Alþýðublaðið - 16.10.1975, Blaðsíða 1
alþyðu
I
201. TBL. - 1975 - 56. flRG.
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER
Rltstjórn Síöumúla II - Sími 81866
BAKSIÐA
Stefnuljós
Sigurður E. Guðmundsson
skrifar um pólitíska hlið
íþróttamála
SJA BLS.
Getraunaþjónusta
Alþýðublaðsins
Sjá bls. 13
HERINN GAF OG HERINN TÓK ...-
Ameríkanar yfirtaka
verkefni Islendinga
Samkomulag svikið — og ísl. starfs-
mönnum á vellinum sagt upp atvinnu
,„Við töldum að aðeins ætti eftir
að undirrita samninginn og allt
væri klappað og klárt, þegar her-
inn kippti skyndilega að sér hend-
inni,” sagði Jón óskarsson flug-
umsjónarmaður Flugleiða á
Keflavikurflugvelli i samtali við
Alþvðublaðið i gærkvöldi.
Við endurskoðun varnarsamn-
ingsins var sérstaklega tekið
fram, að fslendingar tækju að sér
i auknum mæli störf ameriku-
manna á vellinum. 1 framhaldi af
þessu tóku Flugleiðir að sér af-
greiðslu á farþegavélum hersins,
en að jafnaði kemur ein slik vél á
viku. Hins vegar fóru fram
viðuræður um að Flugleiðir tækju
einnig að sér afgreiðslu á vöru-
lutningavélum hersins. Þær við-
ræður gengu mjög vel og héldu
Flugleiðir eftir 10 mönnum til að
vinna við þessar vélar, þegar fé-
Krefjast
umræðna um
verkfallsrétt
Sáttasemjari rikisins boðaði til
fundar með samninganefnd rikis-
ins og samninganefnd BSRB,
fyrir hönd opinberra starfs-
manna, i Tollhúsinu við Tryggva-
götu i gær kl. 4.
Samninganefnd rikisins mun
hafa lagt fram tilboð og felst i þvi,
að opinberir starfsmenn fái 3%
launahækkun i júli 1976, önnur 3%
1 desember sama ár og eitthvað
óákveðið á árinu 1977.
Viðmælendurnir munu hafa
hafnað þessu tilboði að öllu leyti
samstundis, og óskuðu eftir þvi að
umræðum um launamál yrði
frestað, og þess i stað yrðu teknar
upp viðræður i fullri alvöru milli
deiluaðila, um tillögu til
breytingará lögum, sem felii sér
að opinberum starfsmönnum
verði tryggður sami réttur og
allir aðrir launþegar i landinu
njóta samkvæmt vinnulöggjöf-
inni. Verði þar tekið tillit til
þeirrar niðurstöðu skoðana-
könnunarBSRBum verkfallsrétt.
Eins og kunnugt er lýstu 85%
þátttakendanna i könnuninni sig
fylgjandi þvi að félagar
BSRB. nytu sama réttar og aðrir
til verkfalla, enda heyrir þetta til
mannréttinda i nútimalýðræðis-
þjóðfélagi.
Að fengum niðurstöðum
skoðanakönnunarinnar og þvi
að stjórnvöld bjóða sllkar
smánarhækkanir á launum, mun
verða boðað til fundar i verkfalls-
réttarnefndinni kl. 10 i dag til að
ræða stöðuna i málinu og i fram-
haldi af þeim fundi verður liklega
kallaður saman annar fundur kl.
2 og munu sitja hann verkfalls-
réttarnefnd BSRB og sáttanefnd
með fulltrúum allra félaganna,
auk stjórnar BSRB. Fundurinn
mun taka ákvarðanir um skipu-
lag þeirra aðgerða, sem hljóta að
fylgja I kjölfar könnunar um
verkfailsréttarmálin og fram-
komins tilboðs samninganefndar
rikisins.
Af þessu verður ekki dregin
önnur ályktun en sú, að BSRB-
Framhald á bls. H)
lagið fækkaði sumarstarfsmönn-
um sinum. Taldi félagið þessa
samninga i höfn eftir að hafa setið
fundi með yfirmönnum hersins,
en tvær vöruflutningavélar koma
vikulega til Keflavikurvallar.
Flugleiðir voru við þvi búnar að
„Sú álagning, sem var á á-
vaxtasafa, 38,8%, var allt of há að
minu áliti,” sagði Georg Ólafs-
son, verðlagsstjóri i viðtali við
blaðið i gær. Álagningin var á-
kveðin á þeim tima, þegar slikur
varningur var álitinn munaðar-
vara. Sé tekið tillit til þess, hve á-
vaxtasafi er orðinn rikur þáttur i
næringu fólks má álita hann til-
heyra nauðsynjavöru nú orðið, og
er þetta ein ástæðan til lækkunar
á smásöiuálagningunni úr 38,8% i
21,2% nú. Sé tekið mið af smá-
söluálagningu á mjólk, þá er hún
17%.
Þegar þetta mál var tekið til
meðferðar var gerð athugun á
þvi, hvernig verzlanir nýttu sé á-
lagningarheimild á þessari til-
teknu vöru, Tropicana, og kom þá
i ljós að hún var mjög misjafn-
lega nýtt. Stórverzlanir nýttu
sumar rúmlega helming, en smá-
kaupmenn að fullu og allt þar á
milli.
Varðandi það að kaupmenn
segja, að þessi vara krefjist sér-
staks geymslurýmis, sem dýrt sé
að reka, er þvi til að svara, að
veltuhraðinn á vörunni er mjög
mikill; og hægt er að fá sendingar
tvisvar i viku, greiðslukjör eru
mjög hagstæð, og ef hyrna
skemmist vegna aldurs hjá verzl-
un þá endurgreiðir framleiðandi
það tjón, sem verzlunin bæri eila.
Ég vil taka það fram, að hér er
taka við vöruafgreiðslunni um
siðustu mánaðamót. Um likt leyti
var skipt um yfirmann þann hjá
hernum, sem hefur með þessi mál
að gera og virðist hann hafa önn-
ur sjónarmið en fyrirrennari hans
i starfi. Allavega tók hann ekki i
um tvöaðskilin mál að ræða, ann-
ars vegar fær framleiðandinn
hækkun á heildsöluverði vegna
sannanlegs kostnaðarauka við
framleiðsluna, og hins vegar að
smásöluálagningin er lækkuð en
eins og ég sagði, hefur mér lengi
fundizt hún hafa verið allt of
Þó þessar tvær breytingar séu
gerðar á sama tima, þá eru málin
algerlega óskyld og smásölu-
álagning er frameiðanda alveg
óskyld. Þvi finnst mér óviðkunn-
anlegt af kaupmönnum að blanda
sér I mál sem þeir hafa ekkert
með að gera og eru algerlega ó-
viðkomandi.
Magnús Finnsson hjá Kaup-
mannasamtökunum hafði eftir-
farandi um málið að segja: ,,Við
höfum þegar mótmælt þessari á-
kvörðun og lágu þau mótmæli
mál, að Islendingar tækju við
þessum störfum.
Flugleiðir sneru sér til varnar-
máladeildar utanrikisráðuneytis-
ins og þar var málið rætt á fundi i
fyrradag án þess að nokkur út-
Framhald á bls. 10
fyrir fundi verðlagsnefndar sem
haldinn var i morgun.
Við teljum, að með þvi að iækka
smásöluálagninguna, en hækka
að sama skapi heildsöluálagning-
una, þá sé verið að færa hluta af
sölulaunum kaupmanna til iðnað-
arins. Við teljum það óeðlileg
vinnubrögð að hygla einum á
kostnað annarra og að rætt sé um
eif.t vörumerki, þegar við getum
átt von á öðrum tegundum á
markaðinn hvenær sem er.
Þessi vara þarf að geymast i
kæli, sem þarf rafmagn allan
sólarhringinn og að auki er stofn-
kostnaður við slika geymslu mik-
ill.”
Davið Scheving Thorsteinsson
frkvstj. Sólar hf., sem er dreifing-
araðili fyrir Tropicana hér á landi
Kramhald á bls. ll
Almenn
óánægja með
rækjuverðið
Jafnt sjómenn sem eigendur
rækjustöðva lýstu yfir óánægju
sinni með rækjuverðið þegar Al-
þýðublaðið hafði samband við
þessa aðila. Rækjuverðið var á-
kveðið óbreytt frá þvi I sumar,
eða 44 krónur fyrir stærri rækju
og 20 krónur fyrir kiló af sm'árri
rækju.
— Ef sjómenn sætta sig við
þetta verð fara vinnslustöðvarnar
sjálfsagt i gang. Alla vega verður
reynt að halda þeim gangandi
fram til áramóta, en það er ljóst
að þær verða keyrðar á núlli eða
með tapi, sagði Theodor Norð-
kvist framkvæmdastjóri O.N. 01-
sen á Isafirði. Hann taldi fyrirsjá-
anlegt, ef markaðsmálin löguðust
ekki um áramót, að þýðingar-
laust væri að halda þessari starf-
semi áfram.
— Okkur lizt afar illa á þetta
verð. Við hefðum getað sætt okk-
ur við óbreytt verð frá vetrarver-
tið, 53 krónur og 31 kr. á kg, en
hér er um beina kauplækkun að
ræða á sama tima og allir tala um
kauphækkun, sagði Sigurjón
Hallgrimsson, rækjusjómaður á
Isafirði i samtali við blaðið. Hann
sagði að fundur yrði haldinn þá
um kvöldið þar sem rætt yrði um
þetta mól. Hins vegar bjóst hann
við, að niðurstaðan yröi sú, að
jómenn yrðu látnir sjálfráðir, að
þvi að róa eða ekki. Félagsskapur
þeirra myndi vart fara út i það að
leyfa róðra eða banna. Samstaða
væri brostin, og i raun og veru
ættu rækjusjómenn á Isafirði ekki
nema tveggja kosta völ, róa fyrir
þetta verð eða ganga um atvinnu-
lausir.
Rækjuverðið var samþykkt af
yfirnefnd sjávarútvegsins með
fjórum atkvæðum gegn einu.
Annar fulltrúi kaupenda, Árni
Benediktsson greiddi atkvæði á
móti verðinu. Oddamaður
nefndarinnar. Gamaliel Sveins-
son, lét þess getið i samtali við
Alþýðublaðið, að verðið væri mið-
Framhald á bls. 10
Ofmælingin
til ráðu-
neytisins
Ofreiknuð álagning Meistara-
sambands byggingamanna var
til umræðu á fundi verðlagsráðs
i gær. Ráðið samþykkti að leita
skyldi álits löglærðra manna á
þessu máli og ákveðið var að
senna þetta umtalaða mál lög-
fræðingum við-kipta ráðu-
neytisins til athugunar.
Akvörðun um áframhald
málsins verður siðan væntan-
lega tekin fyrir, þegar fyrir
liggur álit lögfræðinganna.
r
Utvarpserindi Jóns Haralds-
sonar í blaðinu á morgun
útvarpserindi Jóns Haraldssonar arkitekts um daginn og veginn, sem hann hélt
s.l. mánudagskvöld hefur vakið gifurlega athygli.
Alþýðublaðið hefur fengið leyfi Jóns til að birta erindið i heild og verður það birt
i blaðinu á morgun. Þess má geta i leiðinni, að Jón á einmitt afmæli á morgun og
verður þá 45 ára.
Sú hægri veit ekki ....
i fundargerð Byggingarnefndar
frá 9. okt. sem lögð verður fyrir
fund borgarstjórnar i dag,
kemur m.a. frain i kafla, sem
ber yfirskriftina „Fyrirspurnir
og önnur mák”: „Ármannsfell
hf. spyr, hvort leyft verði að
byggja samkvæmt meðsendri
teikningu á lóð á horni Hæðar-
garðs og Grensásvegar.” Þess-
ari fyrirspurn var frestað.
Á fundi borgarstjórnar þann
2.okt. sl. var hins vegar felld svo
hljóðandi tillaga frá Kristjáni
Benediktssyni: „Meðan
rannsókn Armannsfells málsins
stendur yfir, samþykkir borgar-
stjórn, að leyfi skuli ekkí gefið
fyrir byggingum á 5000 fer-
metra lóð þeirri neðan Hæðar-
garðs og austan Grensásvegar,
sem Byggingarfélaginu Ar-
mannsfelli hf. var úthlutað á
fundi i borgarráði hinn 26. ágúst
s.l.” Þessi tillaga var felld á
borgarstjórnarfundi og voru 9
atkvæði gegn henni, en sex voru
henni fylgjandi.
Þetta þykir mönnum vonlega
kyndugt, annars vegar neitar
borgarstjórnarmeirihlutinn að
fresta framkvæmdum meðan
rannsókn standi yfir, og það er
gert á fundinum 2. okt. hins
vegar frestar bygginganefnd
borgarinnar þ. 9. okt, að segja
af eða á um. hvort hefjast megi
handa um byggingu á umræddu
svæði. Annað hvort er hér á
ferðinni að hægri hendin veit
ekki hvað sú vinstri gérir, eða
hitt, að samskiptin eru það
slæm, að þeir, sem ákvarðana-
töku annast, þurfa lengri frest
en viku til að átta sig á þvi,
hverjar ákvarðanir borgar-
stjórn tekur. Hvort heldur, sem
um er að ræða, þá er ástandið
slæmt. Er þessum ábendingum
hér með komið á framfæri til
hlutaðeigandi aðila, ef ske kynni
að boð gætu borist auðveldar og
fljótar utan frá, heldur en
virðistað innanbúðarboðskap sé
kleift.
Ávaxtasafinn nauðsynjavara -
og verðhækkun því stöðvuð