Alþýðublaðið - 25.06.1975, Page 7

Alþýðublaðið - 25.06.1975, Page 7
AFMÆLI SKÁKSAMBANDS ISLANDS •ns- örn >ór- íon, :ák árið allt til ráðu- ' unnið 7 sinn- Bstir að iur Ás- Friðrik m hvor, 56-63) 4 lafsson mdsson Sigur- tn hver. þennan og átta rn Þor- íinn að ;r skák- ni, nú á endinga stofnun r Péturs Cggerts . Siðan ialvett- endinga ). Skák- lið á 3. haldið ksveitin t Gilfer, Einar imunds- iar Þor- nd hafn- átttöku- 68 skák- 'innland sigruðu r tekið að við- 36, sem manna, slfk mót ár eftir )50. Eru tölu, og aðeins miklu mbands r forseti í fyrradag, 23. júní, voru liðin 50 ár frá stofnun Skáksambands íslands - það var stofnað á Blönduósi árið 1925. í meðfylgjandi grein, sem Baldur Pálmason hefur tekið saman, er stiklað á stóru í sögu sambandsins þjóðakeppni, sem flestum er metnaðarmál að rækja. Siðan 1952 höfum við viðhaldið okkar hlekk í keðjunni. Að visu hefur frammistaðan verið nokkuð mis- jöfn, vegna forfalla, sem stundum hafa hamlað för bestu skák- manna okkar, Lengst náði is- lenska sveitin 1966 á Kúbu, er hún tefldi i A-flokki úrslitakeppninnar og varð i 11. sæti meðal 52 þjóða. Einu sinni áður tókst Islendingum að komast i A-flokk, hlaut 12. sæti meðal 26 þjóða i Amsterdam 1954. 1 Buenos Aires 1939 sigruðu Is- lendingar i B-flokki (16. sæti af 26) og i Tel-Aviv 1964 vannst sigur I C-flokki (29. sæti af 50 þátttöku- þjóðum, en flokkarnir voru þá fjórir). Er þess vert að geta, að aldrei fyrr né siðar hefur islenska sveitin verið skipuð jafn ungum mönnum : aldursforsetinn 25 ára! Skákmót Norðurlanda er nú haldin annað hvert ár á móti ólympiumótum. Þar hafa Islend- ingar margoft tekið meiri eða minni þátt i keppni, fyrst 1928, er Pétur Zóphóniasson og Eggert Gilfer fóru til óslóar, eins og fyrr greinir. Þrisvar hafa þessi mót verið haldin i Reykjavik, 1950, 1961 og 1971. Fjórir menn hafa orðið Norðurlandameistarar i skák: Baldur Möller 1948 og 1950. Friðrik Ólafsson 1953 og 1971, Ingi R. Jóhannsson 1961 og Frey- steinn Þorbergsson 1965. Alls hafa þvi tslendingar haldið Norð- urlandatitlinum i 13 ár, eða sem næst jafnlengi og aðrar Norður- landaþjóðir til samans siðan 1948. Stúdentar hafa haldið heims- meistaramót árlega i meira en tvo áratugi. Margir okkar beztu skákmanna hafa verið i þeim hóp ogoft myndað sveitir á þeim vett- vangi. Fjórða mótið af þessu tagi fór fram i Reykjavik sumarið 1957. Framan af kom Skáksam- band Islands aðallega fram sem styrktaraðili með samtökum stúdenta hér, en siðari árin hef- ur sambandið átt beina aðild að myndun stúdentaskáksveita fyrir þessi mót. Ýmis mót með þátttöku er- lendra gesta hafa verið haldin á liðnum áratugum, og hefur skák- sambandið oftast haft þar hönd i bagga, oft forgöngu. Aðalsam- starfsaðili að sikum mótum hefur að sjálfsögðu verið Taflfélag Reykjavikur. Ekki verða talin hér önnur mót en þau, sem sett hafa mestan svip á siðasta ára- tuginn, Reykjavikurmótin svo- nefndu, sem haldin hafa verið annað hvert ár siðan 1964, alls sex sinnum. Tillögumaður og frum- kvöðull að þessum mótum var fyrrv. forseti sambandsins, As- geirÞór Asgeirsson verkfr., en að mótshaldinu stóðu stjórnir skák- sambands og Taflfélags Reykja- vlkur. Hefur súsamvinna haldist i stórum dráttum. Margir stór- frægra skákmeistara hafa verið gestir á þessum mótum t.d. Tal og Smysloff fyrrum heimsmeist- arar. Þeir tveir unnu lika hvor á sinu móti, hinu fyrsta og sið- asta, á þriðja mótinu unnu land- ar þeirra tveir, Tajmanoff og Vasjúkoff, en á hinum mótunum þremur sigruðu landar okkar, Friðrik Ólafsson 1966 og 1972 (I seinna sinnið jafn tveimur erl. meisturum), en 1970 bar Guð- mundur Sigurjónsson sigur úr býtum, hlaut vinningshlutfallið 80%, sem er frækilegur árangur rúml. tvltugs manns. Arið 1960 gekkst skák- sambandsstjórn fyrir þvf nýmæli aö efna til sveitarkeppni i skák milli fyrirtækja og stofnana i Reykjavik. Tillaga þar um kom frá Taflfélagi Hreyfils og talaði Guðlaugur Guðmundsson fyrir henni á aðalfundi 1957. Einn stjórnarmanna skáksambands- ins, Gisli R. Isleifsson, stjórnði þessari keppni mörg fyrstu árin. Skákkeppni stofnana hlaut strax miklar vinsældir og hefur siðan verið langstærsta skákmót hér- lendis á ári hverju. Á fyrsta ári urðu þátttökusveitir 42 (4 manna), og á 3. ári urðu þær 49. Munu þær aldrei hafa orðið fleiri. A siðari árum hefur Taflfélag Reykjavikur verið mótaðili skák- sambandsins að mótum þessum. Samvinna þessara tveggja aðila náði hvað lengst árið 1967, er þau gerðust sameignaraðilar að félagsheimili skákmanna við Grensásveg i Reykjavik. Er skáksambandið eignaraðili að 1/3 hluta en taflfélagið að 2/3 hlutum, og hafði síðarnefndi aðilinn for- göngu um þessi húsakaup, eink- um þáv. formaður félagsins. Hólmsteinn Steingrímsson. Fyrst var keypt efri hæð hússins nr. 46 en siðar bætt við efri hæð á við- byggðu húsi nr. 44. Er þarna komin langþráð bækistöð fyrir skáklif i höfuðborginni, og á að- staðan þar enn eftir að batna. Láta mun nærri að á 50 ára ferli Skáksambands Islands hafi jafn- mörg skáfélög i landinu átt aðild aðþvilangan tima eða skamman. Arið 1937 var fjölgað i skáksam- bandsstjórn úr þremur mönnum i fimm og siðan i sjö i fyrra. Nú- verandi forseti er Gunnar Gunn- arsson, kjörinn 1974. Tólf manns hafa gegnt forsetastörfum fyrir sambandið frá byrjun, lengst As- geir Þór Ásgeirsson (9 ár sam- fleytt, 1957-66), siðan Elis Ó. Guð- mundsson (7 ár og önnur 11 ár I aðalstjórn, lengst allra), Ari Guð- mundsson (6 ár) Pétur Zóphóniasson (6 ár) og Árni Snævarr (6 ár). Auk Elisar og Péturs er látinn Sigurður Jónsson endurskoðandi sem var forseti 1955-57. Aðrir, sem lengsta stjórn- arsetu eiga að baki, eru Garðar Þorsteinsson alþm. (11 ár) Guð- mundur Arnlaugsson rektor (11 ár), Aðalsteinn Halldórsson tollv. 29 ár, þar af forseti i 2 ár), Gisli R. ísleifsson (9 ár), Baldur Pálmason útvarpsfltr. (8 ár), Baldur Möller ráðuneytisstj. (6 ár), Guðmundur G. Þórarins- son verkfr. (6 ár, þar af 5 ár for- seti), og Guðbjartur Guðmunds- son bifrsth. (6 ár). Stjórnin réði fyrst framkvæmdastjóra til sam- bandsins á miðju ári 1968 og ekki i fulltstarf. Þaðvar Þórir Ólafsson, en árið 1971 var ráðinn Guðjón Ingi Stefánsson. Einnig störfuðu Trausti Björnsson og Magnús Sigurðsson sem slikir stuttantima og ennfremur Freysteinn Jó- hannsson sem sérstakur blaða- fulltrúi meðan einvigi Spasskys og Fischers stóð sumarið 1972. Heimsmeistaraeinvigið ber hæst allra skákviðburða á landi hér, og hvildi það fyrst og fremst á herðum Skáksambands íslands. Fylgdi þvi óhemju mikil vinna og geysileg auglýsing út á við fyrir land og þjóð. Til marks um það er t..d. allur sá grúi bóka, sem hefur verið skrifaður um þennan við- burð, að ónefndum fjölda greina i öllum heimsblöðum. Auk Fishcers og Spasskys hafa 5heimsmeistarar i skák komið til tslands ogteflt. Aður eru nefndir Tal og Smysloff (1964 og 1974), en hinir voru dr. Aljehin (1931) og dr. Euwe (1948). Einnig heims- meistari kvenna, Nona Gaprindashvili (1964). Tal og Spasský voru hér áður á ferð 1957, er þeir tefldu á heimsmeistara- móti stúdenta, og Fischer tefldi á Fischers-móti 1960. Þrir Islenskir skákmenn hafa hlotið alþjóðlegan meistaratitil: Friðrik Ólafsson (1956), Ingi R. Jóhannsson (1963) og Guðmundur Sigurjónsson (1970). Friðrik ávann sér siðan fljótlega stór- meistaranafnbót (1958), og nú hefur Guðmundur einnig unnið til hennar, þótt ekki sé formlega frá þvi gengið ennþá. Verður það væntanlega gert á aðalfundi Al- þjóðasambands skákmanna i sumar. Skáksambandsstjórn hefur hingað til heiðrað þrjá menn með þvi að kjósa þá heiðursfélaga sambandsins: Pétur Zóphónia- sson (1933), Ara Guðmundsson og Jón Sigurðsson (1965). Skáksamband Islands hefur lengst af verið félagi i Skáksam- bandi Norðurlanda og Alþjóða- sambandi skákmanna, en það er aðeins ári eldra en samband okk- ar. Fyrir fimm árum var einnig gengið i Alþjóðlega bréfskáka- sambandið, og er keppni þegar hafin á þeim vettvangi, en hún tekur allajafna nokkur ár. Siðasti vaxtarbroddurinn á meiði Skáksambands íslands er keppni meðal kvenna um sérstak- an íslandsmeistaratitil, en hún fór fram á siðasta skákþingi. Hef- ur þetta lengi verið kappsmál skákáhugamanna, þótt ekki hafi komist á rekspöl fyrr en nú. Fyrsti Islandsmeistari kvenna i skák er ung námsmey, Guðlaug Þorsteinsdóttir i Kópavogi. Þannig heldur sagan áfram að gerast. Á hausti koníanda er full- ráðið að Skáksamband Islands gangist fyrir svæðismóti I skák, en slik mót hafa ekki fyrr verið haldin hérlendis. Eigið þér tóm gashylki? t Viö vekjum athygli viöskipta- manna okkar á aö tilfinnanlega skortir á aö tæmd gashylki berist okkur til baka að notkun lokinni. Félagiö hvetur viðskiptamenn sína til aö skila inn ónotuðum hylkjum, en þau eru endurkeypt hæsta verði. SKILAGJALD GASHYLKJA 11 kg. hylki kr. 4.500.OO 47 kg. hylki kr. 7.500 eru móttekin á ollum bensínstöövum félagsins, hjá umboös- mönnum um land allt, í kynditækjaverzluninni aö Suöurlandsbraut 4 og Olíustöð félagsins í Skerjafiröi. Olíufélagið Skeljungur hf Suöurlandsbraut 4 - Reykjavík Sími 38100 Shell angarnir DRAWN BY DENNIS COLLINS WRITIEN BY MAURICE DODD © frTi's 3276 Miðvikudagur 25. júní 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.