Alþýðublaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 4
SJÁLFSTÆTT
ANGÓLA @
Fyrrverandi portúgölsk
nýlenda i Afriku, Angóla, hefur
fengið sjálfstæði. Enda þótt
landið hafi verið undir stjórn
PortUgala i fimm aldir er vart
hægt að segja að sjálfstæðis-
barátta landsmanna hafi hafizt
fyrr en eftir lok heimstyrjaldar-
innar siðari. Undanfarna
mánuði hafa átökin verið mjög
hörð i landinu og erlendra
áhrifa gætt mikið. Átökin hafa
fyrst og fremst staðið á milli
þriggja hópa, þ.e. MPLA,
UNITA og FNLA. Foringi hins
fyrstnefnda hefur verið dr.
Antonio Agostinho Aeto.
Leiðtogi UNITA hefur verið
Jonas Savimbi og Holden
Roberto hefur verið i forsvari
fyrir FNLA.
Áhrifamenn innan OAU
(Einingarsambanda Afriku)
hafa lagt á það mikla áherzlu að
samstaða takist milli þessara
striðandi afla. Það tókst
reyndar ekki fyrir hinn tilsetta
dag er landið fékk formlega
sjálfstæði. Nú hafa verið settar
á laggirnar tvær rikisstjórnir,
önnur i Luanda, höfuðborg
landsins og hin i borginni Nýju
Lissabon, sem nú hefur verið
nefnd Huambo.
Rikisstjórnin er studd af
MPLA, sem ræður yfir
norðurhluta landsins, eða um
það bil þriðjungi landsmanna.
Foreseti þeirrar stjórnar hefur
verið kjörinn Antonio Neto
leiðtogi hreyfingarinnar.
Hin rikisstjórnin, sem situr i
Huambo er studd af samsteypu-
stjórn hinna hreyfinganna
er sögð ráða yfir landssvæði þar
sem tveir þriðju hlutar landsins
búa.
En þó að nú sé búið að veita
Angólu sjálfstæði gerist það
með nokkuð óvenjulegum hætti.
Landsstjóri PortUgals i Angólu
Leonel Cardoso, las i gær upp
yfirlýsingu frá portúgölsku
Að ofan:
Dr. Antonio Agostinho Neto
leiðtogi MPLA og hinn
nýútnefndi forseti nýju
stjórnarinnar i Luanda.
Til hliðar:
Holden Roberto, leiðtogi FNLA,
og Jónas Savimbi, leiðtogi
UNITA, á fundi, sem haldinn
var snemma á þessu ári, þar
sem rætt var um framtíð
Angólu.
stjórninni þar sem greint er frá
þvi að nýlendan sé sjálfstæð. Á
hinn bóginn er hvergi greint frá
þvi hvernig staðið skuli að
stjórnarskiptum. Það virðist
sem stjórnin i Portúgal hafi ekki
treyst sér til að hafa frumkvæði
um tiltekin formsatriði enda
hafa þeir vist nóg vandamál á
heimastöðvum eins og nú stend-
ur. Stjórnin i PortUgal er án efa
búin að fá nóg af átökunum i
þessari siðustu nýlendu sinni.
Þeir virðast þvi hafa tekið það
ráð að láta þá sjálfa leysa úr
vandanum.
Spurningin sem nú blasir við,
er sú, hvort takast muni að
koma á friði i landinu og lægja
þær pólitisku og hernaðarlegu
öldur sem riðið hafa yfir landið
undanfarna mánuði.
Þvi fer þó viðs f jarri að átökin
i Angólu séu einkamál fólksins,
sem þar býr. Stórþjóðirnar hafa
ekki setið hjá aðgerðarlausar og
heimspólitikin er þarna inni á
gafli, ef svo má segja. Rússar
og kommúnistarikin hafa ljóst
og leynt stutt MPLA og beitt
mikilli hörku i þessum átökum.
Þá hafa Kinverjar stutt hinar
hreyfingarnar að einhverju
leyti og sama er að segja um ná-
grannarikin Zaire og Zambiu og
reyndar OAU. A hinn bóginn
hefur Kongó stutt MPLA.
Þannig má vera ljóst að átök-
in hafa verið mjög hörð, enda
Reykjavik:
Nesvegur
Melahverf i
Gerðin
Skjólin
, Alþýðublaðið!
Blaðburðarfólk
óskast til að bera
blaðið út
í eftirtaldar götur
Seltjarnarnes:
Bakkavör Skólabraut
Melabraut Sævargarðar
Miðbraut Vallarbraut
Hafið samband við afgreiðslu
blaðsins - Sími 14900
Tilkynning
til söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir október-
mánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila
skattinum til innheimtumanna rikissjóðs
ásamt söluskattsskýrslu i þririti.
Fjármálaráðuneytið
10. nóvember 1975.
virðist sem gnægð hafi ávallt
verið af vopnum og vistum til
þess að halda áfram hernaðar-
legum átökum.
t gær þegar fulltrUar
portúgölsku stjórnarinnar hurfu
á brott var fjarri þvi að frið-
samlegt væri i landinu. Barizt
var þá á ýmsum stöðum um allt
landið og er ljóst að hvor stjórn-
in um sig ætlar sér að ná fullum
yfirráðum yfir öllu landinu.
Fréttaskýrendur telja hins
vegar óliklegt að svo muni fara,
enda er styrkur beggja fylk-
inga mjög mikill. A hinn bóginn
virðist sem ýmsir telji enn
mögulegt, að samkomulag geti
tekizt, ef ekki um eina stjórn, þá
ef til vill um formlega skiptingu
landsins i tvö yfirráðasvæði.
Talið er vist að Einingarsam-
band Afrikurikjanna muni taka
þetta mál fyrir á næstunni og
reyna að koma á friði i landinu.
SKEYTI
Tékkóslóvakia og Indland
Utanrikisráðherra Tékkóslóva-
kiu er nú i opinberri heimsókn i
Indlandi, þar sem hann mun m.a.
ræða við utanrikisráðherra
landsins.
Sovétmenn viðurkenna —
Bandarikin ekki
Sovétrikin hafa viðurkennt
opinberlega stjórn MPLA i
Angólu. Á hinn bóginn hafa
Bandarikjamenn ekki viðurkennt
hina stjórnina i Huambo, enda
þótt þeir hafi stutt FNLA. í
fréttaskeyti frá Washington i gær
segir, að Bandarikin muni ekki
viðurkenna neina stjórn i landinu
fyrr en ljóst sé að hún geti stjórn-
að landinu og njóti stuðnings
ibúanna.
Prestur handtekinn á Spáni.
Lögreglan i Barcelona á Spáni
handtók i gær kaþólskan prest,
Juan Soler, sem ákærður er fyrir
að hafa skotið skjólshúsi yfir
strokufanga, sem ákværður hafði
verið fyrir að myrða lögreglu-
þjón.
Sadat ekki til Marokkó
Reutersfréttastofan i Kairo bar
til baka þá frétt að nokkuð væri
hæft i þvi að Sadat hyggðist fara
til Marokkó til þess að reyna að
mila málum i deilunni um
Spænsku Sahara.
Noregur græðir á oliu
Fjármálaráðherra Noregs, Per
Kleppe, greindi frá þvi i gær, að
vegna áætlaðra tekna landsins af
oliuvinnslu i Norðursjó mundi
rekstrarafgengur rikisins 1980
nema um 20.000 milljónum
norskra króna.
Nóbelsverðlaun gefin I sjóð.
Erfingjar fyrrverandi forsætis-
ráðherra Japans, Eisaku Sato,
hafa gefið Nobelverðlaunin, að
upphæð 62.000 dollara, til þess að
stofna sjóð til að styrkja fyrirhug-
aða stofnun Háskóla Sameinuðu
þjóðanna. Sato hlaut verðlaunin i
fyrra.
Ahmed Osman til Spánar.
Forsætisráðherra Marokkó
Ahmed Osman, fór til Spánar
gær til þess að ræða lausn deil
unnar um Spænsku Sahara vif
stjórnina þar.
GUNNAR FLÓVENZ: 0PIÐBRÉF
SÍLDARSALA
RÍKJANNA 0
INGUR Á SÍL
Herra ritstjóri
Sighvatur Björgvinsson
SíðumUla 11
Reykjavík
Þegar ég las aðal forsiðufrétt
Alþýðublaðsins, þriðjudaginn 7.
október sl., kom mér einkum
tvennt I hug: Annarsvegar siða-
reglur biaðamanna og hins
vegar vanþekking eða misskiln-
ingur Alþýðublaðsins á þeim
málum, sem „frétt” blaðsins
fjallar um.
Fimm dálka yfirfyrirsögn
blaðsins hljóðar þannig: „Selj-
um Rússum síldina heilsaltaða
og þeir fullvinna hana”. Siðan
kemur fimm dálka aðalfyrir-
sögn með striðsletri: ,,A
SÍLDARHNE YKSLIÐ AÐ
ENDURTAKA SIG?” Loks
kemur tveggja dálka undir-
fyrirsögn: „Innfluttar tunnur
meðan atvinnuleysið biður við
bæjardyrnar.”
Þeir, sem lita yfir þessar fyr-
irsagnír hijóta að álykta að sild-
arsalan til Sovétrikjanna eða
innflutningur á tunnum til
sildarsöltunar hljóti að vera
hneyksli það, sem aðalfyrir-
sögnin gefur til kynna. Strax i
upphafi frásagnar kemur pvi i
ljós aðsvo er ekki, heldur telur
blaðið „hið nýja sildarhneyksli”
vera reglur þær, sem sjávarút-
vegsráðuneytið setti um sild-
veiðar i herpinót i byrjun yfir-
standandi sildarvertiðar. Fyrir-
sagnirnar eru þvi annað hvort
tilraun til biekkingar eða hreinn
misskilningur þess blaðamanns
sem samdi þær. Ég held að ég
hljóti að hallast að siðarnefndu
skýringunni. Þrátt fyrir það, að
mér gremjist þær rangfærslur,
sem felast i fyrirsögnunum
varðandi samning Sildarút-
vegsnefndar við Sovétrikin og
innflutning á tunnum til sildar-
söltunar, fellur mér þó enn verr
sú mistúlkun á ummælum Jóns
Armanns Héðinssonar, alþing-
ismanns, sem augljóslega kem-
ur fram i umræddri frétt. Jón
Ármann þekkir það vel til
þeirra mála, sem fjallað er um,
að ég fullyrði að óhugsandi sé,
að blaðið túlki ummæli hans
rétt. Mun ég hér á eftir vikja
fyrst að þeirri hlið málsins, en
siðar að þeirri hliðinni, sem
varðar siðareglur blaðamanna.
1. Slldarsamningurinn við So-
vétrikin er mjög hagstæður.
Svo sem kunnugt er, hefir is-
lenzka Suðurlandssildin ætið
verið mjög misjöfn að stærð og
fitumagni. Þegar um söltun er
að ræða, er stærsta sildin venju-
lega hausskorin og slógdregin
og látin „verkast” I 1 1/2 — 3
mánuði og siðan seld sem fuli-
unnin neyzluvara eða tekin til
frekari vinnslu, t.d. kryddsildin
(gaffalbitar o.fl.).
Þá slld, sem er of smá til
hausskurðar, hefir venjulega
orðið að setja i bræðslu. Sem
stendur er ekki markaður fyrir
þessa smáu sild til beitu og
möguleikar á frystingu til út-
flutnings eru ekki fyrir hendi,
enda væri sildin þá seld sem al-
gjört hráefni. Einasta og bezta
leiðin til þess að nýta þessa sild
til manneldis og um leið að
forða okkur frá þvi hneyksli að
hefja sildveiðar á ný tii bræðslu
eftir þriggja ára friðun, var þvi
sú, að freista þess að ná samn-
ingum um sölu á henni heilsalt
aðri á þeim mörkuðum, þar'sem
venja er að selja sildina heil-
saltaða til neytenda, þ.á.m.
smáa sild. Þetta tókst með
samningi þeim, sem gerður var
við Sovétrikin 25. september sl.
Um samning þennan segir svo
i fréttatilkynningu frá Sildarút-
vegsnefnd 7. þ.m.:
„Sá misskilningur hefir kom-
ið fram i fjölmiðlum, að með
samningi þeim, sem nýlega var
gerður um sölu á heilsaltaðri
sild til Sovétrikjanna, sé verið
að selja úr landi hráefni, sem
Sovétmenn taki til frekari
vinnslu. Hér er um fullkominn
misskilning að ræða. Hið rétta
er, að sild þessi er seld i verzl-
unum i Sovétrikjunum, eins og
hún kemur upp úr tunnunum,
sem fullunnin neyzluvara.
Samningurinn við Sovétrikin
hefir gifurlega mikla þýðingu
fyrir islenzka saltsildarfram-
leiðslu og er þjóðhagslega mjög
hagstæður, þar sem með honum
er unnt að taka til manneldis-
vinnslu alla þá sild, sem ekki er
nægilega stór til framleiðslu á
hausskorinni sfld, enda sækjast
allar framleiðsluþjóðir saltaðr-
ar sildar eftir þvi að geta selt
smæstu sildina til þeirra landa i
Austur-Evrópu, sem selja sfld-
ina heilsaltaða i verzlunum.
Bjóða aðrar framleiðsiuþjóðir
sild þessa á langtum lægra verði
en Sildarútvegsnefnd hefir sam-
ið um.”
í þessu sambandi er rétt að
geta þess, að Sfodarútvegsnefnd
er skipuð fulltrúum frá Alþingi,
félögum siidarsaltenda, Lands-
sambandi islenzkra útvegs-
manna og Alþýðusambandi Is-
lands og eru allir þessíj; aðilar
sammála um þýðingu sovézka
samningsins fyrir islenzka iS^Jt-
sildarframleiðslu.
Félag sildarsaltenda á Suð-
vesturlandi gerði eftirfarandi
!ályktun um sama sölusamning
á fjölmennum fundi 9. þ.m.:
„Fundurinn lýsir yfir ánægju
«inni vegna samnings þess um
heilsalt^ða sild, sem Sildarút-
vegsnefndhefir nýlega gert við
Sovétrikin, og telur að með hon-
um sé tryggð mun betri nýting á
sildinni til manneldis en ella.”
Mér er kunnugt um að ályktun
þessi var send öllum dagbiöðum
i Reykjavik.
Alþýðublaðið hefir hvorki birt
fréttatilkynningu Sildarútvegs-
nefndar né sfldarsaltenda um
málið.
Ég er ekki i neinum vafa um
það, að Jón Ármann Héðinsson,
alþm., telur margnefndan
samning við Sovétrikin mjög
hagstæðan og að blaðamaður
Alþýðublaðsins hafi misskilið
ummælihans. Mér þykir trúlegt
að Jón Ármann hafi talið „frá-
ieitt”,, að taka svo til alla sfld-
ina, sem söltuð var um borð i
veiðiskipunum i byrjun ver-
tiðar, til heilsöltunar án tillits til
stærðar, enda deilir hann rétti-
lega á þau vinnubrögð að setja
sjósöltuðu sildina óflokkaða i
tunnurnar eins og kom fyrir
áður en sjávarútvegsráðuneytið
breytti reglugerðinni. Sé sú til-
gáta min rétt, sem ég raunar
geng út frá, er ég honum algjör-
lega sammála.
Tilgangurinn með þvi að leyfa
W Alþýöublaðið
Miðvikudagur 12. nóvember 1975.