Alþýðublaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 3
BRflMBOLT UM5J1ÍW: GÍ5LÍ SVEifclftl LDFT55QW GUNNAR FER UTAN Gunnar Þórðarson, gitarleik- ari er nú á förum utan, þar sem hann mun ætla að leita hófanna i samband við atvinnu i hljóð færaleik, og þá einna helst sem sessionisti. Hann áætlar að fara i næstu viku. Aðspurður sagði hann utanförina ekki vera af neinu sérstöku tilefni, hann langaði bara til þess að reyna fyrir sér úti. Liklegt er þó að Sviþjóðarförin hafi kveikt i hon- um til þessháttar ævintyris. Allt er óákveðið með hversu lengi hann mun dveljast erlendis, en vafalaust mun liða talsverður timi þar til við fáum að heyra i honum aftur hér heima. ,Silly Piccadilly' með Pelican komið út Þá er komin út ný lítil plata með hljómsveitinni Pelican, og mun hún vera undanfari stóru plötunnar, og tekin upp um leið. Lögin sem á henni eru, heita „Silly Piccadilly”, sem er eftir Ómar óskarsson, og „Lady Rose”, sem er eftir Ray nokk- urn Dorset, en hann er I hljóm- sveitinni Mungo Jerry, sem fyrst gerði þetta lag þekkt. Lag- ið hefur allt frá þvl að Pelican byrjaði, verið eitt af vinsælustu lögunum á efnisskrá þeirra, og þvi eðlilegt, að þeir skelltu þvi á plötu I sinni útsetningu. „Silly Piccadilly” er töluvert öðruvisi en rósin, og góð andstæða, sýnir I rauninni aðra og nýrri hlið á Pelican, en við höfum átt að venjast. Það virðist samið undir einhverjum áhrifum frá country-tónlist, en hefur þó sln sérkenni. Þetta er létt og skemmtileg melódla, og það er raunar rósin llka, svo að platan á eflaust eftir að ná miklum vin- sældum. Pelican hafa annars i nógu að snúast þessa dagana, og á næstunni mun ómar Valdimarsson fara utan ein- hverra erindagjörða, hálfleyni- legra, en þó munu þær tengdar Bissniss. Hliómleikar órsins ó Wembley • Áfnrmah pr halda envsi- " ~'r- Aformað er að halda geysi- mikla tónleika á Wembley-leik- vanginum, dagana 19,—23. júnl i sumar. Fyrirtæki það sero fyrir þeim stendur er i eigu Eltons Johns, og heitir Rocket records. Þetta á að verða hið mesta skrall, og standa yfir I fjóra daga, og á þeim tíma munu fjöldamargar heimsþekktar hljómsveitir troða upp á leik- vanginum. Þeirra á meðal eru Rufus, Eagles, Kiki dee band, og Elton John sjálfur. Það ætti að verða auðvelt fyrir þá Islend- inga sem langar I veisluna, aö drlfa sig, og vist er, að þeir munu verða nokkuð margir. im, IE13LriJT(Ö>MEIF»ILíCO>^^]TUm^, Nýjar plötur með Eric Clapton og Chicago það er tengt gitar, þá er hann bestur.Talsverðra trúarlegra á- hrifa gætir I tónlistinni, og virð- ist hann hafa snúið sér að trúnni, i framhaldi af sigri sín- um yfir eiturlyfjunum, og slæst hann þvi I hóp annarra heims- kunnra gitarleikara hvaö það snertir. Hann hefur fengið I liö með sér nokkra pottþétta hljóð- færaleikara, og hafa nokkrir aö- stoðað hann áður, og Yvonne Elliman syngur ásamt honum. 011 lögin eru fremur einföld, létt, og Iáta vel I eyrum. Ein af fáum „laid-back” plötum, sem ég hef ánægju af að hlusta á. Góð plata I góðu tómi. Chicago/VIII CBS Áttunda platan frá hendi Chicago, og þeir eru enn I frnlu fjöri, þótt það sama séekki h^gt að segja um þá tónlist sem gerði þá fræga, jassrokkið. Enda hafa þeir breytt tónlist sinni mikið frá þvi sem þá var, og það mega þeir eiga að þó að yfirbragðið virðist alltaf það sama, þá er tónlist þeirra alltaf síung. Á þessari plötu þeirra verðum við vör við nokkrar breytingar, þær helstar, að tónlistin er léttari og CLAPTON Það er alls ekki svo langt slð- an við heyrðum síðast frá Clapt- on, en þó finnst manni einhvern veginn að maður hafi beðið eftir þessari plötu hans. Kemur þar vafalaust til m.a. sú spenna sem myndast eftir að listamaður hefur gert góða plötu, og maður blður og vonar að sú næsta verði enn þá betri, að minnsta kosti ekki verri. Oft vill það nú samt verða svo, að „follow up” plötur verða ekki nema skugginn af þeirri fyrri, og kemur þar ýmis- legt til. En þessi plata Claptons er undantekning frá þeirri reglu, hún fyllir manns björt- ustu vonir, þvi að hún er betri en sú fyrri að ýmsu leyti. Þess ber fyrst að geta, aö hér er um al- gera „layd-back” eða afslapp- aða tónlist að ræða, en sú stað- reynd þarf ekki aö virka frá- hrindandi á neinn, þvi hér er á ferð ein besta plata sem komið hefur út með þeirri tegund tón- listar. Clapton sannar hér sem endranær, að það er sama hverju hann kemur nálægt, ef meira leikandi, melódiurnar ráða að mestu ferðinni. Nokkur lög af henni er mjög likleg til vinsælda, og nefni ég þar helst „Anyway you want” og „Harry Truman”, sem reyndar nýtur nú þegar mikilla vinsælda i Bandarikjunum. Þeir félagar virðast hafa gaman af að koma kaupendum plötunnar á óvart, þvi henni fylgir varningur sem oft er settur i plötuumslög nú til dags, stór litmynd og Chicago- merki til þess að setja á boli. Tónlistin er alltaf jafnfáguð og yfirlætislaus, maður finnur, að hér eru sannir listamenn á ferð, sem hafa gaman að því sem þeir eru að gera. Skemmtilegar út- setningar fyrir blásturshljóð- færin gefa lögunum sinn sérstæða svip, ogþetta fina Chicago „sound” ásamt góðum söng. Chicago eiga sér þegar stóran aðdáendahóp, sem þola með þeim sætt og súrt, i þetta skipti mega þeir þola sætt, þvi að góð er platan og tónlistin óneytanlega. OFANGREINDAR PLÖTUR ERU FENGNAR AÐ LÁNI í FACO, LAUGAVEGI 89. „Setjum sönginn á rás sjö” Brambolt lítur við í fullkomnasta stúdíói landsins „Setjum við það ekki inn á rás 7, strákar? gellur við i mónitor- unum inn I stúdióinu, og „strák- arnir”, Rúnar Júliusson, Gunn- ar Þórðarson, Engilbert Jensen, samþykkja rás 7. „Allt i lagi” heldur röddin I mónitórnum á- fram, „það var siðast tekið upp á sex, svo ég held að sjö verði best. Tilbúnir I æfingu?” Spurn- ingunni er svarað játandi, og menn taka lagið. Það sem þarna er að fara fram, er upptaka á stórri plötu með Gylfa Ægissyni, og fyrr- nefndir félagar eru ásamt Mariu Baldursdóttur að syngja bakraddir við lögin. Upptökurn- ar fara fram i hinu nýja stúdi- ói „Hljóðritun hf.” sem staðsett er að Trönuhrauni 6, Hafnar- firði. Stúdióið tók til starfa fyrir viku siðan, og nú þegar er mikið þar um að vera. Borgis hafa verið þar við upptökur á tveggja laga plötu, verið er að leggja siðustu hönd á plötu Gylfa, og söngflokkurinn Nunnurnar ætl- ar að taka þarna upp plötu á næstunni. Eigendur þessa nýja stúdiós, eru Jónas R. Jónsson, Böðvar Guðmundsson, Jón Þór Hannes- EMT. Hljóðnemar: Sennheiser, AKG, Neumann, Electro voice, og flygill af gerðinni Bösen- dorff. Það er ekki að efa, að tilkoma þessa nýja stúdiós, á eftir að vera islensku tónlistarlifi og plötuútgáfu mikil lyftistöng, en hér er um að ræða fyrsta full- komna stúdióið, sem hægt er að taka eitthvað af viti upp i, og á ég þar meðal annars við sin- fóniuhljómsýeit, karlakóra og yfirleitt slik stórfyrirtæki, að ó- gleymdum okkar ágætu popp- hljómsveitum. Þetta framtak þeirra félaga er til mikillar fyrirmyndar, og það má með sanni segja, að þeir hafa ekki ráðist á garðinn, þar sem hann er lægstur, þvi að uppbygging sliks stúdiós kostar stórfé, og rekstrargrundvöllur sem slikur ekki stór i okkar litla landi. En við eigum okkar sinfóniuhljóm- sveit, og þvi ekki okkar eigið stúdió. Tækin keyptu þeir af Roger Arnhoff i Noregi, sem tekið hefur upp margar isl. hljómsveitir, og til marks um gæði tækjanna má nefna, að plötur Rió triósins voru teknar upp i þeim. Það kemur til með að vera Star.fs.U5 og eigendur Hljó&'itúiar h.f. i upptökusaliuiKi. son og Sigurjón Sighvatsson og eru þeir allir um leið starfs- menn stúdiósins. Skipta þeir með sér verkum þannig, að Sigurjón sér um framkvæmda- stjórn, Jónas um upptökustjórn, og Böðvar og Jón Þór, sem báð- ir eru þjálfaðir og lærðir upp- tökumenn, munu annast upp- tökur. Hið nýja stúdió er búið mjög fullkomnum tækjum, og stenst fyllilega samanburð við bestu átta rása stúdió erlendis, enda er allur frágangur og vinnuað- staða þar til fyrirmyndar. Tækjabúnaðurinn er sem hér segir: Hljóðblöndunarborð: Tore Seem 18 rásir, segulbands- tæki: Scully f jölrásatæki 8 rásir, Scully master tape 2 rásir, bergmálstæki: EMT 140 stereo Revox tape echo, Quasi mixer: Allan Heath, Graphic Equaliz- er: AVAB, Magnarar: H/H 100W, hátalarar: JBL STUDIO MONITORS 4320, piötuspilarar: mikill munur fyrir islenskar hljómsveitir, að i stað þess að þurfa að leggja dag við nótt er- lendis, og taka allt upp I einni lotu, geta þær nú hagrætt upp- tökutima að eigin vild, og komið hvenær sem er, hvort sem er að nóttu eða degi. Þá er verðmis- munur á upptökukostnaði einnig verulegur, auk þess sem dval- arkostnaður fellur úr dæminu. Þannig lætur nærri, að kostnað- ur við upptöku á plötu (miðað við 70tima istúdiói) sé helmingi minni, ef hún er tekin upp i nýja stúdióinu, en ef að hún væri tek- in upp erlendis. Fyrir mismun- inn er sem sé hægt að taka upp aðra plötu, eða taka helmingi meiri áhættu hvað sölu plötunn- ar varðar. Þá skapast hér einn- ig aðstaða fyrir ýmsar aðrar upptökur, svo sem fyrir kvik- myndir, og útvarps og sjón- varpsþætti. Brambolt óskar Hljóðritun H/F alls hins besta i framtiðinni. •íonas R. j'óíiyöon, hljóðstjóm, Böðvar Quðmundsson, hijóóritun, Sigurjósv Siglivut.sGon, fasrik^mkjastlQri Jón Hamtessoru hlióftritun. Sunnudagur 20. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.