Alþýðublaðið - 07.10.1975, Síða 5

Alþýðublaðið - 07.10.1975, Síða 5
Aðgerðir ríkisvaldsins viðhalda vandamálinu! Framhald af forsíðu þeir koma frá Gunnarsholti mef mok fjár, og standa svo uppij slyppir og snauöir að örfáum dögum liðnum. En er það hemja að láta svona mikla fjármuni i hendurnar á þessum mönnum? Væri ekki ráðlegra að þeim yrði borguð sin laun smám saman, litlar upphæðir i einu? Annars hefur fólk oft velt vöngum yfir þvi hvar þessir menn fengju peninga fyrir sinu áfengi. Þvi er ekki auðsvarað. Flestir þessir menn þiggja ör- orkubætur frá Tryggingastofn- un rikisins. Þessar bætur fá þeir, ef þeir skrifa undir skjal, þar sem þeir viðurkenna að þeir séu áfengissjúklingar. Bæturn- ar eru 38 þúsund krónur á mán- uðí. Það er sama sagan meö þessar 38 þúsundir frá Trygg- ingastofnuninni og 300 þúsundin frá Gunnarshoiti. Þeir fá 38 þús- und króna ávisun einu sinni i mánuði, og koma henni i lóg á tveimur eða þremur sólarhring- um. Aðra daga mánaöarins lifa þeir á sníkjum ýmiss konar, og eru þá erlendir ferðamenn oft vinsæl fórnarlömb. Sem sagt Tryggingastofnun rikisins sem er á horni Lauga- vegs og Snorrabrautar greiðir þessum mönnum 38 þúsund krónur á mánuði, en nokkru of- ar á Snorrabrautinni hirðir rikissjóður þessar krónur jafn- óðum til baka, þvi meginhlutan- um af þessum peningum eyða þessir áfengissjúklingar jafnóð- um i Afengisverslun rikisins. Aðgerðir opinberra aðila gagnvart vanda þessara manna, eru einfaldar. Þeir haida i þeim lifinu með þvi að taka þá inn á stofnanir nokkra mánuði á ári, þar sem þeirra likamlega atgervi er byggt upp. Siöan eru þeir látnir afskipta- lausir á götum borgarinnar, ut- an þess að lögreglan og félags- málastofnunin sjá til þess að þeir skrimti. Og ekki má gleyma örorkubótunum, 38 þús- und krónunum, sem gerir það að verkum að þessir sjúklingar hafa ráð á brennivíni og öðrum dýrum veigum um nokkurra daga skeið. En þegar þessi „glaðningur” 38 þúsund krónur frá rikinu eru uppurnar að fá- einum dögum liðnum, þá er tek- ið til við að drekka kardi- mommudropa, brennsluspiritus og hárvökva að nýju. Það eru þvi hátiðisdagar þegar ávisunin frá tryggingunum kemur, þá er hægt að drekka fint brennivin eins og annað fólk. Þetta eru nú þau ráð sem hið þróaða féiagshyggjuþjóðféiag notar gegn vandamáli rónanna. Þeim er haldið á Iifi og gefinn peningur fyrir brennivini einu sinni i mánuði. Nato-tillögur um gagnkvæma fækkun Siðastliðið ár hafa verið all- miklar umræður um það i' Banda- rikjunum, að æskilegt væri að fækka i herliði NATO i Evrópu. Bent hefur verið á að tæknilegair framfarir á sviði hergagnafram- leiðslu og hernaðar hafi verið mjög miklar að undanfömu og þvi sé æskilegt og rétt að draga Ur hernaðarlegum umsvifum. Þessi stefna i Bandarikjunum hefur meðal annars verið studd með þeim rökum, að Bandarikjamenn hafi alls staðar fengið skömm i hattinn þar sem þeir hafi blandað sér inn 1 hernaðarleg átök annarra rikja. Fylgjendur hernaðarlegrar ihlutunar Banda- rikjanna benda hins vegar á að nauðsynlegt sé að standa með öðrum lýðræðisrikjum, m.a. til varnar gegn útbreiðslu kommún- ismans. Málið hefur þannig tvær hliðar og eru menn alls ekki á eitt sáttir um hvernig að skuli staðið. Formaður vestur-þýska SKEYTI Vestur-Þýskaland og Portúgal Varnarmálaráðherra Vestur- Þýskalands mun fara i þriggja daga opinbera heimsókn til Portúgal I þessari viku. Georg Leber, sem er varaformaður vestur-þýska Jafnaðarmanna- flokksins, er fyrsti ráðherrann i stjórn Vestur-Þýskalands, sem heimsækir Portúgal frá þvi byltingin var gerð. Framlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda Hæstiréttur Bandarikjanna kannar nú hvort breyting sú, sem gerð var á kosningalögun- um 1974, um takmarkanir á framlögum einstaklinga i kosn- ingasjóði, sé i samræmi við stjórnarskrá landsins. Sam- kvæmt fyrri lögum gat einstak- lingur lagt fram allt að 25.000 dollara i kosningasjóð hvers frambjóðanda (um 3,7 millj. Isl. kr.) en með breyting- um var þessi upphæð lækkuð niður I sem svarar tæpl. 200.000 Isl. kr. Rúsar og Bandarikjamenn Unnið er nú að langtimasamn- ingum milli Bandarikjanna og Sovétrikjanna um sölu á hveiti frá Bandarikjunum til Sovét- rikjanna. Uppskerubrestur á hveiti i Sovétrikjunum er mjög alvarlegur, að þvi að talið er, eða sem nemur 33 til 34 milljón- Jafnaðarmannaflokksins, Willy Brandt, sagði i ræðu i gær að unnið væri að þvi að draga úr her- afla NATOI Evrópu. Benti hann á að nauðsynlegt væri að halda vörnum bandalagsins virkum og sömuleiðis að þátttaka Banda- rikjanna i vörnum Vestur-Evrópu væri óhjákvæmilég. 1 ræðu sinni sagði Brandt að tillögurnar um fækkun I herafla NATO væri liður i þvi að draga úr hernaðarlegum umsvifum og spennu milli Austurs og Vesturs. Unnið væri nú að samningum við Varsjár- bandalagið um gagnkvæma fækkun i herafla bandalagsins austan járntjalds. Samkvæmt fréttum af ræðu Brandts,sem hann flutti fyrir 600 ritstj. og blaðamenn viðsvegar að úr heiminum, hefur verið rætt um að NATO fækki I herliði sinu i Vestur-Evrópu um 25.000 hermenn og áð 1.000 skotstöðvar verði lagðar niður. Á móti þessu ------------------------------- um tonna i stað 49 milljóna tonna, sem áætlað hafði verið. Kissinger til Kina Samkvæmt fréttum frá Hong Kong i gær mun Henry Kissing- er utanrikisráðherra Banda- rikjanna fara i opinbera heim- sókn til Kina dagana 19,—23. okóber nk. Talið er að þessi heimsókn Kissingers til Kina sé undanfari væntanlegrar heim- sóknar Fords, forseta siðar á þessu ári. Hergagnabanni aflétt Bandarikjaþing hefur aflétt hergagnasölunni til Tyrklands, en það hefur nú staðið yfir i um niu mánuði. Ford forseti lagði sig mjög fram við að fá þing- menn til að samþykkja að bann- inu yrði aflétt. Kinverjar læra af Norðmönnum Hópur kinverskra verkfræðinga er nú staddur i Noregi þar sem verkfræðingarnir munu verða i hálfan mánuð til þess að kynna sér tæknileg atriði varðandi vinnslu á oliu. Skot I nefið Fyrrverandi forsætisráðherra Suður-Yemen, Mohammed Ali Heitham, varð fyrir skoti til- ræðismanns um helgina. Heit- ham slapp meðsár á nefi en talið er að tilræðismaðurinn hafi ætl- að að granda lifi hans. er rætt um, að Varsjárbandalagið fækkaði I skriðdrekahersveitum sinum um 6.800 hermenn og 700 stóra skriðdreka. Iræðu sinni sagði Willy Brandt að Vesturveldin mundu innan tiðar leggja fram nýjar tillögur, sem miðuðu að þvi að draga úr hernaðarlegum umsvifum i Evrópu. Þetta væri rétt spor i áttina, en nauðsynlegt væri að fylgja þvi eftir af festu og með fyllsta raunsæi. Blaðamaður hand- tekinn fyrir að gagntýna forsætis- ráðherrann Samkvæmt frétt frá Kalkútta í gær var blaðamaðurinn Gour Kishore Ghosh handtekinn á heimili sinu og var handtakan fyrirskipuð samkvæmt bráða- birgðalögum sem samþykkt voru 26. júni s.l. Engin ástæða var til- greind fyrir handtökunni, en fréttamenn hafa bent á að blaða- maðurinn skrifaði fyrir nokkru grein I timaritið Calcutta þar sem hann gagnrýndi forsætisráðherra landsins, Indiru Gandhi mjög harðlega. Talið er að þessi gagn- rýni blaðamannsins sé tilefni handtökunnar. Bandarikin og Spánn Bandarikin munu ekki hafa nein afskipti af aftökunum á Spáni og hafa ekki sent nein mótmæli til fasistastjórnarinnar þess efnis. Erfiðleikar i Portúgal Nýja stjórnin sem mynduð var fyrir stuttu i Portúgal virðist eiga I allmiklum örðugleikum með að koma á friði og spekt I landinu. Kommúnistar ganga þar enn berkserksgang og eiga erfitt með að sætta sig við að út- varp og blöð verði frjáls, en þeir höfðu komið sér vel fyrir innan portúgalskra fjölmiðla. For- sætisráðherrann Azevedo sagði I gær að ef þessir aðilar færu ekki að taka sönsum væri hætta á að borgarastyrjöld brytist út i landinu. Ef svo væri gætu kommúnistar ef til vill stuðlað að þvi að fasismi kæmist aftur á 1 landinu. Rödd jafnaðarstefnunnar Stjórnlaust |IS land Ástandið i efnahagsmálum þjóðarinnar hefur sjaldan verið eins alvarlegt og nú. Ástæðan fyrir þvi er ekki fyrst og fremst sú, að hin ytri skilyrði séu svo ýkja óhagstæð - við höfum áður þurft að horfast i augu við meiri vanda af sliku tagi en nú er. Orsökin er miklu fremur sú, að landið er stjórnlaust. Við tslendingar erum eins og farþegar i hemlalausri bifreið á leið niður bratta brekku með bifreiðarstjórann sofandi undir stýrinu. Ekkert er gert til þess að reyna að draga úr ferðinni. Látið er skeika að sköpuðu. Fyrir u.þ.b. einu ári lýsti forsætisráðherra, Geir Hailgrimsson, þvi yfir, að nú um þetta leyti yrði búið að hægja um helming á snúningi verð- bólguhjólsins. Haustið 1975 yrði verðbólgu- vöxturinn kominn niður i 25% eða þar um bil úr 50%, sem vöxtur verðbólgunnar var árið 1974. Þetta taldi rikisstjórnin fyrir ári siðan, að unnt væri að gera. En hefur hún gert það? Nei, langt i frá. Verðbólgan á árinu 1975 verður ekki minni en hún var á árinu 1974. Liklegra er, að hún verði meiri. Rikisstjórnin kennir þjóðinni þetta. Hún segir þetta vera sök launþega. Þeir hafi verið of tilætlunarsamir, of ágengir, heimtað of mikið. Þó sagði þessi sama rikisstjórn eftlr gerð siðustu kjarasamninga, að þeir væru hófsam- legir. Hún sjálf hefur sem sé viðurkennt, að kröfugerðir launafólksins i landinu hafi ekki verið óeðlilegar eða ósanngjarnar. Það verður þvi erfitt fyrir hana að ætla sér að færa rök að þvi, að óðaverðbólgan sé islenskum launþegum að kenna. En hyernig hefur ríkisstjórnin haldið á sinum eigin málum? Hvað hefur hún gert til þess að draga úr þeirri spennu, sem er orsök hinnarv skefjalausu verðbólgu? Rikisstjórnin hét því að beita aðhaldi i sambandi við útgjöld og útgjaldaáform hins opinbera. í þvi sambandi gaf hún fyrirheit um að spara 3 þús. millj. kr. i ríkisrekstrinum. Það loforð sitt sveik rikisstjórnin. Hún hætti við hálfnað verkið en brá á það ráð að sækja sér meiri tekjur með því að leggja á nýjan skatt, sem hækkaði allt vöruverð i landinu og jók þar með á verðbólguna. Hún lét sér meira að segja ekki nægja að leggja á þennan skatt, heldur heimilaði lika bæði kaupmönnum og sjálfri sér að leggja ofan á skatt þennan bæði smásölu- álagningu og söluskatt þannig að verðhækkunin af hans völdum nam hartnær tvöfaldri þeirri upphæð, sem skatturinn sjálfur átti að skila i tekjum til ríkissjóðs. Þetta er stjórnleysi. Og hvernig hefur svo rikisstjórnin beitt aðhaldi i opinberum útgjöldum? Hún hefur nýlega heimilað Landhelgisgæslunni flugvéla- kaup fyrir yfir 600 millj. kr. þótt sú hafi orðið niðurstaða sérstakrar nefndar, sem skipuð var til þess að fjalla um flugvélamál Landhelgis- gæslunnar, að hægt hefði verið að ná sama markmiði með kaup á annari flugvélartegund fyrir aðeins þriðjuunginn af þeirri upphæð. Halda menn, að svona athafnir hafi engin áhrif á islenska efnahagskerfið. Þetta er annað dæmið til um stjórnleysið. Fjöldann allan af siikum dæmum er hægt að nefna. Hvað er t.d. ekki hægt að segja um Kröfluvirkjun - sex til sjö þús. millj. kr. fyrirtæki til þess að framleiða orku, sem enginn markaður er fyrir? Hvað á það að þýða að spenna bogann svo hátt i árferði eins og nú er á íslandi? Allt ber þetta að sama brunninum. Landið er stjórnlaust. Þess vegna er komið sem komið er. Þriðjudagur 7. október 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.