Alþýðublaðið - 07.10.1975, Side 12

Alþýðublaðið - 07.10.1975, Side 12
alþýðu 1 Veórrid Þykknar upp og rignir Við hér ó höfuðborgarsvæð- inu megum búast við að hann þykkni eitthvað upp í dag og taki jafnvel aö rigna. Spáin hljóðar upp á suö-austan kalda — og það á ekki ein- vörðungu við stór-Reykja- vlkursvæðið, heldur jafnvel alla leið austur á firði. Noröiendingar mega hins vegar eiga von á þurru. sróLPfi /S/.SA/2A f /?//</5 5 TJO/?// i fírr /n'/iL /tí>/ PLQffffi 'fíHlAUP /Ð 5 B*. HLjC&fí IRIST/ 5KORPP DUCr U6UR HRUNfí VfíHMR sjoz/u /n V BKK! H£Tju l tk/l ohb * Ái/íu//krdi venr ■nurv OHN.K tl-ot 5msr UN/V BOLHP 'H (Jtgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á mánuði. Verð I lausasölu kr. 40.-. 'KÓPAVQGS APÓTEK L0pið öll kvöld til kl. 7 ilaugardaga til kl. 12 MEGUM VIÐ KYNNA Ingólfur Guðbrandsson, er fæddur á Kirkjubæjarklaustri á Siðu. Þar sleit hann barnsskón- um, en flutti búferlum til Reykja- vlkur um fermingaraldur, og hef- ur verið búsettur hér siðan, að frátöldum þeim árum sem hann var við nám erlendis. Ingólfur lauk kennaraprófi og stúndaði kennslu 110 ár, jafnhliða námi I tungumálum við Háskóla Islands og tónlist i einkatimum, þar sem hann lagði stund á söng, tónfræði o.fl. Auk þessa kenndi hann við Tón- listarskólann. Leið Ingólfs Iá til frekara náms I tónlist og hann hélt til Bretlands og stundaði nám i Gildhall School of Music, og lagði aðaláherslu á söng og hljómsveitarstjórn. Sam- tlmis þessu stundaði hann nám i ensku og hljóðfræði við Lundúna- háskóla. Ingólfur fór siðan til Þýskalands og nam tónlistar- kennslu og raddþjálfun i Köln. Að þessu loknu lá leið hans hingað heim. Ári eftir heimkomuna er Póly- fonkórinn stofnaður, og var það og hefur verið á stefnuskrá hans að kynna polyfóníska tónlist, og þá einkum tónlist eftir stórmeist- ara barroktímabilsins. Ingólfur hefur stjórnað og þjálfað kórinn alla tið og er nú skólastjóri Kór- skóla kórsins. Sá hluti Islendinga sem ekki þekkir Ingólf af starfi hans að tónlistarmálum, þekkir hann af feröaskrifstofunni Útsýn. A námsárum Ingólfs starfaði hann sem leiðsögumaður I utan- landsferöum og lærðist honum margt um ferðamál þá, sem hef- ur komið til góöa i starfinu siðar. Arið 1955 var Útsýn stofnuð, og var þá ferðaklúbbur sem beitti sér fyrir hópferðum I öðru formi en þá þekktist, og var hún rekin sem slik til ársins 1963 að henni var breytt I almenna alþjóðlega ferðaskrifstofu. Ferðaskrifstofu - reksturinn hefur verið aðalstarf og lifibrauð Ingólfs siðan. ,,Ég hef gengið I gegnum öll sög þess að reka ferðaskrifstofu, allt frá þvi að vera eini skrifstofu- maðurinn, sendisveinninn, og fararstjórinn, til þess stigs sem við stöndum á i dag. Fyrir utan starfið og tónlistina á ég fjölmörg áhugamál, t.d. ferðalög, ljösmyndun, kvikmynd- ir, bókmenntir og myndlist,” sagöi Ingólfur að lokum. OKKAR A MILLI SAGT Rólegt var hjá Reykjavikurlögreglunni I gær. Til þess að fá einhverja tilbreytingu út úr deginum var efnt til sundkeppni lögreglumanna og sigraði C vaktin af Miðbæjarstööinni. Afbrotamenn fréttu ekki af þess- ari keppni og létu litt á sér kræla meöan lögreglumenn fjölmenntu I sundlaugarnar I Laugardal. Blaðastrlðið hefur ýmsar hliðar, margar hverjar hugsjónalegar, aðrar fjármálalegar, en þó ýmsar broslegar. Þannig ákvað t.d. Vlsir að fletta ofan af smáauglýsingamagni Dagblaðsins með þvl að birta dæmi um endurtekningar — og birtu mynd af einni auglýsingu um notaðar springdýnur og gamalt sófasett, sem auglýst var til sölu I fjórum mis- munandi stöðum IDB. Svar þeirra I vesturenda hússins kom svo I smá- auglýsingadálki DB daginn eftir. Þar var svohljóðandi auglysing: Til sölu: Fjórar springdýnur og gamalt sófasett. Einnig stigi og hálfur bjórkassi.Og undir þetta var svo sett nafn þess blaðamanns, sem skrif- að hafði Visisfréttina og ritstjórnarslmi VIsis. En sá hlær best, sem sið- ast hlær, og þegar áhugamenn um bjór hugðust festa kaup á hálfum kassa og hringdu I Óla Tynes I slma 86611 var þvl svarað til að hann væri hættur þar, farinn að vinna á Dagblaðinu, og sagt að hringja I hann I sima 14871 — sem er heimaslmi Jónasar Kristjánssonar, rit- stjóra. Knut Hagrup, aðalfjorstjóri SAS, sem einnig er forseti IATA, al- þjóðasambands flugfélaga segir I bók, sem brátt mun koma út, að hann óttist aö áætlunarflugfélögin muni verða aö láta I minni pokann fyrir leiguflugfélögum i næstu framtlð.Hann nefnir einnig I bókinni, að hann sjái fyrir byltingu á sviði flugfragtar, og það verði notuð kjarnorkuknú- in loftskip, ekki ósvipuðloftskipunum hinum fyrstu, risavaxin, með allt að 500 tonna burðargetu. Gullgrafarar á Skeiðarársandi hafa enn einu sinni orðið að hætta greftri þar sem segulmælingar sýna ekki lengur neina svörun á þeim stað þar sem við fyrstu mælingar virtist vera málmur undir. Hefur nú heyrst að forráðamenn Björgunar hf. séu orðnir Iangþreyttir á tækni- kunnáttunni og hyggi á samband við einhvern „sjáandann.” Jóhann Eyfells, sem er starfandi prófessor við tækniháskóia I Flor- ida, hefur nú hlotið einnar milljónar króna starfsstyrk til að vinna I þrjá mánuði að þvi að fullgera listaverk, sem hann hefur I smlðum, en hann er kunnur listamaður I Bandarikjunum og hefur lagt stund á skúlptúr úr málmsteypu. Litlu llmmiðarnir utan á umslögum hækka slfellt I veröi, og I nýú- kominni frlmerkjaveröskrá ísafoldarprentsmiðju er vlða að finna merki sem kosta tugi þúsunda, allmörg sem kosta hundruð þúsunda og nokkur sem nálgast hálfa milljón króna að verðmæti.Dýrustu al- þingishátföarfrlmerkinkosta 7000 krónur — og sem dæmi um dýr nýleg frlmerki má nefna fyrstadags stimplun á Herðubreiðarmerkin frá 9. mars 1972. Þau kosta 2800 krónur. 0RVAR HEFUR ORDIÐt—1 Islendingar eru skáldlega sinnuð þjóð, og þeim er oft gjarnt til aö tala I llk- ingum og orðskviðum. Stundum tekst vel og sæmilega til, en stundum miður. Það er alltaf ákaf- lega neyöarlegt, þegar þeir, sem vilja sérstak- lega sýna list sina villast út af götunni og rugla með hugtök, en nóg um það. Oft er landsstjórn umtöluö I likingamálii sem sigling og stundum um úfinn sjó. A það ekki; slst við síöustu tlma, þegar oft og hressilega hefur gefiö á bátinn. Alkunnugt er llka taliö um strandkapteina og fleira mætti til tlna. Nú hefur I. stýrimaður rlkis- stjórnarinnar, ólafur Jóhannesson, kvatt sér hljóðs um siglingu núver- andi rlkisstjórnar. Ekki veröur beinlínis sagt, að lýsingin sé neitt einstak- lega féleg. En Olafur er nú heldur ekki þekktur fyrir að vera nein loftunga um skör fram. Aðalráöiö, sem hann beinir huga og tungu að, er, að nú verði að nema staðar og rifa seglin. Fljótamenn voru I eina tlð frægir hákarlaformenn og kunnu vel til verka á sjó. En skyldi ekki einhverjum verða fyrir af þeim gömlu góðu for- mönnum, að snúa sér við I gröfinni, votri eða þurri, að heyra afkomanda sinn tala um að „nema staðar, til aö rifa seglin”. Það er vlst alveg ný hugmynd, að sjómenn rlfi seglin, annaðhvort á lygnum sjó, eða á þurru landi. Þeir hlutir gerast yfirleitt ekki annarsstaðar en I roki og á úfnum sjó. Lenging skólatimans. Mikið hefur verið deilt um, hvort rétt hafi verið að lengja skólaárið eins og gert var með grunn- skólalögunum. Færð hafa verið rök með og á móti, sem ástæðulaust er að ti- unda hér. Annað I þessu sambandi hefur hins veg- ar ekki verið rætt. Hefur skólaáriö I raun verið lengt — og þá hve mikið? Staöreyndin er nefni- lega sú, að talsvert marg- ir skólar hefja ekki reglu- ieg störf á tilsettum tima. Vera má, að þeir séu sett- ir fyrstu dagana I september, en margir þeirra senda svo börnin heim og kalla þau ekki til raunverulegrar kennslu fyrr en viku eða tiu dög- um síðar — jafnvel enn seinna. Það væri gaman að fá að sjá svart á hvitu hversu margir grunn- skólar hefja raunveru- lega störf á tilsettum tima.Slikar upplýsingar kynnu út af fyrir sig að vera talsvert tillegg til deilnanna um, hve langt skólaárið á — og þarf — að vera. PIMM á förnum vegi Nofar þú bókasöfn mikið? Sigurður Þoriáksson, póstur: Nei, ég geri nú ekki mikið aö þvi núoröið. En gerði allmikið af þvl áður fyrr. Ég kaupi frekar þær bækur sem mig langar til að lesa en að fá þær að láni. Matthlas Jóhannessen, rit- stjóri: Ég nota bókasöfn oft og ég þarf að nota þau oft. Hins- vegar notaði ég söfn mun meira meðan ég var I námi við Háskól- ann en ég geri nú, þó krefst starf mitt þess að ég noti þau allmikið. Það tvennt sem er hvað mikilvægast okkur Islend- ingum I dag, er að byggja Þjóð- arbókhlöðu og Borgarbókasafn. Baldur Brjánsson, galdramað- ur: Nei, ég geri litiö að þvi. Hinsvegar notar konan mln bókasöfn mikið. ________ I Sigurjón Helgi Björnsson, blaðastrákur: Ég nota þau bara stundum, samt ekki mikið. Ég Tes ekkert sérstaklega mikið af svona bókum, ég les bara Nonnabækurnar. Jónlna Sanders, afgreiðslu- stúlka: Nei, ég fer voðalega sjaldan I bókasafn og ef mig Iangar til að lesa einhverja bók, þá fæ ég hana lánaða hjá vinum eöa kunningjum, eða ég einfald- lega kaupi mér hana.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.