Alþýðublaðið - 02.08.1975, Side 6

Alþýðublaðið - 02.08.1975, Side 6
Sir Wllliam Stephenson, einhver stórbrotnasti atreksmaður af íslenskum ættum, seitf uppi hefur verið N. MHttnir) Hjd« I þýltata NirsUin Pilssiur DULARFULLI75 KANADAMAÐURINN Dewey, sem brátt varð forsetaefni repúblikana, og Stephenson sendi eftir- farandi skeyti til Lundúna: Aftöku Lepkes frestað 48 stundir........Dewey á við flókinn vanda að stríða við persónulega ákvörðun. Það er næstum víst, að hann verður forsetaefni repúblikana.......Yfirlýsing Lepkes (sem Dewey gætir með mestu launung) flækir mikilvægan New York- demókrata í lögbrot.......Ef það er þess virði, mun Dewey fresta aftöku Lepkes aftur til að draga hina endanlegu, miklu uppljóstun, þar til rétt fyrir kosningar, svo að liann geti greitt forsetanum rot- högg á mikilvægasta andartaki. En að líkindum hafði allra þeirra upplýsinga verið aflað hjá Lepke, sem hjá honum var að fá, því að þetta reyndist síðasti frestur. Hinn 2. marz 1944 dó hann i rafmagnsstólnum í Sing Sing-fangelsi. Þegar Winchell var gestur Roosevelts forseta í Hvíta húsinu, hóf forsetinn samræðurnar, að sögn Winchells, með þessum orðum: „Walter, héma er frétt handa þér.“ Stuðningsmenn Bund-samtakanna, America First, Coughlins og allir hinir liálf-vitskertu einangrunarsinnar landsins hötuðust að líkindum meira við Winchell hinn hæruskotna en nokkura annan mann. Rétt er að hafa í huga, að margir þeirra lentu í fangelsi eða voru ákærðir fyrir landráðastarfsemi vegna uppljóstana hans. Naum- ast þarf að geta þess, að tekjur hans voru stórkostlegar — hann gortaði sjálfur af því, að hann hefði „saltað tvær milijónirw — eða að hann óttaðist sífellt um líf sitt. Hann svaf um daga á sveitasetri, og þar úði og grúði af aðvönmarvælum, rafeindaaugum og öðrum nýtízku tækjum til að koma upp um ferðir óboðinna gesta. En Winchell var samt alltaf eindreginn föðurlandsvinur, og hann gerði allt sem í hans valdi stóð, til að treysta styrjaldarátak Breta og Bandaríkjamanna. 1 þeim tilgangi bað hann sameiginlegan vin að útvega sér við og við öruggar upplýsingar þar að lútandi. Upplýsingar þær, sem hann óskaði eftir, voru raunar fengnar í skrifstofu Stepliensons, er gat því ekki aðeins komið klausum að hjá Winchell, heldur stundum lagt honum í té efni, sem nægði í verulegan hluta eða allan dálk hans. Þetta gerðist til dæmis í október 1943, þegar Argentínustjóm lét milli 30 og 40 sjóliða af þýzka orustuskipinu Graf Spee lausa gegn drengskaparheiti, en menn þessir liöfðu verið kyrrsettir, og var þetta brot á samningi um málið. Var þá skrifaður mcira en 1000 orða dálkur, sem hófst þannig: Eftirfarandi uppljóstun hefur hvergi birzt nema hér og er um tilraun Argentínustjóraar til að senda kafbátaflota nazista liðveizlu. .....Hægt er að sanna hvert atriði.....Ég er viss um þessar stað- reyndir...... Þetta er skýrsla, sem enginn annar getur í té látið, til hinna sameinuðu þjóða — um svikamynztur — um GERHUGSUÐ AL- ÞJÓÐLEG SVIK — sem hafa þegar leitt til þess, að rýtingurinn hefur verið keyrður í kakið á góðum granna — og ógnar lífæðum allra þjóða, sem berjast gegn möndulveldunum. Foraarlambið: Brazilía.....Glæpamennirair: Stjóm Argentínu....... Þetta er í annað skipti, sem Ramirez-stjómin hefur gengið á bak orða 8Ínna......Við getum ekki tekizt í hendur við menn, sem hjálpa við að senda fána okkar á bafsbotn, meðan aðrir Bandaríkja- menn deyja við að balda honum á loft....... Winchell barst grein þessi frá sameiginlegum vini, og hún var birt í heild. Auk þess vakti Winchell athygli á henni í venjulegum útvarps- þætti sínum á sunnudagskvöld. Þegar sendiherra Argentínu hafði borið þetta til baka opinberlega, barst Winchell önnur grein frá sama heim- ildarmanni og var hún einnig birt í heild. 1 henni stóð meðal annars þetta: „Óþolandi og siZlaus“ eru þau orð, sem argentínska sendiráðið viðhefur um útvarpsþátt minn og blaðadálk.........Þessi setning er of dýrmæt, til þess að hún sé látin liggja í þagnargildi — af því að „óþolandi og siðlausu lýsir nákvæmlega forseta Argentínu. Hér eru staðreyndiraar...... Útvarpsstöðvar í Suður-Ameríku hlustuðu á útvarpsþátt Winchells og fréttiraar birtust hvarvetna í álfunni. Árangurinn varð sá, að Ramirez forseti gaf út tilskipun um, að áliöfnin á Graf Spee skyldi „geymd í fá- mennum hópum, sem verða undir umsjá hers og flota.“ Við annað tækifæri, þegar Roosevelt forseti hafði beðið Winchell persónulega að veita aðstoð við að búa almenningsálitið undir, að hjúkr- unarkonur yrðu skyldaðar til starfa í hernurn, var heill dálkur sarninn í skrifstofu Stepben6ons um styrjaldarátak brezkra kvenna, sem fordæmi fyrir bandarískar systur þeirra. Greinin hófst þannig: Brezkar konur — blóm handa hugrökkum konum. Bretland er EINA landið, sem hefur skyldað konur til herstarfa. .....Af um 16 milljónum brezkra kvenna á aldrinum 14—59 ára, eru meira en 7 milljónir í berþjónustu eða launaðri vinnu......Af einhleypum konum milli 18 og 40 ára eru 9 af hverjum 10 við nauð- synleg styrjaldarstörf; binar eru annaðhvort öryrkjar eða gæta yngri bræðra og systra eða aldraðra foreldra......Um 467 þúsund eru í berþjónustu; 56 þúsund eru við almannavamir, ö1/^ milljón starfar í iðnaðinum. Winchell birti greinina óstytta, og daginn, sem hún birtist á prenti, kom Stephenson því svo fyrir með samböndum sínum, að Emanuel Celler, fulltrúadeildarþingmaður frá New York, bað heimildar á þingi til að láta fella hana inn í þingtíðindi. Forseti heimilaði það. Þetta var góð auglýsing fyrir framlag Breta til styrjaldarinnar, því að oft var það van- metið í Bandaríkjunum. 1 desember 1944, þegar almenningsálitið í Bandaríkjunum var farið að hallast að vægum friði við Þýzkaland, lagði Stephenson aftur til fróð- lega grein, sem kölluð var „Mannúð og þýzka þjóðin“. Var þetta ger- hugsuð röksemd gegn vægum friðarsamningum, byggð á staðreyndum og blóðugum ferli Hitlers. Aftur birti Winchell greinina óstytta, og þó var það mikilvægara, að hann fylgdi henni eftir með þrem greinum um sama efni, samdar af starfsmanni Stephensons. Ásakanir þessar höfðu mikil áhrif á marga Bandaríkjamenn, og eftir það heyrðist fátt talað um, að Þjóðverjar fengju „væga“ friðarskilmála. f janúar 1945 bað forsetinn svo um aðstoð við að undirbúa jarð- veginn — almenningsálitið — vegna væntanlegs frumvarps um þegn- ekylduvinnu. Enn einu sinni var hentug grein skrifuð handa Winchell. Hún hófst þannig: Ýmislegt, sem cg vissi aldrei (um þegnskylduvinnulögin í Bretlandi), að brezka þjóðin, sem metur persónufrelsi sitt eigi minna en við ger- um, og var ekkert að tvínóna við að treysta ríkisstjóm sinni, þegar þjóðin var í hættu stödd. 1 greininni var síðan lýst, hvernig lögin verkuðu í Englandi, og und- anfarið hálft fimmta ár hefði atvinnumálaráðherrann haft vald til að skylda hvern sem væri til að vinna hver þau störf, sem þörf væri og gilti einu, hvort viðkomandi menn væru ríkir eða fátækir. Að líkindum hefur enginn maður verið nákomnari forsetanum á stríðsárunum en Harry Hopkins, og það átti vel við, að hann bæri verð- skuldað lof á Winchell, þegar styrjöldinni var lokið, og var Stephenson þar innilega sammála. „Ég þekki engan mann í hálf-opinberu lífi, sem studdi Roosevelt af eins mikilli tryggð og þér,“ skrifaði Hopkins honum í júlí 1945. „Þér börðuzt sannarlega gegn Hitler, þegar það var ekki of vinsælt, og ég held, að þér verðskuldið alla þá viðurkenningu, sem í té verður látin. Hugdeigari maður hefði hopað á hæli í því efni.“ 5. í augum þeirra, sem þekktu Andrew Russell Pearson á stríðsárun- um, var hann hávaxinn maður með einbeittan munnsvip, óþægilega lík- ur hrossi í útliti, og jók á þá líkingu, að hann hafði fyrir sið að „frísa“, þegar hann talaði. Hann var kvekari frá Illinois, sem stundum þúaði fjöl- skyldu sína. Hann hafði hlotið meiri skólamenntun en Winchell, því að hann hafði útskrifazt úr Swartlimoremenntaskóla (og verið í ýmsum skóla- félögum) og ferðazt víða, áður en hann settist að í höfuðborginni, til að skrifa hinn fræga rabbdálk sinn, Washington-hringekjuna, „Daily Was- hington Merry-Go-Round“ — en áður hafði hann verið landafræðikenn- ari og fréttaritari erlendra blaða, og þótti vel takast í því starfi. Fyrri kona hans var pólsk greifafrú. Tjörn í garðinum við hús hans við Dumbar- ton Avenue í Washington var full af gullfiskum, sem skírðir voru manna- nöfnum eins og Harry Hopkins og Ilarold Ickes. Kýmar á búgarði hans í Maryland voru einnig skírðar mannanöfnum — Cordell IIull, Henry Morgenthau, Ed Stettinius og Eleanor Roosevelt. Cordell Hull var slátr- að vorið 1943, og átu Pearson og fjölskylda hans hann með góðri lyst. Washington var starfssvið Drews Pearsons. Ráðherrar og þingmenn úr fulltrúadeild og öldungadeild voru þjónar hans. Aðferðir hans við að afla upplýsinga og launa þcim, er létu honum upplýsingar í té, voru svipaðar þeim, sem Winchell notaði, þótt Pearson teldi sig miklu virðu- legri blaðamann en stéttarbróðurinn, því að hann skrifaði minna um vanfærar konur, hjónaskilnaði og lauslæti. Sannleikurinn er sá, að hann var ekki eins gáfaður og Winchell, þrátt fyrir betri menntun, og engan veginn eins áreiðanlegur. Hann hirti ekki frekar um tilfinningar annarra en geitin, og kærði sig kollóttan, þótt vinur eða kunningi missti starf sitt vegna einhverrar uppljóstunar hans. Pearson viðaði að sér öllu, sem fjallaði um misferli mikilvægra, opinberra manna, einkum stjórnmálamanna, í Washington, og geymdi sumt í huganum, en liafði annað á spjaldskrámu Hann vissi, hvaða öld- ungadeildarþingmenn og fulltrúadeildarþingmenn höfðu þegið fjárhags- legan stuðning manna þeirra, er unnu við að koma áhugamálum stór- iðju gegnum þingið, svo og hverjir höfðu verið ótryggir eiginkonum sín- um. Auk þess var hann sagður leikinn í að láta að því liggja, að liann mundi ekki nota slíkar upplýsingar, ef menn gættu þess að segja hon- um við og við frá því, sem gerðist í skrifstofum þeirra eða stjómardeild- um. Til dæmis var hann sagður hafa í fórum sínum undirritaða yfirlýs- ingu umsjónarmanns járabrautarsvefnvagns, þar sem vottuð var kynvilla vel þekkts stjóramálamanns í Washington. Fyrir styrjöldina hafði Pearson haft samstarfsmann, Robert S. Allen. Þegar Allen var genginn í herinn, hélt Pearson starfinu áfram einn. Þeir félagar hófu rabbdálk sinn árið 1932, skömmu eftir að þeir höfðu gefið út bók sína, Washington Merry-Go-Round. Af bók þessari seldust um 90 þúsund eintök, og fyrirfólkið í Washington hrökk illa við af því, sem höfundar höfðu að segja um einkalíf helztu borgara. Bókinni var svo vel tekið, að Pearson og Allen ákváðu að skrifa daglega dálk um svipað efni og með sömu fyrirsögn. Dálkur þessi varð enn vinsælli, og innan skamms birtist hann í meira en 600 blöðum með yfir 20 milljónum lesenda. Hann gekk raimar næstur dálki Winchells, hvað snerti áhrif á almenningsálitið. Á styrjaldarárunum skrifaði Pearson dálk þenna einn, en hann glataði engu af vinsældum sínum, og að auki flutti Pearson útvarpsþátt á hverju sunnudagskvöldi, tveim stundum á undan Winchell, og var áætlað, að áheyrendur hans væru um 15 milljónir. Þrátt fyrir breytingar þær, sem forsetinn gerði við og við á stjóra sinni, tókst Pearson að hafa samband við að minnsta kosti þrjá ráðherra á liverjum tima. Til dæmis gat hann alltaf hringt eða skroppið til Ickes, Morgenthaus eða Biddlcs. Hjá þeim og öðrum heimildarmönnum fékk hann nánustu upplýsingar um alla ríkisstjóraarfundi, og stundum gat hann vitnað í dálki sínum í ummæli forsetans eða jafnvel orðaskipti ráð- herra á Blíkum fundi. 1 Bretlandi hefði hann að sjálfsögðu verið lögsóttur tafarlaust fyrir brot á lögunum um ríkisleyndarmál. 1 Bandaríkjunum var hann frið- helgur, ef liann gerði sig þá ekki sekan um að birta upplýsingar, er gætu bakað manntjón. Hann gætti þess að eiga vingott við Edgar Hoover, eins og Winchell, svo og að hrósa honum með hæfilegu millibili. Þau hygg- indi hans komu sér vel. Einu sinni reiddist Cordell Hull Pearson svo, að hann vann eið að því að fletta bæði ofan af honum og heimildarmönn- um hans. Hoover fékk því skipun frá Hvíta húsinu um að grafast fyrir um upplýsingaþjónustu Pearsons. „Vitanlega,“ sagði Pearson hinn róleg- asti síðar, Jcom Hoover til mín og sagði mér frá þessu. Ég gat því gert nauðsynlegar ráðstafanir.“ Þótt Pearson væri traustur stuðningsmaður New Deal-stefnunnar og aðdáandi Roosevelts forseta, féll forsetanum ekki við skrif hans. Smá- munimir, sem Pearson tíndi upp, vöktu bersýnilega gremju forsetans í eins ríkum mæli og hinar tætingslegu sögur um ráðherra hans. Einu sinni þegar forsetinn fór til Warm Springs, var sagt frá því í dálki Pearsons, að föst pöntim á vínarbrauðum, sem forsetinn var sagður mjög sólginn í, hefði ekki verið afturkölluð fyrir brottför hans, og fyrir bragðið söfn- uðust nú vínarbrauðin í lirauka í Hvíta húsinu. Sólarhring síðar höfðu þrír háttsettir embættismenn komið hver í sínu lagi heim til Pearsons. „1 guðs nafni,“ sögðu þeir, „láttu karlinn í friði! Hvers vegna ertu alltaf að ráðast á hann?“ Og síðan bættu þeir því við, að forsetinn væri hvort sem er ekkert sólginn í vínarbrauð. Við annað tækifæri skýrði Pearson evo frá, að Roosevelt hefði mikið dálæti á laginu „Home on the Range“. Mánuðum saman eftir þetta varð forsetinn alltaf að hlusta á „Home on the Rangeþegar liann var í grennd við hljómsveit. Til allrar óham- ingju var það ekki forsetinn beldur ritari hans, Marvin Mclntyre, sem hafði gaman af laginu. Roosevelt hafði mestu skömm á því. Alvarlegri var ákæra um ósannsögli, sem forsetinn bar á Pearson eftir útvarpsfyrirlestur, þar sem Pearson sagði, að Hull óskaði þess, að Rúss- um „blæddi út“. Bæði forsetinn og utanríkisráðherrann sögðu, að Pearson hefði algerlega á röngu að standa og aðvöruðu hann um, að slíkar full- yrðingar gætu verið hættuleg móðgun við bandamenn. Pearson svaraði, að Rússar hefðu lengi vitað um „afdráttarlausa Rússaandúð“ IIulls, og bætti við: „Ég var ekki lengi að segja þeim frá henni. En ef forsetinn þarfnast nú einhvers, sem hægt er að skella skuldinni á, þá er ég feginn, ef eitthvað, sem ég hef nú sagt, hjálpar ríkisstjórainni til að gera það Ijóst með orðum, sem áreiðanlega varð ekki ljóst áður af athöfnum.“ Eftir mótmæli forsetans lét Pearson prenta stór spjöld, þar sem sýndur var vangasvipur sjálfs hans og undir voru orðin: „Maðurinn, sem forsetinn kallaði lygara.“ Þetta var góð auglýsing fyrir Drew Pearson. En jafnvel Roosevelt viðurkenndi mikilvægi Pearsons í kosningum, og árið 1944 sendi hann Harry Ilopkins og formann landsnefndar demó- Það borgar sig að - örfáar leiðbeinin YFIRFARIÐ Þaö er vist óhætt að fullyrða, að flestir bileigendur eru furðulega hirðulausir meö bilana sina og hugsa litiö um það reglulega viðhald, sem nausynlegt er til þess að full not verði af þessu dýra tæki. Og reglulegt viðhald sparar auk þess stórfé þar sem það kemur i veg fyrir stórvið- gerðir á verkstæði eftir að hlut- irnir hafa verið látnir drasla vik- um eða jafnvel mánuðum saman. Viðbára draslaranna er oftast sii, að þeir hafi ekkert vit á bilum, hafi enga aðstöðu til viðgerða, eða þeir hafi jafnvel engan áhuga á bilum sem slikum — þeir eigi bara bil af illri nauðsyn. Engin þessara viðbára er góð og gild, I fyrsta lagi vegna þess, að hver maður getur lært einföldustu atriði i viðhaldi bifreiða, annað- hvort úr bókum, blöðum eða með þvi að fá góð ráð og leiðbeiningar hjá kunnáttumönnum. 1 öðru lagi er bill það dýrt tæki, að þeir eru fáir, sem hafa efni á að láta þá hrynja niður „fyrir aldur fram”, bæði vegna hinna dýru viögerða, sem leiða af þvi, og eins vegna þess að illa farinn bfll rýrnar að verðgildi og það veröur erfitt að selja hann. Þrautarlendingin er svo alltaf að fela verkstæðunum þetta nauðsynlega viðhald, og er það að sjálfsögðu ódýrara en að setja bilinn á verkstæði, fyrst þegar allt er komið i óefni. Aldrei er nauösynlegra að hafa bflinn I lagi en þegar farið er i langferð. Þegar fjölskyldan er að undirbúa sumarfriið kemur sér vel að hafa haldið bflnum vel við, þannig að maður veit upp á sina tiu fingur I hvaða ástandi hann er og hvað þarf hugsanlega að lag- færa eða endurnýja áður en lagt er af stað. Draslarinn á hinsvegar á hættu að komast ekki langt frá heimabyggðinni áður en eitthvað fer að láta sig, og það eru ekki einungis viftureimin og pústkerf- ið, sem geta gert mönnum lífiö leitt — bókstaflega hvað sem er getur bilað og jafnvel sett endapunktinn á ferðj^agið áður en það er hafið fyrir alvöru, eða að minnsta kosti tafið það. En það er heldur ekki alltaf ástæða til að örvænta þótt billinn segi stopp, það er að minnsta kosti ástæða til að reyija að klóra i bakkann. En að þvi komum við seinna. Fyrst er það undirbúningurinn undir ferðalagið, og llklega er rétt að byrja á þvi, sem æskilegt er að hafa með. Það er nefnilega elcki nóg að hafa „tjakk”, felgulykil og viftureimj til þess að vera við öllu búinn er nauðsynlegt að hafa nánast litið „vasaverkstæði” þar sem i eru allra nauðsynlegustu verkfæri til skyndiviðgerða og þeir varahlutir, sem liklegast er aö þurfi að gripa til. Það sem alltaf ætti að vera I bflnum er eftirfarandi: 2 skrúf- járn (stórt og lltiö), stjörnuskrúf- járn, 2—3 stjörnulyklar af þeim stærðum, sem algengastir eru, skiptilykill, töng og flatkjafta, kertalykill, hnifur, einangrunar- band, rafmagnsleiðsla, siöngbút- ur I benslnkerfið, vinnuljós, „tjakkur” og felgulykill, klútur eöa tvistur, handþvottakrem, leiðbeiningabók. 1 langferðum þarf eftirfarandi að vera með- ferðis: Kerti, platlnur, þéttir (á kveikju), kveikjulok, kveikju- hamar, kol I rafalinn, öryggi, viftureim, Ijósaperur (að minnsta kosti I aðalljósin), ,,hedd”pakkn- ing, ven tla Iokspa kkning, út- blásturspakkning, slöngur I kæli- kerfiö, segulstál, nokkrar skrúf- ur, boltar og rær, mótorolla, ilát undir vatn, Ilát undir bensin, frostlögur (I kæiikerfi sumra blla er alltaf hafður óblandaður frost- lögur), viðgerðarbók. Að sjálfsögðu er best, að engin not verði fyrir þessa hluti þvi sem billinn er betur inn fyrir ferðina er ólik svo verði. Það er ráðlegt að byr búninginn timanlega, hí ina áður en lagt er af stal að örugglega verði tlmi vega nauðsynlega varahl kemur. Mikilvægast er í úr skugga um, að allt s að öryggisbúnaði, sér: hemlumog stýrisbúnaði Auðvelt er að athuga hvi arnir taka jafnt i mef snögghemla á malarvegi km. hraða og athuga sið Þau eiga að vera greinih ir framhjólin, en öll hjó marka vel i mölina — jafnt, og billinn á litið sei að breyta stefnu eftir i hafa læst. Algengt er á bflum, að diskahemlar framan og þarf þá ekki i taka framhjólin af til ganga úrskugga um, að ir séu I lagi. Ef þeir ei mjög slitnir er vissara í um þá, en það er tiltöluh legt. Erfiðara er að athug hemlaborðunum, þar e hemlar eru huldir með inni. En oft má finna ú þeirra nokkurnveginn ir handbremsunnar. Ef húi slök og tekur illa I, jafnve sé strekkt á öllum vlru það bent til slitinna borf nauðsynlegt að athuga h ur vökvi sé á hemlake: það er einfaldlega gert m skrúfa lokið af vökvage sem vanalega er aftast rúminu, sömu megin og s hemlapedalarnir). Sé y farið að lækka bendir þal að einhversstaðar sé lel inu, og ætti pedalinn þá farinn að taka neðar er getur talist, þegar stij hann. Þá er ráð að lyft; upp með aðstoð „tjí skriða undir og reyna að öll rör og samskeyti. Fi unin ekki er óráölegt að angarn 0 Laugardagur 2. ágúst 1975

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.