Alþýðublaðið - 25.06.1975, Qupperneq 9
REKSTUR RfKISÚTVARPSINS:
AFNOTAGJOLD HUODVARPS OG SJONVARPS
aB ræöa, ef valið yrði t.d. aldur-
biliö 16—67 ára, en þetta eru
þeir aldursflokkar, er standa að
mestu undir kostnaði við opin-
bera þjónustu hér á landi. Með
þessu móti gætu þjónustugjöld
orðið tiltölulega lág. Hins vegar
yrði innheimtan mjög umfangs-
mikil og ylli mikilli fjölgun
gjaldenda, sem innheimtumenn
rikisins yrðu að fást við. Ekkert
tillit myndi með þessu móti tek-
ið til greiðslugetu gjaldenda.
Eitt gjald, sóknargjald, er nú
lagt á ákveðna aldursflokka, en
það er lagt á af einstökum sókn-
arnefndum og ýmist innheimt af
sóknum, sveitarfélögum eða
innheimtumönnum rikisins, og
er augljóst, að slikt álagningar-
og innheimtukerfi væri illa til
þess fallið að hafa með höndum
þjónustugjald útvarps. Auk þess
hafa verið gerðar tillögur af
opinberum aðilum um gjör-
breytingu þessarar skipunar til
einföldunar á framkvæmd. Tel-
ur nefndin af þessum sökum
ekki unnt að leggja aldur til
grundvallar gjaldskyldu. Gjald-
stofn, sem byggist á útsvars-
greiðendum, hefur þann kost
fram yfir aldursgrundvöllinn,
að þar er um að ræða greiðslu-
getu, þótt hún geti i vissum til-
vikum verið harla litil. En meg-
inókosturinn frá framkvæmda-
sjónarmiði er sá, að það eru inn-
heimtumenn sveitarfélaga, sem
annast framkvæmdina, og telur
nefndin óeðlilegt og sjálfsagt
kostnaðarsamt, að þessir aðilar
innheimti gjöld fyrir rikisstofn-
un. Til greina kæmi einnig að
leggja þjónustugjald útvarps á
simnotendur. Eflaust yrðu inn-
heimtuaðgerðir auðveldar og
árangursrikar með þessum
hætti, en nefndin telur þó óæski-
legt að blanda saman Utvarps-
og simnotendum að þessu leyti,
þvi að til þess er mismunur
þjónustusviðs þessara tveggja
rikisfyrirtækja of augljós. Til-
laga nefndarinnar er, að þjón-
ustugjald útvarps sé lagt á alla
tekju- og eignarskattsgreiðend-
ur. Meginkosturinn er fólginn i
auðveldri og ódýrri fram-
kvæmd, og einnig er þar tekið
tillit til efnahags, en tilhneiging
hefur verið i þessa átt að undan-
fömu. Við útskrift álagningar-
og innheimtuseðla þyrfti ein-
ungis að bæta við einni tölu fyrir
þá skattgreiðendur, sem
greiddu tekju- og eignarskatt á
siðasta ári, og upphæð gjaldsins
yrði ákveðin i fjárlögum hverju
sinni. Innheimtan yrði einungis
I höndum innheimtumanna
rikissjóðs. Hér er um greiðslu
fyriralmenna þjónustu að ræða,
þar sem gjaldskyldan tekur þó
mið af efnahag manna. Með
þessu móti yrðu ýmsir tekjulág-
ir aðilar, svo sem námsmenn og
aldrað fólk, sjálfkrafa undan-
þegnir gjaldskyldu. Ætti á þenn-
an hátt að vera unnt að útrýma
öllum sérstökum undanþágu-
ákvæðum, sem reynst hafa erfið
og kostnaðarsöm i framkvæmd.
Nefndin leggur auk þess til, að
gildandi aðgreining afnota-
gjalds hljóðvarps og sjónvarps
verði afnumin og eitt þjónustu-
gjald komi i stað hvoru tveggja.
Éru til þess tvær meginástæður.
I fyrsta lagi er sjónvarpsþjón-
usta sifellt að verða almennari,
en árið 1974 eru gjaldendur af-
notagjalda sjónvarps áætlaðir
um 46 þúsund og gjaldendur
hljóðvarpsgjalda á sama tima
64 þúsund. Til samanburðar
skal þess getið, að greiðendur
tekju- og eignarskatts eru áætl-
aðir 55 þúsund. Er talið, að sjón-
varpið nái nú til 95% lands-
manna. Til greina kæmi að á-
kvarða þjónustugjald lægra á
svæðum, þar sem sjónvarps
verður ekki notið, meðan slikar
aðstæður vara. 1 öðru lagi yrði
spamaður af nýrri skipan inn-
heimtu takmarkaður, ef við-
halda ætti sjónvarpsgjöldum,
enda þótt afnotagjöld bæði sjón-
varps og hljóðvarps yrðu inn-
heimt á þann hátt, sem hér er
lagt til, vegna þess að ekki yrði
hjá þvi komist að halda skrán-
ingu sjónvarpstækja áfram.
Komið hafa fram vissar efa-
semdir af hálfu rikisútvarpsins
um öryggi innheimtunnar, ef
innheimtumenn rikissjóðs önn-
uðust innheimtu þjónustu-
gjaldsins. Þar sem gjaldið yrði
innheimt á sama hátt og tekju-
og eignarskattar má fara nokk-
uð nærri um árleg innheimtu-
hlutföll, og ætti ekkert að mæla
á móti þvi, að rikissjóður á-
byrgðist rikisútvarpinu skil
gjaldsins i samræmi við það.
Það yrði mikill kostur fyrir
rikisútvarpið, að þjónustugjald
ið yrði innheimt á tiu gjalddög-
um á ári, en það leiddi til mun
jafnari inngreiðslu tekna en nú,
þar sem gjalddagar eru tveir.
Þessi nýskipan innheimtu-
málanna yrði til þess, að unnt
væri að leggja innheimtudeild
rikisútvarpsins niður. Auglýs-
ingadeild hljóðvarps myndi eft-
ir sem áður annast innheimtu
vegna auglýsinga bæði fyrir
hljóðvarp og sjónvarp. Núver-
andi innheimtukerfi afnota-
gjalda leiðir óhjákvæmilega til
umfangsmikils og kostnaðar-
sams rekstrar. Starfsfólk inn-
heimtudeildar var 1. janúar 1975
21 að tölu og kostnaður við
reksturinn var 25,3 m. kr. árið
1972 og 12,1% af allri einn-
heimtu. Miðað við óbreyttan
starfsmannafjölda og verðlag i
mai 1975 má áætla kostnaðinn á
þessu ári um 40 m. kr. Þetta er
sá árlegi sparnaður, sem leitt
gæti af þvi, að tillögu nefndar-
innar yrði hrundið i fram-
kvæmd. Er þá ekki gert ráð
fyrir sérstakri greiðslu útvarps-
ins fyrir innheimtuna, enda
kostnaðarauki óverulegur, þar
sem þessi nýskipan félli mjög
vel að þvi kerfi sem fyrir er.
Útvarpsstjóri viðurkennir
ýmsa annmarka á núverandi
innheimtukerfi, einkum undan-
þáguákvæði, sem valda erfið-
leikum, en örlagarikt gæti það
orðið að hans mati að hætta
KASTLJÓS Á
BÍLANOTKUN
Kostnaður vegna bifreiðanotkunar rikisútvarpsins á árinu 1974
reyndist 9.203 þús. kr., og skiptist hann þannig I þús. kr.:
Greiðsla Aðkeypt Bila- Rekstur Samtals
skv. akst akstur leigu- eigin
urssamn. bilar bifr.
Hljóðvarp 100 2.050 22 152 2.324
Sjónvarp 46 3.235 1.151 1.146 5.578
Innh.d. — 1.301 — — 1.301
Samtals 146 6.586 1.173 1.298 9.203
Áberandi er, hverstu aðkeyptur akstur er hátt hlutfall af heildar-
kostnaði við bifreiðanotkun. Þá er upplýst, að á þessu ári var veruleg-
ur hluti af þessum aðkeypta akstri greiddur starfsmönnum rikisút-
varpsins, án þess að aksturssamningar hefðu verið gerðir við þá, en
slikt fer að sjálfsögðu i bága við gildandi reglur um þessi mál. Af þess-
um orsökum leggur nefndin til, að bila- og vélanefnd verði fengið það
hlutverk að gera rannsókn á bifreiðamálum rikisútvarpsins og gera til-
lögur til aukinnar hagkvæmni og annarra úrbóta.
GUM SJÓNVARPS
á framfæri nema fimm daga
vikunnar i stað sex áður, myndu
að einhverju leyti auka aug-
lýsingarmagnið þá daga, sem
útsendingar fara fram. Verður
þvi að ætla, að tekjutap vegna
auglýsinga yrði minna en sem
svarar hlutfallslegri fækkun út-
sendingardaga, en erfitt er hins
vegar að.meta það i tölum.
Nefndin gerir ekki tillögu um
fækkun útsendingardaga, en
telur rétt, að niðurstöður þess
arar athugunar komi fram.
Hins vegar telur nefndin sjálf-
sagt, að hætt sé útsendingu
stillimyndar á laugardögum og
sunnudögum, þar sem tilgangur
sliks er ekki augljós og
kostnaður nálgast 1 millj. kr. á
ári. Unnið er að styttingu vakta-
tima i sjónvarpi i 10 stundir úr
12 I samræmi við vinnuvöku-
ákvæði siðasta kjarasamningi
opinberra starfsmanna. Er af
þessari breytingu að vænta um-
talsverðs sparnaðar, ef þess er
gætt, að vinnustundir, sem við
þetta sparast, verði ekki greidd-
ar i formi ónauðsynlegrar
vinnu, lengri útsendingartima
eða aukinnar framleiðslu þátta
og mynda.
skráningu tækja. Hann bendir á,
að grannþjóðir hafa sérskattað
eigendur litasjónvarpstækja til
að standa undir aukakostnaði,
sem sú starfsemi hefur i för með
sér, en slikt verður ekki gert án
sérstakrar skráningar.Jafn-
framt lætur hann i ljósi ugg um
að tekjugrundvöllur, byggður á
tekju- og eignarskattsgreiðend-
um geti orðið mjög ótryggur. Þó
að hlutfall greiðenda sé i svipinn
hagstætt, er þaðþó breytilegt og
gæti hæglega tekið stökkbreyt-
ingu með nýrri skattalöggjöf,
sem fækkaði gjaldendum eða
algerri niðurfellingu beinna
skatta. Loks telur hann óheppi-
legt aðbyrja á slikri innheimtu
með undanþáguákvæðum, sem
varla yrði komist hjá, meðan
nokkur þúsund landsmanna
hafa engin not af sjónvarpi.
Aðrir nefndarmenn eru þeirr-
ar skoðunar, að þessi atriði
verði að vega á móti þeim
spamaði, sem leiddi af upptöku
þess álagningar- og innheimtu-
kerfis, sem hér er gerð tillaga
um. Enda þótt grannþjóðirnar
skrái eigendur litsjónvarps-
tækja og sérskatti þá, mætti allt
einshugsa sér að innheimta sér-
gjald,ef nauðsynlegt þætti, i eitt
skipti við sölu tækjanna, og
losna þannig við umfangsmikið
og kostnaðarsamt skráningar-
kerfi. Þetta kæmi til álita, þegar
ákvörðun um litsjónvarp hér á
landi yrði tekin. Ljóst er, að
tekjugrundvöllur byggður á
tekju- og eignarskattsgreiðend-
um getur verið ótryggur, ef
hætta er á stórfelldum breyting-
um þessara skatta, er áhrif hafa
á fjölda gjaldenda. Hins vegar
er ekkert, sem nú liggur fyrir
um sllkar breytingar i framtið-
inni og þvi hæpið að hafna á
þeim grundvelli þvi kerfi, sem
hér er lagt til að innleitt verði og
þar með milljónatuga sparnaði
á ári hverju. Enda verður að
treysta þvi, að yrðu breytingar
af þessu tagi framkvæmdar,
myndu stjórnvöld ekki láta það
leiða til gjaldþrots rlkisútvarps-
ins, heldur leita annarrar úr-
lausnar. Varðandi siðasta atrið-
ið, að óheppilegt sé að byrja inn-
heimtuna með undanþágu-
ákvæðum, má benda á, að sú
skipan, sem hér er höfð i huga,
yröi mjög auðveld i fram-
kvæmd. Landssiminn, sem hef-
ur umsjón með dreifikerfinu,
myndi fyrir lok hvers árs gefa
upp þau svæði, sem ekki geta
notiö sjónvarps. Þjónustugjald
útvarpsins lagt á tekju- og eign-
arskattsgreiðendur á þessum
svæðum yrði fyrir næsta ár ein-
ungis lægra en annars staðar.
Þá má ekki gleyma frá hvers
konar kerfi verið er að hverfa,
þegar rætt er um undanþágur.
ENGAN
AF-
SLÁTT
Að lokum er svo hér birt
athyglisverð klausa úr
skýrslu nefndarinnar, en hún
er rökstuðningur nefndar-
innar fyrir þvi að afnuminn
verði afsláttur auglýsinga-
deildar sjónvarpsins:
Frá upphafi hefur aug-
lýsingadeild sjónvarpsins
veitt tilteknum auglýsinga-
stofum 10% afslátt auk
gjaldfrests fram yfir aðra.
Þegar sjónvarpið var að
hefja göngu sina var mikil
ásókn frá ýmsum aðilum i
það, að sjónvarpið sjálft
annaðist gerð auglýsinga, en
aðstaða var af skornum
skammti annars staðar. Mun
'þessi veiting afsláttar i upp-
hafi að einhverju leyti hafa
haft þann tilgang að hvetja
aðra til að koma á fót að-
stöðu til gerðar sjónvarps-
auglýsinga. Nú eru þessir
byrjunarerfiðleikar yfirunn-
ir og hlutverki afsláttarins
að þvi leyti lokið. Ollu alvar-
legra er það, að afsláttur
þessi og gjaldfrestur er
bundinn við tiltekna aðila, en
öðrum er haldið utan við.
Þegar af þessum sökum er
vart verjandi, að þessari
fyrirgreiðslu af hálfu opin-
bers aðila sé haldið áfram.
Þessi afsláttur nam um 3 m.
kr. á árinu 1974. Oliklegt
verður að telja, að afnám af-
sláttarins hafi greinanleg
áhrif á auglýsingamagn, þvi
að vart er um nána keppi-
nauta að ræða. Af þessum
sökum leggur nefndin til, að
sjónvarpið hætti að veita af-
slátt á auglýsingum og
einnig verði afnumin mis-
munun varðandi gjaldfresti.
ENGAR GREÐSLUR
TIL RÁÐAMANNA
Það hefur tiðkast um alllangt
skeið, að rikisútvarpið greiði
öllum utanað komandi aðilum
sérstaklega fyrir að koma fram
i hljóðvarpi og sjónvarpi, ef um
aðra þætti en fréttir og frétta-
auka er að ræða. Oft má þetta
teljast eðlileg meðferð mála, en
nefndin vill þó gera athuga-
semdir við greiðslur af þessu
tagi tilákveðinna starfshópa, og
er hér um að ræða ráðherra,
stjórnmálamenn og opinbera
starfsmenn, þegar þessir aðilar
koma fram sem slikir. Hvað tvo
fyrr nefndu hópana varðar, er
framkoma i hljóðvarpi eða
sjónvarpi jafnan i þeirra eigin
þágu og þess málsstaðar, sem
þeir túlka. Að þvi er opinbera
starfsmenn varðar er þvi oft svo
háttað, að upptaka á viðtölum
eða umræðum fer fram á tíma,
er þeir i raun eiga að gegna öðr-
um störfum, og fá þeir greitt
tvöfalt þegar þannig stendur á.
Nefndarmönnum er kunnugt,
bæði af eigin raun og annarra,
að menn úr þessum starfshóp-
um eiga almennt ekki von á sér-
stakri umbun fyrir þjónustu
sem þessa. Nefndin leggur til,
að reglum um þessar greiðslur
veröi breytt á þann hátt, að
framangreindum aðilum verði
ekki greitt fyrir að koma fram i
hljóðvarpi eða sjónvarpi, sér-
staklega þegar upptaka fer
fram á tima, sem þeir fá hvort
sem er greitt fyrir frá þvi opin-
bera.
Miðvikudagur 25. júní 1975.
o