Alþýðublaðið - 15.06.1975, Blaðsíða 1
alþýðu
AÐ LEGGJAST Á SVEIF MEÐ ÞEIM
SEM TIL RÉTTLÆTIS HORFA
1 gær, laugardag, hófst hér i
Reykjavik dagskrá i tilefni
kvennaárs Sameinuðu þjóö-
anna. Af þvi tilefni má vel rifja
upp smáatburð úr atvinnulifinu
frá þvi i vetur.
Á vinnustað nokkrum i
Reykjavik vinna nokkrir tugir
ungs menntafólks meirihluti
karlmenn. Að gömlum sið prýða
þeir veggi vinnuátaðarins með
vissri tegund ljósmynda af
feykilega fáklæddu kvenfólki.
Konunum sem vinna á staðnum,
þótti miður að vera þannig
hverja stund minntar á þá
. óvirðulegu kvenimynd sem svo
mikið rúm skipar i hugmynda-
heimi íslendinga. Þær bjuggust
ekki við að fortölur eða kvartan-
ir myndu vekja mikla samúð
vinnufélaganna, og tóku þær þvi
það til bragðs að verða sér úti
um sambærilegar myndir af
karlmönnum (sem að visu eru
ekki jafn algeng verzlunarvara
og stúlknamyndirnar, en þó
fáanlegar) og festa þær upp
meðal hinna myndanna.
Auðvitaðgramdistherrunum að
hafa þessar myndir fyrir aug-
um, enda hurfu þær jafnharðan,
sporlaust og án skýringa,
hvenær sem engin stúlkan var
viðstödd, og gekk svo skamma
hrið áður birgðir þraut.
Sögulokin koma lesendum
naumast á óvart: það breyttist
ekkert, menntamennirnir ungu
lærðu ekkertaf tiltækinu. Það er
enginn siður að hafa uppi
klammyndir af karlmönnum:
en kvenfólk — það er allt annað.
Það markverða við þessi
sögulok er einmitt það hve sjálf-
sögð þau eru. Eitt af þessum
ótal mörgu sjálfsögðu litlu
dæmum um það, að kvenfólk —
það er allt annað. Þessum litlu
dæmum sem verða að ókleifum
múr þegar þau koma nógu mörg
saman.
En af hverju þetta uppistand
allt i einu, þegar búið er að kúga
konur svo lengi sem sögur
ganga og hlutur þeirra er þó
loksins farinn að batna
merkjanlega? Kemur þetta ekki
allt saman af sjálfu sér — að þvi
leyti sem það yfirleitt getur
komið — þegar konurnar fá ný
hlutverk á vinnumarkaðnum,
þegar heimilisstörfin verða
minni og léttari, þegar barn-
eignir verða sjálfráðar o.s.frv.?
Er ekki nær að treysta á þjóð-
félagsþróunina i stað þess að
þyrla upp ryki með ráðstefnum
og ræðuhöldum?
Auðvitað er það rétt að staða
kvenna verður ekki ákveðin
eftir uppskrift, svona i dag og
svona á morgun, án samhengis
við þróun þjóðfélagsins. En þær
framfarir og réttarbætur sem
þjóðfélagsþróunin gerir mögu-
legar, koma samt ekki af
sjálfu sér. Það þarf að berjast
fyrir þci»n.
Allra sizt væri sæmandi
jafnaðarmönnum að halda að
sér höndum með þeirri afsökun
að hinn skaröi hlutur kvenna sé
eðlileg afleiðing sögulegra afla.
Eða grundvallast ekki
sósialisminn einmitt á þeirri trú
að unnt sé aö botna i þróunaröfl-
um samfélagsins og leggjast á
sveif með þeim sem til réttlætis
horfa?
Hið dauða farg hefðar og for-
dóma sem hvilir á kvenþjóðinni,
er eitt þeirra afla sem þjóð-
félagsþróunin hefur gert tima-
bært að leggja til atlögu við og
sigrast á. Nú er bara að bretta
upp ermarnar.
HSK.
VIÐ
BYGGJUM
BYGGJUM
VIÐ
V)ö byggjum, — byggjum viö . . . og nu hofum viö
opnað nýbyggingu Samvinnubankans í Bankastræti.
Við bætt skilyrði verður okkur nú unnt að veita viðskiptavinum
okkar meiri og betri þjónustu. Öll afgreiðsla bankans fer
fram á fyrstu hæð. Geymsluhólf, sem bankinn hefur ekki
haft aðstöðu til að hafa áður, verða nú til reiðu.
Okkur er það mikil ánægja að geta tekið betur á móti
viðskiptavinum okkar, verið velkomin I Bankastræti 7.
Saitmnnubankinn
HBS
Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garöahreppi
Önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu
- ennfremur hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö.
SI'MI 53468
Stofnfuntlur
Stofnfundur foreldrafélags barna með
sérþarfir
i Hafnarfirði og Garðahreppi verður hald-
inn miðvikudaginn 18. júni næstkomandi
kl. 20.30 að Suðurgötu 72 i Hafnarfirði.
Undirbúningsnefndin.
Sunnudagur 15. júní 1975 — 134. tbl. 56. árg