Alþýðublaðið - 25.06.1975, Side 5
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson
Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson
Fréttastjóri: Helgi E. Helgason
Afgreiðslustjóri: Orn Halldórsson
Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866
Augiýsingar: Hverfisgötu 8-10, slmar 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900
Prentun: Blaðaprent hf.
Askriftarverð kr. 700.00 á mánuði.
Verð I lausasölu kr. 40. ■
TALAST EKKI VIÐ
Það hefur að vonum vakið feikna athygli á Is-
landi, að forsætisráðherra, Geir Hallgrimsson,
fór til fundar við Harold Wilson til þess að ræða
við hann um landhelgismálin, án samráðs við
rikisstjórn sina. 1 viðtali við Alþýðublaðið i gær
lét Einar Ágústsson utanrikisráðherra, svo um
mælt, að engin ákvörðun hafi verið tekin i rikis-
stjórninni um viðræður við Breta um land-
helgismálið. Fundur þeirra Geirs Hallgrims-
sonar og Wilsons hefur þvi komið islenska utan-
rikisráðherranum gersamlega á óvart. Hann
hefur ekki haft hugmynd um hvað til stóð —
enda fór Geir Hallgrimsson utan undir þvi yfir-
skini, að hann væri að fara á fund ráðherra
Norðurlanda i Stokkhólmi.
Eitt af þvi, sem setti hvað mestan svip á
starfsaðferðir rikisstjórnar Ólafs Jóhannesson-
ar, var hvað ráðherrarnir virtust eiga erfitt með
að hafa samráð sin á milli um veigamikil mál.
Það bar oft við á þeim árum, að einn ráðherrann
i rikisstjórninni vissi ekki hvað annar var að að-
hafast og æ ofan i æ fóru ráðherrarnir inn á
verksvið hver annars án þess að hafa fyrir þvi
að láta samráðherra sina vita, hvað til stæði.
Eitt gleggsta dæmið um það er einmitt úr sögu
landhelgismálsins, þegar ólafur Jóhannesson,
þáverandi forsætisráðherra gerði hið fræga
,,tveggja manna samkomulag” sitt við Heath og
Einar Ágústsson, utanrikisráðherra hafði ekki
hugmynd um neitt fyrr en hann las fregnirnar i
fréttum islensku blaðanna á leiðinni heim frá
útlöndum.
Nákvæmlega sama leikinn er Geir Hallgrims-
son nú að leika. Hann fer af landi brott og lætur
samráðherra sina, þar á meðal Einar Ágústs-
son, standa i þeirri trú, að hann sé aðeins að fara
á norrænan ráðherrafund i Stokkhólmi. Aðal-
erindið er þó að ræða við forsætisráðherra Breta
um landhelgismálið. Um það veit sjálfur utan-
rikisráðherra íslands ekki nokkurn skapaðan
hlut fyrr en hann les um það i blöðunum og
stendur þá uppi eins og glópur.
Tortryggni ráðherranna i rikisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar i garð hvers annars og afleiðingar
hennar, skorturinn á samráði og virðingarleysi
fyrir samstarfsmönnum og samstarfsflokkum,
varð án efa banamein þeirrar rikisstjórnar
ásamt almennri vangetu til stjórnunar. Sama
sagan er nú að endurtaka sig með rikisstjórn
Geirs Hallgrimssonar. Forsætisráðherra leikur
sér að þvi að auðmýkja samstarfsflokk sinn og
ráðherra hans, Einar Ágústsson, og hefur ekki
einu sinni samráð við stjórn sina um starfsað-
ferðirnar i afdrifarikasta máli þjóðarinnar,
landhelgismálinu.
Núverandi rikisstjórn hefur tekið fyrrverandi
rikisstjórn sér til fyrirmyndar um flesta hluti.
Stefna hennar i efnahagsmálum er sama stjórn-
leysisstefnan. Stefna hennar i launamálum er
sama ójafnaðarstefnan. Stefna hennar i rikis-
fjármálum er sama óreiðustefnan. Og starfsað-
ferðir hennar allar bera sömu upplausnarein-
kennin.
Forsendan fyrir þvi, að menn geti stjórnað
landinu saman er auðvitað sú, að þeir geti talað
saman. Það virðast ráðherrar núverandi rikis-
stjórnar ekki geta fremur en ráðherrar þeirrar
fyrrverandi. Fundur Geirs Hallgrimssonar og
Wilsons um landhelgismálið, sem haldinn var
án vitundar sjálfs utanrikisráðherra, Einars
Ágústssonar, er glöggt dæmi um þetta.
lalþýduj
mm
Miövikudagur 25. júní 1975.