Alþýðublaðið - 16.10.1975, Blaðsíða 16
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda-
stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit-
stjóri: Sighvatur Kjörgvinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni
Sigtryggsson. Auglýsingar og af-
greiðsia: Hverfisgötu 10 — simar
14900 og 14906. Prentun: Blaða-
prent hf. Askriftarverð kr. 800,- á
mánuði. Verð í lausasölu kr. 40.-.
KÓPAVOGS APÓTEK
(Opiö öll kvöld til kl. 7
ilaugardaga til kl. 12
SENDIBILASTOOIN Hf
— Veðrið-------
Að öllum líkindum mun
hann hanga þurr í dag.
Austan kaldi verður á og
skýjað loft. Er ekki hægt
að segja annað en þetta sé
hið ákjósanlega verður á
þessum árstima.
í nótt má hins vegar
búast við kalda og ganga
mun á með skúrum. Hita-
'stig verður svipað og
undanfarið.
Gáian
'OTKflUST B/66/HC,
5PYR Hft 1 FjSldi 'HRfl H!1 ftC/N /ð
r
mnR —
* FLHuR atcin VffTNlD
■ÓFIFM fíR
5 flm HLJ- Bmtt. 6ÖTU HLUTfl
NÚLL ÍLiKfl 3£/*S +SKINN
E/H Mfí /H
sér HLJ '/Lflí
Dvöl. P/?ÓF mfto
\VBRU\ \» AK-1 weyrA
HEYRT, SEÐ OG HLERAÐ
MEGUM
VIÐ KYNNA
Pétur Guðjónsson
er fæddur á Hverfisgötu 50 I
Reykjavik, 19. marz árið 1926.
Hann er sonur hjónanna Guðjóns
Jónssonar kaupmanns og Sigrfð-
ar Pétursdóttur. Kona Péturs er
Bára Sigurðardóttir, húsmóðir og
kaupkona, en hún rekur verzlun-
ina Báru i Reykjavik. Þau hjónin
eiga tvo syni, en þeir eru Sigur-
jón, sem er 25 ára viðskiptafræð-
ingur, en hann er nú við fram-
haldsnám i Bandarikjunum, og
Guðjón, sem verður tvítugur nU á
næstu dögum, en hann er á sjón-
um sem stendur.
Eftir gagnfræðanám fór Pétur I
Loftskeytaskólann, en eftir próf
úr honum lá leiðin I Verzlunar-
skóla Islands, þar sem Pétur tók
próf árið 1948. Pétur hefur stund-
að verzlunarstörf siðan, og nú
rekur hann fyrirtækið Kosmos hf.
Helztu áhugamál Péturs Ut á við
eru ferðalög og fjallgöngur, og þá
helzt á Islandi, einnig er skytteri
framarlega á lista. Um áhugamál
sin inn á við sagði Pétur:
,,St jórnmál, hermál, og tungumál
eru þar fremst i flokki hjá mér, en
þau eru lykillinn að hinum ýmsu
menningarheimum”. ,,Ég hef
starfað lengi i Sjálfstæðisflokkn-
um, og lagt mig sérstaklega eftir
utanrikismálum, varnarmálum
og sjávarútvegsmálum, og alltaf
lagt sérstaka áherzlu á landhelg-
ismál frá upphafi, og er það ekk-
ert launungarmál, að skoðanir
minar og flokksforystunnar hafa
ekki farið saman i þvi máli.
„Ahugamál innan fjölskyldunnar
snúast aðallega um ferðalög, en
Bára hefur mikinn áhuga fyrir
listum almennt, og var hún i Tón-
listaskólanum við pianónám i sjö
ár.”
„Eitt af minum mörgu áhuga-
málum, er áhugi á öllum tegund-
um listmuna, og fékk ég strax á-
huga á þvlyer ég var i millilanda-
siglingum 15 ára gamall. Ég hef
safnað miklu af listmunum um
æfina, en slik söfnun er mjög við-
femt áhugamál sem útheimtir
mikla reynslu og þekkingu á
listasögu og tæknilegri hlið á gerð
listmuna,” sagði Pétur að lokum.
LESIÐ: í fjárlagafrumvarpinu,
að niðurgreiðslur á landbúnaðar-
afurðum á næsta ári muni eiga að
nema yfir 4 milljörðum króna. A
þvi sama ári er áætlað, að rikis-
sjóður fái i tekjur af tekjusköttum
allra einstaklinga á Islandium 5,6
millj. kr. Ef ekki hefði verið gert
ráð fyrir u.þ.b. fjórðungs niður-
skurði á niðurgreiðslum á árinu
hefðu þvi tekjur rikissjóðs af
tekjuskatti allra einstaklinga á
Islandi rétt aðeins hrokkið til að
greiða kostnaðinn við niður-
greiðslur á búvöruverði.
HEYRT: Að ástæðan fyrir þvi,
að frestað var að kjósa i fjárveit-
inganefnd Alþingis i fyrradag
hafi verið sú, að Reykjavikur-
þingmenn hafi bundizt samtökum
um að reyna að koma einum Ur
sinum hópi i nefndina. Fram til
þessa hafa einvörðungu lands-
byggðarþingmenn valizt til setu i
f járveitin ganefnd.
TEKIÐ EFTIR: Að fyrir
nokkrum dögum ritaði Jón
Skaftason, einn af alþingismönn-
um Framsóknarflokksins, grein i
Timann þar sem hann lýsti þvi
m.a. yfir, að landbúnaðarstefnan,
sem rekin hefur verið, hafi nú
gengið sér til húðar og að brýna
nauðsyn beri til að taka hana til
endurskoðunar. Bragð er að þá
barnið finnur.
TEKIÐ EFTlR:\Að enn sem
komið er, þá eru- Rússar eina
þjóðin, sem forrmega hefur mót-
mælt 200 milna útfærslunni við Is-
land. Ýmsar aðrar Austur-
Evrópuþjóðir stunda veiðar á is-
lenzkum miðum, en engin þeirra
hefur cnn a.m.k. fylgt fordæmi
Rússa.
LESIÐ: 1 færeyska blaðinu
SOSIALURINN, að i byrjun þessa
mánaðar hafi verið stofnuð Neyt-
endasamtök i Færeyjum, sem eru
sniðin eftir Neytendasamtökun-
um á Islandi. Stofnendur félags-
ins höfðu kynnt sér lög neytenda-
samtaka á Norðurlöndum og
komust að þeirri niðurstöðu, að
skipulag islenzku Neytendasam-
takanna hentaði bezt færeyskum
aðstæðum.
LESID: 1 Akureyrarblaðinu IS-
LENDINGI, að tilboð hafi borizt
um að reisa bogaskemmu yfir
sundlaugina á Akureyri og hljóði
tilboðið upp á 4 m. kr. fyrir efni og
vinnu.
HEYRT:Aðþess sé skammt að
biða, að rækjuverð verði ákveðið
og muni það að likindum verða
eitthvað nálægt 42 kr. á kiló. Séu
rækjuveiðimenn staðráðnir i þvi
að fara ekki á sjó fyrir það verð.
ER ÞAD SATT, að bókaútgef-
endur liafi látið I Ijós eindregna
ósk við H ANNIBAL
VALDIMARSSON um að fá ævi-
minningar hans til útgáfu?
Z0RVAR HEFUR ORÐIÐ^J
Sjaldan hefur ráðleysi
einnar rikisstjórnar opin-
berazt betur, en i fjár-
lagafrumvarpi rikis-
stjórnar Geirs Hallgrims-
sonar. 1 athugasemdum
þess er boðaður veruleg-
ur samdráttur á rikisút-
gjöldum. Tillögurnar um,
hvernig það eigi að ger-
ast, eru hins vegar að
meira eöa minna leyti
gripnar Ur lausu iofti.
Litum t.d. á, hvað rikis-
stjórnin segir um málefni
almannatrygginga. I
frumvarpinu skýrir hún
frá þeirri fyrirætlun sinni
að lækka áður áætluð
framlög rikisins til trygg-
ingamála um 2 milljarða
króna. Aætluð framlög til
lifeyristrygginga eru
skorin niöur um 1 mill-
jarð og áætluð framlög til
sjúkratrygginga um ann-
an.
Og hvernig á svo að
framkvæma þennan nið-
urskurð. Á að lækka elli-
og örorkulifeyri? A e.t.v.
að fella niður tekjutrygg-
inguna? A að taka upp
þann sið að láta sjúklinga
á spitölum greiða hluta af
kostnaöi við spitalaleg-
una? Eða á að láta al-
menning greiða hlutfalls-
lega meira fyrir almenna
læknishjálp en nú er gert?
Ríkisstjórnin svarar eng-
um slikum spurningum.
HUn segir aðeins mill-
jarður hér og milljaröur
þar án nokkurra útskýr-
inga eða tillagna. HUn
segist ætla aö skipa nefnd j
allra þingflokka I máliö.
Það er sem sé ekki hún,
sem ætlar aö gera tillögur
um hvernig niðurskurðin-
um skuli hagað, heldur
ætlar hún að velta þeirri
ábyrgð yfir á nefnd meö
fulltrúum allra þing-
flokka. Þannig ætlar rik-
isstjórnin að smeygja sér
undan vandanum.
Fjárlagafrumvarp rik-
isstjórnarinnar er þannig
I veigamiklum atriðum
. orð án meininga — hug-
myndir án útfærslu — á-
bendingar án tillagna. Þá
sparnaðarstefnu, sem
rikisstjórnin boðar i at-
hugasemdum fjárlaga-
frumvarpsins, fram-
kvæmir hún likt eins og
blindur maður beiti skær-
um. Klippt er hér og
klippt er þar og svo á aö
skipa nefnd til þess að
koma reikningunum
saman — til þess að reyna
að búa til einhverja
heildarstefnu eftirá.
t/BB
■
Ertu morgunsvæf(ur)?
lris Gunnarsdóttir, skrifstofu-
stúlka: „Nei, það er ég ekki. Ég
fer frekar snemma að sofa á
kvöldin og er vakin snemma á
morgnana. Hins vegar nota ég
ekki vekjaraklukku til þess að
vakna.”
Ragnhildur ólafsdóttir, fóstru-
nemi: „Nei, ég er mjög árrisul
og vakna við vekjaraklukku. Þó
þvertek ég ekki fyrir það aö
erfiðara er að fullvakna þegar
haustar og veður taka að gerast
leiðinleg. Að öllu jö/nu sef ég um
7-8 klukkustundir á sólarhring.”
Sigrún Kristinsdóttir, fóstru-
nemi: „Ég er að eðlisfari frekar
morgunsvæf, og ekki sizt þegar
fer að dimma á haustin. Ég
vakna við vekjaraklukku og það
er oft anzi erfitt að rifa sig
framúr þegar hún hefur
hringt.”
Rafn Haraldsson, hljómlistar-
maður: ,,Já, það er ég mjög.
Vinnu minnar vegna vakna ég
sjaldan fyrr en klukkan eitt til
tvö eftir hádegi, og þá vakna ég
venjulegast af sjálfsdáöum.”
Auður Hauksdóttir, nemi:
„Svolitiö. Ég vakna þó vanalega
klukkan hálf átta á morgnana,
en það verð ég að gera náms
mins vegna. Þegar fridagar eru
sef ég sko frameftir. Ég sef
vanalega 8-9 klukkustundir á
sólarhring.”