Alþýðublaðið - 07.10.1975, Side 10
í HREINSKILNI SAGT
Eftir Odd A. Sigurjónsson
,,Söng og fagnaði
góðum gesti”!
Öðum styttist þar til tslendingar þurfa
að hefjast handa við aö hysja upp um sig
og lalla til Bretlands, til að ræða við
Stórbretann um útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar. Tilkynnt var i fyrrakvöld,
hverjir eiga að fara þessa Bjarmalands-
för, sömu mennirnir og áður ræddu við
Breta I liðnum mán. er þeir gerðu för
sina hingað. Ekki benda nú miklar likur
til að Bretar séu i neinum sérstökum
sáttahug. Ef marka má ræðu Cross-
lands ráðherra, lá hann ekki á þeirri
skoðun sinni, að enn einu sinni bæri að
efna til illdeilna við okkur útaf útfærslu
fiskveiðilögsögunnar.
Auðvitað má vel vera, að hinum háa
herra hafi þótt hlýða, að tala svo digurt
sem hann gerði, vegna þess, að það er
siður ýmissa, að tala svo sem hver vill
heyra. Þar var hann að tala við þá, sem
telja sig eiga mestra hagsmuna að gæta
hér á íslandsmiðum. Samt verður að á-
lita að verul. alvara fylgi og þá er okk
ar, ■ að vera við þvi búnir að ferðin utan
verði ekki nein sérstök skemmtireisa,
þar sem við eigum vinum að mæta. Frá
upphafi, að hljóðbært varð um þá fyrir-
ætlan, að sækja Breta heim til viðræðna,
eða samninga, hvort sem menn kjósa að
kalla það, hygg ég að landslýð öllum
hafi fundizt Islendingar vera að ganga
undir jarðarmen. Varla veröur séð, að
það sé á nokkurn hátt eðlileg málsmeð-
ferð, að láta þeim ekki eftir að koma til
okkar. Þeir hafa beðið um viðræðurnar,
en við ekki.
Að visu er fjarri þvi, að nokkrum detti
i hug, að sendimenn okkar verði beittir
neinum likamlegum harðræðum. En
eftir það, sem nú er komið á daginn,
sýnist alls ekki ástæða til að sigla eða
fljúga til Bretlands með neinn áberandi
friðarfána á lofti.
Mér þætti vel hlýða, að rikisstjórnin
tæki nú á sig ofurlitla rögg og gerði Bret
um það alveg ljóst, að ef taka á mark á
fjandskap Crosslands og litið vinsam-
iegum viðbrögðum annarra ráða-
manna, teldum við okkur ekki eiga neitt
erindi utan. Það er þeirra mál, hvort
þeir kjósa að senda okkur skútyrði og
svigurmæli yfir tslandsála. En það á
Næsta skrefið
lika að vera okkar mál, að gera engar
ferðir utan, til þess að sækja neitt slikt I
hendur þeirra.
Við getum vist verið alveg eins vissir
um það, eins og dagurinn fylgir nóttinni,
að ef Bretarnir kjósa, að troða við okkur
illsakir, munu þeir gera það hispurs-
laust. Enda þótt þeir hafi, sér til litillar
fremdar, þrisvar farið halloka I land-
helgisdeilum við okkur, eru ekki veru-
legar likur til að þeir hafi enn látið sér
segjast. Það er stundum sagt, að ekki sé
fullreynt fyrr en I fjórða sinn!
En þótt flestir séu vist litt fýsandi
þess, að til frekari styrjalda dragi á Is-
landsmiðum, en þegar er orðið, er reg-
inmunur á, hvernig við stöndum að mál-
inu. Vopnlaus smáþjóð, eins og við, á
auðvitað engan kost þess, aö verja sig
fyrir vlgdrekum, gráum fyrir járnum.
Við getum ekki hamlað gegn þvi, að við
séum beittir ofbeldi. En það er allt ann-
að mál, að freista þess að lúta ekki höfði
og neita þvi, aö kyssa á vönd.
Torvelt er að sjá, hvar við mundum
enda ef um nokkurn undanslátt væri að
ræða á þessu stigi málsins. Þetta hygg
ég að landsmenn allir séu sammála um.
Auðvitað er það ekki nóg, að liöið sé
einbeitt ef forystan er deig. En þó rikis-
stjórnin hafi gert slna kórvillu með þvl
að samþykkja sendiför til Bretlands um
viðræður, þarf það ekki endilega að
þýða annað en „tempotap”, eins og
kallað er I skák, ef ekki verður farið að
þæfa langtlmum saman þar ytra. Allra
slzt væri það viðurkvæmilegt, ef sendi-
menn eiga öðru eins viðmóti að mæta,
eins og þessi slðasta orðræða bendir til,
þó hún sé ekki beinllnis frá stjórnvöld-
um. Ég tel hiklaust, að skynsamlegt
væri að kanna og það tafarlaust, hvort
umræddur Crossland hefur talað I ein-
hverju öðru umboði en eigin skapillsku.
A grundvelli svars við þvl eigum við svo
að ákveða okkar næsta skref alveg
hispurslaust.
ftlk
Elvis Presley féli saman á
senunni I miðjum konsert....
Raaai rótcai
Spádómar og allt sem þvl
tilheyrir er vinsælt efni hjá
blaðalesendum um allan
heim. Stórkallar og konur á
þessu sviði hafa það fyrir sið
að senda frá sér spádóma
i um frægt fólk, gjarna hálft
ár fram I tlmann I senn.
Nýlega rákumst við á'
greinarkorn I blaði, þar sem
spádómur af þessu tagi var
birtur. Margt frægt fólk
kemur við sögu I þessum
spádómi og sumt er komið
fram, þvl þessi spá var gerð
fyrir seinni helming ársins
1975. Við skulum aðeins
glugga I þetta nánar:
Það verða miklar
hræringar I stjórnmála-
heiminum I Bandarikjunum,
er spáð. Kissinger mun
neyðast til að segja af sér
vegna hneykslis sem upp
kemst. Jafnframt er spáð
skilnaði Kissingers og frúar.
Og ekki sleppur Ford forseti.
Þvl er spáð, að hann muni
falla I næstu kosningum.
Ástæðurnar eru sagðar
sprottnar af erfiðleikum
vegna Watergate og
fjölsky lduvandamála.
Ethel Kennedy, ekkja
Róberts Kennedys mun
valda hneyksli innan fjöl-
skyldunnar, sem sagt er
verða til þess að sundra
þessari annars samstæðu
fjölskyldu.
Þvl er spáð, að Spiro
Agnew fari aftur að taka þátt
i stjórnmálavafstri, eftir að
hafa verið úti I „kuldanum”
um skeið.
Christina Onassis verður
lögð inná sjúkrahús, vegna
streitu og taugaáfalls af
þe,im völdum.
Elvis karlinn Presley
kemur ekki til með að
sleppa. Hann mun öðru sinni
verða fyrir áfalli á hljóm-
leikum og verða lagður inná
sjúkrahús I framhaldi af þvi.
Poppsöngvarinn blindi,
Stevie Wonder mun fá
sjónina aftur. Þvl ber að
þakka nýrri uppgötvun á
svið læknavlsinda.
Þá mun koma I ljós, að
lifandi verur finnast á öðrum
hnöttum, og við verðum bara
aö vona að þessar verur vilji
okkur vel, þvl það fylgdi sög-
unni að þær séu talsvert
langt á undan okkur, bæði
hvaö tækni og vitsmuni
snerti.
New York eða grennd.g
Vissulega var hún gripin fyr-^
ir nokkru — en i San Fran-^
cisco.
UE 6/YA
UAKsru aXtíHK
"£TrA, t>Aí<
PÚ UA T
ói-OfiST ?
£■6
/Vú ALPRÍLi
UB&Í& t/iss
urt
GÆTi iTAt/USAU'
u&GcU/r j.eri... £{>/
E-SV4 TK/)rnrAKsj.e/il
SKoRTS / SKU-t/irí&i,
FJalla-Fúsi
Bíóín
IflSKÓLABÍÓ Simi úm\
Myndin, sem beðið hef-
ur verið eftir:
Skytturnar f jórar
Ný frönsk-amerisk litmynd.
Framhald af hinni heims-
frægu mynd um skytturnar
þrjár, sem sýnd var á s.l. ári,
og byggðar á hinni frægu sögu
eftir Alexander Dumas.
Aðalhetjurnar eru leiknar af
snillingunum: Oliver Reed,
Kichard Chamberlain, Micha-
el York og Frank Finley.
Auk þess leika i myndinni:
Christopher Lee, Geraldine
Chaplin og Charlton Heston,
sem leikur Richilio kardinála.
ÍSLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 5 og 9.
Karlakór Reykjavíkur
kl. 7
Wja bjö
Slmi 11540
Menn og ótemjur
20ih century fox
COLOR BY DELUXE
Allsérstæð og vel gerð ný
bandarisk litmynd. Fram-
leiðandi og leikstjóri: Stuart
Millar.
Aðalhlutverk: Richard Wid-
mark, Frederic Forrest.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
AUGARASBí'ó
Simi :12075
Sugarland
atburðurinn.
Mynd þessi skýrir frá sönnum
atburði er átti sér stað í
Bandarlkjunum 1969.
Leikstjóri; Steven Spieeberg
Aðalhlutverk: Goldie Hawn,
Ben Johnson, Michael Sacks,
William Atherton.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11,15.
Bönnuð innan 16 ára.
STJORNUBIÖ ^m. 189:,6
Vandamál lífsins
“INEVER
SANGFOR
MYFflTHER"
ÍSLENZKUR TEXTI.
Frábær og vel leikin ný
amerisk úrvalskvikmynd í lit-
um.
Leikstjóri: Gilbert Cates.
Aöalhlutverk: Gene Hack-
man, Dorothy Stickney,
Melvin Douglas.
Mynd þessi hefur alls staðar
fengið frábæra dóma.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Billy Bright
ISLENZKUR TEXTI.
Sprenghlægileg amerisk
gamanmynd f litum meö Dick
Van Dyke og Mickey Rooney.
Sýnd kl. 4.
TRtrLÖFUNÁRHRINGAR
, ' Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu
GUDM. DORSTEINSSON
gullsmiður, Bankastr. 12
Leíkhúsín
IpÞJÓÐLESKHÚSIf
Stóra sviðið
FIALKA FLOKKURINN
Tékkneskur gestaleikur
Frumsýning I kvöld kl. 20.
2. sýning miðvikud. kl. 20.
3. sýning fimmtud. kl. 20.
4. sýning föstud. kl. 20.
5. sýning laugard. kl. 15.
Slðasta sinn.
SPORVAGNINN
GIRND
eftir Tennessee Williams.
Þýðandi: Jón Múli Árnason
Leiktjöld: Birgir Engilbertss.
Leikstjóri: Gisli Alfreðsson.
Frumsýning laugardag kl. 20.
2. sýning sunnudag kl. 20.
Fastir frumsýningargestir
sem eiga ógreidda ársmiða
vitji þeirra fyrir fimmtudags-
kvöld.
Litla sviðið
RINGULREIÐ
miðvikudag kl. 20.30.
Miðasala 13.15-20.
Slmi 1200.
.EIKFÉLAG
YKJAVÍKUíC
SKJALDHAMRAR
i kvöld kl. 20.30.
FJÖLSKYLDAN
fimmtudag kl. 20.30.
SKJALDHAMRAR
föstudag kl. 20.30.
SKJALDHAMRAR
laugardag kl. 20.30.
Aðsöngumiðasalan i Iönó er
opin frá kl. 14.
HAFNARBÍÚ smn .«w
Hammersmith er laus
Bizabeth Taylor, Richard Burton
Peter Ustinov, Beau Bridges in
HAMMEHSMrm ÍSOVT
Spennandi og sérstæð, ný
bandarisk litmynd um afar
hættulegan afbrotamann, sem
svlfst einskis til aö ná tak-
marki sinu.
Leikstjóri: Peter Ustinov.
ÍSLENZKUR TEXTI. k
Bönnuö innan 16 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11,15.
ÚNABÍÖ Slmi :i 11H2
Maður Laganna
„Lawman"
Nýr, bandariskur „vestri”
með BURT Lancasteri aöal-
hlutverki. Burt Lancaster
leikur einstrengislegan lög-
reglumann, sem kemur til
borgar einnar til þess að
handtaka marga af æðstu
mönnum bæjarins og leiöa
þá fyrir rétt vegna hlut-
deildar i moröi.
Framleiðandi og leikstjóri:
Michael Winner
önnur aðalhlutverk: Robert
Cobb og Sheree North.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuö börnum yngri en 16
ára
KOPAVOGSBÍO
Slmi 41985
Bióinu lokað um óákveðinn
tima.
| fluglýsið í Alþýðublaðinu
I
Gleymiö okkur
einu sinni -
og þiö gleymið
þvi alarei !
Alþýðublaðiö
Þriðjudagur 7. október 1975.