Alþýðublaðið - 25.06.1975, Page 2

Alþýðublaðið - 25.06.1975, Page 2
HVERS VIRDI VERDUR Sfl SMÁFISKUR SEM DEIDD- UR ER í AR OKKUR EFTIR ÞRJIÍ ÁR? Kjarni ræðu Tómasar Þorvaldssonar á 42. aðalfundi Sölusambands fslenskra fiskframieiðenda „Við setningu siðasta aðal- fundar fyrir ári, ræddi ég þá geysilegu verðbóígu, sem leikið hafði islensku þjóðina grátt slðustu misserin þar á undan. Þá nefndu sérfræðingar rikis- stjórnarinnar ástandið hættu- ástand og jafnvel var búist við þvi, að atvinnulif þjóðarinnar I öllum greinum biði alvarlegt af- hroð. Sem betur fer varð það ekki algjört, en hins vegar varð alkunnugt skipbrot i samstarfi Islensku rikisstjórnarinnar snemma sumars, og verð ég að segja það, að oft hef ég staðið frammi fyrir skipbroti I orðsins fyllstu merkingu, og aldrei upp- lifað annað en það, að stjóm- endur berðust til hins ýtrasta fyrir fleytu sinni og a.m.k. kæmu ávallt siðast I land, eftir að hafa séð öllum sinum skip- verjum bjargað á undan, en i þessu skipbroti urðu sumir stjórnendur fyrstir og einir frá boröi og létu öðrum skipverjum eftir að bjarga sér, þ.e.a.s. Is- lensku þjóðinni, og var þvi að loknum kosningum annari stjórnarfleytu ýtt úr vör, er var að nokkru leyti smiðuð upp úr hinni fyrri. Hún hefur haldist á floti, eða a.m.k. marar I hálfu kafi, enda hafa skipverjar staðið ósleitilega við aústurinn og er það virðingarvert. Þau vandamál, sem hrönnuðust upp á árunum 1971- 1973 eru vissulega fyrir hendi enn. Oðaverðbólga, óeðlileg út- þensla rikisbáknsins, þjónustu- greina, og að mlnu mati röng launastefna eru allt heimatilbú- in vandamál, sem engum er um að kenna nema rangri stefnu i lána-og fjármálapólitik. Það er löngu ljóst, að þetta þjóðfélag þolir ekki lengur þá öfugþróun, að slfellt stærri hluti vinnuafls færist úr framleiðslugreinunum til þjónustu-greinanna og pappirs- og sýndarmennsku, nema I sérstaklega hagstæðu árferöi og við bestu kjör á út- flutningsmarkaði. Hvort tveggja er, að sifellt verður er- fiðara að fá fólk til framleiðslu- starfa og þá ekki siður hitt, að þjónustugreinarnar kalla til sin stærri og stærri hluta af þvi fjármagni, er verður til á verð- mætum útflutts sjávarafla og verður til þess, að kaupgjald er orðið framleiðslugreinunum mjög I óhag, og að minu mati fer of lágt hlutfall I aðal atvinnu- greinina, þ.e.a.s. sjávarútveg- inn. 1 viðbót við þessi heimatil- búnu vandamál, sem ég hef rætt, hafa komið til önnur ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg. Þær hörmungar, sem áttu sér stað á Norðfirði I desember s.l., eru okkur öllum i fersku minni. íbúar þess byggðarlags urðu þá fyrir svo biturri reynslu, að slikt mun seint gleymast. Sá mann- skaði, sem þar varð, skildi ef til vill ekki eftir stærra sár en þegarskipferst með allri áhöfn, en sá er munur á, að hver sá sem á ættingja á sjó, má ávallt búast við harmafregn, en váleg- ir hlutir eins og þeir sem gerðust i Vestmannaeyjum og á Norðfirði eru fátlðir og þvi eru allir óviðbúnir þvilikum tlðind- um. Þessi tvö tilfelli hafa kallað á sameiningu þjóðarinnar og forystumenn hennará vettvang. Ég hygg, að æðstu menn sem I hlut áttu i þessi tvö skipti, hafi brugðist mjög mannlega við. Það er erfitt að vera forystu- maður litillar þjóðar, sem verðurfyrir sliku áfalli og þurfa að fara á staðinn og tjá sig um væntanlegar björgunaraðgerðir á viðkvæmri stund. Á milli vertlðanna 1973 og 1974 urðu allverulegar hækkanir á útflutningsverði saltfisks. Þvi miður verður ekki sagt það sama um vertiðina, sem er nú ný 'afstaðin. Söluverð vertiðar aflans 1975 varð lægra en árið á undan og til viðbótar koma svo stórauknar álögur, bæði aukin útflutningsgjöld og auknar greiðslur i verðjöfnunarsjóð fram yfir það, sem öðrum greinum sjávarútvegs er gert að greiða. Það var öllum ljóst á siðasta ári, að afkoma saltfisk- verkunar yrði nokkuð góð, og varð það til þess, að saltfisk- framleiðslan á árinu 1974 varð töluvert meiri en hún hafði verið árin á undan. Sú aukning kom mest til á þann veg, að þau fyrirtæki, sem bæði verka I salt og fryst'a, stórjuku söltun á kostnað frystingar. Sú aukning, sem hér um ræðir, varð lang- mest I söltun á smáfiski, sem reyndist afar erfitt að selja fyrir viöunandi verð seinni hluta árs- ins 1974 og er útlitið enn verra nú. Ég hefi áður vikið að þvi opin- berlega, I hversu alvarlega átt stefnir með smáfiskadráp okkar íslendinga og annara hér á Is H-i ... / / f - :■ ú landsmiðum, og ég hef heldur ekki farið dult með það, að ég álit að hin stóraukna sókn gefi ekki nálægt þvi þann árangur, sem skyldi, hvað þá æskilegan. Árið 1970 var vertiðarafli báta- flotans rúmlega 81% meiri heldur en 1975, og ennfremur árið 1970 var vertiðarafli báta- flotans 20% meiri heldur en heildarvertiðarafli báta og togara samanlagt árið 1975. Það þarf ekki að fjölyrða um þessar tölur, þær tala sinu máli, en hið alvarlegasta við þessa þróun er að'sjáifsögðu það, að allar likur benda til þess, að þessi stóraukna sókn, sem ekki nær einu sinni að halda sama afla- magni og fyrir 5 árum siðan, sé einnig mjög skaðleg fyrir fisk stofnana kringum landið, þar sem smáfiskadráp virðist fær- ast mjög I aukana, og er þvi ástæðulaus sá ótti, sem fram hefur komið, a.m.k. I náinni framtið, að þorskfiskurinn verði ellidauður á Islandsmiðum. Þá hafa gæði aflans versnað til muna, vegna þess að meðaltals útivistartimi hinna nýju smá- fiskdrápstækja er u.þ.b. 12-13 dagar og verður þviaflinn 2ja til 3ja vikna gamall, þegar hann er unninn til útflutnings. Hver hefði trúað þvl fyrir 5 árum, ef íslensku þjóðinni hefði verið sagt það. Nú má enginn skilja orð min svo, að mér sé ekki ljós nauðsyn þess, að viðhalda fullri atvinnu i hinum dreifðu byggð- um landsins, en mér er mjög til efs, að hér sé um annað að ræða en fljótfæmislega bráðabirgða- lausn, sem þegar hefur orðið is- lensku efnahagslifi um megn, og verði þjóðinni dýrkeyptara en e.t.v. nokkurn grunar. Ég Itreka enn það, sem ég hef áður sagt, að það væri fróðlegt að gera sér grein fyrir þvi, hvers virði hann væri okkur eftir ca. þrjú ár, sá smáfiskur, sem er deyddur I ár, að sjálfsögðu að gefnum þeim forsendum, að við nýtum einir okkar fiskimið, með tækjum sem gefa grið uppvax- andi fiski. En það kom fleira til en auk- inn smáfiskur. í kjölfar gengis- breytinga I september 1974 og febrúar 1975 komu auknar álög- ur. tJtflutningsgjöld voru hækkuð, fyrst úr 3,9% I 9,4% og svo I 15,4%. Að meðtöldu magngjaldi, greiðir nú. salt- fiskurinn um 18% I útflutnings- gjöld. 1 framhaldi af siöustu gengis- fellingu i febrúar, var út- flutningsgjald af saltfiski aukið úr 9,4% I 15,4% eða um 6% á sama tima og viðbótin á frystar afuröir var 4% — og varþó ærin. 1 verðjöfnunarsjóði fékkst við- miðunarverð hækkað á freðfiski til samræmis við hin auknu út- flutningsgjöld, en meiri hluti stjórnar saltfiskdeildar verð- jöfnunarsjóðs hefur aigjörlega synjað um samsvarandi leiðréttingu fyrir saltfiskinn. Við teljum þessi málalok afar ranglát og litum svo á, að við höfum verið misrétti beittir, er við verðum bæði að greiða hærri útflutningsgjöld og fáum enga leiðréttingu á viðmiðunarverði, og gæti því komið til endur- skoðunar afstöðu SÍF til laga og reglugerða um verðjöfnunar sjóð fiskiðnaðarins, ef þar fengist breyting til réttlátari meðferðar á málefnum okkar. Góðir félagar, Gróa á Vörðu-Leiti hefur verið athafnasöm nú sem fyrr. Lengst af var talið, að henni dygði ein f jöður til að gera úr 5 hænur, en nýjasta afrek hennar, sem mér er kunnugt um eru 40 hænur án þess að þurfa nokkra fjöður. Ég hefi þekkt saltfiskverkun frá barnæsku og setið i stjórn SIF frá 1960. Ég hafði orð á þvi um áramót við samstarfsmenn mina i stjórninni, að 15 ár væru nægilega langur tlmi I sliku starfi. Að minu áliti, þá eiga þeir einir að eiga sæti i stjórn SIFog annarra félagssamtaka i sjávarútvegi, sem hafa að aðal- starfi öflun fisks og verkun hans, en þá sérstöðu, sem skapaðist hér við stofnun þess- ara samtaka, að Landsbanki Is- lands á hér fulltrúa, vil ég virða á meðan hann óskar þess, og svo hins vegar með fulltrúa SÍS, sem ég tel sjálfsagðan. Það er staðreynd, að til eru ávallt öfi i þjóðfélaginu, sem hafa áhuga á að riðla samstöðu okkar I samtökunum og hafa þvi reynt að sverta bæði samtökin og forystumenn þeirra. Svo langt hefur verið gengið I þess- um árásum, að ég hefi kallað það tilráun til að koma okkur eða mér I einskonar mannorðs- hakkamasklnu þeirra, sem hafa gert það að ævistarfi að fóðra hana og snúa, enda munu þeir hafa tileinkað sér inntak þess- arar vlsu: Ef viljirðu svívirða saklausan mann, þá segðu engar ákveðnar skammir um hann, en láttu það svona I veðrinu vaka, að þú vitir hann hafi unnið til saka Ég þarf ekki að fjölyrða um þessi mál, þau eru flestum kunn. Það virðist augljóst, að ýmsir geti ekki unað þvi, að saltfiskframleiðslan fái að njóta þess, að vel hefur til tekist um sinn, og i þess staö að fagna þvi, þá skera þessir aðilar upp herör gegn þeim, sem hefur lánast starfsemin með þrotlausri vinnu. En við erum ekkert fremri þeim, sem hæddur var og munum taka þvi sem að höndum ber.” Sjá fiskinn I sjónvarps- tæki í brúnni NÝ TÆKI FRÁ SIMRAD Fyrirtækið Friðrik A. Jónsson H/F boðaði i gær til blaðamanna- fundar, til þess að kynna nýtt fiskileitartæki frá Simradverk- smiðjunum, sem þeir hafa umboð fyrir. Jafnframt voru kynnt önn- ur fiskileitartæki, sem Simrad framleiðir, og er kominn hingað tillands, sérstakur bfll, sem hefur inni að halda öll þessi tæki. Bíllinn kom til landsins með færeysku ferjunni Smyrli, og frá Seyðisfirði var farið með hann um Austfirði. Næsta mánuð er ætlunin að fara með hann um allt land. Þetta er I annað skipti sem þessi bill kemur hingað til lands, og að sögn forráðamanna fyrir- tækisins, hafa útgerðarmenn og skipstjórar um land allt kunnað vel að meta þessa þjónustu. Með I förinni er fulltrúi frá verk- smiðjunum. Nýja tækið heitir Simrad CD Sonar og er með myndskerm, en sá hluti tækisins sem lesið er á, er ekki ósvipaður sjónvarpi I útliti. Tækið er ákaflega fullkomið og er i rauninni tölva, sem sett er I samband við önnur tæki i brúnni, svo sem sónartæki og áttavita. Tækið sýnir allar breytingar, (t.d. síldar eða loðnutorfu) frá þvi hún kemur inn á asdikið, allt þangað til búið er að loka hana inni i nótinni. Til gamans má geta þess, að forráðamenn fy rirtækisins Friðrik A. Jónsson H/F telja að um 5000 Simrad tæki af hinum ýmsu gerðum, hafi verið seld frá upphafi. UB UL SKAKIGfM KCRNELÍUS 'j JQNSSON ' SKÖLAVORÐÚSIIíi'Ö BANKASTRÆ TI6 18600 VIPPU - BÍISKURSHURDIN Lagerstærðir miðað við múroplí Hæð;.210 sm x breidd: 240 sm .i 210 - x - 270 sm j Aðrar stærðir. smiÐaðar eftir beiðni. GLUGGASMIOJAN ;.$iðu#h MaaL; ___ ..... 0 Miðvikudagur 25. júní 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.