Alþýðublaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 3
Stefnuljés Helgi Skúli Kjartansson skrifar
LlFEYRIS-
MISRÉTTIÐ
Já, margt er misréttið, og það
sem hvað oftast er bent á þessa
dagana, er hinn gagnslitli Iíf-
eyrisréttur venjulegra launþega
sem eiga aðild að almennum líf-
eyrissjóðum, saman borið við
opinbera starfsmenn með sinn
verðtryggða Íífeyrissjóð. Vissu-
lega er þetta átakanlegt misrétti,
en ég get ekki að því gert að mér
f innst það að nokkru leyti liggja í
því að lifeyriskjör opinberra
starfsmanna séu of góð og ekki
hægt að krefjast sömu kjara
fyrir alla launþega. Þetta er
staðhæf ing sem veitir víst ekki af
að skýra nánar.
Launþegar hafa yfirleitt samið um það
að leggja 1/10 hluta launa sinna i lifeyris-
sjóð. Það heitir svo að hluti þessa fjár sé
dreginn af launum og hluti sé framlag
launagreiðanda, en það er auðvitað bara
orðaleikurj öll upphæðin er i raun hluti af
umsömdum launakjörum sem ætti að
skoðast eign launþega einna, og i rauninni
á það ekki að koma launagreiðendum viö
hve mikið af kaupi sinu launþegar kjósa
að taka i beinni greiðslu og hve mikið
gegnum lifeyrissjóði.
Lifeyrissjóðir eru ávaxtaðir i útlánum,
að mestu leyti óverðtryggðum veðlánum
sem eru, verðbólgunnar vegna, aðeins
greidd til baka aö nokkru leyti, mikill
hluti lánanna er raunverulega gjöf sem
lánþegi fær i mynd verðbólgugróða.
Sumir lifeyrissjóðir lána talsvert, og jafn-
vel meirihluta fjár sins, til atvinnurek-
enda, en auðvitað er óeðlilegt að sjóðirnir
styrki þá, þannig að slikar lánveitingar
eru ekki veriandi (nema heimild væri til
að visit.binda lánin svo þau væru engin
gjöf). Þá er til i dæminu að rikið ráðstafi
hluta af lifeyrissjóðunum, en það á auð-
vitað ekki heldur að eiga sér stað án visi-
tölubótaj ef fé lifeyrissjóðanna er látið
rýrna, á það að gera það I höndum sjóðfé-
laga sjálfra, og það gerir það lika i flest-
um tilvikum.
Sem sagt, ef rétt er að farið njóta félag-
ar almennu lifeyrissjóðanna að fullu þess
hluta launa sinna sem til sjóðanna rennur.
Þeir taka verðmæti þessa launahluta að
miklu leyti út sem verðbóigugróða af
byggingarlánum, og þá er auðvitað aðeins
litið eftir handa þeim að taka út í eiginleg-
um lifeyrisgreiðslum eftir að þeir hættu
störfum. Kannski vilja þeir hafa þetta
svona, vilja kannski njóta þessara pen-
inga strax og geyma áhyggjurnar af ell-
inni þangað til seinna, finnst kannski
verðmæt húseign eins góð ellitrygging og
mikil lifeyrisréttindi. Mér fyndist nú samt
sanngjarnara að lifeyririnn sjálfur væri
meira virði og minna af honum tekið
fyrirfram i hagstæðum lánum. Meðal
annars vegna þess að það er ekki eins
auðvelt að úthluta lánunum af fullkominni
óhlutdrægni þannig að hver njóti sins rétt-
ar. Að nokkru leyti er þetta hagsmuna-
árekstur hinna gömlu og ungu i hverjum
lifeyrissjóði, og min samúð er með þeim
gömlu, þeir ungu verða lika gamlir á sin-
um tima og þá kemur röðin að þeim.
En hvernig er hægt að bæta hlut lif-
eyrisþeganna? Með þrennu móti, sýnist
mér.
Fyrsta aðferðin er sú sem opinberir
starfsmenn njóta, að verðtryggja llfeyris-
greiðslurnar en ekki útlán sjóðsins sem
sagt að verðtryggja sjóðinn aðeins i ann-
an endann. Þar eð sjóðurinn rýrnar i
verðbólgunni (sjóðfélögum til hagsbóta,
þeim sem lánin hafa fengið), hefur hann
ekki efni á að greiða verðbæturnar á lif-
eyrinn, heldur gerir rikissjóður það. Með
þessu móti fá opinberir starfsmenn hluta
af verðgildi launa sinna tvisvar greiddan,
fyrst sem verðbólgugróða af lánum sin-
um, siðan sem verðbætur á lifeyri.
Um þetta var ekki samið af neinum
asnaskap. Það er alltaf reynt að halda
beinum launum rikisstarfsmanna sem
lægstum og bæta þeim það upp með frið-
indum og hlunnindum, og er verðtrygging
lifeyrisins af þvi tagi. I annan stað er
fjármálastjórn rikisins ævinlega skamm-
sýn (það er eitt af lögmálum stjórnmál-
anna), og verðtryggingarbyrðin leggst
ekki tafarlaust á rikissjóð með fullum
þunga (vegna þess hve opinberum starfs-
mönnum hefur fjölgað ört i seinni tið og
þvi tiltölulega fáir að komast á eftirlauna-
aldur nú) eins og launahækkun hefði gert.
En allt um það er lifeyrisskipan opinberra
starfsmanna ekki góð fyrirmynd fyrir
aðra lifeyrissjóði. Hún er til dæmis var-
hugaverð að þvi leyti að hún gerir alla
opinbera starfsmenn að verðbólgubrösk-
urum: þvi örar sem verðlag hækkar, þvi
meira af launum sinum fá þeir tvigreitt.
önnur leið til þess að bæta hag
lifeyrisþega er að hætta að safna fé
i sjóðina, heldur greiða féð út jafnharðan
og. það kemur inn. A þessari leið er sá
annmarki að hún dregur úr sparnaði i
þjóðfélaginu, og það einmitt þeim sparn-
aði sem gæti orðið verulegt afl i höndum
almannasamtaka ef rétt væri á haldið.
Engu að siður kemur þessi leið til álita.
Þriðja leiðin er að verðtryggja lifeyris-
sjóðina sem mest i báðá enda.bæði útlán
og lifeyrisgreiðslur. Þá er hagurinn af
sjóðunum færður frá lánþiggjendum til
lifeyrisþega, án þess að sama verðmætið
sé tvigreitt. Þetta væri sjálfsagt að gera
ef almenn verðtrygging lána væri tekin
upp (sem ég tel rétt að gera en er svart-
sýnn á að það gangi fram), en örðugt
meðan svo er ekki. Þó er unnt að fara
nokkuð i þá átt, auka verðtryggða ávöxt-
un lifeyrissjóðanna, meðal annars i hús-
næðislánakerfinu, og lika með þvi aö veita
lifeyrissjóðunum forkaupsrétt að verö-
tryggðum skuldabréfum rikissjóðs, þau
myndu þá minni skaða gera með þvi að
draga sparifé frá bönkunum og torvelda
skatteftirlit, og um leið væri hagur aldr-
aðra tryggður betur en nú er.
• f ré tt abráðu
Dagsími til kl. 20: 81866
f] |-1 Kvöldsími 81976
Nautasteikin á öllum borðum
Er þetta jafn-
rétti í reynd?
Urgur er i kvenfólki, sem vill
nema i Hótel- og veitingaskóla
tslands. Er talið nauðsyn-
legt að matreiðslu- og þjóns-
nemar hafi komizt á samning
áður en námið hefst, en hjá stúlk-
um hefur það gengið mjög treg-
lega. Eru veitingamenn almennt
þvi mjög andsnúnir að hleypa
stúlkum i þessar starfsgreinar. I
Hótel- og veitingaskólanum eru
nú um-20 nemendur og af þeim
aðeins 2 stúlkur.
Alþýðublaðið hafði samband
við matreiðslunema á fjórða ári i
Hótel- og veitingaskólanum og
spurði um ástæður þess að stúlk-
ur væru ekki jafn velkomnar til
þessara starfa og drengir. Kvað
neminn erfitt að svara þvi, en það
væri fullljóst, að flestir veit-
ingamenn vildu ekki taka stúlkur
á samning og þar með væri lokað
fyrir möguleika stúlkna til þessa
náms. Ástæðurnar væru vand-
séðar en veitingamenn bæru þvi
fyrir sig að likamlegt þrek væri
nauðsynlegt við þjóna- og mat-
reiðslustörfin, og væru karlmenn
þar sterkari á svellinu. Viðmæl-
andi Alþýðublaðsins vildi þó taka
fram, að hann persónulega teldi
kvenfólk jafnfært karlmönnum að
sinna þessum störfum, eins og
reyndar reynslan hefði þegar
skorið úr um.
Er augljóst af þessum upplýs-
ingum að einhverjar úreltar
gamlar venjur hljóta að vera til
grundvallar þessari harðneskju-
legu afstöðu veitingamanna, þvi
að á veitingahúsunum úir og
grúir af stúlkum, sem vinna nær
nákvæmlega sömu störf og
þjónar, en á minni launum.
Og svo er sagt að hér riki jafn-
rétti kynja.
Er nokkur trygg-
ing fyrir trygg-
ingarfénu?
Margir hinna smærri verktaka
sem bjóða i verk, sem boðin eru
út á frjálsum markaði, eru
óánægðir með þær reglur sem um
tilboðin gilda. Verktakar, a.m.k.
hinir smærri þurfa oft að leggja i
mikla vinnu við að útbúa tilboðs-
gögn og auk þess að kaupa dýra
þjónustu i þvi sambandi af verk-
fræðisskrifstofum og fleiri aðilum
sem slika vinnu inna af hendi. Þá
er einnig óánægja með það að
bjóðendur þurfa oft á tiðum að
greiða af hendi tryggingu þess að
þeir annist verkið ef þeirra tilboði
er tekið af verkkaupanda. Þetta
fé liggur oft á tiðum vaxtalaust
fyrir eiganda tryggingarinnar
langa hrið og dæmi eru þess að
þeir aðilar sem trygginguna
heimta, noti hana i eigin þágu.
Megin óánægjan er i þvi fólgin
að bjóðendur hafa enga tryggingu
þess að þó þeir eigi lægsta tilboð,
að þvi sé tekið, vegna þess að I
staðli þeim sem farið er eftir er
áskilinn réttur verkkaupa til að
taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Þeir sem bjóða i verkin fá
engar greiðslur fyrir útlagðan
kostnað vegna tilbúnaðar til-
boösgagna, og eiga samkvæmt
staðli enga heimtingu á að slikur
kostnaður sé greiddur, þó svo að
hann sé eingöngu tilkominn
vegna þess að ákveðinn aðili
hyggist ráðast i framkvæmdir og
lætur gera tilboð i verkið.
Þó mun vera um það að ræða að
ef tilboðið er lokað sem kallað er,
þ.e. að einungis útvaldir aðilar
eru kallaðir til að gera tilboð i
ákveðin verk, þá geta þeir fengið
þennan sannanlega skotnað
greiddan, en þó þvi aðeins að þess
sé getið i útboðslýsingunni.
Verktakar verða siðan að ná
inn þessum kostnaði i þeim til-
boðum sem þeir gera, og þvi
getur verkkaupandi raunveru-
lega verið að greiða fyrir vinnu að
tilboði sem er honum allsendis
óviðkomandi.
Þess skal getið að kostnaður
þeirra verktaka sem sjaldan gera
tilboð eða hafa aldrei gert þau, er
eðlilega mun meiri en þeirra sem
annast samfelldar verklegar
framkvæmdir og þurfa i fæstum
tilfellum að kaupa jafnmikla
vinnu á hvert tilboð og hinir
smærri verktakar.
Aukning á nautakjötssölu varð
nokkur i gær, vegna verðlækk-
unarinnar á kjötinu, en þó mun
ekki vera um neina stórbreytingu
að ræða, þar sem fólk gerði mest
,af þvi að kanna, hve hagstæð
þessi lækkun er. Alþýðublaðið
hringdi i nokkra kaupmenn
bæjarins, og spurði þá um við-
viðbrögð fólks á þessari lækk-
un, og hvort þessi lækkun myndi
koma niður á sölu á dilkakjöti.
Fengum við þau svör hjá flestum,
að mjög mikil eftirspurn var á
nautakjötinu, en aukning á söl-
unni væri ekki áberandi mikil
strax, en hún ætti eftir að aukast
til muna er fram liða stundir. Að
sama skapi var enginn samdrátt-
ur á sölu dilkakjötsins, en það er
Dýrt atvinnutæki
Sokkabuxnaverksmiðja
Samverks hf. á Sauðárkróki hefur
litið sem ekkert verið starfrækt
siðan árið 1973. Fyrirtækið lenti i
erfiðleikum vegna breytinga á
sölumarkaði og vegna þess að það
varð fyrir skakkaföllum vegna
milliliða i sölu framleiðslunnar.
Nokkrum sinnum hefur verið
komið að þvi að halda uppboð á
liklegt að svogæti orðið, ef aukn-
ing á nautakjötssölunni yrði veru-
leg, þvi að sú aukning kemur
niður á annarri kjötsölu, nema þá
að Islendingar færu að auka
kjötát sitt. Kaupmenn sögðust
vonast til þess að aukning yrði á
sölu nautakjötsins, þar sem mikið
betra væri að vinna það heldur en
dilkakjöt, vegna þess hve fitu-
magn þess er mikið minna, og
einnig er það mun hollara,
Hins vegar voru kaupmenn
mjög óánægðir með hinar sifelldu
verðbreytingar sem á kjötvörum
hafa orðið siðustu arin, og fannst
þeim það mjög verðbólgu-
hvetjandi þegar verið er að leika
sér að kjötverðinu 3 til 4 sinnum á
ári.
látið ónotað
eignum fyrirtækisins, en þvi hef-
ur jafnan verið frestað m.a. að
óskum Sauðárkróksbæjar, þar
sem vitað er að ef til uppboðs
kemur þá myndu margir einstak-
lingar biða tjón af, þ.e.
Sauðárkróksbúar og aðrir sem
eiga kröfu á fyrirtækið, þar sem
kröfur opinberra sjóða og fyrir-
greiðslustofnanna eiga jafnan
forgang þegar til uppboðs kemur.
Verksmiðjan, sem framleiddi á
sinum tima sokkabuxur undir
vörumerkinu Gleymérei, mun
geta framleitt vöru sem er fylli-
lega samkeppnisfær við slika
vöru sem flutt er til landsins með
tilheyrandi gjaldeyrisútlátum
fyrir þjóðina. Auk sokkabuxna
getur verksmiðjan framleitt
sokka fyrir bæði kynin og einnig
allskonar prjónavörur.
Þegar tekið er tillit til hækkandi
verðlags á þessari vöru erlendis,
og þess að nýútgefnar tölur benda
til þess að vofa atvinnuleysisins
sé á næsta leiti, þá er sorglegt til
þess að vita, að 30 milljón króna
atvinnutæki sem þetta, standi
ónotað. Þarna er um að ræða
léttan iðnað sem hentað getur
hvar á landinu sem er og myndi
veita milli 20 og 30 manns
atvinnu, og tilsvarandi fleirum ef
um hálfsdags fólk væri að ræða.
Þvi má bæta við að sé horft til
þeirra atriða sem að ofan eru
nefnd og þess að gjaldeyrisstaðan
versnar stöðugt samfara mirthk-
andi innflutningi, þá hefur liklega
aldrei verið jafngóður grundvöll-
ur til rekstrar verksmiðjunnar.
Sólnes fór upp
á eigin spýtur
— Ég vil sérstaklega taka það
fram, að nýleg för min til Japan
kostaði Kröflunefnd ekkert fé,
sagði Jón Sólnes, alþm., i ræðu
utan dagskrár á Alþingi i gær, en
Jón Sólnes kvaddi sér hljóðs til
þess að gera grein fyrir beinum
greiðslum til Kröflunefndar.
Samkvæmt frásögn Jóns hafa
Kröflunefndarmenn fengið eftir-
greindar upphæðir i þóknun fyrir
nefndarstörf sin:
Jón G. Sólnes, formaður, kr.:
182.160. Páll Lúðviksson, fyrrv.
formaður, kr.: 155.602. Bragi
Þorsteinsson, verkfr., kr.:
136.632. Ingvar Gislason, alþm.,
kr.: 136.632. Ragnar Arnalds,
alþm., kr.: 136.632. Þóknanir
þessar eru miðaðar við stjórnar-
laun i Laxárvirkjunarstjórn.
Auk þess.sem að framan er tal-
ið, fékk Jón. G. Sólnes 200 þúsund
krónur greiddar upp i skrifstofu-
kostnað.
AAiðvikudagur 12. nóvember 1975.
Alþýðublaðið