Alþýðublaðið - 15.06.1975, Síða 3
ÞJOFUR
FRÁ ÞJÓF
iðjast allir
— orð-
m likt
ekki
frem-
semsé
þjófn-
sýnir
flokki
1 ræð-
;i jafn
leik-
i vera
aunar
:hard
5 vera
ir, og
hluta
i hluti
nlist
miðis-
verið.
mdar,
ja Bió
tobert
i- Og
3t Upp
r eitt
góðir
rtækir
annað
nnars
u, þvi
reglu.
Warren Beaty er merkilegt
nokk, einn af bestu leikendum i
þessari mynd ásamt Arthur
Brauss i hlutverki dópistans,
Goldie Hawn langt frá sinu
besta. En þýski leikarinn Gert
Fröbe (Goldfinger) og þýskt
umhverfi myndarinnar ljá
myndinni ótrúlega þýskan anda
og svip, örlitið yfirdrifið og
klunnalegt. En burt séð frá þvi,
þá er Bankaránið spennandi og
skemmtileg afþreying.
B. Sigtr.
Naut-
gripa-
sýningar
Austurbæjarbió
Karatemeistarinn
Leikstjórn: Cheng Chagn Ho
Aðalhlutverk: Lo Lieh
Wang Ping
Allt á sér þróunarferil og allt
á sér stað og stund. Frá Roy
Rodgers, þar sem hann af-
greiddi illmenni með vel úti-
látnu hnefahöggi, höfum við nú
komist fram eftir þróunar-
brautinni, til austurlenskra
karatemeistara, sem afgreiða
ýmist illmenni eða góðmenni
með þvf að beita limlestinga-
þekkingu, sem þeir hafa öðlast
með margra ára þrotlausri
þjálfun og einbeitingu. Hvilikur
munur.
Fyrstu Kpng Fu myndirnar
sem hingað bárust, fjölluðu á
fremur barnalegan máta um
notkun karateiþróttarinnar i
baráttunni milli góðs og ills.
Þær minntu á ekkert fremur en
fræðslumyndir fyrir nýliða og
það sem undirritaður hafði séð
þeim likast áður, var bandarisk
kvikmynd um notagildi eld-
vörpunnar i frumskógahernaði.
Vitaskuld hafa þessar myndir
þróast siðan þá og tekið miklum
breytingum. Allt annað væri
vita ómögulegt. Þær hafa
þroskast að vexti og viti og eru
nú jafnframt orðnar fræðslu-
myndir um það hvernig mann-
inum getur tekist að ná yfirnátt-
úrulegum öflum i sina þjónustu
Eða, öllu heldur, hvað maðurinn
sjálfurer yfirnáttúrlegur og býr
yfir ótrúlegum eiginleikum.
Verst að myndirnar skuli ekki
hafa skánað við þetta. Þær eru
nákvæmlega jafn leiðinlegar,
heimskulegar og tilgangslaus-
ar. Ef til vill mætti þó sneiða hjá
tilgangsleysinu með þvi að
halda sýningar fyrir nautgripi á
haustin, til þess að búa þá undir
að mæta örlögum sinum. Eftir
að horfa á meðferð manna á
mönnum i gegnum eina slika,
myndi hvaða naut sem er ganga
brosandi i dauðann.
H.K.
R A ÞOLINMÆÐINA
ið sem
rei hjá
ið sem
taki á
þin og
1 nátt-
i með.
i eðli
’ gerir
alaust.
nir þú
iu, ut-
ir þau
íst eru
— til þess þú megir vakna á ný
til meðvitundar.
Kvikmyndin er eitt þeirra
fyrirbrigða, sem maðurinn hef-
ur þróað i tilveru sinni, beinlinis
með það i huga að eiga sem á-
hrifavald og láta reyna á skyn-
færi sin, hugsun og önnur við-
brögð — bæði andleg og likam-
leg. Flestar kvikmyndir eru lika
þvi marki brenndar, að þær
hafa áhrif og hnika hugará-
standi áhorfandans til og frá —
skapa samúð með einum, andúð
gegn öðrum og koma af stað
umhugsun um menn og málefni,
án þess við ráðum nokkuð við.
Sú myndin telst svo best, sem
hefur mest áhrif til þeirrar áttar
er við sjálf viljum stefna i.
Það er hverjum manni nauð-
synlegt, að halda huga sinum
opnum fyrir sem flestu úr um-
hverfi sinu. Þvi er það svo, að
við gerum fæst mjög einstreng-
ingslegar kröfur til þess sem við
sjáum á hvita tjaldinu — við
vegum það og metum eftir
timabundnum hugarsveiflum
hvort við viljum sjá létta og ef
til vill ofurlitið kjánalega grin-
mynd, þunga og „vitræna” skil-
greinandi þjóðfélagssnerpu, eða
hressilega afþreyingamynd.
Hvert sem valið verður, ger-
um við alltaf kröfu til þess að
myndin hafi áhrif á okkur og er-
um ákaflega vandfýsin á það
hvers konar áhrifum við leitum
eftir. Afþreyingamynd viljum
við láta skapa spennu, grin-
mynd hlátur og þjóðfélags-
snerpu andvökur. Þess vegna
hljóta það alltaf að verða von-
brigði, þegar við sjáum myndir
á borð við Tataralestina, sem
Hafnarbió sýnir um þessar
mundir, og myndin reynir ekki
á neitt nema þolinmæðina.
H.K.
arneisti
»óða og
yfir öll-
setning-
tskurn i
æmund-
:lja veg
:ærleiks
t i boð-
ali ein-
)á óma,
Eða þá
ða, dóm
ir aðal-
)g páfa
r þessa
ií þekkt
n kring,
gladdist
og ber-
ii fyrir-
fum og
'dæmdi
gt fram
em við
fyrir 50
llcgt og
lanlega
ljótt. T.d. þessi grein i 12. kafla
kversins:
„Eftir dauðann hreppa þeir,
sem með vantrú og þrjósku hafa
hafnað Guðs náð, eilifan dauða
eða eilifa glötun (einkennt svo á
prenti þar.)
Lif þeirra verður ævinlegt
kvalalif i samleið við illa anda,
endalaus angist og örvænting án
allrar vonar um frelsun. Þetta
er kallað hinn annar dauði.
Og Guðs náð, sem ein gat frels-
að var eftir örmjórri linu kirkju-
foringja, hin heilaga skirn og blóð
Jesú Krists. Auðvitað táknmál
um uppsprettulindir heilags anda
i sannleika og fórnarlund, en orð-
ið að storknuðum, steinrunnum
helgisiðum i gullskreyttum must-
erum.
Svoáttu hinir sæluað syngja og
njóta gleðinnar i Guðs riki!
En ætli hún hafi ekki eða hefði
ekki orðið blandin hjá einhverjum
sú sæla — einhverjum sem enn
hefði átt þá hugsun utan sæluvim-
unnar — að nú væri vinur og ást-
vinur hinumegin múrsins æpandi
af kvölum, sem enginn mundi
geta linað að eilifu. Kannski mátti
SKÍFUSKRIF
Á ÞJÓÐVEGINUM
nú minna gagn gera, þótt vondur
hefði verið! Og allt þetta átti góð-
ur Guðað leyfa, svo ekki sé meira
sagt.
BRAMBOLTS
Elton John með
allt á hreinu á
„Captain Fantastic
and the dirt
brown kid”
Veistu hvað? Mig langar til þess
að skrifa heila síðu um þessa
nýju skifu frá hendi Eltons
Johns og Bernie Taupins. Enda
væri það ekki nema dropi i hafið
sem fylgir af lestrarefni með
skifunni. En nóg um það, ég hef
ekki nema hálfa siðu i dag, og
verð að setja annað en Elton á
hana.
Ef bera ætti kafteininn saman
við siðustu plötur Eltons og fé-
laga, þá mætti helst likja tón-
listinni við velheppnaða blöndu
af harðsoðnu og pottþéttu popp-
inu á „Caxribou” og þyngri pæl-
ingum og tilraunum á „Yellow
Brick Road.” Raunar sagði.
Elton eftir útkomu „Yellow..”,
að hann væri hræddur við vin-
sældir hennar, og vissi ekki
hvernig hann gæti fylgt henni
eftirsvovel færi. Þá hafa marg-
ir talið hana „sergent Pepper”
Eitons, hvað fullkomleika ferils
snertir. Eitt er vist, og það er,
að „Caribou” varð mörgum
vonbrigði vegna einfaldleika
sins, og vist risti hún grunnt. En
Elton hefur gengið i gegnum
nokkur timabil, og má segja, að
„Tumbleweed connection” hafi
verið hápunktur þess fyrsta,
„Madman” var millibilsástand,
og „Honky Chateau” upphaf að
nýju timabili. Á „Yellow”
verður vart tveggja stefna sem
hann virðist ekki hafa alveg á
hreinu. En á „Captain
Fantastic” er Elton John með
allt sitt fuilkomlega á . honuin
hefur tekist að moða snilldar-
lega úr þeim áhrifum sem hann
hefur orðið fyrir að undanförnu.
Tónlistin er geigvænlega góð, og
þéttari hljómsveit getur ekki að
heyra nú til dags. Öll útsetning
hljóðfæra er eins og best verður
á kosið, og upptakan er ólýsan-
lega hrein og góð. Þá eru marg-
ar melódiur Eltons gullfallegar,
svo sem „Someone saved my
life, og titillagið. Hann er meló-
diumeistari þessa áratugs, likt
og Paul McCartney fyrrum, (og
enn).
Þá má ekki gleyma þætti
Bernie Taupins, sem semur alla
texta, og hefur gert frá upphafi.
Hann hefur alltaf verið töluvert
i sviðsljósinu ásamt Elton, þó
hann sé alger andstæða hans.
Elton veit greinilega hvaða þátt
hann og hljómsveitarmenn hans
eiga I vinsældum laga hans, þvi
allt frá fyrstu plötum þeirra,
hefur þeim verið hampað á um-
slögum og myndum. Að visu er
Elton alltaf á framhlið, en á
þessari plötu fær hljómsveitin
stóran skerf, og Eiton og Bernie
skipta bróðurlega með sér öll-
um myndum i bæklingunum
sem fylgja með. Textarnir eru I
sér bækling, mjög svo læsileg-
um, maður er hreinlega örvaður
til þess aö lesa þá. Ljóðið um
Captain Fantastic and the dirt
brown cowboy er I rauninni
sjálfsævisaga þeirra beggja, á-
kaflega skemmtilegt Ijóð, prýtt
myndum af kránum sem þeir
sóttu i æsku, og unglingsmynd-
um. Ljóð Bcrnies erumjög góð,
og vel þess verð að þau séu lesin
gaumgæfilega. Hér enda ég
skrif min um plötuna, en þú les-
andi góður, ferð, i næstu plötu-
búð, og kannar gaumgæfilega
fallegt umslagið og ennþá betra
innihaldið, þvi hér er vissulega
um frábæra plötu að'ræða.
MFSB standa fyrir
sínu á „Universal
Love” (CBS)
*
Ég skrifaði i siðasta Brambolt
um nýju plötu O’Jays, og fannst
hún góð. Nú er það hins vegar
svo, að O’Jays eru aðeins hálfur
sannleikurinn, hinn er
hljómsveit sem kallar sig
MFSB. Þeir annast allan hljóð-
færaleik þeirra, svo og ýmissa
annarra þekktra soul-söngvara.
Þeir eru heilinn á bak við
„Philadelphia-soundið”, svo-
kallaða. Þeir gáfu út sér, lagið
STOP, sem varð ákaflega vin-
sælt, enda mjög vel staöið að
verki i þvi lagi.
Nú hafa þessir ágætismenn
fylgt sigrinum eftir, og það
rækilega, með útgáfu mjög svo
góðrar breiöskifu, „Universal
love. Platan opnast á laginu
„Sexy”, sem reyndar mun vera
komið hátt á lista á mjóskifu er-
lendis. Tilvalið lag til að skella á
fóninn á siðkvöldum og platan i
heild á heima i rökkri diskóteks-
ins eða kjallarakompunnar. Að
bessari plötu er ekkert hægt að
finna, þeir gera hlutina vel,
strákarnir. Þessi plata er gulls I
gildi, jafnt fyrir soul-unnendur
sem og aðra.
Um hljómleikaferð
Rolling Stones,
framhald síðan
í gær
óhætt er að fullyrða að hljóm-
leikar Rolling Stones hérlendis
myndu draga að sér að minnsta
kosti tiu þúsund manns. Þegar
þessi tala er nefnd, verður að
hafa i huga, að Stones hafa verið
vinsælir i tíu ár ef ekki lengur
hérlendis, aðdáendahópur
þeirra er á bilinu frá 16-17 ára til
þritugs, sem er gifurlega mikil
breidd.
Gifurlega nákvæm skipulagn-
ing hefur verið i kringum ferða-
lagið um Bandarikin, og sér-
staklega i kringum miðasöluna.
Þess var vandlega gætt, að
óráðvandir menn kæmust ekki
yfir fjölda miða sem þeir siðan
seldu seinna fyrir margfalt það
sem þeir borguðu fyrir miðana.
95% miðanna seldust upp á átta
klukkustundum og á stærstu
stööunum seldustþeir upp á ein-
um og hálfum tima, það voru
29000 miðar. Gefur þetta glögg-
lega til kynna, að vinsældir
Stones hafa aldrei verið meiri
en nú, og kalla þeir þó ekki allt
ömmu sina i þeim efnum. Sér-
stök plötuútgáfa verður i sam-
bandi við ferðalagið og verða
meðal annars nokkur vin-
sælustu lög þeirra,” Brown sug-
ar, Angie, Heartbreaker,” og
„Bitch” meðal annars, sett á
skifu, sem hlotið hefur heitið,
„Made in the Shade”. Með i för-
inni verður Ron Wood, gitaristi i
Faces með meiru og mun hann
leika á gitar i stað Mick
Taylors, sem hætti i vetur. Þess
þarf varla að geta, að Faces eru
um þessar mundir gifurlega
vinsælir þar vestra. A nokkrum
hljómleikum munu Rufus og
Eagles sjá um að „kynda upp”.
Þá verður Billy Preston einnig
með i förinni, og sjá um hljóm-
borðin. Hér látum við staðar
numið um hljómleikaferðalag
Stones i Bandarikjunum, og
vonandi getum við sagt eitthvað
meir um möguleikana á að fá þá
hingað til lands i næsta Bram-
bolti.
OFANGREINDAR PLÖTUR ERU FENGNAR
AÐ LÁNI í FACO, LAUGAVEGI 89.
angarnir
O
Sunnudagur 15. júní 1975