmiði. Leikarar og leik- stjórar i hundrað þúsund manna bæ norður i höfum hafa reynzt þess umkomnir að hefja leiklist i það veldi, sem það ger- ist mest með millijónaþjóðum. Þessa ber fyrst og fremst að minnast nú, er Þjóðleikhúsiö er 25ára, með ósk um, aðenn verði sótt hærra. Liklega gengur þjóð ekki i betri skóla en að sækja leikhús sin. í þessum orðum er ekki fólgiö vanmat á venjulegum skólum. Auðvitað þarfnast allir menn almennrar menntunar og sérmenntunar, bæði bóklegrar og verklegrar, til hvors tveggja I senn, sjálfum sér til þroska og ánægju og til þess að auðvelda lifsbaráttuna. Slíka menntun sækja menn i skóla. En i leik- húsum eiga menn að geta leitað þeirrar þekkingar, sem er allri annarri þekkingu æðri og nauð- synlegri: Þekkingarinnar á sjálfum sér. Leikhúsið sýnir manninn, vandamál hans og viöbrögð hans við þeim, gleði hans og sorg, reisn hans og nið- urlægingu. Ahorfandi kann að vera ósammála þeim viðbrögð- um, sem hann veröur vitni að á sviðinu. En hann getur alltaf eitthvað af þeim lært. Skyldi hann ekki oft sjá eitthvað af sjálfum sér á sviðinu? tslendingar þakka Þjóðleik- húsinu störf þess i aldarfjórð- ung. Vonirnar, sem bundnar voru við Þjóðleikhúsið, hafa rætzt. En lffsins elfur heldur á- fram að streyma. Nú þarf að óska þess og vinna að þvi, að sóknin haldi áfram, að þvi marki, að Þjóðleikhúsið verði tslendingum ekki aðeins holl og góð dægrastytting, heldur og æ betri skóli. GÞG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.