Alþýðublaðið - 02.08.1975, Síða 5
hversu ákveðinn þessi leiðtogi
kommiinista er í þessari full-
yrðingu sinni um grundvallar-
atriði i viðhorfum kommúnista
til almennra kosninga, en þessi
sannindi bera kommúnistar
yfirleitt ekki á torg fyrir al-
menning. Viðurkenning portú-
galskra kommúnista á bráða-
birgðastjórn Franciscoda Costa
Gomes og þvingunarráðstöfun-
um MFA (hersins) gegn al-
mennum lýðréttindum, merkir
það eitt, að þeir finna til sam-
stöðu með stjórnendum hersins
um það að berja niður alla við-
leitni til stofnunar lýðfrjáls
þjóðfélags. Það er einnig greini-
legtaðkommúnistarsjá sér hag
f pólitiskri og efnahagslegri
upplausn i landinu, sem þeir
geti siðar notið til þess að ná
undirtökum um stjórn landsins
og komið á kommúnistfsku ein-
ræði. Þó er greinilegt að ýmsir
áhrifamenn innan hersins gera
sér grein fyrir, að stuðningur
Mario Soares
kommúnista við þá geti e.t.v.
orðið of dýru verði keyptur.
Barátta Socialista undir
stjórn Marfo Soares, er þvi, eins
og nú stendur, eina vonin fyrir
Portúgal, til þess að koma á
frjálsu lýðræðisþjóðfélagi,
byggðu á söcialisma.
Socialistaflokkur Portúgals er
aðili að Alþjóðasambandi Jafn-
aðarmanna, og sem slikur hefur
flokkurinn skipað sér við hlið
Jafnaðarmannaflokka annarra
landa, enda þótt viðfangsefnin i
þessu langþjáða landi ófrelsis
séu vissulega önnur en gerist
t.d. i löndum Vestur- og Norður
Evrópu, þar sem almenn mann-
réttindi hafa^verið virt um lang-
an aldur.
Við endurskipulagningu
flokksins eftir byltinguna var
lögð megináhersla á stefnu-
skráratriði, er tryggðu frelsi og
lýðræði I landinu. Meðal þeirra
markmiða, sem flokkurinn setti
á stefnuskrá sina i kosningunum
voru eftirfarandi: að uppræta
rasistisk áhrif i landinu og koma
,á lýðræði, 2) að endurskipu-
leggja rekstur og stjórn at-
'’vinnutækja, 3) að tryggja betri
afkomu vinnustéttanna, auka
almenna menntun i landinu,
bæta almenna heilbrigðisþjón-
ustu og koma á tryggingakerfi
fyrir almenning, 4) að veita
nýlendunum sjálfstæði, 5) að
endurvekja virðingu PortUgals
á alþjóðavettvangi og viður-
kenna almenna friðarstefnu,
sem undirstöðu frelsis og efna-
hagslegs sjálfstæðis.
Sigur Socialistaflokksins i
kosningunum var þvi i raun
staðfesting þjóðarinnar á þess-
ari stefnu i megindráttum.
Ef stefnuskrá Socialista-
flokksins er skoðuð niður í kjöl-
inn er ljóst, að portUgalskir
Jafnaðarmenn gera sér fulla
grein fyrir sérstöðu PortUgals.
Þeir benda á, að pólitisk og
efnahagsleg þróun i landinu sé
með þeim hætti, að mun likari
sé ástandi þriðja heimsins,
heldur en i hinum þróuðu lönd-
um Evrópu. Enda þótt flokkur-
innhafi sýnt fulla samstöðu með
Jafnaðarmannaflokkum
Evrópu og öðrum socialistisk-
um flokkum hins þróaða heims-
hluta, hefur flokkurinn orðið að
miða sina stjórnmálabaráttu
fyrir socialisma og lýðræði við
þær sérstöku aðstæður, sem
rikja i landinu. I stefnuskrá
flokksins segir: „Socialista-
flokkurinn berst fyrir fram-
gangi jafnaðarstefnunnar eftir
þeim leiðum, sem PortUgalskar
aðstæður gefa tilefni til.”
Með hliðsjón af þvi, hve
valdaaðstaða hersins er sterk i
dag, er ekki óliklegt að PortUgal
verði aftur einræðisöflunum að
bráð og socialismi á grundvelli
lýðræðislegra stjórnarhátta eigi
enn langt i land.
James Hoffa horfinn
Jimmy Hoffa, fyrrum for-
maður hins öfiuga Landssam-
bands vörubifreiðastjóra I
Bandarikjunum, er saknað frá
heimili sinu og enginn veit um,
hvað af honum hefur orðið. Hoffa
var dæmdur til 13 ára fangavistar
árið 1966 fyrir að reyna að hafa
áhrif á kviðdóm og fyrir póst-
þjófnað og póstfalsanir. Nixon
þáverandi Bandaríkjaforseti
náðaði hann fimm árum siðar.
Hann var látinn laus gegn þvi
skilyrði, að hann gerði enga til-
raun til þess að taka þátt i
stjórnarstörfum hjá neinu verka-
lýðsfélagi.
Kýpurbandalag
Vin, 1. ágúst — Reuter. Glafkos
Clerides leiðtogi griskra Kýpur-
bUa hefur svarað tillögum tyrk-
neska minnihlutans um stofnun
sameiginlegs rikjabandalags á
Kýpur.
Vin, 31. júli — Reuter
Kurt Waldheim, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, hélt ræðu i
dag um Kýpurmálið. Hann sagði
að timinn væri að renna út Ur
höndum þeirra og lausn vanda-
málsins væri alls ekki fyrirsjáan-
leg. Hann sagði það, sem skoðun
sina, að eftir þvi sem lengra liði,
án þess að lausn fengist, yrði
vandamálið stöðugt erfiðara við-
fangs. Deiluaðilar mundu greini-
lega fjarlægjast hvorn annan eftir
þvi sem lengra liði. Waldheim
skoraði á deiluaðila að reyna til
hins Itrasta að finna viöunanlega
lausn. 1 viðtali við fréttamennlét
aðalritari Sameinuðu þjóðanna
þó i ljós litla bjartsýni um lausn
deilunnar. Kýpur hefur verið
algerlega skipt milli Tyrkja og
Grikkja frá þvi i fyrrasumar eftir
innrás Tyrkja. Tyrkneski minni-
hlutinn hefur sett á laggirnar sina
eigin stjórn á norðurhluta eyjar-
innar. Griski hluti KýpurbUa
hefur algerlega neitað að viður-
kenna yfirráð tyrkneska minni-
hlutans.
Lögreglan skýrði.svo frá, að
hún hefði fundið bifreið Hoffa
manniausa bak við veitiugahús
eitt i einni af útborgum Detroit.
Segir lögregian, að hún sé nú að
leita að fingraförum á bifreiðinni.
Engin merki átaka voru þar þó
finnanleg. Þegar lögreglan var
spurð um, hvort llklegt væri, að
Hoffa hefði verið rænt, var
svarið: ,,Ja — bifreið hans var
þarna, en hann ekki.”
Jimmy Hoffa var litríkur, en
mjög umdeildur verkalýðsleið-
togi og sætti ásökunum fyrir
margskyns spillingu og fjármála-
brask. Hann átti m.a. i miklum
Utistöðum við Robert Kennedy
meðan Kennedy var dómsmála-
ráðherra og var Kennedy oft sak-
aður um að reka hefndarhernað
gegn Hoffa. Þannig sagöi Robert
Kennedy i sjónvarpi árið 1959, að
Hoffa sæti á svikráðum við fé-
lagsmenn sina i Vörubifreiða-
stjórasambandinu, tilnefndi
Barist í Luanda
Lissabon, 1. águst — Reuter
Sendisveit Ur forustuliði hersins
fór i dag áleiðis til Angola til þess
að reyna að koma á friði i iand-
inu, en til stendur að það öðlist
sjálfstæði i nóvember I haust.
Sendinefndin, sem skipuð er Car-
los Fabiao, herforingja i land-
hernum, Rosa Coutinho, hers-
höfðingja, sem starfað hefur i
Angóla um skeið og Jose Canto e
Castra, major. Sendinefndin hélt ■
til Angóla stuttu eftir að
Francisco da Costa Gomes haföi
greint frá myndun rikisstjórnar
sinnar.
notaði fé sambandsins i eigin
þágu.
Soares á fundi
Stokkhólmi, 1. ágúst — Reuter
Dr. Soares lét i ljós þá skoðun
sina að portúgalski Socialista-
flokkurinn ætti margt sameigin-
legt með kommúnistaflokkum
Evrópu, sérstaklega á ítaliu og á
Spáni. Það sem skilur á milli
portúgalskra jafnaðarmanna
Sosialistaflokksins er ekki Marx
eða Lenin, heldur Stalin. Sem
svar við annari spurningu sagði
dr. Soares, að Socialistaflokkur
Portúgals væri ekki á móti þvi að
settar yrðu á fót alþýðunefndir i
einstökum þorpum, héruðum og
verksmiðjum. ,,En við erum
þeirrar skoðunar, að slíkar
nefndir, eða ráð, geti ekki farið
inn á verksvið löglega kjörinna
fulltrúa.”
Friðartilraun
í Angola
Luanda, 1. ágúst Reuter. Löng
bilalest, um 210 bifreiðir, biðu i
gærkvöldi, eftir aðstoð portú-
galska hersins til þess að komast
út Ur borginni Novo Redondo,
sem er i um 320 km suður af Lu-
anda. Harðir bardagar hafa stað-
ið yfir á þessum sloðum. Tals-
maður hersins sagði að fjöldi
fólks hefðist við i opinberum
byggingum i Novo Redondo og að
vistir væru nU orðnar af mjög
skornum skammti. Þá sagði tals-
maður hersins að togara hefði
verið sökkt skammt utan við
borgina Porto Amboim 240 km
suður af höfuðborginni. Þá
greindi talsmaður hersins frá þvi,
að þungavopn væru notuð i þess-
um átökum milli FNLA og Mpla,
en hinir fyrrnefndu virðast leggja
áherslu á að styrkja aðstöðu sina i
suðurhluta landsins.
RÖDD
JAFNAÐAR-
STEFNUNNAR
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
í dag hefur Alþýðublaðið göngu sina á ný eftir
sumarleyfi. Þ>að er ekkert launungarmál
verið, að vegna mjög hækkaðs tilkostnaðar á
öllum sviðum hefur blaðið átt við rekstrar-
örðugleika að striða. Aðstandendur Alþýðu-
blaðsins hafa þvi notað júlimánuð til þess að
fara mjög gaumgæfilega ofan i rekstur blaðsins
og gera áætlanir um framtiðina. Hefur tekist að
styrkja rekstrargrundvöll blaðsins verulega
með miklu, sameiginlegu átaki ýmissa velunn-
ara þess, en það nægir þó ekki til þess að tryggja
áframhaldandi rekstur blaðsins nema kaupend-
um þess fjölgi talsvert á næstu vikum. Aðeins
skortir þvi herslumuninn til þess að tryggja vöxt
og viðgang Alþýðublaðsins. Þar ræður almenn-
ingur i landinu úrslitum og þá auðvitað fyrst og
fremst þeir, sem vilja að jafnaðarstefnan og
Alþýðuflokkurinn eigi sér málsvara i hópi is-
lenskra dagblaða hér eftir sem hingað til.
Eins og Benedikt Gröndal, formaður Alþýðu-
flokksins, bendir á i grein i Alþýðublaðinu i dag,
er upplýsingamiðlun á íslandi þann veg háttað,
að annars vegar eru útvarp og sjónvarp rikis-
rekin og hins vegar dagblöð, sem ýmist eru
gefin út af ákveðnum stjórnmálaflokkum eða
eru i mjög nánum tengslum við þá. Dagblað,
sem er óháð stjórnmálaflokkum og gæti þvi
kynnt hlutdrægnislaust viðhorf þeirra, er ekki
til á íslandi. Ef eitt dagblaðanna neyddist til
þess að hætta útgáfu hefði þvi ekld einungis það
gerst, að blöðunum hefði fækkað úr fimm i fjög-
ur heldur jafnframt það, að einn af þeim stjórn-
málaflokkum, sem veruleg itök eiga meðal
þjóðarinnar, hefði að mestu misst möguleikann
til þess að tjá skoðanir sinar og kynna viðhorf
sin. Slikur atburður væri áfall fyrir bæði stjórn-
málalifið i landinu og almenna upplýsingamiðl-
un og gæti verið fyrirboði um annað og meira.
Eins og stjórnmálum og fjölmiðlun á Islandi
er háttað hafa dagblöðin fimm miklu hlutverki
að gegna. Þeir menn, sem standa að Alþýðu-
blaðinu, leitast við að varðveita jafnvægi i að-
stæðum varðandi upplýsinga- og skoðanamynd-
un i landinu og vænta þess að fá stuðning þeirra,
sem eru sama sinnis.
ÓHEILLAMENN
Það hefur ekki verið hægt að segja, að mikill
sumarleyfisbragður hafi verið á pólitikinni nú i
sumar. A.m.k. hefur rikisstjórnin ekki látið sitt
eftir liggja til þess að viðhalda upplausnar-
ástandinu, sem einkenndi almenn þjóðmál i
vetur leið, og aukið á óánægju og öryggisleysi
manna.
Framferði rikisstjórnarinnar i sambandi við
álagningu 12% vörugjaldsins einkennist af slik-
umóheilindum i garð launþegasamtakanna, að
þvi verður vart með orðum lýst. Svo til strax
eftir að hún hafði gert samning við verkalýðs-
hreyfinguna um lækkun skatta slengdi hún fram
nýrri skattahækkun i formi vörugjalds og til-
kynnti svo af sinni dæmafáu óskammfeilni, að
ekkerthefði verið minnst á „vörugjald” i samn-
ingunum við verkalýðshreyfinguna.
Við menn, sem hafa þannig hugsanagang, er
auðvitað ekki hægt að semja við um eitt né neitt.
Þeirra „mottó” er það eitt að ljúga sig út úr öll-
um vandkvæðum frá degi til dags. Undirskriftir
slikra herra undir samninga eru jafn marklaus-
ar og hreinar nafnafalsanir.
Laugardagur 2. ágúst 1975
o