Alþýðublaðið - 25.06.1975, Side 1

Alþýðublaðið - 25.06.1975, Side 1
Enn ráðinn BUR-framkv.stj. án þess að staðan sé auglýst A fundi borgarráðs i gær var samþykkt með þremur sam- hljóða atkvæðum að ráða Einar Sveinsson, sem áður var for- stjóri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, framkvæmdastjóra Bæjarútgerðar Reykjavikur i stað Asgeirs Magnússonar. As- geir hefur verið ráðinn forstjóri málblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Fulltrúar minnihluta borgar- stjórnar sátu hjá við atkvæða- greiðsluna, en Björgvin Guð- mundsson, fulltrúi Alþýðu- flokksins, bar fram tillögu um, að embætti framkvæmdastjóra BÚR yrði auglýst. Hún var felld með þremur atkvæðum gegn tveimur. Sveinn Benediktsson, for- maður útgerðarráðs BÚR, var á fundinum, og sagði hann, að Einar Sveinsson hafi þegar sagt upp starfi sinu hjá Bæjarútgerð Haínarfjarðar þar eð borgar- stjóri og forráðamenn BÚR hefðu gefið honum fyrirheit um þetta starf, og af þeim sökum væri ekk-i unnt að auglýsa það. Tillaga sama efnis kom fram þegar Asgeir Magnússon var ráðinn forstjóri BÚR fyrir u.þ.b. ári, án þess að staðan væri aug- lýst, og var hún felld. Færði meirihluti borgarstjórnar þá fram þau rök, að þarna væri tækifæri til að fá i starfið mjög hæfan mann, og ekki mætti hætta á að missa það tækifæri úr höndunum með þvi að aug- lýsa stöðuna og tefja þannig fyrir þvl, að ráðningin geti farið fram. Björgvin Guðmundsson sagði i samtali við Alþýðublaðið i gær, að það hljóti að vera eðlileg leið að auglýsa stöður sem þessa, og benti á aö það sé orðin viðtekin venja við ráðningar i stöður hjá rikinu. VIÐRÆÐUR í snáBwinwi HIVBIÆMI VIÐBRETA „Rikisstjórnin mun auðvitað taka afstöðu til þess sérstaklega, hvernig brugðist verður við ósk breska forsætisráðherrans um viðræður”, sagði Geir Hall- grimsson, forsætisráðherra, i stuttu samtali við Alþýðublaðið i gærkvöldi, en hann kom til lands- ins i gærdag. ,,Ég mun skýra rikisstjórninni frá viðræðum minum við Harold Wilson og aðra fulltrúa bresku rikisstjórnarinnar á rikisstjórn- arfundi á morgun (miðvikudag), en þessar viðræður voru afar vin- samlegar og gagnlegar”, sagði Geir Hallgrimsson. Forsætisráðherra kvaðst ekki hafa á þessu stigi neinu við það að bæta, sem hann hefði áður sagt um þessar viðræður i fjölmiðlum, þar sem hann hefði enn ekki gefið meðráðherrum sinum skýrslu um málið. ,,A fundinum i London kom fram ákveðin ósk af-'Breta hálfu um, að þeir éigi viðræ.ður við okk- ur tslentiinga um það, sem taki við eftir 13. nóvember n.k., en rikisstjórn okkar mun auðvitað taka sérstaklega afstöðu til þeirr- ar óskar”, sagði forsætisráð- herra,— EIN DREYMIN, ÖNNUR REIÐ — SÚ ÞRIÐJA ÞREYTT. Vandamálin blasa við okkur öllum og Hfið er jú hreint enginn ieikur, en viðbrögðin gagnvart þvl eru jafn misjöfn og mennirnir eru margir. Einn verður hugsi, annar reiður — sá þriðji sefur þá jafnvel af sér öll él. SKOTHELT GLER í V-ÞÝSKA SENDIRABIÐ Undanfarnar vikur hefur verið mjög strangur öryggisvörður um sendiráð Vestur-Þýskalands i Reykjavik, svo sem um sendiráð Þjóðverja i mörgum öðrum lönd- um heims. Hefur gæsla þessi ver- ið umfangsmeiri en tiðkast hefur um sendiráð erlendra rikja hér, vegna þeirra hörmulegu atburða, sem orðið hafa við sendiráð V- Þýskalands til dæmis i Stokk- hólmi fyrir nokkru siðan. Lögreglan i Reykjavik hefur annast öryggisgæsiu við sendi- ráðið fram að þessu, en nú mun hún verða -leyst af hólmi bráð- lega, þvi verið er að gera ráðstaf- anir til þess að auka öryggi sendiráðsbyggingarinnar við Túngötu. Meðal annarra ráðstafana við sendiráð V-Þýskalands mun vera isetning skothelds glers i glugga byggingarinnar og einnig upp- setning lokaðs sjónvarpskerfis, VARNARLIDSMENH (SIFELLT FUH STORF a vellinum SAMDI EINAR AF SÉR í WASHINGTON? Svo virðist, sem varnarliðsmenn hafi nú I auknum mæli tekið I sin- ar hendur ýmis þau störf, sem ts- lendingar hafa unnið á Kefla- vikurflugvelli mörg undanfarin ár. Fyrir nokkrum dögum birtist frétt i Alþýðubiaðinu um við- gerðarframkvæmdir á veginum frá svonefndu Grænahliði á Keflavfkurflugvelli að þjóðvegin- um, sem iiggur gegnum Ytri- Njarðvik, en þær hafa varnariiðs- menn annast i sumar. t tiiefni af þessari frétt hafa margir Suðurnesjamenn haft samband við Aiþýðublaðið og fullyrt, að það sé ranghermi hjá YLRÆKT) BORGINNI FÆR ODYRARI HITA Borgarráð samþykkti á fundi i gær, að ylræktarmenn, sem rækju gróðurhús, sem samþykkt eru af borgaryfirvöldum, fái lækkun á hitaveitutaxta til starf- semi sinnar. Lækkun þessi nemur sem næst 80% frá húsahituna- taxta. Tillaga Alberts Guðmunds- sonar um að lækkunin gildi frá 1/1 1974 var felld, en hinsvegar sam- þýkkt að hún gildi frá 1/1 1975. Þar til og með nær iækkunin til söluaðstöðu i gróðurhúsunum og ennfremur taldi tillögumaður, Al- bert Guðmundsson, að það næði einnig til veitingaaðstöðu, sem rekin kynni að verða undir sama þaki. Páli Asgeiri Tryggvasyni, hjá varnamáiadeiid utanrikisráðu- neytisins, að umræddar vegavið- gerðir hafi jafnan verið fram- kvæmdar af varnarliðsmönnum. Hið rétta sé, varnarliðsmenn hafi aldrei fyrr komið nálægt þessum störfum. Segja Suðurnesjamenn, að svo virðist, að stefnt sé að því, að her- menn taki að sér sifellt fleiri störf innan vailarsvæðisins, en ts- lendingar þeim mun færri. Eins og bent var á I frétt Al- þýðublaðsins á fimmtudaginn i siðustu viku gengur nú fjöidi skólanemenda á Suðurnesjum at- vinnuiaus. En ailt þangað til i sumar hefur fjöldi skólanemenda fengið vinnu viö ýmiss konar störf á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið hefur aflað sér, hafa varnarliðsmenn nú yfirtekið m.a. allan grasslátt á vallarsvæð- inu, sem Islenskir aðilar hafa allt- af annast hingað til. Þá munu varnarliðsmenn hafa tekið að sér alla helstu málningarvinnu á vallarsvæðinu, steypuvinnu og ýmsa byggingavinnu. Ennfremur hefur flogið fyrir syðra, að til standi, að til Kefla- víkurflugvallar verði sendur sér- stakur hópur hermanna frá Bandarfkjunum til að vinna ýmiss konar viðgerðarstörf i , ,Rockville-s töðin ni ”. Alþýðublaðið hafði i gær sam- band við Karl Steinar Guðnason, formann Verkalýðs- og sjó- mannafélags Kefiavikur til aö leita frekari upplýsinga um þessi mál. Hann sagði: ,,Þvi miður virðist mér, að allt önnur stefna riki nú hjá bandariska varnarlið- inu en okkur hafði verið sagt, að fylgt yrði”. Karl Steinar sagði, að allmargt hefði að undanförnu verið ráðiö I vinnu við byggingaframkvæmdir á Kefiavlkurflugvelli hjá tslensk- um aðalverktökum. Hins vegar virtist sér, að ýmiss konar þjón- ustu- og viðgeröarstörf á vellin- urn hefðu færst yfir á hendur varnarliðsmanna. Alþýðublaðið spurði Karl Steinar, hvort hann væri þeirrar skoðunar, að Einar Agústsson, utanrikisráðherra, hefði samið af sér varðandi rétt tslendinga til vinnu, sem til fellur á Keflavíkur- flugvelli, I samningunum við Bandarikjamenn á siöastliðnu ári. ,,Um það vil ég auðvitað ekkert segja”, svaraði Karl Steinar, ”en hitt er annað, að við höfum áhyggjuraf atvinnuástandinu hér á Suðurnesjum”. —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.