Alþýðublaðið - 07.10.1975, Síða 9

Alþýðublaðið - 07.10.1975, Síða 9
Gömlu stórveldin að vakna úr dvala Leeds, Derby, Liverpool og Everton ætla sér augsýnilega að vera með í baráttunni um toppinn Þrátt fyrir að þrjú efstu liðin — Manchester United, Q.P.R. og West Ham — hafi aðeins hlot- ið 1 stig úr leikjum sinum um helgina — Man. United gegn Leicester þá eru þau samt þrjú efst i 1. deildinni ensku með 15 stig. En nú er forskot þeirra orðið það litið að ef þau bregðast svona aftur eins og þau gerðu á laugardaginn þá verður þeim fljótlega þokað úr forystusæt- um, þvi nú eru þau farin að heyra i andardrætti gömlu stór- liðana undanfarinna ára, Leeds, Derby, Liverpool og Everton, að baki sér, sem láta ekkert tæki- færi ónotað til að hrifsa til sin efstu sætin sem þau hafa svo oft vermt siðasta áratug. I fyrsta skiptið i mörg ár losna þau nú við pressuna, sem er yfirleitt á þeim liðum sem eru i efstu sæt- um, en þess i stað knýja þau fast að baki þeirra efstu og láta svo sannarlega vita af þvi að þau eru i kallfæri, og vafalaust til- búin að taka yfir eitthvað af þremur efstu sætunum þegar þeirra köllun kemur. Þvi var spáð eftir fyrstu leikj- unum i 1. deiidinni að West Ham og Q.P.R. myndi vegna mjög vel i deildinni meðan vellirnir i Englandi væru þurrir og góðir. Sú hefur lika orðið raunin. En á laugardaginn fór fyrst að bera á þvi að leikvellirnir þar væru byrjaðir að þyngjast nokkuð, enda fór það svo að bæði liðin töpuðu á laugardaginn, West Ham á heimavelli gegn Everton og Q.P.R. fyrir Leeds i Leeds. Annars urðu úrslit leikja á Eng- landi sem hér segir: Arsenal-Manchester City 2:3 Birmingham-SheffieldUtd. 2:0 Coventry-Burnley 1:2 Derby-Ipswich U0 Leeds-QPR 2:1 Liverpool-Wolverhampton 2:0 ManchesterUtd.-Leichester 0:0 Middlesb.-Aston Villa 0:0 Newcastle-Tottenham 2:2 Norwich-Stoke 0:1 West Ham-Everton 0:1 2. deild Urslit i 2. deild: Blackburn-Fulham 0:0 Blackpool-Luton 3:2 Bolton-Charlton , 5:0 BristolRovers-Nottingham 4:2 Chelsea-York City 0:0 Hull-Southampton 0:0 Notts. County-Bristol City 1:1 Oxford-Orient 2:1 Plymouth-Carlisle 2:1 Portsmouth-Sunderland 0:0 West Brom-Pldham 0:0 Eftir að Q.P.R. hafði naum- lega haldið jöfnu gegn Leeds United á Elland Road i hálfleik 0:0, leit ekki vel út hjá Leeds þegar Stan Bowles skoraði snemma i siðari hálfleik úr vita- spyrnu fyrir Lundúnaliðið, sem dæmd hafði verið á Paul Mede- ley fyrir bragð á enska lands- liðsfyrirl. Gerry Francis. Þeir höfðu þá nýlega misst skoska landsliðsmanninn — og arftaka Jackie Charlton i miðvarðar- stöðu Leeds — Gordon McQueen út af vegna meiðsla og misst af mörgum góðum tækifærum i leiknum. En nær þvi á sömu minútunni og Bowles hafði skor- að gerði Frank MacLintock gróf varnarmistök, þegar hann ætl- aði að senda knöttinn til baka á Parkes i marki Q.P.R., en tókst ekki betur en svo að Alan Clark komst inn i sendinguna og átti auðvelt með að jafna. Stuttu seinna gerði svo Peter Lorimer sigurmark Leeds-liðsins þegar hann skoraði af stuttu færi, ó- verjandi fyrir enska landsliðs- markvörðinn i marki Lundunaliðsins Pliií Parkes, og þar með önduðu áhangendur Leeds-liðsins léttar. Vörn Leicester-liðsins stóð sig mjög vel gegn Manchester Uni- ted á Old Trafford, svo vel að heimaliðið fékk bókstaflega ekkert tækifæri i leiknum, utan eins er Stuart Pearson komst einn innfyrir i siðari hálfleik en Wallington i marki Leicester varði mjög vel. Þar með fór von hins unga og efnilega liðs Docherty um að taka hreina for- ystu i deildinni forgörðum. Áhangendur West Ham urðu fyrir miklum vonbrigðum með lið sitt þegar Upton Park-liðið tapaði sinum fyrsta leik á keppnistimabilinu gegn Ever- ton.Eftir að jafnt hafði verið i hálfleik gerði Jones sigur mark Liverpoolliðsins þegar hann skallaði i mark West Ham af stuttu færi. En áður en knöttur- inn sigldi inn snerti knötturinn bakvörð West Ham MacDowell. Þar með er West Ham komið niður i þriðja sæti á lakara markahlutfalli heldur en Q.P.R. og Manchester United. Maður leiksins var Brooking. Manehester City náði sér heldur betur á strik gegn Arse- nal á Highbury i undúnum á laugardaginn. Eftir að hafa tap- að öllum leikjum sinum á úti- velli til þessa tókst þeim loksins að sigra. Þegar flautað var til leikhlés hafði liðið skorað tvi- vegis. Fyrst Asa Hartford — áð- ur West Bromwich — með skalla og siðan Joe Royle með þrumuskoti með vinstra fæti rétt innan vitateigs. Rodney Marsh jók forskotið i byrjun sið- ari hálfleiks með góðu marki. Alan Ball minnkaði svo muninn fljótlega og Cropley — áður hjá Hibernian — minnkaði svo mun- inn niður i eitt mark 3:2. Þrátt fyrir mikla orrahrið að marki City, tókst Lundúnaliðinu ekki að hreppa annað stigið. Enn tapar Sheffield United, og nú á útivelli gegn Birming- ham á St. Andrew’s 2:0. Bob Hatton gerði fyrra mark Birm- ingham i fyrri hálfleik, en Tre- vor Francis það siðara i seinni hálfleik. Allt gengur nú á aftur- fótunum hjá þessu fræga liði og virðist mótlætið vera farið að fara i taugarnar á þeim. T.d. var einn leikreyndasti maður liðsins Len Badger — hann hef- ur leikið kringum 450 leiki fyrir liðið — rekinn af leikvelli i siðari hálfleik fyrir að löðrunga einn Birmingham leikmanninn. Það virðist enginn geta reikn- að út leiki Coventryliðsins, og varla þeir sjálfir. Eftir stórsig- ur á útivelli gegn Leicester City laugardaginn þar á undan bjuggust vist flestir við þvi að þeir bæru sigurorð af Burnley- liði á heimavelli sem ekki hefur gengið sem best það sem af er keppnistimabilinu. En það fór á aðra leið. Eftir markalausan fyrri hálfleik, gerði Turf Moor liðið tvö mörk i röð, það fyrra Ray Hankin, og Welski landsl,- maðurinn Leighton James bætti öðru marki við stuttu siðar. David Cross náði svo að laga stöðuna aðeins fyrir heimaliðið áður en dómarinn flautaði til leiksloka. Meistararnir Derby County unnu enn einn 1:0 sigurinn á heimavelli þegar þeir báru sig- urorð af Ipswich Town. Mark þeirra gerði Francis Lee um miðjan siðari hálfleik eftir varnarmistök hjá Ipswich. Þar með er miölandaliðið komið I 5. sæti i deildinni með 14 stig. Liverpool lenti i smá vand- ræðum með Wolves i fyrri hálf- leik á Anfield Road i Liverpool. En Brian Hall og Case björguðu andlitinu fyrir þá i siðari hálf- leik með sitt hvoru markinu. Middlesbrough og Aston Villa skildu jöfn á Ayresome Parki Mddlesbrough 0:0. Leikur þessi sem þeir voru búnir aö fá i byrj- un siðari hálfleiks, með mörk- um John Tudor og Steve Barrowclough, þvi með stuttu millibili i siðari hálfleik jafnaði Lundúnaliðið metin með mörk- um Pratt og Duncan. Þar með var þetta 7 stigið af 8 möguleg- um sem Tottenham hefur fengið á St. James Park. siðast liðin 4 ár. Stoke City verðskuldaði sigur yfir Norwich City á Carrow Road i Norwich. Það var fyrir- liði Stoke Jimmy Greenhoff sem gerði mark gestanna i siðari hálfleik. Sunderland heldur enn foryst- unni i 2. deild þegar liðið lék markalaust jafntefli við Ports- mouth á útivelli, þar eð þeirra aðal keppinautar um forystuna i deildinni Notts. County náði að- eins jafntefli gegn Bristol City á heimavelli. Fulham heldur sig enn i þriðja sætinu með góðum sigri gegn Blackburn á útivelli 1:0. Rangers er enn efst i skosku aðaldeildinni með 10 stig þegar þeir sigruðu Aberdeen á heima- velli 1:0. Ekki má þó neitt út af bregöa hjá þeim þvi hitt Glas- gow liðið Celtic fylgir fast á eftir með 9 stig. Annars urðu úrslit i skosku aðaldeildinni þessi: Celtic-Hearts 3:i Dundee United-Ayr Utd. 3:2 Hibemian-Dundee ui Rangers-Aberdeen i;0 St. Johnstohe-Motherwell 2:1 hefur sjalfsagt valdið Jackie Charlton miklum vonbrigðum þvi leikurinn þótti lélegur og lit- ið um marktækifæri. Það ætlar að ganga erfiðlega fyrir Tyneside liðið að sigra Tottenham á heimavelli. Þeir gátu ekki haldið 2:0 frumkvæði Hinn ungi og efnilegi miöherji Burnley Ray Hankin skoraði fyrsta mark liðs sins i óvæntum sigri Burnley yfir Coventry 2:1. Hankin hefur leikið fyrir unglingalandslið Englands. ENSKI BOLTINN INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1975, 2.FL. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Með heimild í lögum nr. 11/ 1975, auk heimilda eldri laga til þess að gefa út ný spari- skírteini í stað þeirra, sem upphaflega voru útgefin og innleyst hafa verið að við- bættri verðlagsuppbót, hefur fjármálaráðherra, f. h. ríkis- sjóðs, ákveðið útgáfu og sölu á spariskírteinum ríkissjóðs 1975 — 2. fl., að fjárhæð allt að 300 millj. kr. Kjör skírteina eru í aðalatr- iðum þessi: Meðaltalsvextir eru um 4% á ári, þau eru lengst til 18 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin eru verðtryggð og er grunnvísitala þeirra sú byggingarvísitala, sem Hag- stofan skráir miðað við 1. nóvember n. k. Skírteinin eru skattfrjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og verið hefur. Þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 5.000, 10.000 og 50.000 krónum. Sala skírteinanna hefst 7. þ. m., og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og innlánsstofnunum um allt land svo og nokkrum verðbréfa- sölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmál- ar liggja frammi hjá þessum aðilum. Október 1975. SEÐLABANKI ÍSLANDS Þriöjudagur 7. október 1975. Albýðublaðió

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.