Alþýðublaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 5
Launþegamál vetri: Sitjandi taiift frá vinstrl; Tryggvl ibjörg Guölaugsdóttir, Ester Jónsdóttir, alsteinsson. Standandi taliö f.v.: Pétur ar Gunnarsson, Gústaf Pálsson, Grétar uöbrandsson, Pétur Siguroddsson, Héö- Grétar Þorsteinsson, Eirikur ólafsson F ræðslustarfið eitt brýnasta verkefnið Fræðslustarfið er einn af mikil- vægustu þáttum i starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. A sið- asta þingi Alþýðusambands ís- lands var m.a. eftirfarandi álykt- un gerð varðandi fræðslustarf hreyfingarinnar: „32. þing ASI telur, að stórauk- ið fræðslustarf verkalýðshreyf- ingarinnar sé eitt hið allra brýn- asta verkefni hennar á komandi árum. í þessu sambandi fagnar þingið sérstaklega tilkomu Menn- ingar- og fræðslusambands al- þýðu og ánægjulegu upphafsstarfi þess. Þingið telur, að markmið (fræðslustarfsins þurfi fyrst og fremst að beinast að sem virk- astri þátttöku allra félagsmanna verkalýðsfélaganna i störfum þeirra og heildarsamtakanna, á- samt sérstakri þjálfun leiðbein- enda, trúnaðar- og forystumanna hreyfingarinnar. Til að hrinda þessu i fram- kvæmd er nauðsynlegt að efla mjög MFA, koma á sérstökum fræðslunefndum innan allra verkalýðsfélaga og sambanda, sem hafi beint samband við MFA og verði tengiliður þess við ein- stök félög og félagsmenn þeirra. Stjórn MFA i stjórn Menningar- og fræðslu- sambands alþýöu eiga eftirtaldir sæti: Stefán ögmundsson, Reykja- vik, formaður. Helgi Guðmunds- son, Akureyri, Magnús L. Sveins- son, Reykjavik, Óðinn Rögn- valdsson, Reykjavik, og Þórunn Valdimarsdóttir, Reykjavik. Varamenn eru: Grétar Þorleifsson, Iiafnar- firði, Pétur Sigurðsson, Reykja- vik, varaform. Sjóm.fl. Reykja- vikur og Tryggvi Benediktsson, Rcykjavik. Starf MFA miðist á næstu árum einkum að eftirfarandi verkefn- um: 1. Innleiða leshringastarf með liku sniði og hjá fræðslusambönd- um alþýðu á Norðurlöndum, og i þvi sambandi útgáfu fræðsluefnis og sérstaka þjálfun leiðbeinenda. 2. Styttri og lengri námskeið- um, einkum um félagsleg verk- efni. Lögð verði megináhersla á að halda þau sem viðast um land- ið. 3. Fræðsluhópastarfi, einkum um félagsleg efni, tungumál, list- ir og tómstundaiðkanir. 4. Umræðufundum um einstök verkefni, sem ofarlega eru á baugi hverju sinni i þjóðlifinu. 5. Stefnumarkandi ráðstefnúm. 6. Fundum með starfshópum á vinnustöðum, þar sem m.a. verði tengd saman fræðsla og list enda verði vinnustaðirnir búnir slikri aðstöðu. 7. Koma á fót sögu- og minja- safni, ásamt góðu bókasafni. 8. Annast náin samskipti við nágrannalöndin á sviði fræðslu- mála og opna leiöir fyrir fólk úr verkalýðsfélögunum að afla sér fræðslu erlendis, m.a. með aðild- inni að Genfarskólanum og á ann- an hátt. 9. Skipulagningu á margs konar fræðsluverkefnum fyrir einstök verkalýðsfélög, sambönd eða hópa, og annast þjónustu og fyrir- greiðslu fyrir þessa aðila. 10. Hefjast þegar handa, I sam- starfi við miðstjórn ASI, um út- gáfu málgagns hreyfingarinnar, Vinnunnar. 11. Útgáfu fræðslurita og frétta- bréfs, kennslugagna og ýmissa upplýsingabæklinga fyrir fólk á vinnustöðum, eitt sér eða i sam- vinnu við aðra”. Alþýðu ika i nám- fyrirlestra voru almennar ; náms- umræður og hópstarf nemenda. I þá til- Alþýðublaðið ræddi litillega við Stefán ögmundsson, formann MFA um fyrirhugað starf MFA /ðu er Félagsmálaskóla alþýðu næsta fólks I vetur. er, að ir, geti Stefán sagði: „Við munum nú tir þvi eftir miðjan mánuðinn ganga frá i þessu námsáætlun að minnsta kosti íorft til fýrir timabilið fram að ára- sfélag- mótum. Þessi námsáætlun verður Isa. lögð fyrir fræðsluráðsfund, sem haldinn verður siðari hluta ágúst- Félags- mánaðar. vikur. Alþýðusambandið 60 ára á næsta ári Alþýðusamband tslands heldur upp á sextiu ára afmæli sitt hinn 12. mars á næsta ári. I haust eru liðin sextiu ár siðan fimm verkalýðsfélög I Reykjavik samþykktu að tilnefna tvo menn hvert til þess að ganga saman i nefnd til þess að undirbúa stofnun landssamtaka verkalýðsfélag- anna. Þessi verkalýðsfélög voru Verkamannafélagið Dagsbrún, Hásetafélag Reykjavikur, Verka- kvennafélagið Framsókn, Bók- bandssveinafélagið og Hið is- lenska prentarafélag. Nefnd þessi starfaði frá haustnóttum 1915 til febrúarloka 1916. Til stofnfundarins var siðan boðað 12. mars 1916 og var hann haldinn I Báruhúsinu i Reykjavik. Mættu þar fulltrúar frá 7 verka- lýðsfélögum, 5 úr Reykjavik, þau sem áður hafa verið nefnd og stóðu öll að undirbúningi sam- bandsstofnunarinnar, og frá tveim félögum i Hafnarfirði, Há- setafélagi Hafnarfjarðar og Verkamannafélaginu Hlif. Nú tæpum sextiu árum siðar eiga beina aðild að Alþýðusam- bandi Islands 8 landssambönd og 57 félög. Fjöldi þeirra félaga, sem eru innan vébanda ASI, eru 224. Landsfélög eru 12. Fjögur svæða- sambönd eru einnig starfandi auk fulltrúaráða verkalýðsfélaga I bæjum og borg. Alls eru nú um 42 þúsund laun- þegar innan vébanda Alþýðusam- bands Islands. Reglugerð F élagsmála- skóla alþýðu 1. gr. — A vegum verkalýðssam- takanna á islandi skal reka fé- lagsmálaskóla sem ber heitið Félagsmálaskóli alþýöu. Hlutverk skólans er að mennta og þjálfa fólk úr verkalýðshreyfingunni með það fyrir augum að efla þroska þess og hæfni til að vinna að bættum kjörum og frelsi al- þýöustéttanna. 2. —Félagsmálaskóli alþýðu skal veita kerfisbundna fræöslu um sögu, starf og stjórn stéttarfé- laga i landinu, grundvallar- markmið þeirra og annarra skyldra félagsmálahreyfinga, baráttu verkalýðssamtakanna fyrir bættum lifskjörum fólks- ins, um hagsmunasamtök at- vinnurekenda og um almenna þjóðfélagsfræði og meginatriði islenskrar félagsmálalöggjaf- ar. Ennfremur skal kenna almennar fundarreglur og fundarstjórn og bókhald og f járgæslu verka- lýösfélaga og sjóöa þeirra. Leggja skai áherslu á að þjálfa nemendur i að setja hugsanir sinar skipuiega fram i ræðu og riti og gera þá færa um að taka að sér félagsleg leiðbeincnda- og kennslustörf auk annarra trúnaðar- og forystustarfa i þágu verkalýðshreyfingarinn- ar. Auk þess veiti skólinn leiðsögn i tungumálum, listum og öðrum efnum eftir þvi sem henta þyk- ir. 3. — Fræðsla fer fram i formi námskeiöa og skal námsefni ognámsskrá samin isamræmi við þá tilhögun. Starfið fer fram i fyrirlestrum, umræðu- og starfshópum eða á annan hátt, sem best þvkir henta. Námskeið eða önnur starfsemi skólans fer fram i húsakynn- um hans, eða annars staðar i hinum ýmsu landshlutum eftir þvi sem þörf krefur og henta þykir. 4. — Stjórn Menningar- og f ræöslusam taka alþýðu er jafnframt skólastjórn Félags- málaskóla alþýðu. Hún ræður skólastjóra, kcnnslukrafta og annað starfslið. 5. —Kostnað við rekstur skólans ber Mcnningar- og fræðslu- samband alþýðu, að þvi leyti sem fjárveitingar frá þvi opin- bera nægja ekki. 6. Reglugerð þessi öðlast gildi, þegar hún hefur verið staöfest af miðstjórn ASÍ og Menning- ar- og fræðslusambandi al- þýðu. itriðum ennslu- verka- lþjóða- anir og kalýðs- Verka- Fundir naöar- lókhald íta og i skrif- tál og gði og Ahrif ingar á iþróun; )g visi- kalýðs- lesarar verka- •i sem manna. að auk Af sjálfu leiðir, að haldið verður áfram með námshópa- starfið eins-og i fyrravetur, auk þess sem væntanlega verður efnt til helgarnámskeiða i samvinnu við verkalýðsfélögin. Starfi Félagsmálaskóla alþýðu verður að sjlafsögðu haldið áfram i vetur og ég reikna með, að fræðslustarfið fari nú fram á tveimur önnum”. 1 samtalinu við blaðið sagöi Stefán, að sennilega færi öll starf- semi skólans fram I ölfusborgum i vetur, en I reglugerðinni fyrir skólann er gert ráð fyrir, að hann verði hreyfanlegur og starfsemi hans geti farið fram I hinum ýmsu landshlutum. 1 siðasta hefti Vinnunnar, mál- gagns ASl og MFA, segir, að vonir standi til að unnt verði að starfrækja skólann að hluta til á Norðurlandi næsta haust. angarnir DRAWN BY DENNIS COLLINS WRITTEN BY MAURICE DODD dýrlega nef á himnum! G205 Utvarps.og sjónvarpsviðgerðir Kvöld og hclg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aftra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — slmi 11740. Flokkss-)öífi\ Kynniö ykkur starf og stefnu Alþýöuflokksins. Simi flokks- skrifstofunnar er 15020. leiVe/LLih ! o Vinsamlegast leiöréttið i sima- skránni. Nýi siminn hjá Alþýöublaöinu er 81866. — • -rimiim-iiii««iiiniif n Dúnn Aucji^senciur'. í GUEÍIÐflE AUGLvSINGASlMI /ími 84300 BLAÐSINS ER 14906

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.