Alþýðublaðið - 02.08.1975, Síða 9

Alþýðublaðið - 02.08.1975, Síða 9
BRfiMBQLT UaSJto tUSU S9BÖÖ tQFTSSQi!) „fullur bær” hjá Change... Hljómsveitin Change hélt Uti- tónleika i Austurstræti i gær. Tilefnið var ekkert sérstakt, en uppátækiðskemmtilegt. 1 fyrstu héldu menn að veður myndi skyggja á sönginn og stemning- una, en sú varð þó ekki raunin. Töluverður mannfjöldi safnað- ist saman þar sem þeir spiluðu við mjög góðar undirtektir. Hljómsveitin Change hefur að undanförnu ferðast um landið og verið til ballsins flest kvöld vikunnar slðan þeir komu. Hafa þeir notið mikilla vinsælda, og góö tónlist þeirra og flutningur verið rómuð allstaðar, enda eru þeir þrælgóðir. Tónlist þeirra mætti með réttu flokka undir létt rokk, og nýútkominn er plata með þeim litil, (Ruby baby) og önnur nokkuð stærri á leiöinni. Eru þær gefnar út af EMI fyrirtækinu, sem eitt sinn var samsteypa stærstu plötuút- gefenda Bretlands (EMI/Pharlophone gaf út bitlana). Þetta merki ein- beitir sér fyrst og fremst að létt- ari tegund rokks, og eru vin sælustu hljómsveitirnar á þvi merki meðal annars Pilot Cockney Rebel og fleiri. Pilol eru nýkomnir inn á Ameriku- markaðinn á öllu útopnuðu, og sýnir það að EMI er enn þá mjög sterkt fyrirtæki. Það er á hreinu, að þeir gera ekki samn inga við hvern sem er, og aðeins þá listamenn sem þeir telje miklar likur á að ná langt Ruby Baby/If I, ei skemmtileg góð rokkplatc úmáðurnefndum stil. Þó verð é| að vera sammála einum gagn rýnenda blaðanna i þvi efni, ai upptakan hefði mátt verí breiðari sérstaklega niður á við hún er aðeins of slétt og felld En lögin standa fyrir sinu, og ei það mitt álit að If I sé mun betn lag að allri uppbyggingu, þó ai það sé lag sem þarf að venjas frekar en Ruby Baby. Changi leggja mikla áherslu á raddir enda eru þeir með þær á hreinu ásamt pottþéttum hljóðfæra leik. Þeir eiga næsta leik. WWlmW*' *J[ WfffSip líSjgíxiTt Hljómsveitin Paradis er hljómsveit sem sifellt sækir i sig veðrið, og hún hefur verið á uppleið siðan hún byrjaði. Eng- inn vafi er á þvi, að hún hefur farið mjög vel af stað. Þeir hafa fyllt hvert félagsheimilið á fætúr öðru og haldið góða dans- leiki, þar sem menn höfðu búist við messufalli vegna samkeppni annarra þekktari hljómsvei.ta. Reyndar kalla menn hljóm- sveitina oft Pétur i grini, þar sem helmingur spilara eða þrir, heita Pétur, og þar af eru tveir Kristjánsson. Pétur Kristjánsson söngvari er nýkominn frá Bandarikjun- um, þar sem hann græjaði hljómsveitina upp, bætti við nú- verandi gott Electro-Voice Eliminator söngkerfið, og keypti tólf rása mixer, trommu- sett og fleira. Þeir stefna greinilega að þvi aö ná sömu vinsældum og Pelican forðum daga, og eiga góöa möguleika á þvi, núna er aðeins eitt band sem er sterkara én þeir, af böndum sem starfa að öllu jöfnu hér heima, og það eru Júdas. Þeir mega fara að vara sig, þvi að nú eru þeir ekki lengur einir á tindinum. Þá er að koma litil plata með Paradis, á annarri hliðinni verður frum- samið lag eftir Pétur Kr. pianista, en hinu meginn verður lag sem Paradis hefur gert mjög vinsælt, það er Superman. Væntanlega kemur platan út undir mánaðamótin. Siðastliðið miðvikudagskvöld léku þeir á málverkaýningu Tarnúsar að K j a r v a ls s t öðum . Voru sýningargestir eins og gefur að skilja i yngra lagi, um sexhundruð manns, en allt fór þó mjög vel fram, og mjög skemmtilegur andi sveif yfir vötnunum. Tónlist Paradisar er mjög kröftugyfir linuna, litið um það sem kalla mætti pælingar, mest um hreinræktað popp og rokk að ræða, en það er lika vel flutt. Hljómsveitin er smám saman að verða þéttari eftir þvi sem þeir ná meira saman. Nýlega bættist þeim liðsauki, Pétur Hjaltested, sem leikur á orgel, en hann var áður i Borgis, ágætri hljómsveit. Jakob Magnússon og White Backman trio sækja okkur heim Fara í hljómleikaferðalag um landið þvert og endilangt ásamt Stuðmönnum, söngkonum, liósamanni og diskóteki... Nú er það á hreinu, að Jakob Magnússon, pianisti með meiru mun mæta til leiks hér á landi i næstu viku. Hann mun koma með hljómsveit sína, er hánn hefnir The White Bachman Trio, en trúlegt er að þvi nafni veröi breytt I Kvartett, þar eð fjórði hljóðfæraleikarinn mun bætast I hópinn. En þar með er ekki sagan á enda sögð, því að meðferðis mun hann hafa tvær blakkar söngkonur, er munu þenja raddbönd sfn hér og ef- laust einnig hjartað I mörgum landanum, þvf að það er ekki á hverjum degi sem tvær negra- píur sækja okkur heim. Þcim til fróðleiks er þetta lesa, skal þess getið, að Jakob fullvissaði Brambolt ísamtali fyrir nokkr- um dögum, að þær væru á lausu, og hyggðu gott til glóðarinnar. Með i hljómleikaferðalaginu munu einnig verða Stuðmenn- irnir landsfrægu og hið vfðfræga diskótek Aslákur. Þá er uppi sterkur orðrómur þess efnis að ýmislegt i sambandi við þessa ferð muni koma mönnum á óvart,og er i þvi sambandi helst talað um ljósasjó. Þeir sem eru nýkomnir að utan, og hafa heyrt i trióinu eru allir á einu máli um það, að það sé alveg fantalega gott, og að Jakob njóti sin þarna mun betur en i Riverband áður. Ætlun Jakobs mun vera sú, að ferðast vitt og breytt um landið þvert og endilangt, svo maður noti nú alla frasa. Eftir þessa lands- reisu mun það ætlunin að halda með bandið til Bandarikjanna, og spila þar. Jakob hefur undanfarið unnið mikið I stúdióum, en slik vinna er vel borguð þar i landi, og vel hægt að lifa af þvi. A með- fylgjandi mynd má sjá Jakob ásamt triói og tveim strákum sem löbbuðu framhjá. *■ rtn, Ij. J-i m'íJi v--ii-- f i-i—~ 1777}-; Laugardagur 2. ágúst 1975 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.