Alþýðublaðið - 07.10.1975, Side 8
HORNIEI sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík
Á neytandinn að gjalda fyr-
ir slóðaskap bílaumboðsins?
G.M.H. hringdi til Hornsins og
var bálreiður:
Hvert á maður að snúa sér til að
fá leiðréttingu sinna mála, þegar
umboðið fyrir bilinn manns, á
ekki til þá varahluti sem manni
nauðsynlega vanhagar um?
Er umboðið tilbúið til að greiða
manni sendingarkostnað með
flugi, ef maður getur útvegað
þessa hluti annarsstaðar frá?
Mér er þetta brennandi mál,
vegna þess að ég get illa billaus
verið vegna atvinnu minnar,
raunar svo, að til tals hefur komið
að útvega annan mann i mitt
starf, ef ekki verður ráðin bót á
þessu vandamáli minu um bil.
Meira að segja er ég búinn að
vera með bilaleigubil i hálfan
mánuð, einfaldlega til þess að
geta sinnt starfi minu.
Eru bilaumboðin ekki ábyrg
með það, að eiga til á lager al-
gengustu varahluti i þær bifreiðar
sem þau flytja inn? Mér finnst
þetta vera það stórmál, aö
eitthvað verði að gera svo þetta
komist i lag og það fyrr en seinna.
Maður getur kannski leitað til
fyrirtækja, eins og Nestor, sem
flytja inn og sérpanta hluti fyrir
menn. En það kostar stórfé að
fara þá leiðina, auk þess semég
veit að oft hefur verið neitað að
afgreiða til þeirra hluti, vegna
þess að viðkomandi umboð hér
heima hafa einkarétt á innflutn-
ingi.
Fyrst umboðin eru svona sólgin
i að hafa einkarétt á innflutningi
alls er varðar þeira bilategundir,
er lágmark að þau sjái þá um að
nauðsynlegustu varahlutir séu
fyrir'hendi i landinu, er til þeirra
þarf að gripa, eða allavega sjái
um að útvega þá í flugi á sinn
kostnað.
Mér finnst ekki að kúnn-
inn eigi að gjalda fyrir slóðaskap-
inn hjá þessum fyrirtækjum.
Bridge
Villt fer sá/ sem geta skal
— stundum!
A sínum tima, 1935, vakti ein-
vigi milli Culbertsons hjónanna
og Hal Simms og frúar, mikla
athygli i bridgeheiminum. Hér
er spil úr þeirri keppni.
Sims) Norður
*KG3
¥7
♦ AD 7 4
♦ KD942
Er gæslan
stjórnlaus?
Markús B. Þorgeirsson,
Hafnarfirði, hafði samband við
Hornið og vildi koma eftirfarandi
fyrirspurn til dómsmálaráð-
herra, Ólafs Jóhannessonar á
framfæri:
Landhelgisgæsluflugvélin
GNA, fórst, er hún var við staura-
flutninga til fjalla, á vegum
iþróttafélags. Þvi spyr ég:
a) Hver gaf leyfi til þessara
flutninga? Var þetta starf er
flugvél gæslunnar var að vinna er
hún fórst, með þinu samþykki?
b) Ef svo er ekki, hvað þarf
rikisstarfsmaður að brjóta mikið
af sér i starfi, svo að hann sé sak-
næmur og burtrækur úr starfi?
c) Er ekki að þinu áliti, ráð-
herra, full ástæða til að láta fara
fram rannsókn á þessu máli á
vegum ráðuneytisins svo að þjóð-
in fái að vita hvers vegna rikis-
eign er notuð i þágu iþróttafélags,
þegar vitað er að full þörf er á að
eignin sé fremur notuö við að
sinna störfum fyrir landhelgis-
gæsluna fyrst og fremst?
d) Er landhelgisgæslan stjórn-
laus i dag?
Skálholt enn
á dagskrá
Lesandi, sem ekki vildi láta
nafns sins getið, hafði samband
við Hornið:
Lesandinn vildi vekja athygli
fólks á ræðuflokki þeim, er Sig-
urður Haukur Guðjónsson flytur
við messur sinar þessa sunnudag-
ana. Þar er Sigurður með harða
ádeilu á niðurstöðu prestastefnu i
Skálholti i sumar, er leið.
Lesandinn sagði ennfremur, að
meira að segja prestar, sem áður
höfðu verið andvigir sálarrann-
sóknum, væru nú sumir hverjir
farnir að leita til séra Sigurðar og
biðja hann að hafa um það milli-
göngu, að útvega fólki tima hjá
þeim, sem eru gæddir skyggni-
hæfileikum, og hafa hæfileika til
lækninga á þeim sviðum. Þetta
átti sér stað, eftir að ljóst varö af
ræðum séra Siguröar og sjón-
varpsþætti, að hann hefur um
árabil haft milligöngu um slikt.
Vel merkt hjá
Tékk-krystal
Starfsmaður hjá versluninni
Tékkkristal hringdi i Hornið og
vildi gera eftirfarandi athuga-
semd við bréf sem var i Horninu
fimmtudag i siðustu viku:
Vörur þær, er um getur i þessu
bréfi til Hornsins og staðsettar
eru i hillu, er snýr að glugganum,
eru allar vel verðmerktar. En
vegna mikillar hreyfingar á vör-
um þessum, er fólk er að skoða
þær og handfjatla, geta þær snú-
ist þannig i hillunum, að verð-
merking visi frá glugganum.
Við höfum alltaf haft fyrir sið,
að verðmerkja vörur okkar
greinilega og eins vel og kostur er
á og meira að segja Verðlagseft-
irlitið hefur verið ánægt.
Við teljum að greinilegar og
góðar verðmerkingar séu nauð-
synlegar, bæði til hagræðis fyrir
viðskiptavini og eins fyrir af-
greiðslufólk.
En oft vill það fara svo, að þeg-
ar fólk er búið að handfjatla vör-
una ogleggur hana frá sér aftur,
þá visar verðmerkingin frá.
Við viljum samt þakka þessa
þörfu athugasemd er kom i Horn-
inu og viljum reyna að kmast hjá
svona nokkru i framtiðinni.
Tveir um eins
manns verk?
Sigurður Bé.hafði samband við
Hornið.
Oft hef ég furðað mig á ýmsu
bruðli hjá Reykjavikurborg og
starfsmönnum hennar, en þó
gekk alveg fram af mér hér um
Ég labbaði þar framhjá, sem
verið var að losa sorptunnur uppi
einn af þessum nýju stóru sorp-
bilum, sem mér skilst að séu
þannig byggðir að þeir mála
sorpið á staðnum.
Fyrir aftan bllinn stóð einn
maður og hafði þann starfa að
stjórna vökvalyftunni sem hifir
tunnurnar upp til losunar.
Ég staldraði aðeins við, til að
virða þetta fyrir mér, þvi ég hef
ekki áður séð þessar akandi sorp-
kvarnir að störfum.
Er ég gekk svo áfram, þá sé ég
að annar maður situr undir stýri i
bilnum og er að lesa blöð I mak-
indum. Svo var honum gefið
merki um að losun væri búin á
þessum stað og hann lét bilinn
siga 200 metra áfram, stöðvaði
þar og hélt áfram að lesa hlöðin.
Mér er spurn: Þarf virkilega
tvo menn i þessi störf? Ég hefði
haldið að það ætti að vera verk
eins manns, að hoppa einfaldlega
útúr bilnum og vera fyrir aftan og
stjórna þessari vökvalyftu sem
hifir tunnurnar.
Ekki dónalegt að vinna svona
vinnu, fullfriskur maður á rassin-
um, lesandi blöðin allan daginn,
keyrandi 200 metra spotta við og
við!
Það er ekki að furða þó við
þurfum að borga háa skatta til að
halda svona útgerð gangandi.
Efniskönnun
Utvarpsins
Einn, sem hlustar mikiö á út-
varp.hafði samband við Hornið:
Ég ætla að koma með nokkrar
fyrirspurnir i sambandi við okkar
ágæta Útvarp og væri vel þegið
að einhver sem veit meira um
þessi mál, vildi vera svo vinsam-
legur að láta frá sér heyra.
Fyrir nokkru var gerð heljar-
mikil könnun meðal Otvarps- og
Sjónvarpsnotenda, um efni og
hlustun notenda þessara stofn-
ana. Talsvert mikið var rætt og
ritað um þessi mál, þegar byrjað
var á könnuninni og svo, er henni
var rétt lokið.
Einhvern veginn er það nú
samt svo, að ég og fleiri, sem ég
hef átt tal við, höfum aldrei fengið
neinar verulega tæmandi upp-
lýsingar um gang þessarar könn-
unar, árangur hennar og hvað
Útvarp og Sjónvarp hyggjast
taka mikið tillit til þessarar könn-
unar i efnisvali og uppbyggingu.
Jafnframt væri fróðlegt að fá
upplýst, hve mikið og hverjum
viðgreiddum fyrir j>essa könnun.
Hvað tók könnunin langan tima
og til hverra náði hún?
Þessar spurningar og fleiri tel
ég að neytendur eigi rétt á að fá
svör við. Vonast eftir viðbrögð-
um. Útvarpsnotandi.
FRAMHALDSSAGAN-
Vestur Austur
(Frú
Culbert- (Ely
son) Culberts.)
* A54 1 a D 10 7 6
V 8 4 3 2 1 «10 5
♦ K 9 6 I G 10 5 3 2
* A 10 7 i 63
Suður
(Hal
Sims)
*
¥
♦
*
9 8 2
AK.DG 9 6
8
G 8 5
Sagnirnar
gengu:
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 lauf Pass 1 hjarta
Pass 2 tlgl. Pass 3hjörtu
Pass 3grönd Pass 4hjörtu
Allir
pass.
Frú Culbertson leit svo á, að
neitun Sims á að spila 3 grönd
hlyti að byggjast á þvi, að spað-
inn væri veikur hlekkur. Hún
spilaði þvi út spaðafjarka. Út-
spil undan ás á litarsögn var svo
sjaldgæf, að Sims lét sér ekki
detta i hug að efast, en gaf þrist-
inn i og 10 Austurs fékk slaginn,
Austri til mikillar furðu. En
hann lét sem ekkert væri og
spilaði laufi, sem Vestur tók á
ás. 1 mesta sakleysi spilaði
Vestur nú spaðafimmi og Norð-
ur lét gosann, jafnviss um að
hann væri að gera rétt. En hon-
um brá i brún, þegar Austur
drap með drottningu og spilaði
enn spaða. Einn niður. Það var
ekki frýnilegt augnaráð, sem
frú Culbertson fékk, að hún
skyldi hafa reynt að villa um
fyrir hinum mikla Sims — með
árangri.
---------------------------------*
I
sér af lífi og sál I allt það sem vekur áhuga hennar og hún
tekur sér fyrir hendur, og þannig var það með þessa ást.
Senhora Nobre hristi sorgmædd á svip höfuðið. — Til
allrar óhamingju var hann giftur og átti börn, og það
hafði Amalia ekki haft minnstu hugmynd um. Hann varð
þreyttur á henni og fór aftur til konu sinnar.
— Ó, það er svo. Justina beit saman vörunum. — Mér
þykir þetta leiðinlegt. Hún leit aftur út á pallinn þar sem
Amalia var nú farin að ræða við Andrew og Senhor Hern-
andez. Justina varp öndinni. Amalia virtist svo sannar-
lega ekki vera i ástarsorg, en hún var kannske ekki sann-
gjörn að ætla að svo væri ekki. Vinkona hennar leyndi
þessu sennilega bara svona vel.
— Það hlýtur að vera dásamlegt að vera svona ham-
ingjusamlega gift, sagði Senhora Nobre. — Amalia hlýtur
aö öfunda yður.
Justina brosti aðeins, og henni til mikils léttis kom svo
senhor Nobre til þeirra á sama augnabliki og fór að spyrja
hana um frænku hennar.
Hún var óumræðilega fegin þegar timi var kominn til að
ljúka veislunni. Vasco hafði siðasta stundarfjórðunginn
árangurslaust reynt að fá hana til að koma með sér i út-
reiðartúr einhvern næstu daga, og þótt hann stingi upp á
þvi að Amalia og Andrew kæmu llka með, þá var Justina
ekkert hrifin af þvi. 1 augnablikinu var hún búin að fá sig
fullsadda af veislunni hjá Amaliu.
Þegar ljós hússins voruaðbaki spurði Justina I bilnum:
— Hvers vegna sagðir þú að þú kynnir að kafa?
Andrew leit ekki af veginum framundan. — Var einhver
ástæða til þess að ég segðist ekki kunna það?
— Nei, ekki nema ef væri þaö eitt að þú kannt það ekki.
— Kann ég það ekki? Nú leit hann á hana og hún var
fegin að myrkrið huldi roðann sem hljóp i kinnar henni.
— Nei, hélstu að þú kynnir það?
Alþýðublaðið
— Eiginlega ekki, svaraði hann. — En enginn spánskur
strákur skal fara að kenna konunni minni neitt! svaraði
hann snöggt.
A ýmsu hafði Justina átt von en ekki þessu. — Og þú
vogar þér að gagnrýna hvernig ég hef hegðaö mér I kvöld
eftir það hvernig þú hefur sjálfur komið fram. Hún sá
strax eftir að hafa sagt þetta. Hún hafði aldrei ætlað að
láta hann komast að þvi að hún haföi tekið svo vel eftir
þvi, hvernig hann hafði látið, en nú var þaðum seinan.
— Svo, sagði hann glaöhlakkalega. — Þú ert semfeé af-
brýðisöm.
— Hreint ekki! Ég er bara að mótmæla þvi að þú skulir
halda að þú eigir einhvern rétt á þvi að stjórna mér.
— En ég á einmitt rétt á þvi, sagði hann kuldalega. —
Þú ert eiginkona min, og þér væri hollt að hugleiða það
smástund.
Justina horfði á hann reiðilega, en gat ekkert sagt án
þess að koma upp um sjálfa sig. — Ég minnist þess ekki að
tilfinningar þínar hafi nokkuö bærst I þessa átt svo lengi,
hvislaði hún titrandi röddu.
Hann krei sti hendurnar um stýrið nokkra stund. — Ekki
svo? En ég hef það nú einhvern veginn á tilfinningunni, að
hjónaband okkar hafi ekki veriö heldur eins og það átti að
verafyrirflugslysið. Viðerum nú ekkiparlik turtildúfum,
eða finnst þér það?
Justina bar hendurnar upp að andliti sér. — Ég hef út-
skýrt...
— Nei, það hefur þú ekki. Að minnsta kosti ekki nægi-
lega vel. Rödd hans var nú orðin hörð. — Þú^etur ekki bú-
ist við þvi að ég taki öllu sem þú segir með þögn og þolin-
mæði án þess I það minnsta að spyrja. Ég er þó I það
minnsta annar aðili málsins, ekki satt?
Justina þagði. Hún var búin að hætta sér út á hálan is. —
Þú talar rétt eins og við hegðum okkur eitthvað verulega
frábrugðið örðu fólki. Þú veist það ef til vill ekki, en hið J
fulikomna hjónaband virðist ekki vera lengur til I hinum |
siðmenntaða heimi.
Hann leit á hana frá hlið. — Þú segir að hjónaband okkar I
hafi ekki verið fullkomna?
Justina roönaði. — Æ, viðskulum láta þetta liggja.
— Nei, ég á rétt til þess að vita hvar ég stend.
Barmur Justinu hné og reis ótt og titt undir þunnum ,
kjólnum. — ó, ég grátbið þig. Ég er þreytt og ég veit ekki j
hvað ég á að segja.
— Sannleikann, það væri ágætis hugmynd, svaraði |
hann þurrlega. — Ef hjónaband okkar hefur verið búið að |
ganga úrskeiðis, þá á ég fullan rétt á að vita það, finnst I
þér það ekki? Við erum maður og kona, og mér finnst út- I
skýringar þinar ekki nægilega sannferðugar. Hann pirði I
augun. — Einkum þegar þú virðist hafa á móti þvi að ég 1
veiti annarri konu athygli.
Justina leit upp, gráti næst á svip. — Geröu það sem þig j
lystir, þaö snertir mig ekki, svaraði hún, en sá strax eftir !
þessum orðum sinum. Til dæmis vegna þess að þaö var j
ekki alveg sannleikanum samkvæmt.
Þriðjudagur 7. október 1975.